Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 29
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Chili sin carne þýðir kjötlaust chili. Þetta er útgáf- an hennar Sollu af þessum vinsæla suðurameríska rétti. Pottrétturinn er frábær með hrísgrjónum og góðu guacamole. Einnig er hægt að bera hann fram í maísskeljum eða tortillum. 2 dl nýrnabaunir, lagðar í bleyti yfir nótt eða 1 dós niðursoðnar nýrnabaunir stórþarastrimill til að sjóða með baununum 2-3 msk. góð olía 2-3 laukar, afhýddir og skornir í þunnar sneiðar 3-4 hvítlauksrif 1 ferskt chilialdin, skorið í tvennt, fræhreinsað og skor- ið í litla bita 1 ½ tsk. cuminduft 1 tsk. kanill ½ búnt ferskt basil 3-4 gulrætur, skornar í ská strimla 2 sellerístilkar, skornir í um ½ cm þykkar sneiðar 1 rauð paprika, skorin í 2 x 2 cm bita 1 sæt kartafla, afhýdd, skorin í tvennt og síðan í 1½ cm þunna bita 1 msk. sítrónusafi 1 dós kókosmjólk 4 kúfaðar msk. tómatpúrra 1 tsk. sjávarsalt og smá nýmalaður svartur pipar Skiptið um vatn á baununum og setjið baunir og tvö- falt magn þeirra af vatni, ásamt smá bita af stórþara, „kombu“, í pott og sjóðið í um 1 klst. eða þar til baunirnar eru tilbúnar. Hitið olíuna í potti og mýkið lauk, hvítlauk og chilialdin í um10 mínútur eða þar til laukurinn byrjar að gyllast. Bætið nú kryddi út í og hrærið vel saman. Setjið grænmetið út í og hrærið allt vel saman. Að lokum setjið þið sítrónusafa, kókosmjólk og tómatmauk út í og látið réttinn malla í um 15 mínútur. Bragðið til með smá sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar. Frá himneskt.is Chili sin carne Baunabuff a la Yogafood Fyrir 4 3 dl ósoðnar grænar linsur eða belúgalinsur ½ l vatn 300 g sellerírót 1 sæt kartafla 30 g þurrkaðir tómatar, bleyttir í vatni 1 lítill laukur 1 hvítlauksgeiri ½ dl rúsínur 1 dl saltaðar jarðhnetur 1 tsk. malaður kanill 1 tsk. malað cummin (ekki brauðkúmen) 1 msk. engifer (duft) eða 10 g ferskt, rifið á rifjárni 1 tsk. grænmetiskraftur, vegan salt og nýmalaður pipar maísgrjón til að velta borgurunum upp úr olía til steikingar, t.d. óbragðbætt kókosolía Sjóðið linsurnar í vatninu í hálftíma, eða þar til þær eru mjúkar og vatnið er soðið burt. Setjið þær til hliðar. Flysjið selleríið og sætu kartöfluna og skerið í litla bita. Sjóðið næstum meyrt í smávegis vatni. Geymið suðuvatnið í lauksósuna. Setjið linsurnar, soðnu rótarávextina, laukinn, hvítlaukinn, rúsínurnar, jarðhnet- urnar, kryddið og kraftinn í matvinnsluvél og látið ganga þar til úr verður deig sem hangir létt saman. (Það á samt að vera bit í hnetunum). Farsið má geyma í ísskáp til síðari nota eða móta strax í borgara. Veltið þeim vel upp úr maísgrjónum og steikið. Byrjið svo á meðlætinu góða og lauksósunni. STEIKTUR LAUKUR 1 heill hvítlaukur 2 litlir laukar ólífuolía Flysjið heila hvítlaukinn með því að pressa hnífsblað ofan á hvern geira svo þeir opnist og þið náið hýðinu af. Merjið hvítlaukinn og skerið laukinn í þunnar sneiðar. Steikið allt saman í