Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 26
Þegar byrjað er á veganisma í eldhúsinu heima verður þú að áætla
rýmri tíma til matargerðar. Fyrir marga getur verið erfitt að elda ein-
göngu úr grænmeti og það krefst oft lengri undirbúnings í fyrstu.
Ráð fyrir veganista
Getty Images/iStockphoto
Vegan í janúar
Veganismi nýtur vaxandi vinsælda. Fyrir marga er dýravernd aðalástæðan, aðra langar einfaldlega til að líða betur og hafa
jákvæð áhrif á jörðina. Margir hafa ákveðið að prófa veganisma í janúar; taka svokallaðan veganúar. Fyrir hina sem ekki ganga svo
langt að gerast veganistar um skemmri eða lengri tíma má samt alveg prófa einn og einn veganrétt! Réttirnir eru hollir og stútfullir
af næringu; nákvæmlega það sem fólk þarf eftir hátíðirnar. Nokkrir íslenskir matgæðingar deila hér frábærum veganuppskriftum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
MATUR
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
Sigrún Þorsteinsdóttir hef-
ur í áraraðir eldað mikið úr
grænmeti og er uppfinn-
ingasöm þegar kemur að
matargerð. „Eigi maður
gott grænt eða rautt karrí-
mauk í skápnum, grænmet-
isteninga og svolítið græn-
meti í kæliskápnum má
galdra fram merkilega fínar
súpur. Það er einmitt til-
valið að taka til í kæliskápn-
um og nota eggaldin, kúr-
bít, paprikur í öllum litum,
spínat, kartöflur, blaðlauk,
maískorn og fleira. Í þessa
súpu er upplagt að nota
frosna afganga af kók-
osmjólk ef þið eigið slíka. Ef
þið notið hrísgrjónanúðlur,
sobanúðlur (úr bókhveiti)
eða hrísgrjón er súpan
hentug fyrir þá sem hafa
glútenofnæmi eða -óþol.“
soðin hýðishrísgrjón eða glú-
tenlausar núðlur eftir smekk
15 g þurrkaðir sveppir
60 g gulrætur
50 g ferskir sveppir
¼ rauð paprika
2-3 vorlaukar eða
¼ blaðlaukur
1 msk. kókosolía
3-5 msk. grænt karrímauk,
milt
700 ml - 1 lítri vatn
2 gerlausir grænmetisteningar
50 ml kókosmjólk
2 dropar stevía án bragðefna
eða 1 msk. agavesíróp
Sjóðið hýðishrísgrjón eða
núðlur samkvæmt leiðbein-
ingum á umbúðum. Ef þið
notið núðlur skuluð þið
setja þær í sigti strax eftir
suðuna og láta kalt vatn
renna á þær í nokkrar sek-
úndur.
Klippið þurrkuðu sveppina
í nokkra búta og leggið í sjóð-
andi heitt vatn í um 15 mín-
útur. Hellið svo vatninu frá.
Flysjið gulræturnar og
sneiðið þunnt. Skerið fersku
sveppina og paprikuna í
þunnar sneiðar. Skerið vor-
laukana í þunnar sneiðar (allt
nema um 1 cm af hvorum
enda).
Hitið kókosolíuna í meðal-
stórum potti. Steikið gulræt-
urnar, paprikuna, vorlaukinn
og fersku sveppina í olíunni í
um 10 mínútur. Setjið karrí-
maukið út í og léttsteikið í
nokkrar mínútur.
Bætið vatni og grænmet-
isteningum út í ásamt
þurrkuðu sveppunum og
látið súpuna malla í um 15
mínútur við vægan hita.
Bætið núðlunum eða
hrísgrjónunum út í. Bætið
svo kókosmjólkinni og
stevíudropunum út í og hit-
ið í nokkrar mínútur án
þess að sjóði.
Úr bókinni: CafeSigrun –
Hollustan hefst heima.
Austurlensk naglasúpa
„Kúskúsréttir eru bæði góðir sem aðalréttir
og sem meðlæti og sóma sér vel á hlaðborði.
Við borðum réttinn með spínati og sólskins-
sósu. Uppskriftin er úr einni af uppáhalds
bókunum mínum The Kind Diet eftir Aliciu
Silverstone,“ segir Dóra Matthíasdóttir sem
birtir uppskriftir á vegandora.com.
2 bollar (4-5 dl) skrælt barbapabbagrasker,
skorið í 2 cm kubba
2 laukar, skornir í 2 cm kubba
3 gulrætur, skornar í 2 cm sneiðar
1½ bolli (3,5 dl) kúrbítur, skorinn í 3 cm kubba
2 msk ólífuolía
sjávarsalt
1½ tsk svartur pipar
1½ bolli (3,5 dl) grænmetiskraftur
2 msk vegan smjör (til dæmis Prima smjör frá
Rapunzel)
¼ tsk cummin krydd (ekki kúmen)
½ tsk saffran þræðir (má sleppa)
1½ bollar (3,5 dl) kúskús
2 saxaðir vorlaukar (bæði hvíti og græni hlutinn)
Hitið ofninn í 190°C.
Setjið saxað grænmetið á bökunarpappír
í ofnskúffu. Bætið við 2 msk ólífuolíu, 1 tsk
salti og 1 tsk pipar.
Grillið í 25-30 mínútur og snúið græn-
metinu með spaða þegar tíminn er hálfn-
aður.
Á meðan grænmetið grillast, setjið græn-
metiskraftinn í pott og sjóðið.
Takið grænmetiskraftinn af hellunni og
bætið við 2 msk smjöri, 1/2 tsk pipar, 1/4 tsk
cummin kryddi, saffrani og salti eftir smekk.
Lokið pottinum og látið bíða í 15 mínútur.
Skafið grænmetið af bökunarpappírnum
og ofan í stóra skál.
Bætið við öllu kúskúsinu og blandið var-
lega saman.
Hitið grænmetiskraftinn að suðu og hellið
honum síðan yfir grænmetið og kúskúsið í
skálina. Lokið skálinni vel með diski og látið
standa í 15 mínútur. Bætið við vorlauknum
og hrærið varlega í kúskúsinu með gaffli.
Berið fram td. með spínati og sólskins-
sósu.
Frá vegandora.com.
Marokkóskt kúskús