Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
PáskasælaáSardiníu
sp
ör
eh
f.
Vor 4
Glæsileg eyjaferð til Sardiníu þar sem við ferðumst um
stórbrotna náttúru með mikilli gróðursæld milli töfrandi
þorpa þar sem við kynnumst lífi fjallabúa á skemmtilegan
hátt. Gullinn sandur, sægrænt haf og ilmur frá Macchia
gróðri skapa ótrúlega upplifun.
29. mars - 12. apríl
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 329.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er mikið að sjá hérna,“ sagði
Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska
uppsjávarskipinu Polar Amaroq, um
hádegi í gær. „Loðnan er að ganga
fyrir Stokksnesið og við keyrðum í
níu mílur í lóði.“ Þeir fengu 300 tonn
í nótina í fyrsta kastinu í gærmorg-
un og voru að draga aftur þegar
spjallað var við Geir. Hann sagði
gott veður á miðunum, en í gær-
kvöldi og fram yfir helgi væri útlit
fyrir brælu, sem þá yrði notuð til að
frysta aflann um borð.
Polar Amaroq er í eigu græn-
lensks fyrirtækis, sem aftur er að
hluta í eigu Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað. Á síðustu loðnuvertíð var
skipið það aflahæsta, en veitt er úr
kvóta Grænlands hér við land.
Gera tilboð í afla Norðmanna
Talsvert líf hefur fylgt löndunum
norskra loðnuskipa síðustu vikuna á
höfnum næst loðnumiðunum. Ís-
lensku fyrirtækin bjóða í farma skip-
anna í gegnum Norges Sildesalgslag
og hefur loðnu verið landað á Þórs-
höfn, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og í
Neskaupstað. Í gær voru japanskir
eftirlitsmenn mættir austur til að
meta hrognafyllingu loðnunnar,
þroska og gæði.
Tíðin hefur verið erfið og norsku
skipin iðulega komið í land með
slatta. Í gær voru þau dreifð fyrir
austan og norðaustan land að veiða
og leita. Þrjár nýjustu tilkynning-
arnar um afla á vef Norges Silde-
salgslag voru af þremur ólíkum
veiðisvæðum. Trönderbas tilkynnti
um 680 tonn og var út af Héraðsflóa,
Havskjer 110 tonn syðst á því svæði
sem Norðmönnum er heimilt að
veiða á og Gunnar Langva tilkynnti
um 500 tonn og var út af Melrakka-
sléttu. 30 norsk loðnuskip mega
veiða loðnu við landið samtímis og í
vikunni biðu nokkur eftir að komast
að.
Ráðgert er að rannsóknaskipið
Árni Friðriksson haldi til loðnumæl-
inga úti fyrir Vestfjörðum og Norð-
vesturlandi um hádegi á mánudag,
en ótíðin hefur tafið brottför skips-
ins. Búið er að veiða um 70 þúsund
tonn af loðnu, en heildarkvóti Ís-
lands er 200 þúsund tonn.
Íslenskar útgerðir halda að sér
höndum þessa dagana enda sumar
þeirra búnar að veiða stóran hluta
loðnukvótans. Reikna má með að
þau haldi til veiða þegar loðnan
gengur vestur með Suðurlandi.
Fimm skip á kolmunna
Á meðan beðið er eftir að vertíðin
byrji á ný hafa nokkur skip verið á
kolmunna í færeyskri lögsögu, með-
al annars Venus og Víkingur, skip
HB Granda, Guðrún Þorkelsdóttir
frá Eskifirði, Hoffell frá Fáskrúðs-
firði og Beitir frá Neskaupstað. Afli
hefur verið tregur.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Þrjú norsk skip komu til hafnar á miðvikudagskvöld með um 1.200 tonn af loðnu. Talsverð umsvif fylgdu þeim eins og vera ber á loðnuvertíð.
