Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 12
VETTVANGUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 Það er stefna Sjálfstæðisflokks-ins að draga úr skattheimtuog hemja vöxtinn í útgjöldum ríkisins. Það er hins vegar ekki laust við að ég finni fyrir því úr mörgum áttum að ætlast sé til þess af mér sem ráðherra, að ég freisti þess að auka útgjöld til málaflokka sem undir mig heyra sem allra mest. Mörgum þykir það gefa höggstað á ráðherra að útgjöld til málaflokka hans standi í stað, hvað þá að þau dragist saman. Og sjái ráðherra tækifæri til að lækka útgjöld á ein- hverju sviði þykir mörgum að í þeirri stöðu sé klókt og nánast skylda að finna tafalaust nýjar leiðir til að eyða þeim fjármunum í eitt- hvað annað, til að koma í veg fyrir að umsvif viðkomandi ráðherra minnki. Besta ríkisstjórn frá hruni Gefum okkur nú að þetta séu rétt sjónarmið; að útgjaldaaukning sé góður mælikvarði á stjórnmála- menn. Þá er það mér sönn ánægja að gleðja landsmenn – sérstaklega stjórnarandstöðuna – með þeim tíð- indum að núverandi ríksstjórn er besta ríkisstjórn sem Ís- land hefur haft frá hruni. (Mest aukn- ing heildarútgjalda á milli fjárlaga- frumvarpa.) Jæja, þá er hægt að haka við það. Það má ekki misskilja orð mín sem svo, að aldrei sé brýnt að auka útgjöld. Að sjálfsögðu er það oft nauðsynlegt. Skilaboð mín eru hins vegar þau, að það er of rík tilhneig- ing til að ganga út frá því sem gefn- um hlut að fullkomið línulegt sam- band sé á milli útgjalda og árangurs. Aukin matarútgjöld betri? Ekkert heimili myndi líta þannig á málin. Engum myndi detta í hug að það væri sérstakt fagnaðarefni að matarútgjöld heimilisins hefðu auk- ist um 20% á milli ára, og þar með lægi sjálfkrafa ljóst fyrir að heim- ilisfólk hefði fengið miklu betri mat. Munurinn gæti allt eins legið í snakki og sælgæti. Engum kæmi til hugar að setja það sem sérstakt markmið fyrir heimilið að auka mat- arúgjöldin aftur um 20% á næsta ári til þess að komast í hóp þeirra 10% heimila landsins sem eyða mestu í mat. Það væri fráleitt keppikefli. Þarna gilda miklu fleiri mælikvarð- ar, svo sem um hollustu, gæði, hag- kvæmni og umfang sóunar. Heildarútgjöld segja bara brot af sögunni, og það sama gildir mun víðar í opinberum rekstri en oftast er viðurkennt eða samþykkt í um- ræðu dagsins. Við spyrjum of oft bara um krónur og aura, en of sjald- an um afköst, gæði, árangur, hag- kvæmni, sóun og óþarfa. Opinn tékki dugði ekki Bandarískan hugveitan Cato vakti athygli á því fyrir mörgum árum að til er dæmi um að reynt hafi verið að eyða svo til ótakmörkuðu fé í þeirri viðleitni að bæta opinbera þjónustu. Dómari í Kansas City komst að þeirri niðurstöðu árið 1985 að slök þjónusta skólakerfisins í um- dæminu fæli í sér mismunum sem væri brot á stjórn- arskrá. Hann úr- skurðaði að yfir- völdum væri skylt að eyða eins miklu fé og þau teldu sig þurfa til að bæta úr þessu; peningar væru ekkert vanda- mál og þeim yrði einfaldlega redd- að. Í krafti þessa galopna tékka sló umdæmið hvert metið á fætur öðru í útgjöldum á hvern nemanda, ár eftir ár, í hvorki meira né minna en tólf ár. Skólakerfið þarna varð að lokum hið dýrasta í gervöllum Bandaríkj- unum. Árangurinn var enginn. Ekki beint samband Aftur skal ítrekað að þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu alla jafna slæm eða aldrei nauðsynleg. Þetta þýðir aðeins að það er ekki alltaf beint samband á milli útgjalda og árangurs, en allt of oft er gengið út frá því að svo sé. Í fjárlagaumræðu á Alþingi þann 15. desember sl. var ég spurð af þingmanni stjórnarandstöðunnar hvort ég væri ánægð með útgjöld til nýsköpunarmála í frumvarpinu, sem vaxa ekki á milli ára að þessu sinni, eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár. Svar mitt: „Ég ætla að vera heiðar- leg og segja að ég er ánægð með þá fjármuni sem fara í þau.“ Krafan um aukin útgjöld ’Við spyrjum of oftbara um krónurog aura, en of sjaldanum afköst, gæði, ár- angur, hagkvæmni, sóun og óþarfa. Morgunblaðið/Kristinn Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Rithöfundurinn Birna Anna Björnsdóttir fær enn ráð, eða skammir, frá föð- ur sínum. Hún greinir frá því á Facebook í vik- unni: Pabbi skammar mig ennþá fyrir að telja ekki peningana sem koma út úr hraðbankanum. Ég er 42 ára. Hann viðurkennir að hann hafi aldrei gripið hraðbanka við að telja vitlaust. Samt telur hann alltaf. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efna- hagsráðherra, póstar á Face- book mynd af skælbrosandi Bjarna Ben. og skrifar: Held að það verði að segja að Bjarni ber ár- in vel, enda er aldur ekki síst hugar- ástand. Það hefur því væntanlega hjálpað til að hann hefur sjálfur haldið mjög lengi (svona tvö ár) að hann væri bara 46. Leikstjórinn Hrafn Gunn- laugsson sendir dómsmálaráð- herra skilaboð í færslu á Facebook í vikunni og hvetur hana áfram: Sig- ríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra stattu föst á þínu, láttu ekki innvígðu klíkuna í Hæstarétti hræða þig. Dómskerfið á ekki að skipa sig sjálft og eftir því hvernig menn flaðra upp um aðra dómara. Þetta mál er að verða heiðskír staðfesting á því skelfilega stofn- ana- og embættisvaldi sem er að leggja þetta þjóðfélag í fötur. Sýndu að þú lætur ekki alla snatahjörðina hræða þig. AF NETINU Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.