Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Page 19
unum fyrir þrívíddarmyndir,“ segir hann.
„Sá sem býr til hreyfingar fyrir fuglinn er í
rauninni leikarinn. Það voru sextíu manns í
Belgíu og á Íslandi að hreyfa fugla, síðasta eitt
og hálfa ár, ef ekki lengur.“
Það er alveg ljóst að teiknimyndagerð er
flóknari en hún var í gamla daga, þegar ein-
ungis þurfti að teikna hvern ramma fyrir sig.
„Það þarf að búa til allt umhverfi, alla karakt-
era og setja bein í þá, og þá ertu kominn með
strengjabrúður í tölvunni. Og þær hreyfast
ekki nema einhver hreyfi þær. Það eru ansi
margir sem koma að þessu; mér skilst að það
séu um 400 manns sem koma að þessari
mynd,“ segir hann og flestir í fullri vinnu, sér-
staklega á síðustu tveimur árum.
Næstdýrasta mynd Íslands
Lói – þú flýgur aldrei einn kostaði rétt rúman
milljarð og er þar með næstdýrasta mynd Ís-
landssögunnar á eftir Þór, fyrri mynd þeirra
GunHil-félaga. Gunnar segir mikinn tíma hafa
farið í að fjármagna verkið. Löndin 55 sem
munu sýna myndina í sínum kvikmyndahúsum
hafa keypt sýningarréttinn fyrirfram og með
því fjármagni er hægt að gera mynd af þessari
stærðargráðu.
Gunnar segir Bandaríkin ekki vera eitt af
þessum löndum. „Þeir eru svolítið sér, þeir
vilja frekar kaupa myndir og endurgera. En
við sjáum til hvernig það fer. Þeir eru að
skoða málið. Það er mikið erfiðara að selja til
Bandaríkjanna, en þar eru eitt eða tvö fyr-
irtæki sem ráða markaðinum. En við erum að
hugsa um restina af heiminum,“ segir Gunnar.
„Það er mjög spennandi að myndin sé að fara í
bíóhús í öllum þessum löndum, ekki bara í
sjónvarp.“
Aðstandendur myndarinnar vonast að sjálf-
sögðu eftir góðum viðtökum og hagnaði. „Það
er ólíklegt að við töpum á þessu af því að það
er búið að selja sýningarréttinn til allra land-
anna. Þó við höfum stundum þurft að gangast
í ábyrgð og svona, veðsett húsin okkar,“ segir
hann og brosir út í annað.
Enginn þekkir lóuna
Nú er sex ára vinna að baki, dettur þá allt í
dúnalogn? Hvað tekur nú við?
„Ég veit það ekki. Við erum með ýmsar
hugmyndir. En ef allt tekur sex ár er það
svolítið mikið þegar maður er farinn að eld-
ast, maður þarf að vanda valið. En það er
ýmislegt í bígerð. Það hefur verið rætt að
gera Lóa 2,“ segir Gunnar en er annars frek-
ar þögull um fyrirhugaðar hugmyndir. Blaða-
maður stingur upp á að gera næst mynd um
sköllóttan kött; þá þurfi hann ekki að teikna
feld eða fjaðrir. Gunnar segir fátt en brosir.
Hann þarf líklega að fylgja þessari teikni-
mynd úr hlaði áður en hann ákveður næstu
skref.
„Við vorum í raun bara að sjá myndina í
fyrsta sinn tilbúna um daginn,“ segir hann og
var ánægður með útkomuna.
„Þetta er ansi falleg mynd. Þetta er upp-
lifun í bíó. En þetta er búið að vera mjög erf-
itt, á tímabili. Tæknilega erfitt og eins að
halda hópnum saman,“ segir hann.
„Svo gerir Atli Örvarsson tónlistina. Það er
mjög falleg og þétt tónlist í gegnum myndina.
Myndin getur verið sorgleg á köflum og hún
getur verið dramatísk en þetta er samt góð
upplifun fyrir börn,“ segir Gunnar og tekur
fram að myndin sé fyrir alla fjölskylduna.
„Svo er mikið íslenskt landslag í myndinni
og mikið af bæði góðu og vondu veðri. Sem er
góð landkynning því maður finnur það erlend-
is að allir eru mjög spenntir fyrir Íslandi.
Þessi mynd er mjög íslensk. Reyndar veit
enginn hvaða fugl lóa er, hún er ekkert fræg
úti í heimi,“ segir Gunnar og brosir. Hver veit
nema Gunnar og félagar komi lóunni okkar
loksins á kortið.
28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn
Sérsmíðuð húsgögn
fyrir heimili og fyrirtæki
Happie furniture
Draumasmíði