Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
MATUR
Gulur, rauður, grænn og salt
býður upp á þessa girnilegu
ostaköku. Kakan er glúten-
og mjólkurlaus og hentar
vel fyrir þá sem eru vegan ef
þeir nota síróp í staðinn fyr-
ir hunangið og sleppa
matarlíminu.
BOTN
½ bolli möndlur (líka hægt að
nota pekan- eða valhnetur)
½ bolli döðlur
¼ tsk. sjávarsalt
1-2 msk. vatn ef þarf
FYLLING
1 ½ bolli kasjúhnetur, lagðar í
bleyti í a.m.k. 5 klst (helst yfir
nóttu)
5 msk. sítrónusafi
fræ úr einni vanillustöng
1 tsk. vanilldropar
1⁄3 bolli kókosolía
1⁄3 bolli hunang, agave eða
hlynsýróp
2 blöð af matarlími (má
sleppa)
1 bolli frosin hindber, afþídd
fersk hindber til að skreyta
með (má sleppa)
Byrjið á að leggja kasjúhnet-
urnar í bleyti, helst yfir nótt.
Setjið allt sem á að fara í
botninn í matvinnsluvél og
vinnið þar til það klístrast
saman. Ef blandan er of
þurr þá má bæta við örlitlu
vatni.
Þrýstið blöndunni í botn-
inn á smelluformi og setjið
síðan í kæli á meðan þið
útbúið fyllinguna.
Hitið kókosolíuna og hun-
angið í potti við lágan hita
þar til það verður fljótandi.
Ef þið viljið nota matarlím
til að gera kökuna stífari
leggið þá 2 blöð af matar-
lími í vatn í 2-3 mínútur og
hrærið þeim síðan saman
við heita kókosolíuna og
hunangið í pottinum.
Kælið blönduna í pott-
inum örlítið og setið hana
síðan í blandara ásamt
kasjúhnetunum, vanillunni
og sítrónusafanum og vinn-
ið saman þar til blandan er
silkimjúk.
Hellið u.þ.b. 2/3 af blönd-
unni í smelluformið.
Setjið hindberin út í
blandarann og blandið vel
saman við þar til engir bitar
eru eftir. Hellið þá hind-
berjablöndunni ofan á fyrri
fyllinguna.
Setjið kökuna í frysti og
takið hana síðan út um það
bil hálftíma áður en hún er
borin fram og skreytið með
ferskum berjum.
Frá grgs.is.
Mjólkurlaus hindberjaostakaka
Mæðgurnar Solla Eiríks og
dóttir hennar Hildur hafa
lengi haft brennandi áhuga á
grænmeti og matargerð, um-
hverfisvernd og lífrænni mat-
jurtarækt og þessa girnilegu
uppskrift má finna hjá þeim.
GRÆNMETISSPAGHETTI
2 gulrætur
2 fjólubláar gulrætur
2 röndóttar rauðrófur
1 kúrbítur
Breytið grænmetinu í spag-
hetti með því að nota man-
dólín rifjárn.
AVÓKADÓSÓSA
1 búnt ferskur kóríander
½ búnt steinselja
4 hvítlauksrif
1 dl sítrónusafi
1 ½ dl jómfrúarólífuolía
1 tsk. sjávarsaltflögur
1 tsk. paprikuduft
½ tsk. cuminduft
smá cayenne-pipar
1 avókadó
Setjið allt í blandara nema
avókadóið og blandið vel.
Bætið svo avókadóinu út í
og klárið að blanda.
HESLIHNETUKURL
½ dl heslihnetuflögur
½ dl kasjúhnetur, saxaðar
Þurrristið í ofni, kælið og
setjið í krukku.
Stráið að lokum yfir 2 msk.
af næringargeri, eða eins
miklu og ykkur finnst gott.
Frá maedgurnar.is.
Regnboga„spaghetti“
Sólgulsæla og spírusalat
„Það er mikil tilhlökkun að klára fimmtugs-
árið með geggjaðum spírumatseðli; mjög
góð hreinsun fyrir líkama og sál. Hér er
fyrsta máltíðin í innspírandi nýju lífi. Sólgul-
sæla heitir þessi káta súpa,“ segir matgæð-
ingurinn Áslaug Snorradóttir.
SÓLGULSÆLA (SÚPA)
4,5 dl vatn, bæta við vatni ef vill
2,5 dl ananas/mango
1 stk gulrót
1 msk rifið engifer
3 msk sítrónusafi
2 stk lítil lífræn epli
1 msk túrmerik
Setjið í blandara og blandið vel, bætið svo
eftirfarandi hráefnum við og blandið saman
en ekki of lengi.
½ stk avócado
50 g grænar spírur að eigin vali, brokkóli alfa
eða sólblómaspírur
25 g spíruð prótínblanda frá Ecospíru
SPÍRUSALAT
65 g prótínblanda
15 g gulrætur, rifnar
15 g rauðkál, rifið
15 g sólblómaspírur
10 g blaðlauks- eða radísuspírur
FRÖNSK DRESSING
3 msk kaldpressuð lífræn ólífuolía
1 msk lífrænt eplaedik
1/2 tsk gróft franskt sinnep
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk rósmarín
salt og pipar
cayenne pipar á hnífsoddi
Uppskriftir og mynd: Áslaug Snorradóttir.