Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Listamenn verða með leiðsögn um
sýningar í Listasafni Reykjavíkur á
morgun, sunnudag. Kl. 14 taka
listamennirnir Sigurður Ámunda-
son og Jóhanna Bogadóttir þátt í
leiðsögn um sýninguna Myrkraverk
í Vestursal. Á sýningunni eru verk
listamanna sem hafa fengið inn-
blástur úr þjóðsögum og ævintýr-
um eða skapað sinn eigin huliðs-
heim. Hvort tveggja endurspeglar
mannlega tilvist, samskipti, tilfinn-
ingar og hugarástand.
Klukkustund síðar, kl. 15, hefst
leiðsögn í Hafnarhúsi. Þar verður
myndlistarmaðurinn Joris Radema-
ker með leiðsögn um sýninguna
Stór-Ísland. Á sýningunni eru verk
hans og sex annarra listamanna af
ólíku þjóðerni sem eiga það sameig-
inlegt að búa og starfa á Íslandi.
Listamennirnir eru Anna Hallin,
Claudia Hausfeld, Jeannette Cas-
tioni, Joris Rademaker, Rebecca
Erin Moran, Sari Cedergren og
Theresa Himmer.
Listamenn segja frá verkum á sýningum
á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi
Morgunblaðið/Einar Falur
Stór-Ísland Nokkrir listamannanna sem
eiga verk á sýningunni í Hafnarhúsinu.
Sýning Stigs Styrmands, Fundin
verk, verður opnuð í dag kl. 15 í
Galleríi 78 hjá Samtökunum 78,
Suðurgötu 3 í Reykjavík. Í tilkynn-
ingu segir að Stig Styrmand sé
listamanneskja sem hafi ekki farið
hátt í íslenskum listheimi og að
óhætt sé að fullyrða að ekkert verk-
anna á sýningunni hafi áður komið
fyrir sjónir íslenskra listunnenda á
opinberum vettvangi.
„Enginn veit nákvæmlega hve-
nær Styrmand fæddist eða hvort
hann/hún/hán er á lífi í dag.
Hvernig sem þeim málum er háttað
þá komu þau verk sem hér eru sýnd
í ljós við upphaf þessa árs við tiltekt
í arkævi Ásdísar Óladóttur, eina Ís-
lendingsins sem vitað er til að hafi
hitt Styrmand,“ segir í tilkynningu.
Verkin á sýningunni hafi verið í
skjalakassa en nú hafi verið ákveð-
ið að birta þau opinberlega.
Neyslumenning tíunda áratugar
tuttugustu aldarinnar er viðfangs-
efni verkanna „og sú mikla ofgnótt
varnings og hetrónormatívra fyr-
irmynda á borð við brúðhjón“, eins
og því er lýst í tilkynningunni.
Einnig bregði fyrir karlmannlegu
myndefni.
Stig Styrmand sýnir í Galleríi 78
Sjálfsmynd Stig Styrmand.
Tónleikar í tónleikaröðinni Vel-
komin heim verða haldnir á Björtu-
loftum í Hörpu annað kvöld kl. 20.
Bassaleikarinn og tónskáldið Sig-
mar Þór Matthíasson setti saman
tónleikadagskrá frumsaminna
verka fyrir óvenjulega hljóð-
færaskipan kontrabassa og fagotts,
„þar sem þessi „djúpu“ hljóðfæri fá
bæði að njóta sín í einleik og með-
leik“, eins og segir í tilkynningu.
Sigmar mun ásamt fagottleik-
aranum Snorra Heimissyni kanna
ótroðnar slóðir dúóformsins með
tilheyrandi frjálsleika og fagur-
heitum, eins og því er lýst. Megin-
áherslan verði lögð á að leika af
fingrum fram.
Sigmar útskrifaðist vorið 2016
með BFA-gráðu í djass- og nútíma-
tónlist frá The New School í New
York og hefur leikið á fjölda tón-
listarhátíða. Snorri lærði við kon-
unglega konservatoríið í Kaup-
mannahöfn og hlaut diploma í
fagottleik. Hann er stjórnandi
Skólahljómsveitar Árbæjar og
Breiðholts og hefur m.a. komið
fram með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Fagott og kontrabassi á Björtuloftum
Bassaleikari Sigmar Þór Matthíasson.
Dúettinn Sycamore Tree heldur
tónleika í salnum Gym & Tonic á
Kex hosteli í kvöld kl. 21. Dúettinn
skipa Ágústa Eva Erlendsdóttir og
Gunnar Hilmarsson og munu þau
flytja lög af plötu sinnu Shelter auk
nýrra laga. Í tilkynningu segir um
Ágústu og Hilmar að það sé þeim
sérstök ánægja að halda tónleika í
kvöld á Kex því þar hafi þau hist í
fyrsta sinn til að leggja drög að tón-
list Sycamore Tree. Með þeim á
tónleikunum verða Unnur Birna
Björnsdóttir og Arnar Guðjónsson.
Sycamore Tree í
Gym & Tonic
Tvíeyki Ágústa Eva og Gunnar.
