Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 30
Stefán Bergsson er skák-meistari Reykjavíkur 2018eftir sigur í lokaumferðmótsins sem fram fór sl.
miðvikudagskvöld þegar hann tefldi
við Dag Ragnarsson. Stefán hlaut
átta vinninga af níu mögulegum,
náði snemma forystunni með hverj-
um sigrinum á fætur öðrum, og það
var ekki fyrr en í áttundu umferð að
stigahæsti keppandi mótsins, Bragi
Þorfinnsson, stöðvaði sigurgönguna
en í lokaumferðinni var Stefán aftur
kominn á ferð og vann örugglega.
Stefán er frá Akureyri og fékk
sitt skákuppeldi nyrðra í góðum
félagsskap Skákfélags Akureyrar
ásamt jafnaldra sínum Halldóri
Brynjari Halldórssyni. Hann á lög-
heimili í Reykjavík og þarf því ekki
að sækja handhafa hinnar virðulega
nafnbótar neðar í töfluna eins og
stundum áður þegar „utanbæj-
armenn“ hafa sigrað á þinginu.
Stefán er ötull stjórnarmaður hjá
Skáksambandi Íslands og veitti
Skákakademíu Reykjavíkur for-
stöðu um margra ára skeið.
Frammistaða hans undanfarin ár
hefur verið nokkuð sveiflukennd en
þetta er langbesti árangur hans á
ferlinum.
Í 2. sæti varð Bragi Þorfinnsson
með sjö vinninga eftir sigur á Hilmi
Frey í lokaumferðinni. Í 3.-4. sæti
urðu Sigurbjörn Björnsson og Ein-
ar Hjalti Jensson með 6½ vinning
og þar á eftir í 5.-10. sæti Bragi
Halldórsson, Dagur Ragnarsson,
Hilmir Freyr Heimisson, Hrafn
Loftsson, Lenka Ptacnikova og Júl-
íus Friðjónsson, öll með sex vinn-
inga.
Í lokaumferðinni var mikið undir
þegar Stefán settist við taflið and-
spænis Degi Ragnarssyni, sem með
sigri gat náð honum að vinningum.
Dagur varð í 3. sæti í keppni lands-
liðsflokks í fyrra og var til alls vís
en brást þó bogalistin eftir lélega
byrjunartaflmennsku:
Skákþing Reykjavíkur 2018; 9.
umferð:
Stefán Bergsson – Dagur Ragn-
arsson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 h6?!
Sjaldséður leikur. Dagur var
greinilega staðráðinn í að sneiða hjá
troðnum slóðum.
4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3 c5
7. c3 Rc6 8. a3 a5 9. Rf1 a4 10. h4
Da5 11. Bd2 Da7 12. Be3 Rb6 13.
Rg3 Rc4?
Afleitur leikur sem leiðir til ótefl-
andi stöðu. Betra var 13. … cxd4
þótt hvíta staðan sé alltaf vænleg
eftir mislukkaða byrjun Dags.
14. Bxc4 dxc4 15. dxc5! Db8
Vandinn er sá að eftir 15. … bxc5
kemur 16. Bxc5 dxc5 17,. Re4 og
síðan – Rd6+ með vinningsstöðu.
16. Bd4 Be7 17. Re4 0-0 18. Dd2
Ra5 19. Hd1 Bd7
Stefán var að bíða eftir þessum
leik …
20. Rf6+!
Og nú er svartur algerlega varn-
arlaus.
20. … Bxf6 21. exf6 Rb3 22. De3
Rxd4 23. Hxd4 Bc6 24. Hg4
– og svartur gafst upp.
Jóhann og Björgvin efstir á
skákhátíð MótX
Jóhann Hjartarson vann stiga-
hæsta keppanda í fimmtu umferð
skákhátíðar MótX, Hjörvar Stein
Grétarsson, og komst við það í efsta
sætið þegar tefldar hafa verið fimm
umferðir af sjö. Hann deilir því með
Björgvini Jónssyni sem tók sér ½
vinnings yfirsetu í fimmtu umferð.
