Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 LESBÓK MÁLMUR Scott Ian, gítarleikari og forsprakki þrass- bandsins gamalreynda Anthrax, greinir frá því í nýrri bók sinni, Access All Areas: Stories From A Hard Rock Life, að hann hafi einu sinni brotist inn á heimili kollega síns, Kirk Hammett í Metallica, í San Francisco í skjóli nætur. Og hvers vegna? Jú, Ian var á djamminu ásamt nokkrum félögum sínum og fékk á þriðja tímanum um nóttina þessa óseðjandi löngun til að grípa í hljóðfæri og músisera. Hann er sjálfur frá New York en vissi að sinn gamli vinur, Hammett, byggi í borginni. Þangað var skónum stefnt, brotist inn og spilað af öllum lífs og sálar kröftum í stúdíói Hammetts. Þetta mun vera í eina skipti sem Ian hefur séð Kirk Hammett skipta skapi. Honum var hreint ekki skemmt. Braust inn hjá Hammett Kirk Hammett hress í Egilshöllinni. Morgunblaðið/ÞÖK TÓNLIST Eftir að hafa tekið því rólega á árinu 2017 með litlu tvíburunum sínum, Rumi og Sir, snýr poppdrottningin Beyoncé senn aftur. Fyrstu tónleikar hennar verða á Coac- hella-hátíðinni vinsælu í Kaliforníu en hún verður aðalnúmerið þar 14. og 21. apríl. Orð- rómur um að Beyoncé vinni nú að nýju efni hefur verið á kreiki og ekki var tilkynning Coachella-manna til þess fallin að kveða hann niður. Af öðrum aðalnúmerum á hátíðinni í vor má nefna rapparana Eminem og The Weeknd en einnig verða á svæðinu David Byrne, Cardi B, Migos, Post Alone, Odesza, Kygo, Jamiroquai og margir fleiri. Beyoncé klár í slaginn á Coachella Beyoncé hefur haft hægt um sig að undanförnu. AFP Hátíðarhöld á Vellinum árið 1960. Varnarliðið RÚV Varnarliðið nefnist heimild- arþáttaröð í fjórum hlutum um sögu Bandaríkjahers á Íslandi á ár- unum 1951-2006, sem hefur göngu sína í kvöld, sunnudagskvöld. Í þáttunum getur að líta mikið af myndefni sem ekki hefur sést áður og er m.a. rætt við fyrrverandi her- menn og íslenska starfsmenn varn- arliðsins, sem segja sögur af starfi sínu og samskiptum við herinn. Leikstjórar eru Konráð Gylfason og Guðbergur Davíðsson. SJÓNVARP SÍMANS Tvær af skærustu kvik- myndastjörnum seinni tíma, Harr- ison Ford og Den- zel Washington, halda áhorfendum við efnið í kvöld, laugardagskvöld. Fyrst bregður Ford sér í gervi forn- leifafræðingsins úrræðagóða In- diana Jones í Leitinni að týndu örk- inni frá árinu 1981 og síðan er komið að Washington að hleypa upp spennunni í Crimson Tide frá árinu 1995. Washington nýtur full- tingis ekki síðri kappa, skapgerð- arleikarans Genes Hackmans, sem á ófáa leiksigrana á ferilskránni enda að detta í nírætt. Stórstjörnur Washington STÖÐ 2 Aðalmynd laugardags- kvöldsins er Keeping Up With the Joneses. Um er að ræða gaman- mynd með spennuívafi frá 2016 með Gal Gadot, Jon Hamm, Isla Fis- her og Zack Galifianakis. Hjón í út- hverfi flækjast inn í alþjóðlegt njósnamál, þegar þau uppgötva að ofurvenjulegir nágrannar þeirra eru í raun njósnarar. Leikstjóri er Greg Mottola. Gal Gadot leikur í myndinni. Njósngrannar Gaggó Vest, lag GunnarsÞórðarsonar við texta ÓlafsHauks Símonarsonar, sló rækilega í gegn þegar það kom út á sólóskífu gítarleikarans og tón- skáldsins, Borgarbragur, árið 1985. Lagið söng ungur rokkari sem á þeim tíma var tiltölulega lítt þekkt- ur, Eiríkur Hauksson. Til að gera langa sögu stutta vann hann hug og hjörtu landsmanna með flutningi sínum og átti ári síðar aðild að fyrsta framlagi Íslendinga til Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, Gleðibankanum. Allar götur síðan hefur Eiríkur fyllt flokk ástsælustu söngvara þjóðarinnar. Enda þótt ótrúlegt megi virðast hafa Gunnar og Eiríkur aldrei flutt Gaggó Vest saman á sviði en það breytist í kvöld, laugardagskvöld, þegar Eiríkur treður upp með hljómsveit Gunnars, Gullkistunni, á Þrettándagleði Kringlukrárinnar í Reykjavík. „Það er rétt, við höfum aldrei náð að flytja þetta lag saman á sviði,“ segir Gunnar Þórðarson. „Það er lík- lega kominn tími til. Þetta verður bara gaman.