Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 16
VÍSINDI
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
Þ
að er tómlegt um að litast í verk-
fræðibyggingu Háskóla Íslands,
VR-II, þennan kalda morgun milli
jóla og nýárs enda eru nemendur í
jólafríi, eins og lög gera ráð fyrir.
Ef ekki væri fyrir ræstitækni á öflugri skúr-
ingamaskínu mætti líklega heyra saumnál
detta. Á annarri hæð hússins er Rúnar Unn-
þórsson, prófessor í iðnaðarverkfræði, þó á
sínum stað á skrifstofu sinni enda í mörg horn
að líta; hann er að skila af sér lokaniðurstöðum
úr þriggja ára fjölþjóðlegu rannsóknar- og
þróunarverkefni, Hljóðsýn eða Sound of Vi-
sion, eins og það kallast upp á enskuna, sem
hefur þann tilgang að hanna búnað sem hjálp-
ar blindu og sjónskertu fólki að skynja um-
hverfi sitt betur.
„Við eigum að skila af okkur núna um ára-
mótin og þegar dregur svona ískyggilega
nærri skilum finnst manni alltaf eitthvað vera
eftir,“ segir Rúnar brosandi en bætir við að
ekki sé útlit fyrir annað en að þetta hafist allt
saman. Og það gerði það sannarlega, svo sem
Rúnar staðfesti fyrir birtingu þessarar grein-
ar.
Búnaðurinn er tvennskonar. Annars vegar
er um að ræða höfuðbúnað með myndavélum
sem les umhverfið, ef svo má segja, og táknar
einstaka hluti með hljóðum sem notandinn
lærir að greina í sundur. Hins vegar er not-
andinn með belti um sig miðjan sem gefur
upplýsingar um umhverfið með titringi. Beltið
er alfarið hannað af HÍ-hópnum og nefnir
Rúnar Kristján Bjarka Purkhús sérstaklega í
því sambandi en hann sá um rafmagnshönn-
unina.
Samstarfið vatt upp á sig
Hugur Rúnars hafði um skeið staðið til þess að
hanna búnað af þessu tagi þegar rúmenskir
kollegar hans höfðu samband við hann út af
sambærilegri hugmynd. Úr varð samstarf sem
vatt fljótlega upp á sig og sótti hópurinn upp-
haflega um svokallaðan EEA-styrk fyrir verk-
efnið hjá EFTA en þeirri beiðni var hafnað. Í
stað þess að leggja árar í bát var ákveðið að
reyna aftur og sækja um styrk hjá Evrópu-
sambandinu. Þar var svarið jákvætt.
Að þeirri umsókn komu af Íslands hálfu
verkfræði- og sálfræðideildir Háskóla Íslands,
auk þess sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda var þá
komin um borð. „Það var algjört lykilatriði að
hafa Miðstöðina með enda veitti það okkur
bæði aðgang að neytendahópnum og sérfræð-
ingum. Allar prófanir hafa síðan farið fram
gegnum Miðstöðina sem skiptir miklu máli
upp á viðbrögð,“ segir Rúnar.
Hann hefur sjálfur verið í forsvari fyrir
verkfræðihópinn en Árni Kristjánsson, pró-
fessor í sálfræði, fer fyrir sálfræðihópnum.
Auk Íslendinganna eru í rannsóknar-
hópnum þrír aðilar í Rúmeníu, þar af eina fyr-
irtækið í hópnum, tveir í Póllandi, háskóli og
þjónustumiðstöð fyrir fatlaða, einn í Ung-
verjalandi og einn á Ítalíu. „Sá ítalski er sá eini
sem notar evrur og fyrir vikið höfum við hin
lent í talsverðum gengisvandræðum meðan
verkefnið hefur verið í gangi og enginn í meiri
vandræðum en við hér heima, þar sem krónan
hefur styrkst mjög mikið á þessum tíma. Af
þeim sökum var styrkupphæðin á endanum
nokkuð lægri en útlit var fyrir í upphafi. Það
munar einhverjum milljónum króna,“ segir
Rúnar en þess má geta að flestir höfðu sam-
starfsaðilarnir reynslu af því að vinna með
blindu fólki. Þó ekki hópurinn hér heima.
