Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 6
Örlög rúmlega einnar millj-ónar Þjóðverja sem hurfu íseinni heimsstyrjöld, eru
enn óljós og verða það líklega að ei-
lífu. Þetta segir forstöðumaður leit-
ardeildar Rauða krossins Þýska-
lands.
Þegar formleg deild um leit að
einstaklingum sem hurfu í stríðinu
var upphaflega sett á stofn innan
DRK (Deutsches Rotes Kreuz) var
verkefnið risavaxið en þá var ekki
vitað um örlög um 20 milljóna. Þetta
voru bæði hermenn, sem kom svo á
daginn að hefðu látist í bardaga eða
verið teknir til fanga en einnig
venjulegir borgarar, börn og full-
orðnir, sem höfðu orðið viðskila við
ættingja sína í upplausnarástandi
stríðsins.
Nú er ljóst að botninn verður
sleginn í þessa formlegu leit, þrátt
fyrir að enn séu svo margir týndir,
en sú ákvörðun var tekin í samráði
við innanríkisráðuneyti Þýskalands.
Þýski Rauði krossinn segir að
formleg störf deildarinnar er snúi
að seinni heimsstyrjöld verði lögð
niður eftir fimm ár, árið 2023, eftir
áratuga starf, en deildin var sett á
stofn fljótlega eftir að stríðinu lauk.
Í fréttatilkynningu frá innanrík-
isráðuneytinu á þriðjudag segir að
líkurnar á að finna fólk, enn á lífi,
frá þessum tíma minnki með hverju
árinu sem líði en í viðtali við þýsku
fréttastofuna DPA sagði forstöðu-
maður leitardeildarinnar, Thomas
Huber, að áhuginn á að vita hver ör-
lög þessa fólks urðu væri þó vissu-
lega enn til staðar. Enn berast fyr-
irspurnir til DRK um fólk sem hvarf
í heimsstyrjöldinni síðari, á árunum
1939-1945. Á síðasta ári voru þær
9.000, eða 24 á dag.
Áhugi á fortíð á efri árum
Mál stórs hluta þessara 20 milljón
einstaklinga sem voru á listanum
strax eftir stríð skýrðust fljótt.
Engu að síður voru örlög tveggja
milljóna manna enn óljós árið 1959, í
dag eru það 1,2 milljónir sem ekki
er vitað hvað varð um. Þrátt fyrir
þennan fjölda er ljóst að Rauði
krossinn hefur unnið mikið afrek
þann tíma sem leitardeildin hefur
verið að störfum, við að hafa uppi á
fólki og ná utan um hver örlög þess
urðu.
En af hverju eru enn að berast
svo margar fyrirspurnir, meira en
70 árum eftir að stríðinu lauk og er
einhver von til að fólk finni ættingja
sína svo löngu seinna?
DRK hefur fjallað um þetta í
leggja inn fyrirspurnir um horfna
ættingja.
Ný verkefni
Einnig má segja að leitarbeiðnir frá
löndum Austur-Evrópu hafi rekið
mun síðar á fjörur Rauða krossins,
bæði vegna pólitískra aðstæðna og
aðgangs að opinberum gögnum
þeim megin. Þjóðverjar sem eru
kannski að velta einhverju fyrir sér
í hljóði eru því hvattir til að leggja
inn fyrirspurnir sem fyrst þar sem
sér fyrir endann á að þessi mál verði
sérstaklega rannsökuð innan DRK.
Það er ljóst að það er enn von.
Allra síðustu ár hefur DRK haft
milligöngu um að koma systkinum,
sem urðu viðskila í stríðinu, í sam-
band og hjartnæmir fagnaðarfundir
ættingja ratað í heimsfréttirnar. Í
dag á þetta að sjálfsögðu fyrst og
fremst við um Þjóðverja sem voru á
barns- eða unglingsaldri eða rétt
skriðnir yfir tvítugt.
Rauði krossinn í Þýskalandi mun
áfram reka þessa tilteknu deild þrátt
fyrir að heimsstyrjöldin síðari verði
ekki formlega á hans borði. Ný verk-
efni bíða Rauða krossins er snúa að
nútímanum en börn og fjölskyldur,
einkum frá Sýrlandi, Afganistan og
Sómalíu eru enn að verða viðskila á
flótta og margar fyrirspurnir þess
efnis berast DRK sem reynir að
greiða götu örvæntingarfulls flótta-
fólks.
