Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 37
25 ára þegar hún veiktist alvar-
lega og var flutt á Landspít-
alann. Heima beið Addi mað-
urinn hennar með dóttur á
þriðja ári. Í ljós kom að Ragna
var með snert af lömunarveiki,
en sem betur fór náði hún sér að
mestu. Á sama tíma var Sig-
urður afi, pabbi hennar, fluttur
veikur á Landspítalann og þar
dó hann. Þá var í „tísku“ að
„hlífa“ sjúklingum varðandi upp-
lýsingar, en þegar Ragna komst
loks að því að hann var dáinn,
fékk hún taugaáfall sem hún
náði sér aldrei af.
Árin liðu. Ragna og Addi
byggðu sér nýbýli á Brunnhól
og hófu þar kúabúskap og voru
komin með stærsta og vélvædd-
asta búið í sýslunni á þeim tíma.
Þá dundi næsta áfall yfir. Addi
veiktist af krabbameini og lést
eftir níu mánaða erfið veikindi
aðeins 53 ára gamall.
Þá var jörðin seld og Ragna
flutti á Höfn í íbúð á Silfurbraut
10. Hún vann m.a. í mötuneyti
KASK með Huldu tvíburasystur
sinni. Nokkru seinna lenti hún í
alvarlegu slysi þegar hún var á
hjóli og keyrt var á hana svo
hún slasaðist illa og náði sér
aldrei.
Síðar flutti hún í þjónustuíbúð
við Víkurbraut á Höfn og bjó á
móti Huldu tvíburasystur sinni,
en þær voru mjög samrýmdar
og ef til vill voru þetta bestu ár
þeirra beggja. Hulda lést í byrj-
un árs 2013 og var það mikill
missir fyrir alla.
Fyrir nokkrum árum fékk
Ragna alvarlegt áfall og síðar
annað.
Hún var þá flutt á hjúkr-
unarheimilið Skjólgarð þar sem
hún lá lömuð, gat ekki tjáð sig
og leið óbærilegar kvalir.
Ragna var mjög vinnusöm og
hreinleg og afskaplega mynd-
arleg í öllum verkum. Í minning-
unni var alltaf veisla á Brunn-
hól. Ég naut þess að fá að fara
til þeirra að heimsækja dæturn-
ar þrjár.
Nú er komið að kveðjustund.
Hún Ragna frænka kvelst ekki
lengur. Við Guðbjartur sendum
Þorbjörgu, Siggerði, Svövu og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þeim bless-
unar.
Kveðju mína krota ég á blað,
kærar þakkir fyrir liðna daga.
Í hjarta mínu átt þú ætíð stað,
yljar margar stundir liðin saga.
Bjartar myndir blika löngum frá
bernskuára minna liðnu dögum.
Löngum var þér ljúft að dvelja hjá
og leika sér í grænum sumarhögum.
Leiðir okkar skilja nú um skeið,
skjól er fundið, lokið öllum þrautum.
Sólin skín á björtum himni heið
og heilsa vinir þér á nýjum brautum.
(GÖ)
Agnes Ingvarsdóttir.
Við stóðum við afgreiðslu-
borðið í mötuneyti frystihússins
og spjölluðum saman, tignarleg
kona og rengluleg unglings-
stúlka, merktar KASK. Þegar
ég gekk í burtu heyrði ég sam-
starfskonu í eldhúsinu spyrja
hana, eins og hálfhissa, hvort við
þekktumst og hún hélt nú það.
Með hlýju í röddinni staðfesti
hún að við værum vinkonur.
Ragna og Arnór á Brunnhól
urðu vinir foreldra minna, fljót-
lega eftir að þau fluttu kornung,
eftir mikla erfiðleika, í fjarlægt
bæjarfélag.
Á Brunnhól fundum við öll
okkar stað, mamma á skrafi við
Rögnu í eldhúsinu, pabbi með
Adda að gantast við verkin og
við systkinin á harðahlaupum á
eftir systrunum, sem fundu allt-
af upp á einhverju skemmtilegu.
Ragna var því vinkona mín
frá því ég fyrst man eftir mér.
Seinna flutti hún á Höfn, orðin
ekkja sem þurfti að finna sig í
nýju lífi, og ég sérlundaður ung-
lingur. Samskiptin voru því ekki
jafn sjálfsögð og áður en vin-
áttan var sönn og sterk og
haggaðist ekki þótt áratugir
liðu. Það fann ég í hvert sinn
sem ég heimsótti hana, á stop-
ulum ferðum mínum austur á
land, og ekki síst þegar við sát-
um saman í þögn, eftir að veik-
indin sviptu hana máli. Þá stóðu
vináttan og væntumþykjan eftir
og fylltu tómið.
