Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 ✝ Karólínafæddist á Hofsstöðum í Helgafellssveit 27. janúar 1928. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Austur- lands á Seyðisfirði 30. janúar 2018. Fyrstu árin átti hún heima á Reyk- hólum og í Beru- firði en síðar flutti fjölskyldan að Hreiðurborg í Flóa. Foreldrar Karólínu voru Þorsteinn Brynjólfsson, f. 8.6. 1887, d. 16.4. 1961, bóndi í Hreiðurborg, og k.h., Júlíana Jóhanna Sturlaugsdóttir, f. 8.9. 1890, d. 29.11. 1979, húsfreyja. Albróðir Karólínu er Brynjólfur Þorsteinsson, f. 27.8. 1920, d. 29.11. 2001, bóndi í Hreiðurborg. Hálf- systkini Karólínu, börn Þor- steins og Önnu Friðriksdóttur, f. 1885, d. 1970, eru Friðrik Ragnar Þorsteinsson, f. 1915, d. 1916, og Ragnheiður Stef- anía Þorsteinsdóttir, f. 13.7. 1918, d. 14.1. 2013, húsfreyja á Albertsson; Júlíana Björk, f. 21.6. 1965, starfar á LSR í Reykjavík en hennar maður er Jónas Jónasson og eiga þau Sesselíu Hlín. Sonur Garðars er Ingimundur B. Garðarsson, f. 29.3. 1949, vélstjóri og bóndi á Vatnsenda í Flóa, kvæntur Þórunni Kristjánsdóttur og eiga þau Indriða, Þóreyju, Ingvar Guðna og Gróu Val- gerði. Karólína gekk í barnaskóla, stundaði nám hjá sr. Árelíusi Níelssyni, þá presti á Eyrar- bakka, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Eftir skóla vann hún í verslun LH Müller og í Laugavegsapóteki. Fyrstu tvö árin eftir að Karólína gifti sig bjuggu þau hjónin í Reykja- vík en að því loknu fluttu þau á Seyðisfjörð, á æskuslóðir eiginmannsins. Saman ráku þau um tíma matvöru- verslunina Bröttuhlíð á Seyð- isfirði og ein rak hún versl- unina Bjólfsbæ. Karólína var í mörg ár formaður Kvenfélags- ins Kvik, skrifaði fjölda greina í blöð þar sem hún hélt fram almenningshag og málstað Seyðisfjarðar og landsbyggð- arinnar. Útför Karólínu fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 10. febrúar 2018, klukkan 14. Tindum á Skarðs- strönd og síðar í Búðardal og loks verkakona og leik- kona í Reykjavík. Karólína giftist 1949 Garðari Ey- mundssyni, f. 29.7. 1926, d. 16.3. 2017, byggingarmeist- ara. Foreldrar hans eru Eymund- ur Ingvarsson og Sigurborg Gunnarsdóttir. Börn Karólínu og Garðars eru Ómar, f. 17.9. 1949, rit- stjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Þorsteinu Grét- arsdóttur hárgreiðslumeistara og þau eiga fjögur börn, Grét- ar, Berglindi, Karólínu og Vig- dísi Láru; Sævar, f. 6.2. 1951, smiður í Reykjavík og á hann dæturnar Sylvíu Láru, Karól- ínu Rut og Evu Maríu; Gréta, f. 31.10. 1962, hjúkrunarfræð- ingur og framkvæmdastjóri Hjúkrunarheimila Fjarða- byggðar, og á hún synina Garðar, Jökul Snæ og Kjartan en maður hennar er Sverrir Í dag verður borin til grafar Karólína Þorsteinsdóttir, Kalla, eiginkona föður míns Garðars Eymundssonar og móðir fjög- urra hálfsystkina minna. Það var fermingarárið mitt sem ég hitti þau Garðar og Köllu í fyrsta skipti fyrir um 55 árum. Þau höfðu boðið mér til sín austur á Seyðisfjörð. Skemmst er frá því að segja að móttökurnar urðu ógleyman- legar og sama má síðan segja um öll þau skipti sem á eftir komu. Tíminn leið og 1971 lögðum við Þórunn upp í ferð til Seyð- isfjarðar til að hitta þau og efna til kynna milli þeirra og hennar. Ógleymanlegt var það ferðalag og fengum við höfð- inglegar móttökur eins og við mátti búast. Kalla og Þórunn náðu afar vel saman og sama má segja um pabba. Þarna myndaðist það góða samband sem við hjónin nutum alla tíð síðan. Börn okkar Þórunnar komu í heiminn eitt af öðru og í Köllu eignuðust þau ömmu, sem ætíð var „Kalla amma“. Ömmu sem þau minnast með mikilli hlýju. Heimsóknirnar urðu fleiri eftir því sem árin liðu, bæði vegna þess að við fundum að til þeirra var gott og gefandi að koma, en einnig vegna ýmissa tilefna eins og gengur og þá var yndislegt í þau skipti þegar þau komu í heimsókn til okkar. Á þeim tíma þegar ég vann á flutningaskipum, kom það nokkrum sinnum fyrir að skipin komu til Seyðisfjarðar. Þegar svo bar undir, var gott að fá sér göngutúr og banka upp á hjá þeim Köllu og föður mínum. Stundum bar svo við að hann var að heiman vegna vinnu sinnar og þegar þannig stóð á, naut maður þess að tylla sér niður og