Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Undirritaðir hafa verið samningar
um nýtt húsnæði Hafrannsókna-
stofnunar, sem mun rísa í Fornubúð-
um 5 í Hafnarfirði. Samkvæmt
samningnum verður húsið afhent
stofnuninni 15 mánuðum frá und-
irritun, að því er segir á heimasíðu
stofnunarinnar. Áður hefur komið
fram í Morgunblaðinu að Fornubúð-
ir eignarhaldsfélag byggir húsið og
leigir Hafrannsóknastofnun til 25
ára.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, Kristján
Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar
Halldórsson, eignarhaldsfélaginu
Fornubúðum ehf., undirrituðu
samninginn á fimmtudag.
Með nýju húsi mun starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar á höfuðborgar-
svæðinu færast á einn stað en nú eru
höfuðstöðvarnar á Skúlagötu 4 en
geymslur og skemmur við Granda-
garð. Þá munu rannsóknaskip stofn-
unarinnar fá lægi við nýjan hafnar-
garð sem Hafnarfjarðarhöfn mun
reisa fyrir framan húsið og undirrit-
uðu Sigurður og Lúðvík Geirsson,
hafnarstjóri, samning þess efnis við
sama tækifæri. aij@mbl.is
Samningar um
byggingu fyrir Hafró
í Fornubúðum
Í fyrra voru 56.272 flutningar inn-
anlands tilkynntir til Þjóðskrár Ís-
lands, sem er fækkun um 3,18% eða
1.847 tilkynningar frá árinu 2016.
Flestar tilkynningar bárust Þjóð-
skrá um flutninga árið 2007 eða
60.391. Í efnahagshruninu árið
2008 fækkaði flutningstilkynn-
ingum niður í 51.160, sem gerir
15,3% fækkun milli áranna 2007 og
2008, segir á vef Þjóðskrár.
Flutningstilkynningum fækkaði
einnig árin 2009 og 2012 en síðustu
ár hefur flutningstilkynningum
fjölgað innanlands þar til á síðasta
ári.
Færri tilkynntu
flutning innanlands
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÞRJÁR
ÚLPUR
Í EINNI
VERÐ 59.980
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Mánudaginn 12. febrúar mun ég bjóða upp á
kvöldnámskeið um Landið helga og átökin
um það. Sérstök áhersla verður lögð á nútímann,
20. öldina og til dagsins í dag. Sagan verður rakin
frá lokum Fyrri heimsstyrjaldar, dregin verður upp
mynd af átakalínum, deiluaðilum og afskiptum
stórveldanna og þróun alþjóðamála sem hafa haft
áhrif á þessa sögu.
Við munum skoða styrjaldirnar milli Ísraelsmanna
og nágranna þeirra, hverjir börðust og hvernig og
hvaða áhrif þær hafa haft. Umfram allt verður leitast
við að skýra stöðuna eins og hún er á eins hlutlausan máta og hægt er.
Í lok kvöldsins fá þátttakenndur með heim nýtt handrit um Landið helga
og átök 20. aldarinnar sem ég hef tekið saman. Sjálfur hef ég ferðast með
íslenska hópa um Landið helga og þekki vel til. Auk þessa þekki ég vel sögu
þeirra trúarbragða sem skipta Landinu helga á milli sín, gyðingdóms, kristni
og íslam og hef rannsakað hernaðarsöguna alveg sérstaklega.
Upplýsingar og skráning á thorhallur33@gmail.com og í síma 891 7562.
Verð 5.000 kr.
Tími: 19.00
Átökin
um Landið helga
Sr. Þórhallur Heimisson
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
BUXUR
Mörg snið
margar stærðir
margir litir
sem passar
sérhverri konu
ÚTSÖLUVÖRUR 60-70% AFSLÁTTUR
Talsvert líf er í veðurkortunum um
helgina. Á Suður- og Suðausturlandi
verður afar hvasst í dag og fram á
nóttina. Jafnvel er búist við ofsaveðri
á þeim slóðum en norð-
vestanstrengur mun liggja yfir land-
ið. Búist er við mikilli ofankomu á
Vestfjörðum og norðvestanverðu
landinu með hættu á snjóflóðum.
Færð mun spillast
Einnig er búist við mikilli snjó-
komu í Gilsfirði og í Dölunum.
Hvass norðlægur hríðarbylur
verður víðast hvar, sérstaklega vest-
an til og seinnipart dagsins verður
veður mjög slæmt á suðvesturhorn-
inu þar sem færð mun líklega spillast
með snjókomu og kófi en mögulega
verður slydda við ströndina austan-
lands. Víðast hvar verður vægt og
minnkandi frost, nema mögulega við
ströndina austan- og norðaustan-
lands þar sem gæti verið ögn hlýrra.
Annað kvöld mun koma vestanhvell-
ur upp að landinu, fyrst sunnan- og
suðaustanlands. Það verður hvöss
vestanátt sem færist síðan austur á
landið. Seint á sunnudag, jafnvel
ekki fyrr en aðfaranótt mánudagsins
má fyrst búast við því að veðrið byrji
að ganga niður, sérstaklega austan
til á landinu. Vestan og norðan til er
búist við mestum snjó og skafrenn-
ingi.
Veðurstofan segir erfitt að spá ná-
kvæmlega um veðrið á hverjum stað
og vill hvetja fólk til að fylgjast
grannt með veðurfréttum og veður-
spám fyrir nágrenni sitt ásamt því að
fylgjast með upplýsingum um færð
hjá Vegagerðinni. Rétt er að minna
fólk á að huga að gluggum og lausa-
munum. ernayr@mbl.is
Afar slæmt vetrarveður
á öllu landinu um helgina
Hvass vindur, snjókoma og möguleg snjóflóðahætta
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kafaldsbylur Veður og færð verður
með versta móti um helgina.
Heilbrigðisráðherra hefur skipað
Birgi Jakobsson, fyrrverandi land-
lækni og núverandi aðstoðarmann
sinn sem formann nefndar sem
gera á tillögur um aðgerðir til að
sporna við mis- og ofnotkun geð- og
verkjalyfja. Hópnum er ætlað að
skila tillögum sínum fyrir 1. maí
næstkomandi. Ásamt Birgi í hópn-
um eru þau Aðalsteinn Jens Lofts-
son, Áslaug Einarsdóttir, Einar
Magnússon, Rúna Hauksdóttir
Hvannberg, Valgerður Rúnars-
dóttir, Þröstur Emilsson og Þór-
gunnur Ársælsdóttir.
Gegn misnotkun
geð- og verkjalyfja