ólífuolíu eða smjöri þar til laukurinn mýkist en er þó stökkur að utan. Setjið laukinn á buffin. LAUKSÓSA 1 zittauer-laukur (venjulegur hvítur laukur) eða rósrauður skalottlaukur 1 tsk. túrmerikduft 1 tsk. grænmetiskraftur ½ -1 msk. hrísmjöl kókosolía salt og pipar Saxið laukinn og brúnið í kókósolíu með túrmerikinu og kraftinum. Stráið rís- mjölinu á pönnuna og blandið vel saman við. Hellið suðuvatninu af selleríinu var- lega yfir smám saman og hrærið vel í. Kannksi þarf meira vatn. Smakkið til með salti og pipar. Ég mæli með að hafa litlar pönnu- steiktar kartöflur með hýði og salti sem meðlæti ásamt góðu hrásalati með fullt af káli. Frá Þorbjörgu Hafsteinsdóttur á Yogafood. Fyrir 2-4 (aðalréttur) eða 4-6 (smáréttur) KARTÖFLUR OG RÓSAKÁL 400 g kartöflur 300 g rósakál 1 rauðlaukur 10 kirsuberjatómatar 5 sveppir lúka af hvítkáli Marínering safi og rifinn börkur af 2 sítrónum 5 hvítlauksrif, skorin smátt 1 dl grænmetissoð ½ dl ólífuolía 2 msk. dijon-sinnep 2 msk. agave-síróp 1 msk. eplaedik 1 msk. tamari-sósa 1 lúka fersk steinselja 1 tsk. þurrkað óreganó, basil og tarragon sjávarsalt STERKT PESTÓSALSA 1 rauð paprika 1 dl möndlur 1 búnt steinselja, stórt ½ hvítlaukur (3 rif) safi úr einni sítrónu 1 rautt chili sjávarsalt og svartur pipar ½ dl sólþurrkaðir tómatar og olían úr krukkunni smávegis ólífuolía (valfrjálst) BRAGÐSTERKUR SÝRÐUR RJÓMI Oatly iMat Fraiche (vegan-vara sem fæst í Bónus og Krónunni) rifinn börkur af einni sítrónu Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman hráefnunum í maríner- inguna, smakkið til með krydd- jurtunum og kryddum. Skerið rósakálið til helminga og kartöflur í fernt, þekið vel með maríneringu og raðið á bökunarplötu eða í eldfast mót. Bakið í ofni í 30-40 mínútur; snúið eftir 20. Grófskerið lauk, tómata, sveppi og hvítkál, setjið í annað eldfast mót og saltið. Þegar kartöflur og rósakál hef- ur bakast, takið það út en ekki slökkva á ofninum. Hækkið hit- ann í 225°C. Látið kartöflur og rósakál í skál með loki og geym- ið. Bakið hitt grænmetið í 15 mínútur og stillið á grillstillingu síðustu 5 mínúturnar til að fá hvítkálið stökkt og smá brennt. Á meðan skaltu útbúa pestó- ið. Setjið hráefnið í matar- vinnsluvél/blandara og blandið frekar gróft en geymið sí- trónubörkinn fyrir sýrða rjómann. Hægt er að blanda saman við smá ólífuolíu og smakkið til með salti. Þegar grænmetið hefur bak- ast, bætið því út í skálina með kartöflunum og rósakálinu. Blandið varlega saman. Blandið saman sýrða rjóm- anum (Oatly iMat Fraiche) og rifna berkinum af sítrónunni. Setjið eina stóra skeið af pestói á disk. Setjið grænmetið ofan á það. Setjið matskeið af sýrða rjómanum til hliðar. Mjög gott að hafa rúkóla eða annað salat með og jafnvel strá rist- uðum kókósflögum yfir. Uppskrift: Linnea Hellström, kokkur á Veganæs, nýjum veganstað sem verður opnaður innan skamms. Sítrónugrillaðar kartöflur og rósakál með pestói

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.