Í næstu sætum koma svo Hannes
Hlífar Stefánsson, Jón Viktor Gunn-
arsson og Helgi Áss Grétarsson, all-
ir með 3½ vinning. Í næstu umferð
tefla saman Hannes Hlífar og Jó-
hann Hjartarson og Björgvin mætir
Helga Ás. Í B-flokki eru fjórir skák-
menn efstir, Gauti Pall Jónsson,
Birkir Ísak Jóhannsson, Agnar T.
Möller og Siguringi Sigurjónsson.
Bragi Halldórsson er efstur meðal
Hvítra hrafna, með 2½ vinning af
þremur mögulegum.
Stefán Bergsson
er skákmeistari
Reykjavíkur 2018
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kjartan Maack
Úrslitarimman Eftir þessa viðureign Stefáns Bergssonar (t.v.) og Dags
Ragnarssonar fagnaði Śtefán titlinum Skákmeistari Reykjavíkur 2018.
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Gervifréttir og fals-
prófílar eru vaxandi
vandamál í samtíma-
umræðu. En það er
samt ekki nýtt fyrir-
bæri. Það að ljúga og
kalla það frétt eða
sannleika hefur alltaf
verið gert af þeim
sem vilja kúga aðra
og þvinga skoðanir
sínar upp á þá.
Pravda hét aðalfréttamiðill Sov-
étríkjanna, en pravda þýðir sann-
leikur. Í Prövdu, dagblaðinu Sann-
leikanum, var lygin hafin upp í
hæstu hæðir.
Í sumar þegar ég var á leiðinni
á ströndina á Möltu að láta sólina
sleikja mig sá ég fréttir um skólp-
klúðrið í Reykjavík þar sem eitt-
hvað verra en sólin var að sleikja
fólk. Þau sem stunda sjósund voru
allt í einu innan um það sem menn
vilja ekki sjá aftur eftir að skolað
er niður úr klósettinu. Það
skemmtilega við málið er að aldrei
þessu vant náðist ekki í borgar-
stjórann og meðvirkir fjölmiðla-
menn með meirihlutanum í borg-
inni gáfust upp á að ná í hann og
töluðu bara við embættismenn.
Toppnum var síðan náð í annars
ágætu áramótaskaupi þegar emb-
ættismaður var settur í að vera
fulltrúi klúðursins. Auðvitað var
borgarstjórinn ekki látinn sæta
ábyrgð, ekki einu sinni í grínþætti.
Þennan dag ákvað ég við litlar
vinsældir konunnar minnar að
vera frekar í samræðum um skólp-
mál á vefmiðlunum, kommenta-
kerfinu og fésbókinni. Vera frekar
á illa lyktandi ströndinni í Reykja-
vík en á sólríkri og
hreinni ströndinni á
Möltu.
Eins og gengur og
gerist fóru hermenn
vinstrimanna mikinn í
kommentakerfinu og
gengu svo langt að
þeir voru hættir að
afsaka klúðrið og
farnir í það að snúa
því upp á Sjálfstæð-
isflokkinn. Sjálfstæð-
ismenn eru í minni-
hluta í Orkuveitunni
og þess vegna bera þeir alla
ábyrgð en ekki meirihlutinn.
Borgarstjórinn ræður kannski
borginni en það er fullt af sjálf-
stæðismönnum í borginni þannig
að þeir bera ábyrgð á klúðrinu.
Röksemdirnar voru margar kostu-
legar.
Eitt af því sem særði hvað mest
var þegar því var haldið fram að
vinstrimenn hefðu hreinsað
strandlengjuna og sjálfstæðismenn
ekki átt heiður af því. Þegar
vinstrimenn voru alveg farnir að
missa sig á fésbók og í kommenta-
kerfinu var sagan orðin þannig að
sjálfstæðismenn hefðu beinlínis
verið á móti því að hreinsa strand-
lengjuna.