spjalla við Köllu. Hún kunni þá list að hlusta og þegar hún síðan lagði sitt til málanna, var ekki komið að tómum kof- unum. Hún var með sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum sem og öðrum málum og tjáði sig þannig að eftir var tekið. Nú er hún Snorrabúð stekk- ur og engin Kalla og enginn Garðar til að hitta í þessu gamla höfuðbóli austfirskra bæja. En maður kemur í manns stað, og þegar við Þórunn vor- um á ferð um Austfirði síðast- liðið sumar og komum á Seyð- isfjörð, urðum við vitni að því að afa og ömmubörnin voru gengin í verkin; farin að lag- færa það sem farið var að láta á sjá og áhuginn og trúin á að hægt væri að ná árangri, fegra og bæta, leyndi sér ekki. Þannig voru þau Garðar og Kalla, þeim þótti vænt um bæ- inn sinn og vildu honum allt það besta. Vonandi rætist draumur þeirra í því efni og kannski koma göng sem myndu þá tengja einhverja bestu höfn landsins við landið allt og verða firðinum og landshlutanum sem var þeim svo kær sú lyftistöng sem á vantar. Blessuð sé minning Köllu og þökk sé henni fyrir hvernig hún auðgaði líf okkar. Hún var okk- ur afar kær. Ingimundur og Þórunn. Það varð skammt á milli hjónanna Garðars og Köllu enda aldurinn orðinn hár og heilsuleysi sótti að. Þau studdu alltaf hvort annað og áttu mörg og hamingjurík ár saman. Bæði svo félagslynd og dugleg. Ég átti mikil samskipti við Karólínu þegar hún hafði stofn- að verslun á Seyðisfirði og dáð- ist að henni hvað hún var sjálf- stæð og þroskuð að geta framkvæmt þetta eins og ekk- ert væri. Kvenfataverslun fyrst, blómabúð líka. Ótrúlega dugleg hélt hún áfram með verslunina í áratugi. Keypti inn frá Karnabæ. Flottasta tísku- verslun þeirra tíma. Svo var hún formaður Kvenfélags á Seyðisfirði fyrir utan móttöku gesta flesta daga. Svona var Kalla. Ég fór stundum með henni til heildsala. Við keyptum báðar fallegt rautt bollastell. Það er til enn. Líka man ég eft- ir sængurverum straufríum og fleiru sem ég naut góðs af. Ég fann að heildsalarnir báru virð- ingu fyrir Köllu og vildu gera henni allt til geðs. Hjónin komu oft til Reykjavíkur í seinni tíð vegna veikinda Köllu. Þau heimsóttu okkur alltaf og sögðu okkur fréttir frá Seyðisfirði. Einar eiginmaður minn og Garðar Eymundsson maður Köllu voru æskuvinir. Þeir höfðu mikið að tala um. Bói Önnu Bekk og Gæi Kom. Þetta voru þeir kallaðir á Seyðisfirði. Þar höfðu flestir eitthvert við- urnefni en það eru bara Seyð- firðingar sem kunna þau. Kalla hélt upp á afmælið sitt, 80 og 85, á Nordica Hotel og vorum við Einar með þar. Þá mættu börn, barnabörn og aðr- ir ættingjar. Gaman að hittast þarna í glæsilegri veislu. Barnabörn Karólínu hændust að henni og held ég að Sesselja dóttir Júlíönnu hafi verið einna mest hjá þeim hjónum, enda býr hún núna á Seyðisfirði og vill hvergi annars staðar vera minnir mig að mamma hennar segði mér. Ég á svo margar fallegar minningar frá heimsóknum mínum til Seyðisfjarðar. Í mín- um huga er þar alltaf sól. Inni- legt þakklæti til hjónanna fyrir svo frábærar móttökur, sem við fengum. Gistum við oft hjá þeim í marga daga og var farið með okkur hvern dag að skoða eitthvað nýtt. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég til allra ættingja og vina. Ég sakna Garðars og Köllu. Blessuð sé minning þeirra. Ég sendi innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Ólöf Stefánsdóttir. Köllu frænku mína hitti ég fyrst sumarið 1942 þegar hún kom í heimsókn til höfuðstað- arins. Mæður okkar voru syst- ur úr stórum systkinahópi frá Akureyjum á Breiðafirði. Ég hafði heyrt mikið af henni látið og hlakkaði til að kynnast henni. Hún var falleg og skemmtileg, frjálsleg í fasi og bar þess engin merki að hafa alist upp í afskekktri sveit. Foreldrar hennar bjuggu þá í Miðjanesi í Reykhólasveit ásamt börnum sínum tveim og uppeldissyni. Tveimur árum síðar fluttu þau að Hreiðurborg í Flóa. Næstu sumrin var ég langdvölum í Hreiðurborg og á þaðan ótal minningar, allar góðar. Á bænum var mann- margt yfir sumartímann og mikill gestagangur. Gott bóka- safn var á heimilinu og Bibbi bróðir Köllu, sem var hafsjór af fróðleik um íslenskar bók- menntir og ljóðlist, vakti áhuga okkar krakkanna á