Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
✝ Guðni AlbertGuðnason,
Eyri, Ísafirði,
fæddist 3. apríl
1928 í Botni í
Súgandafirði. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða
23. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Albertína Jó-
hannesdóttir, f.
19.9. 1893, d. 2.1.
1989, og Guðni Jón Þorleifsson,
f. 25.10. 1887, d. 1.4. 1970, Botni,
Súgandafirði. Systkini Guðna
eru: Sigurður, f. 11.12. 1914, d. í
febrúar 1959, Guðrún Pálm-
fríður, f. 9.9. 1916, d. 28.8. 1997,
Þorleifur Guðfinnur, f. 11.7.
1918, d. 6.6. 2007, Sveinn, f.
23.11. 1919, d. 18.4. 2005, Jó-
hannes, f. 29.9. 1921, d. 18.8.
1990, Guðmundur Arnaldur, f.
1.12. 1922, d. 15.1. 2007, Einar,
f. 6.11. 1926, d. 2.6. 2014, Gróa
Sigurlilja, f. 24.11. 1930, María
Auður, f. 6.6. 1932, d. 21.7. 2016,
Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d.
29.4. 1939.
Hinn 17. apríl 1949 kvæntist
Guðni Júlíönu Kristínu (Stellu)
Jónsdóttur, f. 12.9. 1928 í
Granda, Arnarfirði. Börn þeirra
eru: 1) Birgir Davíðsson, f. 26.5.
ob, f. 28.3. 1994, Helgi, f. 1.8.
1995, og Elísabet Alda, f. 2.11.
1999, núverandi sambýliskona
er Anna M. Hálfdánardóttir. 3)
Guðni Albert Guðnason, f. 6.9.
1949, d. 17.4. 1950. 4) Rósa
María Guðnadóttir, f. 15.2. 1952,
d. 13.9. 2009, var gift Kristjáni
Stefánssyni, f. 2.6. 1950, d. 29.6.
1994, saman áttu þau dæturnar:
Stellu Guðnýju, f. 22.5. 1974,
fráskilin. Dætur: Ronja Rós, f.
19.6. 2009, og Stephanie Mist, f.
10.10. 2012, og Stefaníu Krist-
jánsdóttur, f. 5.9. 1977, sam-
býlism. Garry Orri Taylor. 5)
Alda Sigríður Guðnadóttir, f.
2.5. 1960, var gift Kristjáni
Snorrasyni, saman eiga þau
börnin: Margréti Helgu, f. 17.2.
1983, gift Cédric H. Roserens,
fyrir á Margrét dótturina Arn-
dísi Öldu, f. 30.12. 2007, Guðni
Albert, f. 2.7. 1984, í sambúð
með Hildi Tryggvadóttur, fyrir
á Guðni börnin: Söru Rós, f. 1.3.
2013, og Brynjar Loga, f. 27.8.
2015, Bjarki, f. 21.12. 1989, í
sambúð með Lillian A. Rading.
Alda er í sambúð með Aðalgeiri
Finnssyni.
Guðni bjó alla sína búskap-
artíð á Flateyri uns hann fluttist
til Ísafjarðar fyrir aldurssakir.
Guðni vann við hin ýmsu störf í
gegnum tíðina, lengst af við
vegavinnu og sem verksmiðju-
stjóri beinamjölsverksmiðjunn-
ar á Flateyri.
Útför Guðna fer fram frá
Flateyrarkirkju í dag, 10. febr-
úar 2018, klukkan 14.
1946, d. 1.10. 2005,
og óskírð, f. 26.5.
1946, d. samdæg-
urs. Birgir kvæntist
Ingu Jónsdóttur.
Börn: Selma Gísla-
dóttir, f. 7.8. 1969,
gift Gunnari Krist-
jánssyni. Börn: Ey-
dís, f. 14.8. 2004, og
Birgitta, f. 11.10.
2005. Sigurjón
Birgisson, f. 9.5.
1972, kvæntur Sigríði M. Atla-
dóttur. Börn: Sæunn Júlía, f.
17.4. 1998, Birgir Freyr, f. 26.9.
2005, og Atli Hrafn, f. 3.2. 2007.
María Birgisdóttir, f. 31.8. 1977,
gift Ásmundi Gíslasyni. Börn:
Sunna Móey, f. 17.8. 2002, Inga
Dís, f. 18.1. 2006, og Eldey Lilja,
f. 16.2. 2013. 2) Guðbergur
Guðnason, f. 22.10. 1947, fyrr-
verandi eiginkona er Jóna Her-
bertsdóttir, saman eiga þau
dæturnar: Ástu Maríu, f. 18.3.
1983, gift Brynjari Steinarssyni.
Barn: Karlottu Karítas, f. 17.6.
2009, og Margréti Ósk, f. 22.5.
1985, synir hennar frá fyrri
sambúð eru: Herbert Snær, f.
1.12. 2007, og Alexander Berg,
f. 28.12. 2016, fyrir átti hann
dótturina Írisi Ósk, f. 22.8. 1972,
gift Ólafi Jakobssyni. Börn: Jak-
Ég geymi í hjarta mínu verð-
mætar minningar um yndislegan
föður og náinn vin. Ég þakka fyrir
þá gjöf og fyrir þann tíma sem við
áttum saman. Þakklát fyrir alla þá
ást og umhyggju sem hann um-
vafði mig alla tíð. Okkur pabba
fannst það merkileg og mjög svo
óvænt tilviljun að við skyldum
bæði vera samtímis inniliggjandi á
Borgarspítalanum fyrir nokkrum
dögum, hann í aðgerð eftir bein-
brot og ég í rannsóknum. Þetta
var að mörgu leyti falleg sjúkra-
húsvist svo einkennilega sem það
kann að hljóma, sem gerði okkur
kleift að eiga góðar og eftirminni-
legar stundir saman, sem og öðr-
um ættingjum og vinum sem náðu
að koma og heimsækja hann.
Pabbi vann við hin ýmsu störf í
gegnum tíðina, lengst af við vega-
vinnu, verksmiðjustjóri beina-
mjölsverksmiðjunnar á Flateyri,
bólstraði húsgögn í frístundum.
Honum var ýmislegt til lista lagt
og allt lék í höndunum á honum,
sannkallaður þúsundþjalasmiður.
Fjölskyldan átti hug hans allan.
Ábyrgðarkennd var honum í blóð
borin, vandvirkur, varfærinn, nýt-
inn með afbrigðum og vinnusamur
og hafði metnað til góðra verka.
Kröftunum beindi hann til mann-
úðarmála. Lions sæmdi hann
Melvin Jones-skildi sem heiðurs-
félaga. Hann vann ötullega að
slysavarna- og björgunarmálum á
Flateyri allt frá 1948 er hann flutt-
ist til Flateyrar. Hann var einn
helsti hvatamaður að stofnun
björgunarsveitarinnar Sæbjargar
og jafnframt einn af stofnendum
hennar, en hún var stofnuð 20. feb.
1967. Hann sat nær óslitið í stjórn
frá stofnun sveitarinnar og allt til
ársins 1992, fyrst sem gjaldkeri en
lengst af sem formaður. Hann var
sæmdur gullmerki Slysavarna-
félagsins í maí 1997 þegar Vest-
firðingar tóku á móti nýju björg-
unarskipi Slysavarnafélagsins
fyrir fjórðunginn. Ekki er hægt að
minnast pabba svo mamma komi
ekki við sögu svo samrýnd voru
þau og bar hann hana á höndum
sér alla tíð. Hjónaband þeirra var
farsælt. Þau voru vinsæl, góð-
gjörn, trygg og vinaföst enda
sýndu sveitungar þeirra og aðrir
vinir þeim margvíslegar þakkir og
virðingarvott. Guð geymi þig,
verndi og vaki yfir þér. Þú lifir
áfram í hjarta mínu.
Elsku mamma, Bergur og ást-
vinir allir, megi verndarenglarnir
vaka ávallt yfir okkur öllum.
Alda Sigríður Guðnadóttir.
Við andlát Guðna A. Guðnason-
ar er góður maður genginn, mað-
ur sem var eins og kletturinn í haf-
inu, haggaðist ekki þótt móti blési,
maður sem hafði samt svo miklar
tilfinningar og kunni að sýna þær
þar sem hann taldi það eiga við.
Studdi sitt fólk með ráðum og
dáð og var alltaf það örugga skjól
sem hægt var að treysta á.
Ég kom inn í líf Guðna og Stellu
árið 1980 þegar við Alda fórum að
búa saman.
