Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Síða 23
28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Fyrir 3
KRYDDBLANDAN
¼ bolli canola-olía
1 msk. kóríanderduft
1 msk. rækjumauk (shrimp paste)
2 tsk. chilli duft
2 tsk. túrmerik krydd
1 ½ tsk cumin
4 hvítlauksrif
1 grein ferskt sítrónugras, skorið gróft
½ laukur, skorinn gróft
1 bútur engifer, ca. 4 cm, afhýddur
og gróft skorinn
Blandið öllum hráefnunum saman
í matarvinnsluvél eða blandara og
blandið þar til það er orðið að fínu
mauki.
Setjið maukið á miðlungsheita
pönnu og steikið. Hrærið stans-
laust í u.þ.b. 10-12 mínútur.
SOÐIÐ
4 bollar kjúklingasoð
2 dl kókósmjólk
1 msk. púðursykur
2 tsk. gróft salt
1½ msk. tamarind mauk (paste)
Til að búa til soðið, bætið kjúk-
lingasoðinu og kókósmjólkinni út í
kryddblönduna ásamt púðursykr-
inum, salti og tamarind-maukinu.
Látið suðuna koma upp og lækkið
þá hitann og látið malla í þrjár
mínútur.
ÚT Í SÚPUNA
1 pakki af soðnum eggjanúðlum
1 dl baunaspríur
24 eldaðar risarækjur eða humar
ferskt kóríander, skorið fínt
fersk mynta, skorin fínt
Deilið núðlunum og baunaspír-
unum á milli skála og setjið 8
rækjur/humar í hverja skál. Hellið
laksa soðinu yfir og skreytið með
kóríander og myntu.
Laksa frá Malasíu
Gæðafiskur
Kæliþurrkaður
harðfiskur sem
hámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur
84%prótein.
Einfaldlega hollt og
gott snakk
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Það er framandi ilmur í loftinu á
litla núðlustaðnum í Tryggvagötu,
Ramen Momo. Eigandinn, Kuns-
ang Tsering Tamang, stendur
vaktina og eys súpu í skálar fyrir
svanga gesti.
„Fyrir ramen-soðið blöndum
við saman svínakjötsbeinum og
kjúklingabeinum og sjóðum í sól-
arhring til að fá gott soð,“ segir
Kunsang sem útbýr súpu fyrir
blaðamann.
„Í þessa súpu set ég íslenskt
lamb og linsoðið egg, maríneraða
sveppi og ferskar ramen-núðlur
sem við búum til sjálf í Ramen Lab.
Þetta er heimagert og hægeldað.“
Kunsang er frá Tíbet, kvæntur
íslenskri konu. Hann lærði að búa
til ramen-núðlur í Osaka í Japan.
Hann segir staðinn ganga vel og
eigi sér marga fastakúnna. „Við
gefum fólki 20% afslátt ef það kem-
ur sjálft með ílát til að taka matinn
heim í. Fólk kemur jafnvel með
pottana sína. Þannig að við erum
umhverfisvæn,“ segir Kunsang.
Lesendur fá að spreyta sig á þess-
ari nýstárlegu „kjötsúpu“.
„Þetta er japönsk súpa með
norrænu ívafi,“ segir hann. „Það
er auðvelt að elda þessa súpu, það
tekur aðeins tvær mínútur að
sjóða núðlurnar en soðið tekur
lengstan tíma.“
TONKOTSU SOÐ (MEÐ ÍS-
LENSKUM HRÁEFNUM)
Fyrir 4
1 kg kjúklingabein
½ kg svínabein (úr fótum)
4 gulrætur
2 laukar
1 blaðlaukur
1 hvítlaukshaus
1 bútur engifer, afhýddur og skorin
1 epli
4 þurrkaðir sveppir (shiitake)
10 gr konbu (fæst í asíubúðum), val-
frjálst
Sjóðið vatn að suðu í tveimur
pottum, einum stórum og öðrum
minni. Bætið út í litla pottinn bein-
um og sjóðið í 2 mínútur til að
hreinsa þau. Skolið þau og setjið í
stóra pottinn. Sjóðið í 4 tíma.
Skerið allt grænmetið og bætið
því út í pottinn með beinunum.
Látið malla og bætið þá við svepp-
um og bút af konbu. Setjið epli,
skorið í tvennt, út í. Sjóðið á lágum
hita í klukkutíma. Sigtið síðan allt
grænmeti og bein frá og geymið
soðið.
Þegar soðið er tilbúið er hægt
að búa til fallega skál af súpu.
Hægt er að nota kjöt að eigin vali.
Í SÚPUNA
ramen-núðlur, soðnar eftir leiðbein-
ingum, ca 2,5 mín. (fást í Ramen Lab)
kjöt, t.d. lambakjöt eða kjúklingur,
skorið í bita
4 egg, soðið í 8 mín og skorin til
helminga
grænn laukur (skallott), skorinn
smátt
nokkrar tsk hvít og svört sesamfræ
sveppir, shiitake
sterk chilísósa, valfrjálst
Sjóðið núðlur og skerið niður eld-
að kjöt og setjið út í hverja skál.
Bætið út í einu eggi á skál, lauk,
sveppum, og sesamfræi eftir
smekk. Þeir sem vilja geta gert
súpuna sterkari með chilísósu.
Kunsang hjá Ramen Momo eldar gómsæta núðlusúpu með íslensku lambi.
Morgunblaðið/Ásdís
Japönsk
súpa með
norrænu
ívafi