“ Þeir hafa áður staðið saman á sviði, meðal annars í Queen-sýningu á skemmtistaðnum Broadway um árið en eðli málsins samkvæmt var Gaggó Vest ekki á efnisskránni þar. Sem leiðir hugann að því að gaman hefði verið að heyra Freddie heitinn Mercury spreyta sig á perlunni. Hefði hann gert það betur en Eirík- ur? Því verður aldrei svarað. Aðeins verður um þessa einu tón- leika að ræða en Eiríkur flýgur til Noregs, þar sem hann hefur búið um langt árabil, strax á sunnudaginn. „Þetta verður ekki endurtekið, alla vega ekki í bráð,“ segir Gunnar. Eiríkur mun taka tíu lög með Gullkistunni, lög sem allir ættu að kannast við, innlend og erlend. Spurður um hitt lagið sem Eiríkur söng á Borgarbrag, Gull, segir Gunnar það ekki á efnisskrá kvölds- ins. „Það er svolítið flóknara í flutn- ingi en hafandi sagt það þá er Gaggó Vest býsna flókið líka.“ Það var Óttar Felix Hauksson, tónleikahaldari á Kringlukránni, sem fékk Eirík til að koma til lands- ins. Hann gerði sér þó ekki grein fyrir því þá að Gunnar og Eiríkur hefðu aldrei tekið lagið saman á sviði. „Það var óvæntur glaðningur þegar ég gerði honum grein fyrir því,“ segir Gunnar. Höfundurinn kveðst alls ekki hafa gert ráð fyrir vinsældum Gaggó Vest þegar hann samdi lagið. „Mað- ur veit aldrei hvaða lag hittir og hvað ekki. Ég veit svo sem ekki hvað olli því en textinn er góður og svo negldi Eiríkur lagið auðvitað alveg. Það er frábærlega sungið.“ Gunnar lofar lífi og fjöri í kvöld og dansgólfið verður að sjálfsögðu ný- bónað. „Það er alltaf dansað mikið á Þrettándagleðinni, fólk á öllum aldri. Það eru ekki margir staðir eftir á Ís- landi þar sem hægt er að dansa.“ Á Gunna mikið að þakka Tónleikarnir leggjast einnig vel í Ei- rík. „Þegar Gunni hélt upp á sjö- tugsafmæli sitt í Hörpu fyrir tveim- ur árum komst ég ekki til landsins vegna annarra skuldbindinga og þess vegna tók ég þessu tilboði feg- inshendi, þrátt fyrir nauman tíma. Ég er með verkefni hérna í Noregi á föstudagskvöldið [í gærkvöldi] og flýg því heim til Íslands á laugardag- inn og aftur út á sunnudaginn.“ Hann hlakkar til að taka Gaggó Vest með höfundinum. „Það er alveg ótrúlegt að það hafi ekki gerst fyrr. Þetta verður virkilega gaman. Ég á Gunna mikið að þakka; segja má að ég hafi fundið fimmta gírinn eftir að ég söng þessi lög hans á Borgar- brag.“ Eiríkur hefur sungið Gaggó Vest annað veifið gegnum tíðina og þykir alltaf jafnvænt um lagið. „Gaggó Vest hefur alltaf fylgt mér. Ég hef sungið það með hinum og þessum og líka einn með gítarinn. Það er ekki auðvelt að flytja lagið þannig en ég læt mig hafa það fyrir Íslendinga á þorrablótum hérna í Noregi,“ segir hann hlæjandi. Fleiri standardar verða á efnis- skránni, ekki síst frá sjöunda áratugnum. Við erum að tala um Bítlana, Stones, Kinks og þessháttar. „Talað var um tíu lög en mig grunar að þau verði fleiri; úr því ég verð kominn á svæðið. Ég þekki pró- gramm Gull- kist- unnar ágætlega.“ Þrjátíu ár verða liðin á þessu ári frá því Eirík- ur settist að í Noregi en hann segir alltaf jafn gaman að koma heim og syngja fyrir landann. „Meðan ein- hver man eftir mér og biður mig að koma heim að syngja þá mun ég örugglega gera það.“ Eiríkur er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður, auk þess að kenna við sérskóla í Noregi, þar sem hann notar tónlistina mikið í vinnu með börnum sem átt hafa erfitt upp- dráttar. Meðal verkefna má nefna proggrokkbandið Magic Pie sem á dyggan hóp aðdáenda og bítlasýn- inguna „It Was 50 Years Ago Today“ sem gengið hefur í fimm ár í Noregi. Svo er það gamla málm- bandið Artch. „Við er- um ennþá í ágætu sambandi og tökum annað slagið að okkur verkefni þegar áhugaverð tilboð berast.“ Lengi býr að fyrstu gerð. Eiríkur Hauksson fann fimmta gírinn eftir að hafa sungið Gaggó Vest inn á plötu. Loks saman í Gaggó Vest Gunnar Þórðarson og Eiríkur Hauksson munu í fyrsta skipti flytja hið sívinsæla lag þess fyrrnefnda, Gaggó Vest, saman á sviði á Þrettándagleði Kringlukrárinnar í kvöld, laugardagskvöld. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gunnar Þórðarson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.