þeim fræð- um. Kalla gekk í Kvennaskólann í Reykjavik og útskrifaðist það- an. Þar eignaðist hún vinkonur fyrir lífstíð. Ég var fjórum ár- um yngri en þær og fannst mjög spennandi að fá að vera með þeim og forvitnast um hvað þær voru að bralla. Kalla var músíkölsk og hafði góða söngrödd og stofnaði söngkvar- tett með gítarundirleik sem nefndist Blikkdósirnar. Við urðum svo frægar að koma nokkrum sinnum fram í útvarpi og áttum okkar einkatextahöf- und, sem var séra Árelíus Nielsson. Hann samdi fyrir okkur texta sem nefndist „Unnusta sjómannsins“ við vinsælt sænskt lag og orti ljóð við kynningarlagið okkar. Séra Ár- elíus hafði verið kennari Köllu fyrir vestan og síðar á Eyrar- bakka og hafði miklar mætur á henni. Þau hjónin Kalla og Garðar kynntust á árlegum töðugjöld- um í Kaldaðarnesi. Daginn eftir kvaddi hann dyra í Hreiður- borg vitandi að hann hafði fundið stóru ástina í lífi sínu. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Reykjavík en fluttu síðan aust- ur á Seyðisfjörð á heimaslóðir Garðars. Bæði voru hugsjóna- fólk með brennandi áhuga á samfélags- og menningarmál- um. Þegar ég og fjölskylda mín fluttum austur á land árið 1958 þótti mér gott að vita af frænku minni á næsta leiti. Ófáar ferðir fórum við niður á Seyðisfjörð. Þessar ferðir voru mikið tilhlökkunarefni, ekki síst fyrir börnin okkar. Þrátt fyrir annir var alltaf tími fyrir gest- ina. Ég dáðist að frænku minni fyrir kjark hennar og athafna- semi, en þar fyrir utan var hún afbragðs móðir og húsmóðir. Þau Garðar eignuðust fjögur börn auk þess sem Garðar átti son fyrir og fylgdust af áhuga með þroska og lífi afkomenda sinna. Þau voru samhent hjón og áttu fjölmörg áhugamál sem þau sinntu þegar tími vannst til. Í brjósti beggja bærðist listamaður sem fékk útrás í skrifum Köllu og málverkum Garðars. Bæði mörkuðu djúp spor í sögu Seyðisfjarðar og húsið Skaftfell sem þau gáfu bænum er veglegur minnisvarði um áhuga þeirra á eflingu menn- ingar og listalífs staðarins. Í dag er öflug starfsemi í húsinu og listamenn hvaðanæva úr heiminum sækjast eftir að sýna list sína þar. Ég kveð frænku mína með djúpri virðingu og söknuði og þakka henni vináttu og kærleik sem hún sýndi mér og mínum um ævina. Fjölskyldu hennar sendum við fjölskyldan innileg- ar samúðarkveðjur. Ragnheiður Jónsdóttir (Dadda). Karólína Þorsteinsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir MIROSLAV MANOJLOVIC varð bráðkvaddur í London 24. janúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 15. Aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍK ÞÓRARINSSON bakarameistari, Ólafsvík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, mánudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 16. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Jaðars, kt. 510694-2449, reikningur 0190-05-60761. Hrefna Lúðvíksdóttir Gísli Páll Björnsson Inga Birna Lúðvíksdóttir Guðlaug Lúðvíksdóttir Kristjón Guðmundsson Hildur Lúðvíksdóttir Jón Þór Lúðvíksson Bjarney Jörgensen barnabörn og barnabarnabörn Kær mágkona okkar, NANCY KNUDSEN GUDMUNDSSON BAUHS, New Holstein, WI, USA, lést eftir erfið veikindi sunnudaginn 4. febrúar. Hún verður kvödd í dag frá Meiselwitz-Vollsted Funeral Home, Kiel, WI. Arnlaugur Guðmundsson og fjölskylda Guðrún Guðmundsdóttir og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BENEDIKTA HELGADÓTTIR, Þangbakka 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju mánudaginn 19. febrúar klukkan 15. Kolbrún Helga Hauksdóttir Eva Kristín Hreinsdóttir Jakob Jóhannsson Örn Elvar Hreinsson Margrét Markúsdóttir Baldur Hreinsson Hildur Þorvaldsdóttir Jónína Hreinsdóttir Albert Jón Sveinsson Þór Hreinsson Fanný Björk Ástráðsdóttir Faðir minn, afi, bróðir, frændi og vinur, EINAR GARÐAR ÞÓRHALLSSON gullsmíðameistari, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 13. Aðstandendur Ástkær sambýlismaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI JÓN BOGASON, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 14. Ásthildur Árnadóttir Grétar Ólason Þórunn Sigurðardóttir Sólveig Óladóttir Kristinn Kárason Valþór Ólason Ragna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.