Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 14
Atriðið í heita pott- inum í áramótaskaupinu fékk mörg rokkstig út um allan bæ. Dóra Jóhannsdóttir brá sér í líki þjóðþekktra á gamlárs- kvöld og var einnig yfirhand- ritshöfundur Skaupsins. ingur, mamma, Lilja Jóhannsdóttir, kennari og yngri bróðir minn Gunnar er læknir. Að vísu má segja að ég sé alltaf að kenna og í mér blundar líka verkfræðingur, ég á auðvelt með að vinna með uppbyggingu í atriðum og strúktúra. Með grínarann þá var ég reyndar í einu endalausu hláturskasti sem krakki og ungling- ur og var mjög oft rekin úr tímum fyrir fliss, meira að segja í síðasta bekk í menntaskóla, þegar ég var að fara að útskrifast, orðin 19 ára, var ég rekin út fyrir að hlæja. Ég klóraði mér í hausnum yfir sjálfri mér, rekin úr tíma fyrir að vera með læti, hálffullorðin? Ég hef alltaf verið mjög félagslynd, var varla vöknuð á morgnana þegar ég reif mig fram úr til að finna einhvern að leika við og finnst eiginlega ennþá hundleiðinlegt að vera ekki með fólki. En ég var svo upptekin af því að vera í félagslífinu í MR, var í leikfélaginu og fleiru, að ég var meira að segja rekin úr skól- anum, fyrir lélega mætingu.“ Af því þú varst svo upptekin í félagslífinu? „Já, og líka bara löt, nennti þessu ekki, ég get verið mjög sérhlífin. En refsingin, var eig- inlega með verri, eða betri refsingum sem ég hef vitað og hentaði mér fullkomlega. Ég mátti ekki mæta í skólann en mátti samt taka loka- prófin og útskrifast. Þegar þeir tilkynntu mér hvaða aðferð þeir ætluðu að nota við að kenna mér lexíu var ég eitt spurningarmerki, því mér fannst þetta bara frábært! Í lokin skipti þetta engu máli, ég lærði og útskrifaðist og svaf svo út í ár, sem hentaði mér mjög vel.“ Dóra segir að eftir þetta hafi nákvæmlega enginn hvatt hana til að fara í leiklistarnám. „Það var engum sem datt í hug að leiklist væri eitthvað fyrir mig. Ég var varla viss sjálf. Hafði verið aðstoðarleikstjóri í Herranótt, hjá Magnúsi Geir Þórðarsyni, og fékk smá áhuga á leikstjórn. En ég fór þó í Listaháskólann, með það í huga að verða leikstjóri. Þá var ekki komin þessi sviðshöfundabraut svo ég fór í leikaradeildina og það leið ekki á löngu þar til ég var skömmuð fyrir að vera þar af hálfum hug.“ Þóttist ætla að verða góð leikkona Þóttirðu þá ekki að vera með heilan hug í leik- listarnáminu? „Nei, ég var bara að stefna á að verða leik- stjóri og gaf mig ekki alveg í verkefnið að reyna að verða ógeðslega góð leikkona. En skammirnar urðu til þess að ég ákvað að reyna að nýta tímann eins vel og ég gæti og fá sem mest út úr náminu – með því að þykjast ætla að verða afar góð leikkona. En ég fór að fíla þetta og fannst bara mjög gaman að leika í þessi sjö ár sem ég starfaði í leikhúsunum. Einn daginn kom þó að því að ég hugsaði; jæja, núna þarf ég að fara að gera alls konar annað.“ Þú hefur kannski starfað á öðrum vettvangi en sem leikkona á fjölunum síðustu árin, en þegar þú varst þar, hver var þín upplifun af því sem leikkonur hafa komið fram með síð- ustu vikur, kynferðislegri áreitni? „Þegar ég lít til baka sér maður margt mjög skrýtið. Ég lék til dæmis alltaf bara hórur þegar ég var í náminu. Á lokaárinu var ég orð- in hvumsa; Var þetta tilviljun eða hvað var þetta eiginlega? Fannst orðið mjög skrýtið hvað ég var alltaf fáklædd. Mér fannst það ekkert endilega vera kennurunum að kenna heldur var þetta bara stemningin og það sem var í boði í leikritunum sem voru skrifuð. Oft var líka einhver kynferðisleg óþægileg orka í leikhúsinu sem mann grunaði að væri ekki annars staðar. Maður er mjög þaklátur ungu leikkonunum sem störtuðu þessari umræðu, ég hef ekki starfað inni í leikhúsinu síðan þessi bylgja fór af stað en ég veit að þetta mun hafa mikil áhrif, þekkjandi þetta fólk, sem er allt vel gefið og meðvitað. Fólk vill breyta þessu og ég er spennt að sjá þær breytingar.“ Dóra var á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu þar til hún flutti til Banda- ríkjanna og var þar í fjögur ár, fyrst í Upright Citizenz Brigade þar sem hún lærði spuna- tækni og sketsaskrif í þrjú ár en leikkonan Amy Poehler stofnaði skólann. Á síðasta ári fór Dóra svo til Chicago í spunanám hjá The Second City. Hvað varð til þess að þú fórst út? „Ég var búin að vera sjö ár í leikhúsinu og okkur fyrrverandi manninn minn, Jörund Ragnarsson leikara, var farið að klæja í putt- ana að fara meira út í að vinna bak við tjöldin og stjórna meira sjálf. Hann fór í mastersnám í New York í hand- ritaskrifum og kvikmyndaleikstjórn. Ég var fyrst heimavinnandi með son okkar lítinn en fann svo þetta nám og það hentaði mér full- komlega og opnaði dyr í alveg nýjan heim.“ Í framhaldinu kynnti Dóra spunann fyrir Ís- lendingum, stofnaði spunaleikhúsið Improv Ís- land sem mörg hundruð manns hafa sótt nám- skeið hjá og sýningar eru einu sinni í viku. Lítið fyrir drama Mörgum þykir þú ein fyndnasta kona Íslands, vissir... (Hér fer Dóra að þræta við blaðamann um að það hafi verið sagt en blaðamaður seg- ist geta reitt fram linka á fréttir í símanum sínum um það svo málið er fljótt útkljáð, áfram með spurninguna) ... vissir þú fljótt þeg- ar þú fórst að leika að þú yrðir sterk á því sviði? „Ég fann það þegar ég fór að leika í Herra- nótt og Skari Skrípó leikstýrði okkur í farsa, sem var fyrsta hlutverk sem ég lék á ævinni, að ég átti frekar auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Mér líður langbest í gríninu, sem ég ætti kannski ekki að viðurkenna til að tak- marka ekki atvinnutækifæri mín en ég hef rosalega lítinn áhuga á drama.“ Af hverju? „Mér finnst það bara ekki skemmtilegt. Ég VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.