Slá botninn í
leit að þeim
sem hurfu
Rauði kross Þýskalands tilkynnti í vikunni að
þrátt fyrir að 1,2 milljónir Þjóðverja væru enn
týndar eftir síðari heimsstyrjöld yrði leit að
þeim formlega hætt eftir fimm ár.
AFP
Enn berast þúsundir fyrirspurna til þýska Rauða krossins, frá fólki sem leitar ættingja sem hurfu í síðari heimsstyrjöld.
Hér má sjá skjölin sem þýski Rauði krossinn geymir í München um Þjóðverja sem saknað er eftir heimsstyrjöldina.
ýmsum greinaskrifum og segir að
mjög algengt sé að áhugi á erfiðri
og brotinni fortíð fólks kvikni á efri
árum. Fólk hafi líka oft einfaldlega
skort getuna til að horfast í augu við
fortíðina. Þannig eru börn og ung-
lingar þriðja ríkisins, sem í dag eru
orðin vel fullorðin, oft fyrst núna að
KÍNA
Tveir apar hafa verið klónaðir í
Kína og er aðferðin svipuð og
þegar kindin Dolly var klónuð árið
1996. Aparnir komu í heiminn á
vísindastofu fyrir nokkrum vikum
og eru makaí-smáapar af ættkvísl
markatta. Þeir
sem gagnrýna
klónunina segja
að heimurinn
sér nær því að
klóna menn en
áður án þess að
siðferðilegum
álitamálum hafi
verið svarað.
FRAKKLAND
Allt er á floti í París og víðar í
Frakklandi en vatnsdýpt Signu
hefur verið allt að sex metrar í
vikunni, en er í venjulegu árferði
tveir metrar. Flóðaviðvaranir gilda
víða og samgöngur eru lamaðar en
veðurfræðingar spá áframhaldandi
úrkomu og er talið að ár muni flæða yfir bakka sína í víða í Norður- og
Austur-Frakklandi en Signa hefur þegar flætt yfir bakka sína.
FÆREYJAR
Færeyingar eru undrandi og argir yfir ummælum stjórnmálafræðiprófess-
ors við Kaupmannahafnarháskóla en í viðtali við katalónskan fjölmiðil sagði
prófessorinn, Marlene Wind, að ástæðan fyrir því að Danir veittu sambands-
ríkjum sínum ríkan rétt til sjálfsákvörðunar væri sú að ríkin væru mjög fátæk
og Dönum væri í raun og veru ekki mjög umhugað um þau. „Þau fá svo mikla
peninga frá okkur að þau myndu fara rakleiðis í niðurfallið ef þau myndu fara.“
BANDARÍKIN
Ólympíunefnd Banda-
ríkjanna ætlar að gera
sjálfstæða rannsókn á
kynferðislegri misnotkun
innan fimleikaheims-
ins en tilkynnt var um
ákvörðunina eftir að fyrr-
verandi læknir bandaríska
fimleikalandsliðsins, Larry
Nassar, var dæmdur í allt
að 175 ára fangelsi fyrir
kynferðislega misnotkun
á fjölda fimleikakvenna.
Rannsókninni mun beint
að því hver vissi hvað og
hvenær og af hverju hún
fékk að viðgangast í svo
langan tíma.
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018
Á árunum 1945-1950 bárust
Rauða krossinum í Þýskalandi
14 milljónir erinda frá fólki
sem var í leit að ættingjum
eða vinum sem horfið höfðu í
stríðinu. Rauði krossinn gat
strax svarað um 8,8 milljónum
erinda. Upplýsingar bárust svo
einkum næstu árin þegar
þýskir fyrrverandi hermenn
komu heim úr fangabúðum
Sovétmanna og gátu upplýst
um örlög félaga sinna, sem höfðu til dæmis látist í fangabúðum.
Stór hluti þeirra sem er saknað í dag eru hermenn en einnig
nokkrir tugir þúsunda almennra borgara.
Meirihlutinn hermenn
’
Fortíðin er aldrei dauð. Hún er ekki
einu sinni fortíð.
William Faulkner rithöfundur
ERLENT
JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR
julia@mbl.is