Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 43
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Ég var að lesa Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Mjög fín bók sem fangar mann strax á fyrstu blaðsíðunum. Maður verður að vita meira og lesa meira. Hún er mjög vel skrifuð. Ég hef les- ið mikið eftir Ólaf Jó- hann og held upp á hann sem höfund. Ég hef annars lesið allt of lítið af bókunum sem komu út fyrir jólin, en er núna að lesa Claessen eftir Guðmund Magnússon. Mér líst mjög vel á það sem ég er búin með, er ekki komin langt í henni, en hlakka til að lesa hana. Hún er skrifuð þann- ig að maður hefur gam- an af að lesa hana, en ég bjóst ekki við því fyrirfram að ég hefði sérstaklega gaman af henni. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég ákvað að lesa hana, en ég bjóst við því að þetta væri kannski þurr texti og ekkert spennandi, kannski vegna þess að Eggert Cla- essen var athafna- og viðskipta- maður, en svo kemur bókin skemmtilega á óvart, textinn er mjög lifandi og skemmtilegur. Hún tengist ýmsu sem ég hef les- ið um og er mjög forvitnileg. Ég hlakka til að lesa meira í henni, en þetta er ekki bók sem klárast á einni helgi. Hlíf S. Arndal Hlíf S. Arndal er forstöðumaður bókasafns Hveragerðis. Atli Sigþórsson, eða bara Kött Grá Pje. Morgunblaðið/Hari ÁRSLISTINN 2017 20 SÖLUHÆSTU TITLAR BÓKSÖLULISTANS Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Myrkrið veitArnaldur Indriðason 2 GatiðYrsa Sigurðardóttir 3 Amma bestGunnar Helgason 4 Þitt eigið ævintýriÆvar Þór Benediktsson 5 MisturRagnar Jónasson 6 SakramentiðÓlafur Jóhann Ólafsson 7 Saga ÁstuJón Kalman Stefánsson 8 HeimaSólrún Diego 9 Útkall, Reiðarslag í EyjumÓttar Sveinsson 10 SyndafalliðMikael Torfason 11 Sönglögin okkarÝmsir / Jón Ólafsson 12 SkuggarnirStefán Máni 13 Með lífið að veði Yeomne Park 14 Þúsund kossar - JógaJón Gnarr 15 Gagn og gaman Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 16 Blóðug jörðVilborg Davíðsdóttir 17 Henri hittir í markÞorgrímur Þráinsson 18 NorninCamilla Läckberg 19 LögganJo Nesbø 20 Pottur, panna og NannaNanna Rögnvaldardóttir Allar bækur MIG LANGAR AÐ LESA safnið, lærði hvar allt var. Svo allt í einu var komin tölva og hún fór að vera aðalatriðið. Auðvitað var gott að vita hvar allt væri, gott að geta flett upp í tölvunni, en stundum getur hausinn líka vitað það. Á tímabili var ég líka að horfa Star Wars og finnst ég líka hafa tekið hug- myndir frá C-3PO, eins og olíubað og eitthvað svoleiðis.“ Fer stundum í mismunandi stuð – Það er greinilegt stef í bókinni – er það vegna þess að þú valdir ljóð sem þú áttir til, eða samdirðu þau sér- staklega fyrir bókina? „Það má segja að bókin hafi þróast þannig og ég skrifaði handritið í sam- ræmi við það, var alltaf með þessa hugmynd í kollinum.“ Þetta er sjötta ljóðabókin sem Gísli gefur út með áður óbirtum ljóðum, en hann gaf einnig út ljóðasafn í fyrra til að fagna tíu ára höfundarafmæli. Hann hefur líka gefið út fjórar plötur undir listamannsnafninu Gillon, en segist ekki geta gert upp á milli tón- listarinnar og ljóðlistarinnar. „Ég hef verið lengur í tónlist, hef fengist við hana frá því ég var krakki, og þar skapast allt í undirmeðvitund- inni, ég sem lag og texta samtímis og þá eftir því hvernig mér líður. Ljóðin eru hinsvegar meira grúsk og stemnning, einhverjar pælingar. Þetta er svo ólíkt, stundum fer ég í mismunandi stuð.“ Gísli Þór Ólafsson gerir ekki upp á milli listgreina, en hann hefur gefið út sex ljóðabækur, eitt ljóðasafn og fjórar plötur undir listamannsnafninu Gillon. Ljósmynd/Guðríður Helga Tryggvadóttir Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.