Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ínýrri skýrsluNorrænuráðherra-
nefndarinnar er
farið yfir stöðu
menntamála á
Norðurlöndum.
Kemur þar í ljós
að ýmsu er ábóta-
vant í menntamálum á Íslandi.
Brottfall úr skólum á Íslandi
er það mesta á Norðurlöndum
og útkoman hér í PISA-
prófum verri. Eins og fram
kemur í frétt í Morgunblaðinu
í gær var Ísland einnig undir
meðaltali OECD-ríkja á öllum
sviðum á PISA-prófinu 2015
og hefur ekki bætt frammi-
stöðu sína frá árinu 2012.
Þetta eru vitaskuld ekki
nýjar upplýsingar, en það
dregur ekki úr alvöru málsins
og hátt hlutfall brottfalls og
munurinn á getu innfæddra
nemenda og nemenda, sem
eru af erlendu bergi brotnir,
er verulegt áhyggjuefni.
Brottfall úr skólum á Ís-
landi er 19,8%. Evrópumeð-
altalið er 10,7%. Danir, Svíar
og Finnar eru undir meðaltal-
inu og Norðmenn rétt yfir því.
Íslendingar skera sig verulega
úr. Það er ekki eðlilegt að
brottfall hér á landi sé rúm-
lega helmingi meira en í Dan-
mörku, Svíþjóð og Finnlandi.
Í skýrslunni er þetta skýrt
með því að stuðningur við
námsmenn sé með öðrum
hætti hér en á annars staðar á
Norðurlöndum. Hér sé auðvelt
að fá vinnu og ungmenni þurfi
mörg að vinna til að fjármagna
nám og uppihald. Það auki lík-
ur á að þau ljúki ekki námi.
Á Íslandi hefur löngum ver-
ið mikið gert úr ágæti þess að
ungt fólk kynnist því að vera á
vinnumarkaði og nánast talist
dyggð að vinna með námi.
Þegar vinnan er hins vegar
farin að standa náminu fyrir
þrifum og jafnvel farin að
valda brottfalli er forgangs-
röðin komin á haus.
Það er heldur ekki gott hvað
mikill munur er á frammistöðu
nemenda eftir því hvort þeir
eru innfæddir eða aðfluttir.
Einkunnir innfæddra nem-
enda voru á PISA-prófinu 23%
hærri en hjá þeim aðfluttu og
munurinn hvergi meiri á
Norðurlöndum samkvæmt
fréttinni.
Hlutfall aðfluttra íbúa
landsins hefur hækkað veru-
lega á umliðnum árum. Lyk-
ilatriði í að slík breyting fari
fram með farsælum hætti er
að börn þeirra, sem hingað
flytjast, hafi sömu tækifæri og
börn innfæddra. Þar er
menntun grundvallaratriði.
Þessi munur á einkunnum inn-
fæddra og að-
fluttra sýnir að
mikið vantar upp á
að tekist hafi að
tryggja það. Það
er ekki góðs viti ef
einn hópur í sam-
félaginu situr eftir
í þeim efnum og
ávísun á vandamál síðar meir.
Það sýnir reynsla ýmissa ann-
arra Evrópuríkja þar sem
munur á námsárangri inn-
fæddra og aðfluttra og barna
þeirra er mikill.
Á þessu þarf að taka með
markvissum hætti. Það er ekki
nóg að grauta í lengd fram-
haldsskóla og skipta út ein-
kunnum í tölum fyrir bókstafi
ef enginn árangur skilar sér.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmála-
ráðherra, segir í viðtali í
Morgunblaðinu í dag að það
þurfi „að gera betur, miklu
betur“ og bætir við að nú sé
verið að kanna með hvaða
hætti megi bæta frammistöð-
una. Lilja er stödd í Suður-
Kóreu í tilefni af Vetraról-
ympíuleikunum og átti fund
með Kim Sang-gon, mennta-
málaráðherra landsins. Hún
kveðst í viðtalinu hafa spurt
Kim hver væri skýringin á
góðri frammistöðu Suður-
Kóreu í menntamálum á al-
þjóðlegan mælikvarða og hef-
ur eftir honum: „Við hugsum
mjög vel um kennarana okkar
og það er mjög eftirsóknar-
vert starf að vera kennari í
Suður-Kóreu. Þið verðið, til
þess að ná betri árangri, að
styrkja aðbúnað og umgjörð
alls menntakerfisins og láta
ykkur annt um að fá alla með í
slíkt samstarf.“
Hversu eftirsóknarvert er
að vera kennari? Hvernig er
aðbúnaður og umgjörð
menntakerfisins?