Ég nefni þau samtímis, þar sem
maður hugsar oftast um þau sem
eitt.
Þau voru nefnilega alltaf sem
eitt og einstaklega fallegt sam-
bandið þeirra og umhyggjan við
börnin sín og síðar barnabörnin,
sem börnin mín fengu svo ríku-
lega að njóta.
Þau voru hrókar alls fagnaðar
og nutu þess í botn að vera með
fjölskyldunni, vinum og frænd-
fólki.
Alltaf kát og settu svip á sam-
komurnar. Er enn í fersku minni
þegar Margrét gifti sig fyrir
þremur árum úti í Edinborg, en
þangað komu Guðni og Stella
þrotin að kröftum, en svifu út á
gólfið í valsinn eins og kóngur og
drottning.
Það er ógleymanlegt og dýr-
mæt minning.
Lífið var Guðna og Stellu á
stundum erfitt, en þau misstu
barn níu mánaða og dóttur sína,
son og tengdason, öll í blóma lífs-
ins. Auk þess fórst bróðir Guðna,
ungur maður.
Guðni var ekki maður kvartana
og var fastur fyrir eins og klett-
urinn í hafinu.
Hann tók hlutunum með æðru-
leysi og var tryggur og trúr vinum
sínum.
Böndin voru sterk við barna-
börnin og hann fylgdist vel með
þeim og studdi í þeirra hugðarefn-
um. Við skilnað okkar Öldu árið
2007 minnkaði sambandið eðli-
lega, en við höfðum alltaf samband
tvisvar á ári og vináttan hélst órof-
in.
Ég gleymi ekki síðustu heim-
sókn til Guðna og Stellu á Ísafjörð
fyrir tveimur árum. Við vorum að
spila Upplyfting fyrir Ævar bróð-
urson Guðna á Sæluhelgi. Ég
ákvað að fara með hljómsveitina
inn til þeirra á Dvalarheimilið á
Ísafirði og þau tóku á móti okkur
með kostum og kynjum.
Svo spiluðum við fyrir þau og
sungum, „Ég er kominn heim“.
Það var okkur öllum yndisleg
stund. Þegar við kvöddumst sagði
ég við hann að ég myndi standa
fast við bakið á börnunum og
halda góðu sambandi við þau og
móður þeirra.
Þá sagði hann við mig orð sem
verða mér ógleymanleg.
„Ég veit það, Kristján minn,
það er innrætið þitt!“ Ég gleymi
aldrei þessum fallegu orðum.
Eftir á að hyggja var hann að
kveðja mig á þessari stund, sé það
svo vel núna.
Guðni Guðnason var valmenni
og glöggur og skemmtilegur mað-
ur. Hann stóð fast á skoðunum
sínum og yndislegar voru stund-
irnar þegar systkinin frá Botni
tókust á um laxeldismál eða önnur
mál. Þar var ekkert gefið eftir, en
allir vinir, maður hlakkaði til að
þau næðu sér á flug, þau voru svo
miklir gleðigjafar sér og öðrum.
Nú er komið að kveðjustund.
Ég vil þakka innilega samfylgd-
ina, umhyggjuna, trausta vináttu
og ræktarsemi við börnin.
Elsku Stella, Alda og Bergur
Fjölskyldan hefur mikils misst,
eftir stendur þakklæti og virðing
fyrir Guðna Guðnasyni.
Hann bætti líf okkar allra og
var okkur góð fyrirmynd.
Nú er hann genginn á vit ást-
vina í Sumarlandinu á ljóssins
völlum.
Blessuð sé minning hans.
Kristján Björn Snorrason.
Hann var stór barnahópurinn
þeirra afa Guðna Jóns Þorleifs-
sonar og ömmu Albertínu Jóhann-
esdóttur í Botni í Súgandafirði.
Nafn sitt fékk Guðni Albert frá
þeim. Alls urðu börnin 11, sjö
fædd að Kvíanesi en fjögur yngstu
að Botni og Guðni Albert elstur
þeirra. Voru hæfileikar þeirra
nær óendanlegir. Allt lék í hönd-
um þeirra. Hann ólst upp við
venjuleg sveitastörf en greip líka í
önnur ef í boði voru. Til dæmis hef
ég séð mynd af hópi vegagerðar-
fólks, sem vann við lagningu veg-
arins niður í Súgandafjörð. Á
þeirri mynd eru m.a. foreldrar
mínir, mamma þá kominn á þrí-
tugsaldurinn og Guðni samkvæmt
því kannski um eða innan við 10
ára. Hann gæti hafa starfað þarna
sem kúskur með eldri bróður sín-
um Guðmundi Arnaldi.
