Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 24
HEILSA Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að feimni veldur því að þriðjungurungra kvenna forðast að fara í leghálsskoðun. Reyndust 35% svarendahika við að fara í skoðun vegna vaxtarlags síns, 34% höfðu áhyggjur af út- liti skapanna og 38% létu áhyggjur af lykt stöðva sig. Fara ekki í skoðun vegna feimni 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 Það virðist ekki vera rétt, eins og sumir hafa óttast, að tíðar og langar ferðir á reiðhjóli geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði kyn- og þvagfæra karlmanna. Ný rannsókn skoðaði kyn- heilsu og ástand þvagfæra hjá 2.774 karlkyns hjólreiðamönn- um í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja- Sjálandi, og bar saman við 539 sundmenn og 789 hlaupara. Reyndust hóparnir þrír við svipaða heilsu á milli lappanna, nema að hjá sárafáum hjólreiðamönnum í úrtakinu mátti greina einkenni þrengingar í þvagrás. Ekki var að sjá að nokkur munur væri á þeim sem hjóla endrum og sinnum og hinum sem hjólað hafa í langan tíma, oft í viku og langar vegalengdir í senn, að því er BBC greinir frá. Önnur rannsókn frá síðasta ári bendir til þess að það bæti heilsuna mikið að hjóla til vinnu frekar en að ganga eða ferðast með strætisvagni eða í einkabíl. Sú rannsókn náði til 250.000 manns í Bretlandi og kom í ljós að á fimm ára tíma- bili var tíðni krabbameins 45% lægri og tíðni hjartasjúkdóma 46% lægri hjá þeim sem hjóluðu reglulega. ai@mbl.is HNAKKURINN FER EKKI ILLA MEÐ LITLA VININN Karlar þurfa ekki að hræðast hjólhestinn Arnold Schwarzenegger í heimsókn í París á dög- unum, greinilega meðvitaður um ágæti hjólreiða. AFP Æ fleiri benda á að þörf sé ánýjum áherslum í með-ferð fólks með geðrænar áskoranir. Hrannar Jónsson, for- maður Geðhjálpar, segir ljóst að geðlyf séu ofnotuð og gripið til þeirra í tilvikum þar sem aðrar leiðir væru vænlegri: „Lyfja- gjöf virðist ætíð vera fyrsti kost- urinn, og er líka eini niðurgreiddi valkosturinn í ís- lenska heilbrigðiskerfinu.“ Geðhjálp efnir til málþings á fimmtudag, 1. febrúar, á Icelandair Hótel Reykjavik Natura undir yf- irskriftinni Vatnaskil. Þar verður farið í saumana á því hvaða breyt- ingar þarf að ráðast í og er m.a. von á litháíska geðlækninum Dai- nius Pûras, höfundi merkilegrar nýrrar skýrslu sem samin var fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna og leggur drög að nýrri hugsun í geð- heilbrigðismálum. Hrannar segir að kalla megi skýrslu SÞ afrakstur umræðu og gagnrýni sem hefur verið að magn- ast upp undanfarna áratugi, og komi ekki síst úr grasrótinni. Þessi umræða snýr ekki aðeins að notk- un lyfja og skorti á öðrum meðferð- arúrræðum, heldur líka að því hvernig t.d. nauðungarvistun fólks með geðsjúkdóma er háttað og hvernig sjúklingum er hjálpað að vinna úr áföllum og erfiðleikum sem geðræn vandamál þeirra kunna að hafa sprottið upp úr. „Heilbrigðiskerfum heimsins hefur hætt til að líta fyrst og fremst á geðrænar áskoranir sem efnaskiptavandamál í heila, og ein- blínt á að hjálpa fólki að ná aftur jafnvægi með lyfjagjöf sem leið- réttir þessi efnaskipti. Um leið fylgja oft þau skilaboð til fólks að það sé haldið líffræðilegum kvilla sem er í reynd ólæknandi.