Vandinn verður ekki bara
leystur með því að henda í
hann peningum. Það þarf að
spyrja hreinskilnislegra
spurninga um hvað sé að og
horfast í augu við svörin, halda
í það sem vel er gert og laga
það sem betur má fara. Það
þarf að gera rétt, en um leið
má ekki gleyma því að málið er
brýnt. Börn og unglingar geta
ekki sett menntun sína í bið á
meðan leitin að lausninni
stendur yfir. Þegar hafa verið
sett markmið um umbætur og
vonandi skila þær sér.
Íslenskt menntakerfi er
vitaskuld ekki ónýtt en það
gæti verið talsvert betra.
Menntun snýst um að börn fái
sem best veganesti út í lífið.
Eins og stendur virðist
menntakerfið á Íslandi ekki
standa undir þeirri kröfu.
Íslendingar fá verri
útkomu á PISA-
prófinu en aðrar
Norðurlandaþjóðir
og brottfall
úr skóla er meira}
Margþættur vandi
Í
nýlegu svari forseta Alþingis við
fyrirspurn minni um aksturs-
kostnað þingmanna kom fram að
sá þingmaður sem fær mestar
endurgreiðslur vegna aksturs
samkvæmt dagbók keyrði næstum
48.000 kílómetra á síðasta ári. Það er
jafn löng vegalengd og að fara umhverf-
is jörðina við miðbaug og um 8.000 kíló-
metrum betur. Ef þessi vegalengd er ek-
in á 90 km/klst meðalhraða (sem væri
ágætis afrek út af fyrir sig) þá tæki það
22 daga að aka alla vegalengdina. Ekk-
ert stopp, engin pása, allan sólarhring-
inn.
Það er ákveðið afrek að aka alla þessa
vegalengd á heilu ári en þarf þó alls
ekki að vera eitthvað óvenjulegt. Það
voru þó ekki nema rétt um 80 þing- eða nefnd-
ardagar á síðasta ári. Ef einhver keyrir 100 kíló-
metra báðar leiðir á þessa fundi þá telur það 8.000
kílómetra. Afgangurinn eru þá ferðir utan þingdaga,
samtals um 40.000 kílómetrar eða til jafns við að
ferðast umhverfis jörðina. Það er rétt að setja ýmsa
fyrirvara við þessa námundun auðvitað, þingmenn
geta ferðast oftar til Alþingis eða vegna þingflokks-
starfa til og frá heimili sínu en vegna þing- og
nefndarfunda. Það er hins vegar ekki svo augljóst
hvernig á að reikna út fjölda þeirra ferðadaga þann-
ig að látið er staðar numið við 40.000 kílómetra.
Samkvæmt lögum um þingfararkaup og -kostnað
þá fá þingmenn endurgreiddan kostnað við ferðalög
til og frá heimili ef þingmaður býr utan höfuðborg-
arsvæðisins. Einnig fær þingmaður endurgreiddan
kostnað við aðrar ferðir innan lands í
tengslum við störf sín. Í reglum forsæt-
isnefndar um ferðakostnað segir: „End-
urgreiða skal ferðakostnað innan kjör-
dæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur
sem þingmaður boðar til eða hann er boð-
aður á, enda sé vegalengd á fundarstað
a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða
starfsstöð.“
Nú ætla ég ekki að efast um neitt vegna
allra þessara kílómetra, þeir eru skráðir
og greiddir samkvæmt akstursdagbók. Ég
hefði samt áhuga á að vita hversu margir
fundir eða samkomur voru boðaðar eða
þessi þingmaður var boðaður á. Einnig
væri áhugavert að vita hvort aðrir þing-
menn kjördæmisins hefðu verið boðaðir á,
eða stóð til boða að mæta á þá. Alþingi
hefur nefnilega tekið upp á því á undanförnum árum
að fá þingmenn til þess að vera frekar á bíla-
leigubílum. Í svari við annarri fyrirspurn frá mér
kemur til dæmis fram að þegar þingmenn Norðvest-
urkjördæmis skiptu frá akstursdagbókum yfir á bíla-
leigubíla lækkaði kostnaður samkvæmt aksturs-
dagbók um 10 milljónir á ári og kostnaður við
bílaleigubíla hækkaði um 4 milljónir. Það var sem
sagt 6 milljón króna sparnaður af því að þingmenn
notuðu bílaleigubíla í stað eigin bíls og aksturs-
dagbókar.
Ég skil lesendur eftir með þessa spurningu,
hversu margir fundir voru þetta? Svar birtist síðar.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Umhverfis jörðina á 22 dögum
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Félagið Lindarhvoll ehf.,sem stofnað var til aðannast umsýslu, fulln-ustu og sölu svokallaðra
stöðugleikaeigna, lauk á dögunum
í opnu söluferli Lyfju hf. með
undirritun kaupsamnings við SID
ehf. Það félag er í eigu SIA III,
Þarabakka ehf. og Kasks ehf.