Ég þakka yndislegri vinkonu
samfylgdina og þeim gæðahjón-
um á Brunnhól allt sem þau
voru mér og mínum. Dætrunum
þremur og fjölskyldum þeirra
sendi ég innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigrún Birna Birnisdóttir.
Í dag kveðjum við hana
Rögnu á Brunnhól eins og við
vorum vön að kalla hana.
Ragna ólst upp í stórum
systkinahópi sem við kynntumst
í mörgum ferðum okkar til
Hafnar frá barnæsku með for-
eldrum okkar. Þá fórum við
gjarnan í heimsókn út á Brunn-
hól til Rögnu og Adda og stelpn-
anna þeirra og verða vöfflurnar
góðu hennar Rögnu lengi í
minnum hafðar. Kynnin urðu
heldur skarpari og meiri þegar
Ragna og Addi tóku Ásgeir
bróður að sér í sveitavinnu,
ákaflega góður tími þegar hann
naut sömu umhyggju og dæt-
urnar á heimilinu í faðmi fag-
urra fjalla með Fláajökul nánast
í túnfætinum. Vináttan varaði
alla tíð, en þegar Ásgeir var að
læra flug og leiðin lá austur stóð
ekki á þeim Rögnu og Adda að
gefa sér tíma frá heyskap i
brakandi þurrki og skjótast út á
flugvöll til að hitta vinnumann-
inn. „Skreppa í flugtúr og sjá
það sem fuglinn einn sér hátt
inn við jökulrönd í sínum heima-
högum“ eins og Addi orðaði það.
Eftir að Addi féll frá fluttist
Ragna til Hafnar, fyrst á Silf-
urbrautina og síðar á Víkur-
brautina, en þar bjuggu hún og
Hulda tvíburasystir hennar
lengst af í samtengdum íbúðum
og nutu samverunnar. Við syst-
kinin og mamma vorum tíðir
gestir á Höfn og heimsóknirnar
til þeirra systra voru fastur
punktur í þeirri tilveru, ekki síst
hafði Ingvar Þór gaman af að
labba til þeirra enda ávallt vel-
kominn. Þeir voru ófáir kaffi-
bollarnir sem drukkið var úr og
spáð í eða að þær komu til okk-
ar í grillmat.
Ragna var alltaf vel með á
nótunum og fylgdist vel með
sínu fólki, hafði þægilega nær-
veru. Við þökkum henni allar
þær ljúfu gleðistundir frá þess-
um tíma sem munu ætíð lifa
með okkur og gott að ylja sér
við.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við ykkur Þor-
björg, Sigga, Svava og fjölskyld-
um ykkar.
Sesselja (Sella), Guðrún,
Ásgeir, Magnús, Ingunn,
Helga og fjölskyldur.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
✝ Einar JóhannJónsson fædd-
ist 15. ágúst 1931 í
Vestmannaeyjum.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Hraun-
búðum í
Vestmannaeyjum
28. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Jón Jónasson,
f. 8. ágúst 1895, d.
23. apríl 1970, og
Anna Einarsdóttir, f. 9. febrúar
1895, d. 7. október 1953. Bræður
Einars voru Jónas Jónsson, f.
1924, d. 2003, Jóhannes Karl
Jónsson, f. 1929, d. 1930, og Karl
Gunnar Jónsson, f. 1937. Einar
var vörubílstjóri í Vestmanna-
eyjum allan sinn starfsferil.
Einar kvæntist 1956 Ragn-
heiði Þorvarðardóttur, Stellu, f.
14. apríl 1930, d. 9. mars 2013.
Þau eiga þrjú börn, Gunnar
Rafn, Jón Garðar og Önnu. Fyr-
ir átti Ragnheiður Reyni Elíe-
serson.
Gunnar Rafn, f. 1955, er
kvæntur Laufeyju Sigurðar-
dóttur, f. 1955. Þau eiga þrjú
börn, Sigurð Björn, Hjörvar og
Ástu Lilju, unnusti hennar er
Anton Örn Björnsson.
Jón Garðar, f. 1959, er kvænt-
ur Hrefnu Valdísi Guðmunds-
dóttur, f. 1968. Þau
eiga þrjú börn og
eitt barnabarn,
Einar Jóhann, unn-
usta hans er Heba
Rún Þórðardóttir,
þeirra dóttir er Ey-
rún Stella, Magnús
Þór og Önnu Mar-
gréti.
Anna, f. 1962, á
fjögur börn og eitt
barnabarn, Einar
Örn, Andra Má, Arnar Frey,
unnusta hans er Bjartey Ósk
Stefánsdóttir, þeirra sonur er
Ragnar Kári, Rakel Ýr, unnusti
hennar er Birkir Jónasson.