Um tvítugsaldurinn réði hann
sig sem beitingarmann hjá Ang-
antý Guðmundssyni, sem þá bjó á
Flateyri. Hann fékk inni á æsku-
heimili mínu á Ránargötu 8 á Flat-
eyri og svaf í Litla herberginu,
sem svo var nefnt. Ekki hafði
hann lengi búið þar, þegar ung og
glæsileg kona fór að koma í heim-
sókn. Það var mín hjartkæra Júl-
íana Kristín Jónsdóttir, sem fæst-
ir þekkja nema gælunafninu sé
bætt við, hún Stella. Samvist
þessa glæsilega pars varð löng og
farsæl um 70 ára skeið. Þau
bjuggu mestallan sinn búskap á
Flateyri, en þó allra síðustu árin á
Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísa-
firði. Þau réðust í það ásamt syst-
ur Stellu og bróður að byggja
stórt hús ofarlega á Flateyrar-
odda, var það kallað Bræðraborg,
en nokkrum árum síðar byggðu
þau sitt eigið einbýlishús að Eyr-
arvegi 7, þar sem þau bjuggu þar
til flutt var norður yfir heiði.
Guðni lagði gjörva hönd á
margt á starfsævinni, hann var við
beitingu, leigubílaakstur, ýtu-
stjórnun, pípulagnir og bólstrun
svo eitthvað sé nefnt og um árabil
sá hann um beinamjölsverksmiðj-
una hjá Hjálmi hf. Sem ýtustjóri
starfaði hann heima fyrir mest við
snjómokstur að vetri, en yfir sum-
arið vann hann á ýtunni mikið við
vegagerð og var í flokkum sem
byggðu t.d. vegi um Hrafnseyrar-
og Dynjandisheiði, sem og við
lagningu Djúpvegarins. Stella var
mjög elsk að leiklist og lék í fjöl-
mörgum sýningum á vegum Leik-
félags Flateyrar. Guðni fylgdi
konu sinni þar eftir sem í öllu
öðru, ekki þó sem leikari, held ég
hafi einungis séð honum bregða
fyrir sem engli í rómaðri sýningu
um Biedermann og brennuvarg-
ana. Hins vegar var hann oftast
sviðsmaður og brellumeistari, og
leysti með prýði. Þá tók hann virk-
an þátt í félagsstarfi, var um árabil
stjórnarmaður í Verkalýðsfélag-
inu Skildi, félagi í Lionsklúbbi Ön-
undarfjarðar og virkur félagi í
Björgunarsveitinni Sæbjörgu á
staðnum. Þegar sveitinni var gefið
húsnæði í Bryggjuhúsinu á Flat-
eyri fyrir nokkrum árum, var því
gefið nafnið Guðnabúð honum til
heiðurs og þakka.
Það var ekki löng leiðin á milli
heimila þeirra systkinanna á Flat-
eyri. En milli þeirra lágu gagnveg-
ir góðrar vináttu og systkinakær-
leika. Að leiðarlokum minnist ég,
systkini mín og fjölskyldur frá
Ránargötunni Guðna frænda og
góðs vinar með miklum söknuði,
djúpri virðingu og þakklæti af al-
hug fyrir allt og allt á langri sam-
ferð. Hann bar kærleika til okkar
og við kveðjum hann með kær-
leika. Þakka ber að hann lifði við
góða heilsu lengst af og gat notið
lífsins nær til hinsta dags.
Blessuð veri minning hans.
Hugur okkar er nú hjá Stellu og
eftirlifandi ástvinum sem við
sendum hjartkærar samúðar-
kveðjur og biðjum velfarnaðar.
Hlöðver Kjartansson.
Frændi minn, Guðni Albert
Guðnason, sem lengst af bjó á
Flateyri með Stellu konu sinni og
setti þar svið á mannlífið, er látinn.