Líkt og kunnugt er var heim-
ilað með lagasetningu 2015 að
slitabú fallinna fjármálafyrirtækja
gætu greitt stöðugleikaframlag í
stað greiðslu stöðugleikaskatts.
Seðlabanki Íslands veitti stöð-
ugleikaeignunum viðtöku en verð-
mætin runnu í ríkissjóð. Stöð-
ugleikaeignir voru í meginatriðum
flokkaðar í laust fé, framseldar
eignir, skilyrtar fjársópseignir og
framlög vegna viðskiptabanka og
nam ætlað virði þeirra samtals
384,3 ma.kr.
„Andvirði þeirra stöðug-
leikaeigna sem búið er að inn-
leysa, að meðtöldum vaxtatekjum
og arðgreiðslum, frá ársbyrjun
2016 nemur alls um 207,5 ma.kr.
Þessum fjármunum hefur lögum
samkvæmt verið ráðstafað inn á
stöðugleikareikning í eigu ríkis-
sjóðs í Seðlabanka Íslands og þeir
nýttir til að greiða niður útistand-
andi skuldir ríkissjóðs, til að
mæta tekjutapi vegna sérstaks
skatts á fjármálafyrirtæki og til
að fjármagna lífeyrisskuldbind-
ingar. Til viðbótar gera áætlanir
ráð fyrir að tekjur stöðugleika-
framlaga á yfirstandandi ári nemi
um 63 ma.kr. Samtals má því gera
ráð fyrir að um 270 ma.kr. hafi
skilað sér til ríkissjóðs á í lok árs
2018,“ segir m.a. í frétt fjár-
málaráðuneytisins. Þar segir einn-
ig að með sölunni á Lyfju hf. í
opnu söluferli sé ráðstöfun stöð-
ugleikaeigna í umsýslu Lind-
arhvols lokið. „Félagið hefur með
sölunni komið langstærstum hluta
þeirra eigna sem því var falin um-
sýsla með í laust fé. Samkomulag
er um það milli stjórnar Lind-
arhvols og fjármála- og
efnahagsráðuneytisins að fella við
svo búið niður samning sem ráðu-
neytið gerði við félagið í apríl
2016 um úrvinnslu og umsýslu
stöðugleikaeigna frá og með 7.
febrúar. Í kjölfarið verður Lind-
arhvoli ehf. slitið.
Þær takmörkuðu stöðug-
leikaeignir sem eftir standa eru
þess eðlis að virði þeirra verður
best endurheimt með tíð og tíma.
Að stærstum hluta er um að ræða
kröfur í þrotabú og önnur inn-
heimtumál, lánasamninga, fjár-
sópseignir og skuldabréf Kaup-
þings, auk afkomuskiptasamnings
sem tengist sölu á Arion banka.
Umsýslu og eftirliti með umrædd-
um eignum verður áfram
sinnt í umboði rík-
issjóðs og mun
andvirði þeirra
skila sér inn á
stöðugleikareikn-
ing ríkissjóðs við
fullnustu. Til við-
bótar eru nokkr-
ar óverulegar
stöður í óskráð-
um hlutabréfum
og verður um-
sýslu þeirra
komið fyrir í
höndum
viðeigandi
ríkisaðila.
Lyfja verður loka-
verkefni Lindarhvols
Verðmæti stöðugleikaeigna Seðlabankans
Milljarðar króna Virði janúar
2016
Áætlað virði í
árslok 2018 Mismunur
Laust fé 17,2 18,6 1,4
Framseldar eignir 60,4 71,4 11,0
Fjársópseignir 18,4 27,4 9,1
Framlag vegna viðskiptabanka 288,2 340,4 52,2
Samtals 384,3 457,8 73,6
LAUSAFÉ EIGNIR FRAMLÖG
H
ei
m
ild
: F
já
rm
ál
a-
o
g
ef
na
ha
gs
rá
ðu
ne
yt
ið
„Lindarhvol var falin umsjón
með og að vinna úr mjög stóru
og nokkuð flóknu eignasafni.
Það stendur upp úr að það hef-
ur tekist vel að varðveita virði
eignanna og gott betur en það,“
sagði Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Bjarni benti á að þetta hefði
tekist á tiltölulega skömmum
tíma og um gífurlegar fjárhæðir
væri að ræða. Þegar allt væri
saman tekið, þ.e. aðrir eign-
arhlutir sem hafa m.a. verið í
umsjón Bankasýslunnar, þá
væri það stórmál fyrir þjóð-
arbúið að þessar eignir
hefðu hækkað í verði
um 74 milljarða á
tveimur árum. „Að
mínu mati er það
geysilegur árangur,
sem ekki ber að
gera lítið úr,“ sagði
Bjarni.
Stórt og flók-
ið eignasafn
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Bjarni
Benediktsson