Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 2
Nafnið Edelstein gefur til kynna að músík sé í blóðinu. Er ekki óhætt að halda því fram? „Jú, ætli það ekki. Heinz langafi minn, sem flúði hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni undan nasismanum fyrir stríð, var sellóleikari, Stefán afi minn er píanisti og pabbi, Kristján, er gítaristi. Ég byrjaði 5 ára að læra á selló, prófaði svo gítar en snéri mér að píanóinu 11 ára.“ Af hverju varð píanóið fyrir valinu? „Þegar ég fór að spila á píanó vissi ég eiginlega strax að ég vildi halda mig við það. Það heillaði mig einhvern veginn mest af öllu.“ Ég rakst á mikið hrós um tónleikana þína í vikunni. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, sagðist á Facebook nánast hafa staðið á öndinni, svo andríkur og hrífandi hefði píanóleikur þinn verið ... „Já, er það? Ég hef yfirleitt fengið ágæt viðbrögð þegar ég spila og gekk ágætlega á tónleikunum í Hofi.“ Þú ert aldeilis hógvær. „Já!“ Eitt verkið á tónleikunum var frumsamið. Sem- urðu mikið sjálfur? „Ég er nýbyrjaður á því og það er enn bara áhugamál til hliðar við píanóleikinn, en krefjandi og skemmtilegt. Á tónleikunum byrjaði ég á Bach, spilaði svo Mozart, Brahms, Chopin og Rachmaninoff, og endaði á mínu verki.“ Þú ert greinilega metnaðargjarn. Þarftu ekki að æfa þig mikið? „Mér finnst mjög gaman að æfa mig og jú, það er nauðsynlegt ef maður ætlar að ná langt. Ég æfi mig yfirleitt þrjá til fimm tíma á dag; líklega fjóra klukkutíma á dag að meðaltali. Fer þá niður í Tón- listarskóla og loka mig af; ég á litla systur og þegar hún og vinkon- urnar eru hér heima er allt að gerast og ekki mikið næði!“ Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég lauk framhaldsstigsprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri í fyrra og útskrifast af tónlistarbraut MA í vor. Ég ætla svo á fullt í Listaháskólanum í haust, er reyndar aðeins byrjaður þar; fer aðra hverja viku suður í vetur og er í píanótímum. Eftir Listaháskólann sé ég svo bara til hvað ég geri; reikna samt með því að fara út því ég vil mennta mig eins mikið í tónlist og ég get. Er samt ekkert að stressa mig mikið yfir framtíðinni.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ALEXANDER SMÁRI KRISTJÁNSSON EDELSTEIN SITUR FYRIR SVÖRUM Með tónlist í blóðinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Um þessar mundir er samningur sveitarfélaga við grunnskólakennaralaus og viðræður um nýjan kjarasamning eru farnar af stað. Geramá ráð fyrir fjölda frétta af gangi viðræðna þegar þær komast á formlegt stig og auk þess má vænta þess að greinar verði birtar á báða bóga um hver eru „stóru málin“ í samningunum eins og það er jafnan kallað. Slíkt fylgir jú kjaraviðræðum. En hver eru stóru málin hjá þeim viðsemjendum sem hafa ekki sæti við borðið? Grunnskólabörn hér á landi eru sá hópur sem samningarnir hafa mest áhrif á og ættu með réttu að eiga sæti við samningaborðið. Ákvarðanir samninganefndanna tveggja hafa mikið með daglegt líf barnanna að gera, enda verja þau stórum hluta ársins í skólastofu með kennurunum sínum. Þau eiga beinlínis rétt á að mæta á hverjum degi vel launuðum og ánægðum kennurum, sem hafa tækifæri til að þróast og þroskast í starfi með krökkunum. Stóru málin hjá krökkum snúast, sem betur fer, um aðra hluti en hjá okkur fullorðna fólkinu. Frímínútur skipta til dæmis miklu máli í heimi grunnskólabarna. Þar fer tengsla- myndun fram, þar fer fram frjáls leikur og alls kyns skemmtilegheit, en í frímínútum þrífst líka ofbeldi og einelti eins og þekkt er. Hvernig semst milli kennara og sveitarfélaga um störf í frímínútum skiptir því sannarlega máli fyrir börnin, svo dæmi sé tekið. Það hvort margir eða fáir fullorðnir eru til staðar í frímínútum kemur börnunum sannarlega við. Þetta er ekki einkamál samninganefnda frekar en annað í kjarasamn- ingum sem hefur áhrif á viðkvæma hópa, eins og börn. Grunnskólabörn eru afar fjölmennur og oft hávær hópur en þó með litla rödd út á við. Hvernig vilja þau að grunnskólinn þróist? Hvers konar kenn- arasamningar þjóna best þeirra þörfum? Hvernig líður þeim í skólanum, í frí- mínútum og á matartímum? Vita þau yfirhöfuð hvað neysluhlé er? Og af hverju ætti þeim ekki að vera sama? Þau vilja bara vera örugg í skólanum, fá að blómstra og líða vel þar. Hagsmunir barna þurfa að komast á blað þegar grunnskólakennarar og sveitarfélög semja um kaup og kjör, ekki bara hags- munir hinna fullorðnu þótt það séu þeir sem sitja við samningaborðið. Kunningi úr háskólanum sem ég lenti á spjalli við á dögunum (þegar við biðum einu sinni sem oftar eftir börnunum okkar í íþróttahúsi) kom reyndar með ágætistillögu um þetta: Af hverju á umboðsmaður barna ekki sæti við borðið þegar gengið er til samninga við kennara? Já, af hverju ekki? Koma kjarasamn- ingar kennara krökkum við? Thinkstock Fá börnin sæti við borðið? Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Hagsmunir barnaþurfa að komast áblað þegar grunnskóla-kennarar og sveitarfélög semja. Emil Svavarsson Alls ekki. Ég borða engar dýra- afurðir og sérstaklega ekki ef þær eru viðbjóðslegar. SPURNING DAGSINS Borðar þú þorramat? Asia Okuniewska Ég myndi gjarnan vilja smakka en hef ekki fengið tækifæri til þess. Gunnar Ingi Jósepsson Nei. En ég hef alveg smakkað hann og finnst flest vont, nema harðfiskur og sviðasulta. Barbara Lind Gígja Já, flest allan, nema hrútspunga. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Sigurður Ólafur Sigurðsson Alexander Smári Kristjánsson Edelstein er 19 ára píanóleikari á Akureyri, kominn af miklum tónlistarmönnum aftur í ættir. Hann lék á tónleikum í Hofi í vikunni í tilefni 75 ára afmælis Tónlistar- félags Akureyrar og hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna þar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.