Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Enginn myndlistarmaður hefur í
jafn ríkum mæli sótt í þjóðsögur
okkar og náttúru og Ásgrímur Jóns-
son. Þegar hann hélt sýningu í
Reykjavík árið 1905, var því fagnað
að fram væri kominn listamaður sem
túlkaði landið og þjóðsögurnar.
Strax varð sátt meðal þjóðarinnar
um útlitið; það er hvernig Ásgrímur
teiknaði álfa, tröll og drauga, enda
hafa þau ekki breyst mikið í með-
förum seinni tíma listamanna,“ segir
Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri
rannsókna og Safns Ásgríms Jóns-
sonar, hjá Listasafni Íslands.
Myndskreytingar
við 33 þjóðsögur
Á morgun, sunnudag, klukkan 14
fylgir Rakel gestum um sýninguna
Korriró og Dillidó þar sem eru þjóð-
sagnamyndir Ásgríms Jónssonar.
Sýningin er í safnhúsinu við Frí-
kirkjuveg þar sem uppi eru 59 verk
sem öll eru úr safnkosti Listasafns
Íslands, Safni Ásgríms Jónssonar.
Auk þess er varpað á vegg um 50
ljósmyndum af öðrum verkum, með-
al annars teikningum úr skissubók-
um við sögurnar af Nátttröllinu, Bú-
kollu og Mjaðveigu Mánadóttur.
Samtals eru myndskreytingar við
33 þjóðsögur á sýningunni auk álfa-
mynda sem eru ekki tengdar við
ákveðnar sögur. Verkin spanna allan
feril Ásgríms og er elsta verkið mál-
að rétt eftir aldamótin 1900 og það
yngsta vann Ásgrímur rétt fyrir
andlát sitt árið 1958.
Álfakirkja og baðstofa
Til að brjóta upp sýningarrýmið
hefur verið útbúin sérstök leikmynd
í sal; álfakirkja sem skírskotar til
þeirrar myndar sem blasir við þegar
gengið er inn á sýninguna. Og bak-
sviðs hefur verið útbúin baðstofa,
hvar hlusta má á upplestur íslenskra
þjóðsagna um leið og horft er á ljós-
myndir af teikningum sem varpað er
á skjá. Á veggjunum eru myndir úr
sögunni af Nátttröllinu.
„Við viljum kynna þjóðsagna-
myndir, þennan einstaka menning-
ararf sem um margt getur varpað
ljósi á drauma og þrár genginna
kynslóða og ótta sem skapast við
sambúð óvæginnar náttúru og
myrkurs,“ segir Rakel um sýn-
inguna sem er fylgt eftir með
fræðsludagskrá sem sjá má á heima-
síðu safnsins.
Ástríðufull túlkun
Í safni Ásgríms, sem hann
ánafnaði íslenska ríkinu, eru skráð
2.182 verk og þar á meðal eru um ,
og það eru mest teikningar. Ástríðu-
fulla túlkun Ásgríms á íslenskum
þjóðsögum má, að mati Rakelar,
tengja við aukna þjóðernisvitund og
sjálfstæðisvakningu Íslendinga sem
rekja má til rómantísku stefnu
nítjándu aldar.
Sögurnar sem Ásgrímur sótti í
voru margar; ævintýrið um Mjað-
veigu Mánadóttir er sú saga sem
kemur fyrir á flestum verkum Ás-
gríms og af þeim eru nokkrar á sýn-
ingunni. Úr sögunni Djákninn á
Myrká eru átta verk, fjögur um
Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum
með fjögur verk og um Skessuna á
steinnökkvanum eru þrjú verk.
Einnig eru uppi myndir úr sögunum
frægu um Gissur í Lækjarbotnum
og Nátttröllið sem fyrr er nefnt.
Mætti þá margar fleiri tilgreina.
Tröllin mannleg
í grófleikanum
„Íslendingar eru viðkvæmir fyrir
myndum af íslenskum álfum og
tröllum. Við samþykkjum ekki litla
Nissa, eins og til eru í sagnamenn-
ingu til dæmis Dana og Svía. Í huga
landans eru álfar með sama útlit og
menn; tröllin í öllum grófleika sínum
einnig mjög mannleg,“ segir Rakel
sem vekur athygli á því að oft hafi
Ásgrímur gert myndir við sögur af
erlendum uppruna svo sem ævintýr-
ið um Mjaðveigu sem fyrr er nefnt.