Hann var föðurbróðir minn, einn
af ellefu systkinum frá Botni í
Súgandafirði. Þau voru börn Al-
bertínu Jóhannesdóttur og Guðna
Þorleifssonar sem þar bjuggu. Nú
lifir aðeins Gróa Guðnadóttir,
kjólameistari og bridskona, eftir
af þessum stóra hópi sem hefur
sett svo mikinn svip á mannlífið
hjá stórum hópi ættingja og vina.
Þau voru, hvert með sínum hætti,
ómetanleg.
Þau voru einstaklega fríð sýn-
um og glaðleg. Ég tók það ákaf-
lega nærri mér þegar ég, 16 ára
gömul, heyrði Súgfirðing segja að
ég hefði nú ekki erft fríðleikann úr
föðurættinni. En þau voru ekki
bara falleg. Þau voru miklar
mannkostamanneskjur og ein-
staklega laghent svo það lék allt í
höndum þeirra. Og þar var Guðni
ekki sístur. Fræg er sagan þegar
þau Stella voru að fara að gifta sig
og Stella átti ekki brjóstahaldara
sem passaði við brúðarkjólinn.
Þá settist Guðni við saumavél-
ina og saumaði í snatri brjósta-
haldara við hæfi. Seinna langaði
hann til að læra bólstrun. Hann
gat fengið að fylgjast með hand-
verkinu í fjóra daga á bólstrunar-
verkstæði og eftir það bólstraði
hann með miklum glæsibrag ýms-
ar mublur. Hann lagði oft gjörva
hönd á plóg þegar fóru fram end-
urbætur á gamla bænum í Botni
og svo mætti lengi telja.
Mínar fyrstu minningar um
Guðna og Stellu eru úr Botni þeg-
ar ég var sjö eða átta ára gömul og
varð vitni að hinni miklu ást sem
var á milli þeirra, sem var næstum
áþreifanleg og mér fannst mjög
merkileg. Mér fannst þau alltaf
horfast í augu og haldast í hendur.
Og þeirra sterka ást entist þeim í
gegnum lífið og hjálpaði þeim í
ýmsu mótlæti.
Einu sinni á ári gegnum allt sitt
líf fóru pabbi og mamma vestur í
sumarfrí, oft á gömlum bílum sem
voru yfirhlaðnir af fólki og far-
angri. Alltaf var boðið í mat á Flat-
eyri hjá Guðna og Stellu og alltaf
var tekin mynd á tröppunum í
kvöldsólinni af öllum skaranum.
Þarna nutum við mikillar gest-
risni.
Elsku Stella mín og fjölskylda,
takk fyrir allt.
Sigríður Jóhannesdóttir.
Guðni Guðnason var þarfur
þegn síns samfélags. Eftir dagleg
umsvif við öflun lífsviðurværis þar
sem hann gekk að störfum með
þeim mikla hagleik og verkhyggni
sem honum var í blóð borin beindi
hann kröftum sínum að félagsmál-
um sem horfðu til heilla fyrir sam-
ferðamenn.
Hann var ötull talsmaður og
þátttakandi í slysavarna- og
björgunarstarfi.
Guðni var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Önundarfjarðar og
félagi þar alla tíð.
Þar var hann tillögugóður,
áreiðanlegur og hvetjandi liðs-
maður sem alltaf var hægt að
reiða sig á til allra verka sem
klúbburinn stóð fyrir.
Lionsmenn votta aðstandend-
um öllum samúð og kveðja vin
sinn með orðum Jónasar Hall-
grímssonar:
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Fyrir hönd Lionsklúbbs Ön-
undarfjarðar,
Kristján Einarsson.
Ætíð setur mann hljóðan þegar
vinir hverfa á braut.
Við eigum hins vegar minning-
ar sem lifa, minningar sem eru
dýrmætur fjársjóður um gengin
spor á jörðu hér.
Ekki er hægt að hugsa öðruvísi
en fallega til Guðna hennar Stellu
sem nú hefur kvatt okkur.
Hann bar með sér kærleiksríkt
viðmót og hlýju sem yljar í minn-
ingunni.
Við þökkum samferð árin öll og
biðjum algóðan Guð að styrkja
Stellu og börnin og ástvini alla í
sorginni.
Þegar æviröðull rennur
rökkva fyrir sjónum tekur,
sár í hjarta sorgin brennur
söknuð harm og trega vekur.
Hart þú barðist huga djörfum
með hetjulund til síðsta dagsins
í öllu þínu stríði og störfum
sterkur varst til sólarlagsins.