Þar sem heiðarleiki er ekki háð-
ur pólitískum skoðunum tók það
nú ekki langan tíma að leiðrétta
flest fólkið. Fólkið hafði ekki haft
það að markmiði að fara með
rangt mál. Flestir voru blindaðir
af mýtólógíu sinna manna. Eins og
hendir líka hægrimenn.
Undirbúningur að hreinsun
strandlengjunnar hófst á öðru
kjörtímabili Davíðs Oddssonar í
borginni og framkvæmdir hófust í
upphafi þriðja kjörtímabils hans
árið 1990.
En af því að sjálfstæðismenn
voru ósáttir við það að til að halda
áfram með verk Davíðs Oddssonar
eftir að R-listinn tók við þyrfti að
bæta við skatti á borgarbúa þá var
því í nýju vinstrisagnfræðinni snú-
ið upp í að sjálfstæðismenn hefðu
verið á móti hreinsun strandlengj-
unnar. Þannig er hægt að snúa
andúð á aukinni skattlagningu upp
í ýmislegt með góðum vilja.
En það sem var áhugaverðast
við þessar rökræður á netinu, þar
sem ég sat í skugga, vitandi af
konunni að sleikja sólina á meðan
ég var að sleikja vinstrimenn, var
að ég lenti á einum sem hélt
áfram með allar klassísku svívirð-
ingarnar. Þótt búið væri að vísa
honum á langar greinar um að
sjálfstæðismenn hefðu hreinsað
strandlengjuna að mestu áður en
þeir vissu hver Ingibjörg Sólrún
var eða hefðu heyrt hugmynd að
einhverjum R-lista, ekki frekar en
einhverjum gólflista, hélt þessi
maður áfram.
Þá gerði ég áhugaverða könnun
og athugaði hver þessi sturlaði
maður væri eiginlega. Þegar ég
komst inn á fésbókina hans kom í
ljós að hann átti ekki svo mikið
sem einn fésbókarvin. Þótt öfga-
vinstrimenn sem fá hvað mest út
úr því í lífinu að leika Láka jarðálf
eigi kannski fáa vini eiga þeir þó
alltaf einhverja. Í það minnsta
Snjáka og Snjáku. Þetta var sem-
sagt einhver gerviprófíll.
Þetta er orðið að viðvarandi
vandamáli í samtímaumræðu að
þar er fólk sem hefur engan áhuga
á rökræðum, kemur fram undir
gerviprófílum, er með falsfréttir
og notar orðið sannleikur oftar en
dagblaðið Pravda notaði það á
meðan það lýgur oftar en hið
fræga blað.
Ég átta mig ekki á því hvernig
á að bregðast við þessu en sjálf-
stæðismenn þurfa að vera viðbúnir
fyrir kosningarnar í vor hvað
þetta varðar. Þessir gerviprófílar
þar sem vinstrafólk sem vill ekki
að náunginn viti hversu mikla un-
un það hefur af því að gera ljótt,
eins og Láki hefði orðað það,
munu taka þátt í umræðunum af
fullum krafti í borgarstjórnar-
kosningunum í vor.
Að gefa skít í borgarbúa
Eftir Börk
Gunnarsson » Það skemmtilega viðmálið er að aldrei
þessu vant náðist ekki í
borgarstjórann og með-
virkir fjölmiðlamenn
með meirihlutanum í
borginni gáfust upp.
Börkur Gunnarsson
1. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins
Bílar
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is
DROTTNINGABLÁR*
AFSLÁ R
50%
T
Li
tir
ni
r
er
u
le
ið
be
in
an
di
.F
áð
u
ek
ta
lit
ap
ru
fu
hj
á
ok
ku
r
ín
æ
st
u
ve
rs
lu
n.
T
ÍU
P
U
N
K
T
A
R
Kozýgrár
Draumagrár
Gammel bleikur
af þremur vinsælustu litunum í febrúar