Rúmenarnir líkastir okkur
Hljóðsýn var formlega hrint af stokkunum 1.
janúar 2015 og þegar mest var tengdust eitt
hundrað manns verkefninu. Rúnar segir það
hafa verið eldskírn að stýra svona stóru verk-
efni en hann hafði áður komið að ýmsum
smærri fjölþjóðlegum verkefnum. „Við byrj-
uðum rólega. Það tók okkur til dæmis tíma að
kynnast og læra hvert inn á annað enda höfð-
um við ekki unnið saman áður. Þetta eru ólík
lönd með ólík kerfi í heimi vísindanna og við
höfum tekist á, því er ekki að neita, þó sjaldn-
ast hafi það verið persónulegt. Einhver líkti
þessu við hjónaband og það er svo sem ekki
fjarri lagi. Eftir þessa reynslu þykir mér Rúm-
enarnir líkastir okkur. Þeir búa yfir svipaðri
þrautseigju og vinna gjarnan í törnum og á
síðustu stundu. Þess vegna skiljum við þá vel,“
segir Rúnar brosandi.
Hann ber lof á Háskóla Íslands í þessu sam-
hengi en hann hafi sýnt verkefninu mikinn
áhuga. Það sé alls ekki sjálfgefið, til dæmis
hafi baklandið í Ungverjalandi sýnt verkefn-
inu tómlæti. „Hér innanhúss eru allir tilbúnir
til að veita stuðning og finna lausnir,“ segir
Rúnar en þess má geta að beltið fékk sérstaka
viðurkenningu frá Háskóla Íslands.
Hugmyndir voru ekki af skornum skammti
og fyrsta árið leyfði Rúnar þeim bara að gerj-
ast í rólegheitunum. Vildi ekki stíga á metnað
manna. „Að því kom þó að við þurftum að
byrja að trappa okkur niður og horfast í augu
við raunveruleikann. Það var ekki auðvelt
enda liggur það misjafnlega vel fyrir fólki að
miðla málum. Við bjuggum til dæmis til mörg
tungumál, bæði hljóð- og titringstungumál, til
að túlka umhverfið og þegar mest var voru níu
slík tungumál í gangi. Það er of mikið og þá
þurftum við að skera niður og aðlaga. Nið-
urstaðan er ekki bara ein lausn, heldur flétta
margra lausna, eins og oft vill verða í svona
verkefnum, og flækjustigið er tiltölulega hátt.“
Tungumálið líkist loftbólum
„Tungumálið“ sem á endanum hafði betur og
flestir vilja nota er kennt við loftbólur. Rúnar
líkir þessu við að sjóða vatn; þegar notandi
búnaðarins nálgast hlut eða fyrirstöðu byrjar
að „bobbla“ í eyrunum á honum og þegar hann
er kominn alveg að hlutnum byrjar að „bull-
sjóða“ í tækinu sem hann er með í eyranu.
Rúnar brýndi það fyrir sínu fólki að fyrsta
útgáfan af búnaðinum yrði aldrei fullkomin,
ekki einu sinni eftir að hún verður komin á
markað. „Það er aldrei þannig. Fyrsta PC-
tölvan var ekki fullkomin, ekki frekar en
fyrsta flugvélin og þar fram eftir götunum.