„Sögur sem gerast í útlöndum
staðfærði Ásgrímur; kóngar, drottn-
ingar, fjöll, klettar og hallir færast
inn í íslenskt umhverfi. Ásgrímur
hafði sterka tilfinningu fyrir lífinu í
nátttúrunni segir Rakel og vísar í
vatnslitamyndina af álfakirkjunni
þar sem er engu líkara en auga í
landinu horfi á móti.
Sveigt er fram hjá álfasteinum
Uppeldisgildi þjóðsagna og æv-
intýra er ótvírætt og minna má á að í
Flóanum, heimasveit Ásgríms, voru
Mórar í lækjum og dælum sögum
samkvæmt.
„Það er athyglivert að sjá hvernig
Ásgrímur vinnur út frá ákveðnum
augnablikum í sögunum og nálgast
þannig kjarna þeirra. Boðskapur í
íslenskum þjóðsögum – svo sem af
huldufólki – er líka gjarnan sá að
bera eigi virðingu fyrir náttúrunni
og þekkt er að sveigt er fram hjá
þekktum álfasteinum við vegagerð
og bændur slá ekki álagabletti. Slíkt
segir okkur meðal annars að við
þurfum að hugsa tilveru okkar og
veröldina víðar en gjarnan er gert.
Lífið er meira en mannlegt því til er
margt sem ekki er af þessum heimi,“
segir Rakel um sýninguna sem
stendur út aprílmánuð.
Ríkjandi sátt um útlit tröllanna
Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar á sýningu í Listasafni Íslands Ævintýri Mjaðveigar Boðskapur
að bera virðingu fyrir náttúrunni Kóngar, drottningar, fjöll, klettar og hallir sjást í íslensku umhverfi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sagnaarfur Rakel Pétursdóttir og að baki henni er Nátttröllið, fræg per-
sóna úr myndum Ásgríms sem bregður víða fyrir á yfistandandi sýningu.
Ljósm/Listasafni Íslands
Menning Myndskreyting Ásgríms á þjóðsögunni um Gissur í Lækjarbotnum
og Skessuna í Bjólfelli, er sérstaklega lifandi, litrík og eftirtektarverð.
Teikningar Í Ásgrímssafni eru um 1.500 myndir sem tengjast þjóðsögum.
Ásgrímur Jónsson
(1876-1958) var
einn af frumherjum
myndlistar á Ís-
landi. Myndlist-
arnám sitt hóf
hann í Kaupmanna-
höfn 1897 og hélt
fyrstu sýningu sína
hér heima þegar
þrjú ár voru liðin af
20. öld. Allt frá
fyrstu tíð byggð
hann myndir mikið
á íslenskum sög-
um; svo sem af
huldufólki og
draugum, úti-
legumönnum og
fleiru. Í kynningartexta á sýningunni er tiltekið að þetta efnisval hafi
sennilega – með öðru – mótast bæði af uppruna Ásgríms í íslenskri al-
þýðumenningu í Flóanum í Árnessýslu á síðari hluta 19. aldar.
Snemma á ferli Ásgríms birtust nokkrar þjóðsagnamyndir eftir hann í
lesbókum handa börnum og unglingum og vöktu þær eftirtekt.
Í safni Ásgríms Jónssonar, sem er sérstök eining innan Listasafns Ís-
lands, eru um 1.500 þjóðsagna- og ævintýramyndir auk fjölda teiknibóka
með þessu sama efni.
Huldufólkið hélt velli
Í ævibók Ásgríms Myndir og minningar sem Tómas Guðmundsson skráði
segir listmálarinn frá því að lágsveitir Flóans hafi ekki verið jafn fámenn-
ar og seinna hafi orðið. „Allt fram á mína daga hélt huldufólkið velli og
átti sér hvarvetna bústaði í hólum og klettum. Þetta fólk komst ekki í
manntal en tilvist þess var í augum fjölda manna engu að síður raunveru-
leg … Ég sá reyndar aldrei til huldufólksins og hef ég þó sjálfsagt oft gert
mér far um að skyggnast eftir því, en í huga mínum lifði það glöðu og lit-
ríku lífi.“
Uppruni í alþýðumenningu
HULDUFÓLKIÐ LIFÐI GÓÐU OG LITRÍKU LÍFI, SEGIR ÁSGRÍMUR
Ásgrímssafn Brjóstmynd og fallegt Húsafellsverk.
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.