Reynir, f. 1950, er kvæntur El-
ísabetu Halldóru Einarsdóttur,
f. 1951. Þau eiga þrjú börn og
sjö barnabörn, Brynjar, unnusta
hans er Jónína Margrét Sveins-
dóttir, þeirra synir eru Alexand-
er Leó og Viktor Daði. Fyrir átti
Brynjar Tryggva Rúnar. Ívar
Örn, kvæntur Sigrúnu Elías-
dóttur, þeirra synir eru Ernir og
Orri. Ragnheiður, gift Hiroki
Igarashi. Þeirra synir eru Einar
og Hugo.
Útför Einars fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 10. febrúar 2018, og hefst
athöfnin kl. 14.
Fallinn er frá hetjan okkar, í
orðsins fyllstu merkingu var
þessi maður hetja og átti me-
dalíu skilið fyrir dugnað, að
gefast upp var ekki til í hans
orðabók.
„Ég geri þetta nú bara sjálf-
ur,“ þó svo að það gæti tekið
smá tíma. Hann hafði tvisvar
fengið heilablóðfall og var hálf
lamaður hægra megin og átti
erfitt með gang.
En það mátti nú ekki liggja
eða sitja of lengi, það þurfti sko
að hreyfa sig til að stirðna ekki
upp.
Var hann duglegur að fara í
göngu og fór í sjúkraþjálfun
tvisvar í viku frá árinu 1994 til
Elíasar Friðrikssonar sjúkra-
þjálfara, sem er þakkaður hans
frábæri stuðningur og um-
hyggja öll þessi ár.
Einar hafði mikinn áhuga á
fótbolta, var mikill aðdáandi
ÍBV og mætti á alla leiki hjá
bæði karla- og kvennaliði fé-
lagsins, átti sitt stæði við völl-
inn fyrir bílinn sinn sem hann
sat í og horfði á leikina og var
mættur klukkutíma fyrir leik
til að vera búinn að koma sér
fyrir áður en flautað var til
leiks. Það skipti nefnilega engu
máli hvar var setið, heima í
stofunni eða í bílnum að bíða
eftir að leikur hæfist.
Einar missti konu sína árið
2013 og bjó einn þangað til
hann komst inn á Hraunbúðir,
Dvalarheimili aldraðra í Vest-
mannaeyjum, fyrir einu og
hálfu ári.
Var hann mjög sáttur við
vistina þar og fannst vel hugsað
um sig og allir svo góðir, enda
ekki annað hægt að vera við
þennan öðling sem við áttum,
alltaf svo þakklátur fyrir hvaða
lítilræði sem gert var fyrir
hann.
Við fjölskyldan á Fögru-
brekku erum þakklát fyrir að
hafa getað eytt jólum og ára-
mótum með Einari.
Kæri pabbi, tengdapabbi og
afi, hafðu þökk fyrir allt.
Gunnar Einarsson, Laufey
Sigurðardóttir, Sigurður
Björn Oddgeirsson, Hjörv-
ar Gunnarsson og Ásta
Lilja Gunnarsdóttir.
Einar Jóhann
Jónsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR,
Meistaravöllum 19, Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum í Reykjavík
þriðjudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 12. febrúar
klukkan 13.
Gestur Snorrason
Gísli Snorrason Kanda Kohyangphuak
Jónína K. Snorradóttir Guðjón Guðmundsson
Birna Rós Snorradóttir
barnabörn og langömmubarn
Elsku eiginmaður minn, pabbi, tengdapabbi
og afi,
FRANK GEORG CURTIS,
Efstasundi,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 6. febrúar á Land-
spítalanum við Hringbraut.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 16. febrúar
klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Ljósið.
Svala Jóhannsdóttir
Þór Arnar Curtis Lára Björk Curtis
Rut Eiríksdóttir Gissur Þorvaldsson
Alexander, Leó, Natalía og Matthías
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs sonar
míns, stjúpsonar, bróður og stjúpbróður,
ODDS ÞÓRS ÞÓRISSONAR,
Hrafntóftum 2.
Þökkum af öllu hjarta fyrir aðstoð og
stuðning sem við höfum fengið á erfiðum
tíma.
Þórir Ófeigsson Sigurbjörg Björgúlfsdóttir
Sindri Dagur Þórisson
Sara Þórisdóttir
Úlfhéðinn Þórisson
Álfheiður Fanney Ásmundardóttir
Ásrún Ásta Ásmundardóttir
Stefán Smári Ásmundarson
Kær frænka okkar,
MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund 8. febrúar. Útförin mun fara fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur
Okkar elskaði,
ÞORSTEINN JÓNSSON
frá Hamri,
andaðist á heimili sínu 28. janúar.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 13. febrúar klukkan
15.
Laufey Sigurðardóttir
Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki,
Kolbeinn, Ása, Egill og Guðrún Þorsteinsbörn
JÓHANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
lést 2. febrúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 13.
Aðstandendur