Aðalatriðið var að fá þessi tæki til að virka,
síðan var spáð í þætti eins og umfang, orku-
þörf, umhverfi og annað. Nú er þessu verkefni
lokið og á þeim tímamótum er auðveldara að
sætta sig við málamiðlanir og fagna þeim ár-
angri sem hefur náðst. Það er aldrei gott að
reisa sér hurðarás um öxl.“
Viðbrögð markhópsins hafa, að sögn Rún-
ars, verið mjög jákvæð enda þótt það byrjaði
raunar ekki þannig. „Það er svo merkilegt að
ekki hefur verið mikið um tilraunir með búnað
af þessu tagi og fyrir vikið voru blindir og
sjónskertir, sem hafa unnið með okkur, upp til
hópa ekki vanir því að prófa nýjungar. Til að
skynja umhverfi sitt hafa þeir fyrst og fremst
þurft að treysta á gamla góða blindrastafinn.
Þess vegna var mjög gott að fá þennan hóp
snemma inn í ferlið til að prófa nokkrar prótó-
týpur af búnaðinum. Og fyrsta týpan var ekki
beinlínis að slá í gegn. „Er þetta allt og sumt?“
heyrðist þá meðal annars fleygt. Gagnrýnin
gat verið óvægin og það var einmitt það sem
við vildum, hreinskilni. Við vorum auðvitað að
fikra okkur áfram og þess vegna skiptu við-
brögð frá markhópnum miklu máli. Þetta var
þolinmæðisvinna og eftir því sem viðbrögðin
við prótótýpunum bötnuðu óx okkur ásmegin.“
Rúnar er þátttakendum í prófununum afar
þakklátur enda tóku þær langan tíma í hvert
skipti, jafnvel margar klukkustundir.
Það getur brugðið til beggja vona með verk-
efni af þessu tagi en Rúnar segir vendipunkt-
inn hafa komið eftir prófanir í maí á nýliðnu
ári. Eftir það hafi hann og hópurinn haft fulla
trú á búnaðinum. „Það varð ljós, ef svo má
segja. Þarna fékk maður staðfestingu á því að
notendurnir gætu lært tungumálið sem við
höfum verið að vinna með og ferðast um með
búnaðinn. Við lögðum fyrir þetta fólk
ákveðnar þrautir sem því gekk vel að leysa.“
En hvað tekur nú við? Fer varan á markað
og þá hvenær?
„Evrópusambandið vill að þetta verði að
vöru sem er auðvitað mikil hvatning fyrir okk-
ur og ágætis byrjun. Það mun þó ekki gerast á
morgun eða hinn; það tekur alltaf að minnsta
kosti eitt ár að gera vöru tilbúna fyrir markað,
jafnvel þó hún teljist vera tilbúin. Lengi má
gott bæta. Vonandi fáum við því eitt til tvö ár
til að þróa vöruna áfram áður en hún verður
sett á markað. Í besta falli gæti varan verið
komin á markað innan tveggja ára, alla vega í
Evrópu. Allt veltur þetta þó á fjármögnun
enda um fremur dýra tæknivöru að ræða.“
Eitt af því sem Rúnar vonast til að geta þró-
að frekar er umfang búnaðarins. Eins og stað-
an er núna þá eru myndavélarnar og höfuð-
búnaðurinn tengd við fartölvu sem notandinn
ber í poka á bakinu enda þurfa myndavélarnar
á rafmagni að halda. Þar er líka aukarafhlaða.
„Æskilegt væri að hafa þetta smærra í snið-
um, helst bara lítið tæki sem hafa má í vas-
anum. En sú vinna tekur tíma og kostar pen-
inga,“ segir hann og bætir við að stefnt sé að
því að þráðlaus búnaður leysi snúrutengingar
af hólmi fyrr en síðar.
Blindir fá
hljóðsýn
Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Rúnars
Unnþórssonar, prófessors í iðnaðarverkfræði við Háskóla
Íslands, hefur hannað búnað sem hjálpar blindum og
sjónskertum að skynja umhverfi sitt betur. Vonir standa
til þess að búnaðurinn, sem byggist í senn á hljóði og titr-
ingi, verði kominn á markað innan tveggja ára.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Kristinn Ingvarsson kri@hi.is
’Lengi má gott bæta. Vonandifáum við því eitt til tvö ár tilað þróa vöruna áfram áður enhún verður sett á markað.