Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Side 35
28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15 ÚTSALA 20-70% afsláttur BÓKSALA 17.-23. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 ÞorstiJo Nesbø 2 Sigraðu sjálfan þigIngvar Jónsson 3 Stígvélaði kötturinnStella Gurney endursagði 4 Bætt melting betra lífMichael Mosley 5 Nuevo Espanol en Marcha 6 Nuevo Espanol en Marcha – vinnubók 7 Elín, ýmislegtKristín Eiríksdóttir 8 Almanak Háskóla Íslands 2018 Þorsteinn Sæmundss/Gunn- laugur Björnss/Jón Árni 9 Fagur fiskur Sveinn Kjartansson/ Áslaug Snorradóttir 10 SvanurinnGuðbergur Bergsson 1 Stígvélaði kötturinnStella Gurney endursagði 2 Dagbók Kidda klaufa 9Jeff Kinney 3 Handbók fyrir ofurhetjur Fyrsta bók Elias/Agnes Vahlund 4 Elstur í bekknumBergrún Íris Sævarsdóttir 5 Sönglögin okkarÝmsir höfundar 6 Kópurinn KjarkurDagmar Vala Hjörleifsdóttir 7 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 8 Leyndarmál Lindu 4Rachel Renee Russell 9 Fuglar Hjörleifur Hjartarson/ Rán Flygenring 10 Bieber og BotnrassaHaraldur F. Gíslason Allar bækur Barnabækur Ég var var að ljúka við að lesa Í sama klefa eftir Jakobínu Sigurð- ardóttur. Ég vinn á bókasafni og það var einhver að skila bókinni og ég hugsaði: það er langt síðan ég hef lesið þessa. Það var rosalega gaman að lesa hana aftur, sumar bækur eru tímalausar. Síðan er ég að lesa The Dead Zone eftir Stephen King. Ég er mikill King-aðdá- andi, á allar bæk- urnar hans og kaupi þær jafnóðum og þær koma út. Ég kaupi þær á ensku af því mér finnst þær ekki vel þýddar á ís- lensku. Ég er að lesa The Dead Zone í fjórða sinn, hef lesið allar bækurnar hans fjór- um eða fimm sinn- um og sumar oftar. Svo las ég um jól- in Sleeping Beaut- ies, bókina sem hann samdi með Owen King syni sín- um og kom út í fyrra. Ég varð fyrir vonbrigðum með hana, fannst vanta smágeðveiki í hana, sem er einkenni Kings. ÉG ER AÐ LESA Bryndís Sigurðardóttir Bryndís Sigurðardóttir er deildar- stjóri bókasafnsins á Húsavík. Væntanlega þekkja flestir Veru Stanhope, rann- sóknarlögreglukonu á Norðymbralandi, sem er söguhetja glæpasagnaflokks Anne Cleeves. Clee- ves heldur einnig úti öðrum sagnabálki, röð spennusagna þar sem lögregluforinginn Jimmy Perez glímir við glæpina. Eftir þeim bókum hefur einnig verið gerð sjónvarpsþáttaröð, þó hún hafi ekki ratað hingað, og bókaforlagið Ugla hefur gefið út bækurnar um Perez. Nýjasta bókin í þeirri röð heitir Náttbirta í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Í Náttbirtu segir frá því er aðkomumaður veldur uppnámi þegar hann brestur í grát við opnun listsýningar í Biddista á norðurhluta Hjaltlands og segist ekki vita hver hann er eða hvaðan hann komi. Daginn eftir finnst maðurinn dáinn, hangandi í snöru í bátaskýli með trúðsgrímu á andlitinu. Jimmy Perez er sannfærður um að maðurinn hafi verið myrtur og að morðið tengist einhverjum í Biddista. Forlagið hefur gefið út að nýju skáldsöguna Haust í Skírisskógi eftir Þorstein frá Hamri í ritröðinni Íslensk klassík. Haust í Skírisskógi kom fyrst út árið 1980 og og í inngangi útgáfunnar núna segir Hermann Stefánsson rithöfundur að bókin hafi verið „áður óséð blanda af módernískri evrópskri sagnagerð og þjóðlegum íslenskum frásagnarháttum“. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir stuttu sagði Þor- steinn að þegar hann skoðaði bókina núna, eftir öll árin, sæi hann að hún væri „eiginlega frá- brugðin flestu sem eftir mig liggur fyrr og síðar“. Endurútgáfan er í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins og sextíu ára höfundarafmæli, en fyrsta ljóðbók hans, Í svörtum kufli, kom út vor- ið 1958. Í umsögn um þá bók sagði Sveinbjörn Benteinsson: „Meðan tvítugir menn geta ort slík ljóð sem þessi, þá er ekki hægt að segja, að við höfum selt af höndum allan rétt okkar til að vera sjálfstæð þjóð.“ NÝJAR BÆKUR Nýverið kom út á íslensku ljóðasafn líbanskaskáldsins Naji Naaman í þýðingu Þórs Stefáns-sonar og heitir einfaldlega Ljóð. Naaman, sem fæddist í Harissa í Líbanon 1954, er af- kastamikið skáld og rithöfundur, en eftir hann liggur á áttunda tug bóka, fræðirita, ljóðabóka og skáldverka. Hann hefur ekki verið síður umsvifamikill í menningar- starfi, en hann rekur menningarhús í heimalandi sínu og bókaforlag sem gefið hefur út bækur og dreift ókeypis í áraraðir, þar á meðal bók með ljóðum Þórs Stefánssonar. Hagfræðingur, lögfræðingur, sagnfæðingur og stjórnmálafræðingur Naaman er menntaður sem hagfræðingur, lögfræðingur, sagnfræðingur og stjórnmálafræðingur. Hann hefur starfað sem blaðamaður og kennari, kennt viðskipta- fræði og stjórnun, en einnig frönsku og arabísku. Undanfarin ár hefur hann helst starfað við útgáfu sína og aðra menningarstarfsemi meðfram því að skrifa bæk- ur og yrkja ljóð. Ljóðin yrkir hann jöfnum höndum á frönsku og arabísku, Þór Stefánsson segist hafa kynnst Naaman nánast fyrir tilviljun. „Anna S. Björnsdóttir dró mig inn í danskt menningarsamstarf og við lásum upp hér heima og úti í Danmörku með dönskum skáldum. Þegar ég fór fyrst til Danmerkur vantaði mig eitthvað á dönsku og fékk eitt skáldið, Niels Hav, til að þýða með mér ljóð eftir mig á dönsku. Hav benti mér svo á forlag sem vildi gefa ljóðin út í Danmörku og stakk svo upp á því að ég myndi senda ljóð á ensku eða frönsku til Naji Naaman sem hann sagði gefa út ljóðaárbók og að ég ætti að bjóða honum ljóð í næstu árbók. Ég sendi Naaman því nokkur ljóð á ensku, frönsku og íslensku, en þegar þetta kom í bókinni var Naaman búinn að þýða þau líka á arab- ísku. Í framhaldinu tók ég hann með í bók minni með ljóðaþýðingum úr arabaheiminum, Mennsku í myrkrinu, sem ég var með í vinnslu og er nú komin út.“ Frjó kynni Naaman lét ekki þar við sitja að sögn Þórs heldur þýddi hann og gaf út ljóðabók eftir Þór í stóru upplagi sem hann dreifði ókeypis um allan arabaheiminn. „Hann sendi bækurnar í stofnanir og á bókasöfn í öllum þessum löndum. Svo er hann núna að þýða safn af íslenskum skáldum, bók sem heitir 25 íslensk skáld og ég gaf út á frönsku. Þessi kynni hafa því verið mjög frjó, en ég hef aldrei hitt þennan mann, ég sendi honum bara ljóðin og þannig fór þetta af stað.“ Ljóðin í bókinni nýju valdi Þór af vefsetri menning- arstofnunar Naamans, en þar má finna ljóð eftir hann á fjörutíu tungumálum, þar á meðal á frönsku, sem Þór þýddi. „Upphaflega ætlaði ég bara að setja þetta á netið, en svo fann ég að hann hafði áhuga á því að fá þetta í bókarformi og gef það því út þannig.“ Líbanskt ljóðskáld Líbanska skáldið Naji Naaman hefur verið iðið við að kynna ljóð Þórs Stef- ánssonar í arabaheiminum. Nú geldur Þór líku líkt með því að gefa út þýð- ingu sína á safni af ljóðum eftir Naaman. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ljóðskáldið og menningarfrömuður- inn Naji Naaman.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.