Heimildarmynd-
in Jane, sem
fjallar um líf og
störf Jane Goo-
dall og rann-
sóknir hennar á
simpönsum,
verður sýnd
þrisvar nú um
helgina í Bíó
Paradís, í dag kl.
16 og á morgun kl. 16 og 18. Good-
all varð heimsþekkt árið 1962 þeg-
ar tímaritið National Geographic
birti ljósmyndir af henni, þá 28 ára
að aldri, þar sem hún átti í sam-
skiptum við villta simpansa. Í heim-
ildarmyndinni kemur fram áður
óséð efni og viðtöl við Goodall.
Leikstjóri myndarinnar er Brett
Morgen og er hún tilnefnd til Bafta-
verðlaunanna, verðlauna Bresku
kvikmynda- og sjónvarpsakadem-
íunnar, sem besta heimildarmynd-
in. Jane verður aðeins sýnd í fyrr-
nefnd þrjú skipti.
Jane Goodall
Heimildarmyndin
Jane í Bíó Paradís
Wild Mouse
Georg missir vinnuna sem
tónlistargagnrýnandi á
þekktu dagblaði í Vínarborg.
Bíó Paradís 20.00
Call Me By Your
Name
Athugið að myndin er ekki
með íslenskum texta.
Metacritic 93/100
IMDb 8,3/10
Bíó Paradís 15.30, 22.00
Óþekkti
hermaðurinn
Morgunblaðið bbbnn
Bíó Paradís 15.30, 22.00
In the Fade
Metacritic 63/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 17.45
In Times of Fading
Light
Bíó Paradís 20.00
The Disaster Artist 12
Morgunblaðiðbbbbn
Metacritic 76/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 23.00
Toni Erdmann
Bíó Paradís 20.00
Jane
Bíó Paradís 16.00
Fifty Shades Freed 16
Metacritic 34/100
IMDb 3,6/10
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Sambíóin Kringlunni 15.20,
17.40, 20.10, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.20
Smárabíó 16.30, 19.00,
19.50, 21.30, 22.20
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 18.00,
20.00, 22.10
Den of Thieves 16
Metacritic 50/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.10
The 15:17 to Paris 12
Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40, 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.35
Sambíóin Keflavík 20.00
Maze Runner: The
Death Cure 12
Metacritic 52/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 13.20, 19.40,
22.40
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.40
Molly’s Game 16
Metacritic 7/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Háskólabíó 20.40
Pitch Perfect 3 12
Morgunblaðið bbnnn
IMDb 6,3/10
Smárabíó 17.40, 19.50
Svona er lífið
Háskólabíó 15.20, 18.00,
20.40
Three Billboards
Outside Ebbing,
Missouri 16
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 88/100
IMDb 8,4/10
Smárabíó 22.00
Háskólabíó 18.00, 20.50
Bíó Paradís 18.00
L’Elisir d’Amore
Sambíóin Kringlunni 17.00
The Commuter 12
Metacritic 68/100
IMDb 5,7/10
Laugarásbíó 22.40
Jumanji: Welcome to
the Jungle 12
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.00
Smárabíó 14.00, 17.00,
19.50, 22.30
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,0/10
Háskólabíó 15.40, 18.10
Bíó Paradís 18.00
Wonder
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.20
The Greatest
Showman 12
Metacritic 48/100
IMDb 8,0/10
Háskólabíó 18.10
Star Wars VIII – The
Last Jedi 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 85/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
20.30
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.00
Sambíóin Akureyri 17.00
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Laugarásbíó 14.00, 15.50,
18.00
Smárabíó 13.00, 15.10,
17.20
Háskólabíó 15.30
Sambíóin Keflavík 14.00,
16.00, 18.00
Borgarbíó Akureyri 14.00,
16.00, 18.00
Ævintýri í
Undirdjúpum IMDb 4,0/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.40
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.50
Sambíóin Kringlunni 14.00
Sambíóin Akureyri 15.00
Paddington 2 Metacritic 89/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 13.40, 14.30,
15.50, 17.45
Sambíóin Keflavík 14.00,
16.20
Smárabíó 12.30, 15.00,
17.20
Háskólabíó 15.20
Ferdinand Metacritic 58/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 12.50, 15.15
Coco Metacritic 81/100
IMDb 8,7/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
13.20, 14.00, 15.20
Sambíóin Egilshöll 15.00
Sambíóin Akureyri 15.00
Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Banda-
ríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti
kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metnaðar-
fullur ritstjóri, lentu í eldlínunni.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 83/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 18.40, 21.10
Sambíóin Akureyri 17.30
The Post 12
Winchester 16
Sérlunduð kona sem erfir
fyrirtæki sem framleiðir
skotvopn, telur að draugar
fólks sem var drepið með
Winchester rifflum, ásæki
sig.
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.10, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Akureyri 22.10
Sambíóin Keflavík 22.20
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Darkest Hour
Í upphafi seinni heimsstyrjald-
arinnar hvíla örlög hins frjálsa
heims á öxlum óreynds for-
sætisráðherra Bretlands, Win-
stons Churchills.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Sambíóin Kringlunni 16.00, 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna