Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 45
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 KVIKMYNDIR Von er á fjörugu kvikmyndaári vestur í Hollywood, sem endranær. Meðal mynda sem frum- sýndar verða á árinu er söngvamyndin Mary Poppins Returns. Ekki er um að ræða endurgerð á hinni vinsælu mynd Mary Poppins frá 1964 heldur framhald og gerist sagan 25 árum síðar. Að þessu sinni er það bresk/ bandaríska leikkonan Emily Blunt sem fer með hlutverk vinsælustu barnfóstru allra tíma og fetar þar með í fót- spor Julie Andrews. Það er stórveldið Disney sem fram- leiðir myndina en leikstjóri er Rob Marshall. Af öðrum leikendum má nefna Lin-Manuel Miranda, Meryl Streep, Colin Firth og hina 92 ára síungu Angelu Lansbury. Fyrirhugað er að frumsýna Mary Poppins Returns á jóladag, þannig að við þurfum að vera þolinmóð. Poppins snýr aftur Emily Blunt í hlutverki Mary Poppins. Disney SJÓNVARP Ný heimildarmynd um lokaárið í ævi poppstjörnunnar Prince, Prince: Last Year of a Legend, fær ekki góða dóma í bresku pressunni. Þannig þykir gagnrýn- anda The Telegraph vanta alla dýpt í mynd- ina og segir hana sundurlausa. Myndin bygg- ist að miklu leyti á samtölum við fólk sem stóð nærri Prince en ekkert þeirra geti að neinu gagni varpað ljósi á það sem átti sér stað síðustu mánuðina sem goðsögnin lifði en Prince sálaðist í apríl 2016 langt fyrir aldur fram, aðeins 57 ára. Þá þykir gagnrýnand- anum hæpið að fullyrða að Prince hafi náð sínum listrænu hæðum á lokasprettinum. Litlu nær um lokamánuðina í lífi Prince Prince var aðdáendum sínum harmdauði. Reuters Fyrir rúmum áratug fór ég aðveita ungu málmbandi frá Or-lando í Flórída athygli. Trivi- um kallast bandið og var á þessum tíma áhugaverður bræðingur af klassískum málmi, þrassi og banda- rískum nýbylgjumálmi. Einkum féllu önnur og fjórða breiðskífa bandsins að mínum smekk; Ascendancy, sem hið gamalgróna málmrit Kerrang! valdi plötu ársins 2005, og Shogun sem kom þremur árum síðar. Þarna fór saman haganlega smíð- uð lög, sprækur flutningur og flinkur söngvari, hinn japanskættaði Matt Heafy, sem fléttaði saman hreinum og óhreinum söng, eins og það kall- ast. Til að gera langa sögu stutta kom ferskur andblær með Trivium inn í málmheima og bandið átti er- indi. En síðan hallaði undan fæti. Í stað þess að Trivium fengi frekari útrás fyrir óbeislaða hæfileika sína fundu óprúttnir markaðsmenn gróðalykt af bandinu og tókst að þynna það út. In Waves, sem kom 2011, var reyndar allt í lagi en á Vengeance Falls (2013) hafði dregið verulega af Trivium. Þykkt skyrið var orðið að undan- rennu. Dauðhreinsuð Með góðum vilja mátti þó hlusta á Vengeance Falls enda þótt Heafy og félagar hafi hleypt David Draiman úr Disturbed, af öllum mönnum, í takkaborðið. Sömu sögu má ekki segja af sjöundu breiðskífunni, Si- lence in the Snow, sem kom út 2015. Það var engu líkara en sálin hefði verið slitin úr Trivium. Platan var í einu orði sagt dauðhreinsuð; lögin streymdu fram eins og færiband í verksmiðju og Heafy var hættur að rymja. Flatari málmplata er vand- fundin. Og er þó af ýmsu að taka. Þetta var rothöggið og ég afskrif- aði Trivium í eitt skipti fyrir öll. Það sem í eina tíð lofaði svo góðu hafði skolast burt með baðvatninu. Punkt- ur. Basta. Eðli málsins samkvæmt lét ég mér því fátt um finnast þegar áttunda breiðskífa Trivium, The Sin and the Sentence, kom út í október síðast- liðnum. Maður eyðir ekki púðri á dauða fugla! Glimrandi dómar Þá rakst ég fyrir tilviljun á umsögn um plötuna í erlendu blaði og fór að skoða málið betur; allt bar að sama brunni: The Sin and the Sentence var alls staðar að fá glimrandi dóma. Það varð til þess að ég festi kaup á gripnum (já, ég er ennþá að kaupa plötur!) og þrusaði honum í spil- arann. Og hvur andskotinn (afsakið orðbragðið), hér kveður svo sannar- lega við annan tón. Trivium er ekki bara þyngri, graðari og áleitnari en á síðustu plötum, heldur er Heafy byrjaður að rymja á ný, í bland eins og forðum daga. The Sin and the Sentence er klárlega besta plata sveitarinnar í áratug. Batnandi mönnum er best að lifa og því ber að fagna með þrútnu málmöskri að Trivium hafi endur- heimt sálina. Trivium endurfædd. Alex Bent, flunkunýr trymbill, Matt Heafy, söngvari og gít- arleikari, Corey Beaulieu gítarleikari og Paolo Gregoletto bassaleikari. TRIVIUM RÍS UPP ÚR ÖSKUSTÓNNI Að endur- heimta sálina Á fóninum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fáum sögum fer af úrræðabetra fólki í sjónvarpi en Gallagher- fjölskyldunni, sem hermt er af í bandarísku útgáfunni af spédram- anu Shameless. Í nýjustu þáttunum lendir hin sextán ára gamla Debbie Gallag- her undir voðum með manni nokkrum á kenderíi og láta þau vel hvort að öðru án þess að setja öryggið á oddinn. Aumingja Deb- bie verður nokkuð um þetta þeg- ar hún vaknar enda á hún eitt barn fyrir og bráðliggur ekki á öðru. Þá er ekki um annað að ræða en strauja út í apótek og kaupa morguninn eftir-pilluna. Þar sem Debbie er undir lögaldri má hún ekki kaupa pilluna sjálf og fær því ókunnuga konu, sem hún hittir á bílaplaninu fyrir ut- an apótekið, til að gera það fyrir sig. Afhendir henni reiðufé. Konan tekur við fénu en reynir í framhaldinu að stinga af án þess að kaupa pilluna. Debbie bregst að vonum illa við þeim gjörningi og lemur ókunnugu konuna eins og harðfisk. Verður það til þess að þær eru báðar teknar höndum og vist- aðar í fangageymslu lögreglunnar. Debbie hefur takmarkaðan tíma til að innbyrða morguninn eftir-pilluna og þegar vinir hennar leysa hana úr haldi er naumur tími til stefnu; innan við mínúta samkvæmt skeiðklukku sem gengur í skjáhorninu. Og auðvit- að er apótekið fullt út úr dyrum. „Hafið ekki áhyggjur, krakkar. Ég redda þessu!“ segir þá vinur hennar sem er af arabísku bergi brotinn. Vippar sér með það sama upp á borð og hrópar há- stöfum: „Allahu akbar!“ Ekki þarf að taka fram að apó- tekið tæmdist á nóinu – og Deb- bie Gallagher fékk pilluna sína. Nokkurt basl hefur raunar ver- ið á Debbie undanfarið enda hefur hún ekki lengur að- gang að örorkubótum lamaðs sambýlismanns síns, þar sem hann er tekinn saman við aðra konu. Með barnauppeldinu hefur hún því unnið sem bílastæða- vörður í þar til gerðu húsi. Í því ágæta starfi gengur á ýmsu. Ekki er logið upp á Shameless! KUNNA EKKI AÐ SKAMMAST SÍN Morguninn eftir-pilla á elleftu stundu Showtime Debbie Gallagher deyr ekki ráðalaus. Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.