Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15
ÚTSALA
20-70% afsláttur
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ígrundaðu á hvern hátt þú getur
bætt samskipti þín við ættingja og fjöl-
skyldu. Hvernig væri að taka frí í vinnunni og
lyfta sér upp? Vingastu við náungann og
hlæðu dátt.
20. apríl - 20. maí
Naut Leggðu þig fram um að tjá þig með svo
ótvíræðum hætti að aðrir þurfi ekki að fara í
grafgötur með hvað þú meinar. Láttu ekki
ýta þér út í neitt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stundum hjálpar að fara eftir regl-
unum þegar maður vill ná að sökkva sér ofan
í vinnuna. Leggðu þig fram um að bæta sam-
skipti því maður er manns gaman.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Notaðu daginn í dag til þess að hitta
vini og skemmta þér. Kannski er kominn tími
til að sýna leiðtogahæfileikana og taka við
taumunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gerðu áætlanir varðandi starfsframa
þinn. Þú gætir fundið til efasemda um eigið
ágæti í dag og löngunar til að fela þig fyrir
umheiminum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fróðleiksfýsnin hefur náð tökum á þér
svo láttu einskis ófreistað til að svala henni.
Leggðu drög að því að komast í gott ferða-
lag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Í einörðum samræðum kunna að koma
upp mál sem ekki er þægilegt að ræða en
verður samt að leysa. Láttu það ganga fyrir
öllu öðru.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er gott og blessað að hafa
áhrif á fólk með framkomu sinni. Hættu að
gera lítið úr sjálfum þér; þú ert ekki verri en
hver annar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ekkert rangt við það að
hugsa fyrst og fremst um eigið skinn. Nú er
komið að því að þú hrindir hlutunum í fram-
kvæmd og fylgir þeim í höfn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þrátt fyrir að þú hafir þörf fyrir að
taka til í kringum þig hentar dagurinn best til
hvíldar og skemmtunar. Hóf er best á hverj-
um hlut.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er ekki verri tími en hver ann-
ar til þess að fara í gegnum fjármálin frá a til
ö. Einhver gæti gefið þér gjöf eða gert þér
greiða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vertu viss um að þú njótir þess sem
þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera
með hugann við framtíðina. Gamalt mál úr
fortíðinni lifnar við og kemur þér á óvart.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Fullur af lofti’ er sá með sann.
Svaladrykk þér miðla kann.
Gikk þann sumir óttast æ.
Óvinsæll í Mosfellsbæ.
Helgi R. Einarsson svarar:
Glórunni nú gutlar á
sem gára á sænum
marga hana má víst sjá
í Mosfellsbænum.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn:
Vindhani það vera kann.
Vatnshani þér svalar.
Byssuhani beyg mér vann.
Býsn þar haninn galar.
Knútur H. Óskarsson segir að
víst sé hann líka vindhani hinn
mesti og fullur af lofti, svo hann
sendir ráðninguna:
Lofthaninn sér vanda vann,
vatnshaninn mér svala kann.
Hræðast byssuhanann menn?
Haninn í Mosó galar víst enn.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Hani montinn maður er.
Miðlað drykk fær hani þér.
Gikkur hani heita má.
Hani í Mosfellsbæ er sá.
Þá er metoo-byltingar-limra:
Með andfælum bóndinn á Bala:
í bólinu hrökk upp af dvala,
þegar hænurnar geltu
og hanann eltu,
og húsfreyjan þar fór að gala.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Vakað hef ég nú í nótt
næðisvana, meðan rótt
aðrir sváfu, allt var hljótt,
að mér gáta hefur sótt:
Kalla má það krakkaskinn.
Kannski er það sauðurinn.
Sama öll við erum kyn.
Ærin sú er næsta lin.
Í huga Ármanns Þorgrímssonar
vakna ýmsar spurningar:
Mörg er raunin mannfólksins
mun því fátt til varna
ef allir verða hvorugkyns
hver er réttur barna?