Öllum stundum, vinur varstu
veittir kærleiks yl af hjarta.
Af þínum auði okkur gafstu
undurfagra minnig bjarta.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir.)
Guðrún María Óskarsdóttir,
Jón Ingvar, Steinar og fjöl-
skyldur.
Guðni Albert
Guðnason
Mig langar að
minnast elsku
tengdamóður minn-
ar, Dóru, í nokkrum
orðum.
Það eru u.þ.b. 50 ár síðan ég
kom fyrst í Goðheimana, þar sem
fjölskyldan bjó. Mér er mjög
minnisstætt, hvað Dóra rak
heimilið af miklum myndarskap.
Hún var húsmóðir á stóru heim-
ili. Eiginmaðurinn var togara-
skipstjóri, og hann var langdvöl-
um fjarverandi, svo það var í
mörg horn að líta.
Dóra var húsmóðir af gamla
skólanum, og heimilisbragurinn
bar keim af því. Hún var ströng
og vildi hafa reglu á hlutunum,
enda hvíldi mikil ábyrgð á hennar
herðum varðandi heimilishaldið.
Hún var mikill kokkur og hafði
yndi af því að elda góðan mat og
baka. Nýbökuð jólakaka var
ávallt á boðstólum. Þegar Sverrir
kom í land var iðulega boðið til
veislu. Í mörg ár kom fjölskyldan
saman, á slaginu tólf, þar sem
sunnudagssteikin og heimalagað-
ur ís var á borðum.
Á fyrstu hjúskaparárum okkar
bjuggum við í næsta nágrenni við
Dóru. Það kom sér vel af því að
hún átti eftir að reynast okkur
stoð og stytta.
Þegar dóttir okkar fæddist
með hjartagalla og þurfti síðar að
fara í uppskurð erlendis tók hún
að sér að vera dagmamma henn-
ar. Liv náði fullri heilsu og átti
Dóra sinn þátt í því, og erum við
henni ævinlega þakklát fyrir það.
Þetta lagði grunninn að góðri
vináttu alla tíð.
Dóra var sjálfboðaliði hjá
Dóra
Bergþórsdóttir
✝ Dóra Berg-þórsdóttir
fæddist 30. júní
1925. Hún lést 8.
janúar 2018.
Jarðarförin fór
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Kvennadeild Rauða
krossins í rúm 50 ár
og var formaður þar
um langt árabil.
Konurnar í kvenna-
deildinni hittust
vikulega og fengust
við alls kyns hann-
yrðir, föndur og
kökubakstur. Af-
raksturinn var síðar
seldur á jólabasar
félagsins og ágóðinn
rann til Rauða krossins.
Dóru var mjög umhugað um
velferð stórfjölskyldunnar. Hún
hafði áhuga á öllu, sem fjöl-
skyldumeðlimirnir tóku sér fyrir
hendur í leik og starfi. Ekki nóg
með það, hún vildi líka fá fréttir
af mínum systkinum og öllum
okkar vinum.
Ég man hvað hún fylgdist vel
með öllum fréttum, og ekki síst
íþróttafréttum. Hún og Halla,
systir hennar, sátu stundum tím-
unum saman og horfðu á kapp-
leiki í sjónvarpinu af miklum
áhuga og misstu aldrei af leik.
Það var mikið gæfuspor fyrir
Dóru þegar hún fór að spila golf í
Nesklúbbnum. Við minnumst
þess, þegar hún kom heim eftir
hring á golfvellinum, rjóð í kinn-
um, hraustleg og alsæl. Það kom
fljótlega í ljós að golfið lá vel fyrir
henni og hún átti eftir að njóta
þess að spila golf fram á efri ár.
Við fórum stundum saman á
Ljúfling snemma morguns og
æfðum sveifluna. Ég minnist
þess einnig að við spiluðum með
henni einn hring á Korpu á átt-
ræðisafmæli hennar. Þegar lítið
var að frétta í heimsóknum okkar
í Sóltún var alltaf hægt að tala
um golf og þá ljómaði hún.
Ég vil þakka Dóru samfylgd-
ina í öll þessi ár. Hún umvafði
mig og fjölskylduna ást og hlýju
alla tíð. Lífið verður tómlegt án
hennar. Guð blessi minningu
góðrar konu.
Hildur tengdadóttir.