Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Page 14
Fordæmalaus samningur
Með nýjum samningi Lionels Messi við
Barcelona fær knattspyrnumaðurinn rúm-
an milljarð króna á mánuði næstu fjögur
árin og enn meira ef liðinu gengur vel.
Samningur sem þessi hefur aldrei áður
verið gerður í knattspyrnuheiminum og
fær Messi margfalt meira en hæst launuðu
félagar hans innan knattspyrnunnar, svo
sem Zlatan, Neymar og Ronaldo.
Rannsaka minnisbók
Lögreglurannsókn er hafin á minnisbók í
eigu Roberts Downey, sem hlotið hefur
dóm fyrir kynferðisbrot, en þar mun vera
að finna nöfn 330 stúlkna. „Við munum at-
huga hversu langt við komumst með þau
gögn sem við höfum í höndunum.“
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu.
Umferðaröryggi í umræðunni
Umferðaröryggi á Kjalarnesi var í umræðunni í vik-
unni, meðal annars á fjölmennum borgarafundi á
Akranesi. „Í hverri einustu stórfjölskyldu á
Akranesi er sjálfsagt einhver sem hefur orðið
vitni að háskalegum akstri þar, lent í umferð-
aróhappi eða komið að slysi.“
Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi.
Þarf að vera í 9 til 5 vinnu
„Þegar maður er rokkari á Íslandi þá þarf maður að
vera í 9 til 5 vinnu.“
Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og texta-
höfundur málmbandsins Skálmaldar, sem
hélt upp á fertugsafmæli sitt í vikunni.
Launin hækkuðu fimmfalt
Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Octavia
Spencer greindi frá því í vikunni að laun henn-
ar fyrir leik í nýrri gamanmynd hefðu hækkað
fimmfalt eftir að stalla hennar Jessica Chasta-
in gekk í málið fyrir hana. Þess má geta að
Spencer er svört en Chastain hvít.
Gjaldþrota
Kísilverksmiðja
United Silicon lýsti
sig gjaldþrota í vik-
unni eftir þungan
róður undanfarna
mánuði. Óvíst er
hvað verður um
verksmiðjuna.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Bassaleikari
Íslands kvaddur
Tómas Magnús Tómasson,
bassaleikari Stuðmanna,
Þursaflokksins og fleiri
hljómsveita lést í vikunni.
Tómas var 63 ára gamall
og ein ástsælasti tónlist-
armaður þjóðarinnar.
Morgunblaðið/ÞÖK
VIKAN SEM LEIÐ
VETTVANGUR
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018
UMMÆLI VIKUNNAR
„Við erum þannig að mörgu leyti
eins og maurar í mauraþúfu – að
hluta til einstaklingar og að hluta
til erum við hluti af heild.“
Kári Stefánsson um nýja rannsókn ÍE.
Ég er hrekkjalómur og hef alltaf gengist upp íþví að hrekkja fólk. Það er heilbrigð og góðskemmtun – ef það er gert rétt. Ég er ekkert
að grínast með þetta, eða þannig, enda hef ég skrifað
bók og haldið fjölda fyrirlestra á vinnustöðum um
grunnreglur í góðum vinnustaðahrekkjum.
Ein af reglunum sem ég kenni er að maður megi
ekki verða fúll þegar manni er svarað. Það er mjög
mikilvæg regla, enda fátt meira pirrandi en grínarar
sem hafa ekki húmor fyrir því ef einhver svarar fyrir
sig. Mér finnst reyndar fólk of sjaldan svara fyrir sig
í þessum efnum.
En í vikunni gerðist það. Á Facebook var stofnuð
síða um „Persónulegt framboð Loga Bergmanns til
borgarstjóra.“ Mér fannst hún ekki fá nógu mörg
læk en það dugði mér samt til að velta því fyrir mér
hvað ég nenni hrikalega mikið ekki að blanda mér í
þessa borgarpólitík. Ég held að ég myndi frekar
borða glerbrot.
Vandamál borgarinnar er að hún er í raun tvískipt:
Sléttan og hæðirnar. Þessir tveir hópar virðast eiga
sáralítið sameiginlegt, svo við dettum aðeins í
alhæfingarnar: Fólkið á sléttunni vill hjóla milli
kaffihúsa og taka notalega borgarlínu þegar það á
erindi útfyrir hverfið sitt. Fólkið í hæðunum væri
sjúklega til í að gatan þess væri einhvern tímann
mokuð og það sæi mögulega í gangstétt yfir
veturinn.
Það segir sig kannski soltið sjálft að þessir hópar
verða ekki sammála. Það er allt í lagi. En er ég sá
eini sem hugsar með hryllingi til þriggja mánaða
þrass um borgarlínu, mislæg gatnamót, hraðahindr-
anir og sjálfkeyrandi bíla?
Nú tek ég það fram að ég hef ekkert vit á þessu.
Það eina sem ég veit er að þið getið gleymt þessari
sjálfkeyrandibílavitleysu. Við verðum öll dauð áður
en það gerist. Það er ekki einu sinni búið að hanna
þytbrettið úr Back to the future. Haldið þið í alvöru
að við ætlum að fara að leyfa sjálfkeyrandi bíla þegar
við leyfum ekki einu sinni hunda í strætó?
Nú bý ég sjálfur í Vesturbænum og er búinn að
ráða mig til starfa á Morgunblaðinu í Hádegismóum.
Sem mér finnst vera hálfa leiðina á Blönduós. Og
vissulega getur verið ógurlega pirrandi að sitja fast-
ur í umferð og komast ekki áfram. Sérstaklega þegar
maður er orðinn of seinn, sem er reyndar frekar
venjulegt ástand hjá mér. Ég er alls ekki að draga úr
mikilvægi samgöngumála og við verðum að hafa
alvöru almenningssamgöngur. En ég spyr: Getum við
ekki talað um eitthvað fleira?
Það er svo margt sem skiptir máli fyrir okkur
borgarbúa. Mér finnst til dæmis akkúrat núna stærra
vandamál að við fáum ekki fólk til að vinna á leik-
skólum og frístundaheimilum. Getum við talað um
það í smástund? Kannski líka um fjármál borgar-
innar sem virðist stundum reka sig eins og unglingur
á smálánum.
Ég væri líka alveg til í að tala aðeins um Orku-
veituhúsið sem menn ákváðu að byggja með tánum
og rassgatinu og senda okkur svo reikninginn þegar
það þarf nánast að rífa það. Og ég gæti jafnvel gefið
mér nokkrar mínútur til að tala um borgarskipulag.
Hversu mikið er hægt að þétta byggð og hvort við
viljum fleiri skuggahverfi. Bara eitthvað annað,
svona í bland.
Ég held nefnilega að borgarmál séu í raun
skemmtileg. Þau varða umhverfi okkar, eru ekki jafn
lituð af hefðbundinni flokkapólitík og landsmálin og
Reykjavík er í alvöru frábær borg. Ef við tækjum
höndum saman, og ræddum um eitthvað fleira en
þessa blessuðu borgarlínu, gætum við örugglega gert
hana enn betri. Þá skal ég kannski verða borgar-
stjóri. Ef það er ekki rosalega mikil vinna.
Borgarstjóri í hálfan dag
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’ Á Facebook var stofnuð síða um „Persónulegt framboð Loga Berg-manns til borgarstjóra.“ Mér fannst hún ekki fá nógu mörg læk enþað dugði mér samt til að velta því fyrir mér hvað ég nenni hrikalegamikið ekki að blanda mér í þessa borgarpólitík.
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////