Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Qupperneq 40
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2018
Hin árlega Japanshátíð fer fram í Veröld – húsi Vigdísar í dag,
laugardag. Nemendur og kennarar í japönsku við Háskóla Ís-
lands hafa í samstarfi við sendiráð Japans skipulagt þennan
viðburð þar sem nýju ljósi verður varpað á hefðbundna jap-
anska menningu.
Nexus hvetur gesti til þess að mæta í búningum en í verð-
laun fyrir besta búninginn er miði á ráðstefnuna Midgard 2018
þar sem tölvuleikir, borðspil, búningaleikir, myndasögur og
fleira verða í öndvegi.
Á Japanshátíðinni í ár verður hægt að kynna sér sushigerð,
rakugo-leiklist, föndur, teiknimyndasögur, dans og fleira. Þess
má geta að á annarri hæðinni verður sérstakt svæði tileinkað
börnum þar sem gestir geta prófað origami-gerð, manga-
teikningu og fengið að leika sér með hefðbundin japönsk leik-
föng. Hátíðin stendur yfir á milli kl. 14 og 17 og er öllum opin
en aðgangur er ókeypis.
Sushi-gerð er á meðal þess sem
er hægt að kynna sér á hátíðinni
en myndin er frá fyrri hátíð.
Morgunblaðið/Kristinn
Búningar á Japanshátíð
Kona í búningi Jotaro Kujo úr manga-sögunni JoJo’s
Bizarre Adventure eftir Hirohiko Araki.
AFP
Hin árlega Japanshátíð verður haldin í
fjórtánda sinn í Veröld í dag, laugardag.
Blaðamaður Morgunblaðsins
heimsótti Árbæjarsafn í fylgd
framkvæmdastjóra safnsins,
Lárusar Sigurbjörnssonar, og
skrifar um heimsóknina í blaðið
15. júlí 1967. Safnið er vinsæll
áfangastaður nú og var það einn-
ig þá þó margt hafi breyst. Í upp-
hafi voru ýmsar hugmyndir sem
ekki allar hafa ræst: „Einnig hef-
ur verið talað um að reisa hérna
fullkomna eftirlíkingu skálans að
Stöng í Þjórsárdal fyrir árið 1974
og koma upp norrænu dýrasafni
niðri í árgljúfrunum. Þar mætti
hafa íslensk húsdýr, hreindýr,
seli, rostunga og önnur dýr, sem
lifa á norðurslóðum. Ég er sann-
fræður um að þetta er fært með
góðum vilja. Það er ömurlegt,
að Reykjavíkurbörn, skuli ekki
þekkja sundur folald og kálf,“
sagði Lárus en húsdýragarður
varð síðar að veruleika í Reykja-
vík, þó á öðrum stað.
„Við höfum nóg til þess að
vinna að í bili. Margt bíður vegna
þess að fjárveitingar eru naum-
ar. Söfn eru dýr í rekstri en þau
borga sig, þegar þau eru komin
upp,“ sagði Lárus ennfremur.
Blaðamaður endar greinina á
því að skrifa að það sé friðsælt í
Árbæ og þar ríki blær liðinna
tíma. „Gestirnir finna þetta og
ganga hljóðlega og varlega um
gömlu húsin. En uppi í Breiðholti
handan ánna er mikill ys. Þar er
verið að reisa ný hús handa nýja
fólkinu í Reykjavík.“
GAMLA FRÉTTIN
Folald eða
kálfur?
Mynd tekin í Árbæjarsafni í
frosti og snjó árið 1973.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Jennifer Nettles
leikkona
Kirsten Dunst
leikkona
Elísabet Indra Ragnarsdóttir
nýr klúbbstjóri Listahátíðar í Reykjavík.
RELEVE Model 2572
L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 250 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
DADO Model 2822
L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,-
L 214 cm Leður ct. 10 Verð 299.000,-
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 399.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 539.000,-
TRATTO Model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 359.000,-
SAVOY Model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 223 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,-