“ Sár úr barnæsku Æ fleiri rannsóknir benda til þess að meðferð geðsjúkdóma sé ekki svona klippt og skorin, og bendir Hrannar t.d. á að komið hafi í ljós að áföll í barnæsku geta leitt til líf- fræðilegra viðbragða seinna á lífs- leiðinni og framkallað geðræn vandamál. „Slys eða ástvinamissir, eða viðvarandi ástand á borð við heimilisofbeldi, tilfinningalega van- rækslu eða kynferðisofbeldi geta valdið því að fólk byrjar að svara heiminum á annan hátt, og gæti t.d. staðið í þeim sporum tuttugu árum síðar að hafa þróað með sér þunglyndi, ellegar fíkn eða jafnvel offitu,“ segir Hrannar og bendir á að sú meðferð sem heilbrigðis- kerfið niðurgreiði veiti ekki stuðn- ing við að vinna úr og vinna bug á undirliggjandi þáttum af þessu tagi. Ekki nóg með það heldur sýna rannsóknir æ betur að lyfjagjöf er ekki endilega besta leiðin til að stuðla að langtíma bata. Hrannar segir að lyf geti vissulega hjálpað við meðferð geðrænna áskorana til skemmri tíma litið, en til lengri tíma geti notkun lyfja mögulega gert illt verra. „Í tveim nýlegum langtímarannsóknum var skoðað fólk með geðrof og bornir saman annars vegar þeir sem höfðu notað geðrofslyf í tvo áratugi og hins veg- ar þeir sem einhverra hluta vegna hættu að nota lyfin snemma og not- uðu þau ekki lengur en í tvö ár, t.d. vegna mikilla aukaverkana. Fram- an af virðist þeim sem nota lyfin vegna betur, en eftir 15-20 ár kom í ljós sláandi munur. Reyndust þá 45% þeirra sem voru ekki á geð- rofslyfjum vera virkir þjóðfélags- þegnar en aðeins 5% af þeim sem höfðu notað lyf allan tímann.“ Fái að ráða eigin meðferð Hvað snýr að nauðungarvistun fólks með geðsjúkdóma segir Hrannar að brýnt sé að gefa sjúk- lingum kost á að gefa fyrirmæli um meðferð sína á meðan einkenni eru ekki til staðar. „Það er mikilvægt að hlustað sé á óskir sjúklingsins og að fólk hætti ekki að njóta sömu réttinda og aðrir vegna geðrænna áskorana. Í mörgum tilfellum verða ákveðnar greiningar til þess að fólk er svipt mikilvægum réttindum og lokað inni á deild, en við vitum það núna að þetta er ekki alltaf besta lausnin við þannig vandamálum og getur jafnvel valdið meiri skaða. Loks segir Hrannar að heilbrigð- iskerfið verði að nýta betur krafta þeirra sem hafa gengið í gegnum geðsjúkdóma og ráða til starfa við að veita öðrum sjúklingum stuðn- ing. „Oft og tíðum reynist það fólki ómetanlegur stuðningur að geta rætt við aðra sem hafa upplifað það sama og það er að ganga í gegnum, og orðið lykillinn að árangursríkri meðferð að komast inn í eins konar batasamfélag fólks sem veit hverj- ar áskoranirnar eru og hefur tekist að sigrast á þeim sjálft.“ Morgunblaðið/Eggert Geðheilbrigð- ismálin hugs- uð upp á nýtt Fjölbreyttari meðferðarúrræði, meiri jafn- ingjastuðningur og breytt vinnubrögð í kringum nauðungarvist er meðal þess sem rætt verður á málþingi Geðhjálpar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Meðferð með lyfjum er eini niðurgreiddi kost- urinn sem íslenska geðheilbrigðiskerfið býður upp á. Lyf eru samt ekki alltaf besta lausnin og ráðast ekki endilega að rótum vandans. Mynd úr safni. Hrannar Jónsson Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.