Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 20
ið má þó finna á flestum topplistum vestanhafs
og er því óhætt að mæla með því, hvað sem per-
sónulegum tengslum líður.
Markmannshanskarnir hans
Alberts Camus
Umsjónarmaður: Guðmundur Björn Þor-
björnsson
Íslenskir miðlar hafa hægt og rólega verið
að smokra sér inn í heim hlaðvarpanna en sem
stendur ber RÚV þó höfuð og herðar yfir aðra,
sérstaklega hvað varðar frásagnardrifin hlað-
vörp. Lengi má elska Veru sína Illugadóttur
sem varpar ljósi á söguna og svo á Viktoría
Hermanns einnig hrós skilið fyrir vandaða
þætti um ástandsbörnin. Besta íslenska hlað-
varp þessa árs var hinsvegar án efa Mark-
mannshanskarnir hans Alberts Camus.
Í þáttaröðinni fjallar Guðmundur Björn
Þorbjörnsson um íþróttir á heimspekilegu nót-
unum, um öflin sem móta íþróttafólk og sýn
okkar á það. Sniðmengið milli áhugafólks um
heimspeki og áhugafólks um fótbolta er eflaust
vildi einfaldlega láta sig hverfa?
Hafa aðdáendur hans rétt á að vita
hvað býr að baki? Taberski glímir
sjálfur við þessar spurningar og fleiri
í þættinum sem er vel þess virði að
smella í eyrun, hvort sem hlustandinn
þekkir til Simmons eða ekki.
Ear Hustle
Umsjónarmenn: Earlonne Woods, Nigel Poor
Hljóðhönnun: Antwan Williams
Fangelsis-hlaðvarpið Ear Hustle er einstakt
afrek á sviði hlaðvarps- og heimildaþáttagerð-
ar en það er framleitt við sérlega erfiðar að-
stæður í San Quentin-fangelsinu í Norður-
Kaliforníu. Tveir af þáttagerðarmönnunum
þremur eru fangar og hafa lítið sem ekkert að-
gengi að veraldarvefnum og ráða ekki yfir eig-
in tíma. Í ofanálag er fangelsinu reglulega lok-
að fyrir utanaðkomandi aðilum, dögum og
jafnvel vikum saman, og leggst þá framleiðsla
þáttanna niður. Þá má bæta við að hver einasti
þáttur sem framleiddur er þarf að hljóta sam-
þykki upplýsingafulltrúa fangelsisins.
„Ear hustle“ er fangelsisslangur fyrir að
hlera og það er það sem þau Poor, Woods og
Williams leyfa okkur að gera; á stað sem allir
hafa áhuga á en enginn vill vera á. Woods og
Williams eru fangar í San Quentin en Poor hef-
ur kennt ljósmyndun þar í áraraðir. Þau
Woods og Poor eru kynnar þáttarins en auk
þess að ræða sín á milli um lífið í fangelsinu
taka þau fræðandi og persónuleg viðtöl við
samfanga Woods tengd þema hvers þáttar.
Farið er í saumana á því hversu flókið það
getur verið að finna sambýlismann þegar klef-
inn manns rétt rúmar koju, hvernig það er að
sitja í einangrun og í hinum óviðjafnanlega
þætti „The Boom Boom Room“ er jafnvel fjallað
um býflugurnar og blómin. Hljóðhönnun Willi-
ams flytur hlustendur beint í húðlitsskiptan
fangelsisgarðinn en að auki hefur tónlist sam-
fanga hans, sem gjarnan er tekin upp fyrir til-
viljun í téðum garði, vakið mikla athygli.
Eftir alla þessa gullhamra í garð
Ear Hustle þarf eitt að
viðurkennast: und-
irrituð er ekki með
öllu hlutlaus. Þegar
ég er ekki að skrifa
topplista eða al-
mennt að bora í
nefið sinni ég
sjálfboðavinnu á
fréttastofu San
Quentin News,
en sú er einmitt í
sama rými og Ear
Hustle er framleitt. Hlaðvarp-
H
laðvörp,
eða „podköst“
eins og slettu-
vargar vilja kalla
þau, eru hljóð-
þættir sem aðgengilegir eru á ver-
aldarvefnum eða í hlaðvarpsforritum
snjallsímanna. Mikil gróska hefur
verið í hlaðvarpsbransanum síðast-
liðin misseri og nánast ekkert áhuga-
mál eða hugðarefni er svo jaðarkennt
að ekki hafi verið gerð hlaðvarps-
þáttaröð um það. Þegar úrvalið er eins
mikið og raun ber vitni getur verið erfitt að
átta sig á hvað er þess virði að ljá því eyra,
svona meðan á uppvaskinu eða strætóferð-
inni stendur. Þar getur eftirfylgjandi listi yfir
bestu nýju hlaðvörp ársins 2017 vonandi hjálp-
að til.
Missing Richard Simmons
Umsjónarmaður: Dan Taberski
Líkamsræktarfrömuðurinn Richard Sim-
mons var sérlega skrautleg og áberandi per-
sóna í dægurmálum Bandaríkjanna. Hann gaf
út brjálæðislega hress eróbikk-myndbönd,
kastaðist um á sófum spjallþáttastjórnenda,
kenndi klikkaða spinning-tíma og veifaði með
öllum líkamanum þegar túristarúturnar
keyrðu framhjá húsinu hans í Hollywood.
En svo einn daginn, 15. febrúar 2014, hvarf
hann.
Það eru kannski smá ýkjur. Þó brotthvarf
hans sé dularfullt virðist ljóst að hann er alla-
vega ekki á hafsbotni. Hvarfið er líkara því
þegar strákurinn sem þú ert að deita hættir
skyndilega að svara skilaboðunum þínum,
hættir jafnvel að opna þau. Í slíkum aðstæðum
má einfaldlega gefa skít í viðkomandi, sætta
sig við að þú munir aldrei sjá eyrnalokkana
sem gleymdust á náttborðinu hans aftur, og
halda áfram með lífið. En eins og einnar nætur
Tinder-vinur frá helvíti er Dan Taberski
ekki tilbúinn að sleppa takinu.
Þáttaröð Taberski um leitina að
Richard Simmons er allt í
senn fyndin og tregafull.
Hún er einstaklega vel
unnin og skrifuð auk
þess sem
greinilegt er
hversu persónu-
leg ráðgátan um
brotthvarf Simmons er
fyrir þáttastjórnandanum.
Taberski gekk ansi langt í leit sinni að
sannleikanum og vöktu þættirnir tals-
verðar umræður um eðli frægðarinnar
og réttinn til einkalífs. Hvað ef Simmons
MENNING
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
AFP
Brotthvarf Simmons
hefur valdið mörgum
hugarangri.
Bestu nýju
hlaðvörpin
Hlaðvörp eru tilvalin afþreying fyrir nútíma fólk á ferðinni enda er hægt að nálgast þau
nánast hvar og hvenær sem er og hlusta á þau á meðan heimilisstörfum eða annarri
handavinnu er sinnt. En svo má líka alltaf slaka á, hlusta og njóta.
Anna Marsibil Clausen anna_clausen@berkeley.edu