Þá er það gömul vísa:
Margt vill ama í sérhvert sinn,
svo hefur enn til gengið;
Hrútafjarðar hreppstjórinn
hefur geitur fengið.
Og húsgangur í lokin:
Dropinn holar bergið blátt,
ber svo til hann fellur þrátt,
get ég lært þó gangi bágt,
Guð minn styrki veikan mátt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allir hanar hafa kambinn
Í klípu
„MÁ ÞETTA BÍÐA TIL MORGUNS?
ÞETTA GÆTI ORÐIÐ KÚNSTUGT OG ÉG
ER EKKI Í VINNUBUXUNUM MÍNUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„KALLI, GETURÐU GERT VIÐ FJÖGUR
SPRUNGIN DEKK?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þú elskar og
uppskerð ást til baka.
GRRRRRR…
VOFF! SÁSTU HVERNIG ÉG BYGGÐI UPP SPENNU
MEÐ URRINU?
ÉG ÞURFTI
AÐ HALDA
MÉR FAST
HVAÐ EF VIÐ SEGJUM AÐ VIÐ VILJUM EKKI
VINNA ÞEIM MEIN?
Vetrarfrí í grunnskólum í Reykja-vík eru í næstu viku, á fimmtu-
dag og föstudag. Það er mjög gott
fyrir börnin að fá smá hlé frá dag-
legri rútínu til að eyða gæðastund
með fjölskyldunni. Margir foreldrar
eiga kost á því að gera eitthvað með
börnunum í fríinu en þetta vetrarfrí
er samt einhvern veginn ekki búið að
stimpla almennilega inn í samfélags-
vitund þjóðarinnar. Til dæmis er
árshátíð í vinnu Víkverja þessa
helgi. Líka er leikur í Reykjavík-
urmótinu í fótbolta í 5. flokki á
sunnudeginum. Þar keppa bara lið
úr Reykjavík, þannig að allir strák-
arnir í liðunum eru í vetrarfríi þessa
helgi. Þetta er óheppilegt því margir
hafa hugsað sér til hreyfings þessa
helgina, kannski búnir að panta
sumarbústað eða jafnvel ferð til út-
landa.
x x x
Vetrarfríið liggur fyrir meðmargra mánaða fyrirvara og því
er alveg ástæðulaust að svona hlutir
þurfi að skarast. Til dæmis getur
Víkverji upplýst lesendur um það að
á næsta skólaári verða vetrarfrí í
grunnskólum Reykjavíkur 18.-22.
október 2018 og 23.-26. febrúar
2019. Það er alveg hægt að merkja
þetta strax inn í dagbókina. Fjöl-
skyldur þurfa gæðatíma saman og
það er gott fyrir fyrirtæki að starfs-
menn þess njóti þess að geta haft
gott jafnvægi á milli ábyrgðar í
vinnu og fjölskyldu.
x x x
Áður en vetrarfríið skellur á erunokkrir skemmtilegir dagar í
vændum. Á mánudaginn er bollu-
dagur, á þriðjudaginn sprengidagur
og á miðvikudaginn öskudagur. Allir
þessir dagar brjóta upp hversdaginn
og er um að gera að taka þátt í þeim.
Barn Víkverja kom með þá athugs-
emd af hverju það þurfi alltaf að
vera svona vondur matur á íslensk-
um hátíðisdögum. Honum hugnast
til dæmis ekki þorramatur og líst
ekkert á það sem fram er borið á
sprengidag. Á móti kemur að hann
öfundar Bandaríkjamenn af þakk-
argjörðarhátíðinni og kalkúninum
og meðlætinu sem borið er á borð
þann daginn. Svona er óréttlætið í
heiminum mikið. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að af náð eruð þið hólpin orðin
fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka.
Það er Guðs gjöf.
(Efesusbréfið 2.8)