Mikið að sjá við Stokksnes
Líf fylgir löndunum norskra loðnuskipa Japanskir eftirlitsmenn mættir
Afurðir Mjöli var skipað út í flutningaskip á Þórshöfn í vikunni.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir að
það sé vissulega
mikið áhyggju-
efni að mennta-
mál hér á landi fái
falleinkunn sam-
kvæmt nýrri
skýrslu Norrænu
ráðherranefndar-
innar, ekki síst að
lægstu einkunnir
á PISA-prófum
séu hér á landi og
brottfall nemenda mest af Norður-
löndunum.
Tökum höndum saman
„Það er auðvitað metnaðarmál
fyrir þjóðina að standa sig betur. Við
þurfum öll að taka höndum saman
því vitanlega er þetta samfélagsmál,
að gera betur, miklu betur, á þessu
sviði,“ sagði ráðherra þegar Morg-
unblaðið náði tali af henni í Suður-
Kóreu í gær.
„Við erum núna í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu í sam-
starfi við sveitarfélögin, kennarfor-
ystuna og alla þá sem koma að fyrir-
lögn PISA-prófsins. Við erum að
vinna saman að því að kynna prófið
betur og kanna hvar við getum
styrkt okkur,“ sagði ráðherra.
Fundaði með Kim Sang-gon
Hún kveðst hafa átt fund með Kim
Sang-gon, menntamálaráðherra
Suður-Kóreu, sem jafnframt er
varaforseti landsins.
„Suður-Kórea hefur staðið sig
mjög vel í menntun alþjóðlega. Ég
spurði Kim hver væri skýringin á
þeirra góðu frammistöðu. Hann
sagði: „Við hugsum mjög vel um
kennarana okkar og það er mjög eft-
irsóknarvert starf að vera kennari í
Suður-Kóreu. Þið verðið, til þess að
ná betri árangri, að styrkja aðbúnað
og umgjörð alls menntakerfisins og
láta ykkur annt um að fá alla með í
slíkt samstarf“,“ sagði Lilja Dögg
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
ennfremur.
Segir það samfélags-
mál að gera betur
Metnaðarmál fyrir þjóðina að standa sig í menntamálum
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Brottfall Hvergi á Norðurlöndum er brottfall nemenda úr skólum meira en
hér á landi. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA-prófum er líka lökust.
Formaður Hafna-
sambands Ís-
lands segir fulla
ástæðu til að
kanna kosti og
galla notkunar
annarra orku-
gjafa en skipadís-
ils á ljósavélar
skemmti-
ferðaskipa þegar
þau staldra við í
höfnum hér á landi. Hann segir þó
ýmsum spurningum ósvarað um það
hvort hægt sé að gera kröfu um
notkun á lífdísil. Bendir jafnframt á
að fljótandi gas sé notað í nýjustu
skemmtiferðaskipunum.
Spurningum ósvarað
Þeirri hugmynd er varpað fram í
skýrslu Samgöngustofu um repju-
ræktun til skipaeldsneytis að skylda
farþegaskip til að keyra ljósavélar á
íslenskri eða innfluttri repjuolíu eða
repjudísil á meðan þau staldra við í
íslenskum höfnum.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna og formaður stjórnar
Hafnasambands Íslands, segir að
ýmsum spurningum sé ósvarað um
framkvæmdina, hvernig íslensk
stjórnvöld geti gert slíkar kröfur.
„En ef lífdísill er betri en skipagas-
olía er þetta vissulega mál sem skyn-
samlegt væri að skoða út frá kostum
og göllum. Það er rétt sem fram
kemur að rafvæðing til stærri skipa
er ekki að verða í náinni framtíð,
ekki frekar en í nágrannalönd-
unum,“ segir Gísli.
Gas er besta lausnin
Hann bendir jafnframt á að sú
þróun er í nýsmíðum á skemmti-
ferðaskipum að gert er ráð fyrir
notkun á fljótandi gasi. Nokkur
þannig skip sigli nú, þó þau hafi ekki
komið til Íslands. „Menn eru sam-
mála um að það sé langbesta lausn-
in,“ segir Gísli. helgi@mbl.is
Vert að
skoða
aðra kosti
Fljótandi gas
notað á ný skip
Gísli
Gíslason