Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
MOVIE STAR
hvíldarstóll
Verð frá 398.000,-
Hversu mikið sem
maður veltir fyrir sér
hvernig réttlætanlegt
sé að byggja við úrelt
og skemmd hús Land-
spítalans við Hring-
braut er ekki hægt að
sjá skynsemina í því.
Þetta hefur verið mín
skoðun og eftir að
hafa farið á opinn fund
Samtaka um betri
spítala á betri stað í
Norræna húsinu þann 19. október
2017 varð sannfæringin enn meiri
Að mínu mati og margra annarra,
bæði sérfræðinga og meirihluta
starfsfólks spítalans, er gríðarlega
mikilvægt að hætta við þessi áform.
Niðurstöður skýrslna sem styðja
ákvörðun um stækkun LSH við
Hringbraut byggja á löngu brostn-
um forsendum og jafnvel forstjór-
inn sjálfur sgði í ræðu sinni á fund-
inum að framkvæmdin yrði úrelt
innan fárra ára vegna hraðrar
framþróunar í hjúkrunar- og
læknavísindum. Að tengja saman
um 20 byggingar á ýmsum aldri,
úreltar, myglaðar með tuga metra
löngum glerbygg-
ingum og jarðgöngum
– ekki þarf sér-
fræðiþekkingu til að
sjá hversu mikið glap-
ræði það er.
Hilmar Þór Björns-
son arkitekt fór yfir
samgöngulegan for-
sendubrest. Í hans
máli kom eftirfarandi
fram
Þegar ákveðið var
árið 2001 að byggja við
gamla Landspítalann
var gerð samgöngu-
áætlun sem yrði að gera samhliða
og yrði þeim framkvæmdum lokið
þegar nýr spítali hefði starfsemi.
Fjöldi mislægra gatnamóta
víðsvegar um borgina.
Miklabraut komin í stokk.
Sundabraut komin.
Jarðgöng fyrir bílaumferð
komin undir Öskjuhlíð.
Ný samgöngumiðstöð risin á
þeim stað sem BSÍ stendur.
Hvað af þessu er komið? Ekkert!
Stækkun LSH hangir alfarið saman
við Borgarlínuna. Borgarlínan verð-
ur eins og Harpa, svo dýr í fram-
kvæmd og rekstri að hún verður
ætíð mikil byrði á skattgreiðendum.
Allt umhverfi er mjög mikið breytt
í Reykjavík með þeim ferðamanna-
straumi og aukna íbúafjölda borg-
arginnar sem engan veginn var
gert ráð fyrir árið 2001. Gatnakerf-
ið í miðbænum er löngu sprungið
eins og allir vita. Starfsfólki LSH
við Hringbraut mun fjölga um 1500
manns en bílastæðum mun fækka
um 60%.
Á sama fundi sýndi Guðjón Sig-
urbjörnsson viðskiptafræðingur
fram á gríðarlegan sparnað af því
að reisa nýjan spítala á betri stað,
bæði minni byggingakostnaður og
svo mun minni rekstrarkostnaður.
Hann benti einnig á að skemmri
tíma tekur að reisa nýjan spítala á
betri stað en stækkun LSH við
Hringbraut.
Læknar og hjúkrunarfólk sem
starfa á LSH eru svo til alfarið
fylgjandi nýjum spítala á nýjum
stað. Vilhjálmur Ari Arason læknir
á bráðamóttöku Landspítala sagðist
á fundinum tala fyrir hönd margra
kollega sinna og samstarfsfólks á
LSH, að beitt hefði verið þöggun í
sambandi við þetta mál í mörg ár
og mikilvægum spurningum aldrei
verið svarað. Undir þetta tók það
starfsfólk spítalans sem statt var á
þessum fundi og því var augljóslega
nokkuð heitt í hamsi.
Stöðvum þessa vitleysu, tökum
Sigmund á þetta og byggjum nýjan
spítala á betri stað. Keldnaholt er
ákjósanlegur staður fyrir nýjan
spítala og tryggir að þessi stærsti
vinnustaður landsins verði áfram
innan borgarmarkanna.
Betri spítali á nýjum
stað – það er ekki of seint
Eftir Lindu
Jónsdóttur »Ekki þarf sérfræði-
þekkingu til að sjá
hversu mikið glapræði
það er að tengja saman
um 20 byggingar á ýms-
um aldri, úreltar og
myglaðar.
Linda
Jónsdóttir
Höfundur er í Miðflokknum
í Reykjavík.
Fyrirsögn þessi er
fengin frá fólki fyrir
margt löngu sem
hafði það að orðtæki
ef því blöskraði eitt-
hvað. Ja, nú dámar
mér ekki.
Ef mig misminnir
ekki þeim mun meira
þá fór ég að hlusta á
útvarp fimm ára
gamall, enda var út-
varpshlustun foreldra minna mikil
eins og alls staðar í minni sveit.
Ríkisútvarpið var þeim eins og
þúsundum annarra einstakur upp-
lýsingagjafi og oft góður gleðigjafi
líka.
Ríkisútvarpið gegnir enn sínu
hlutverki með sóma og hvergi er
að finna jafnmargþætta dagskrá
og þar, hvað sem hver segir.
Mér er ljóst að útvarpshlustun
unga fólksins er önnur og því mið-
ur miklu einhæfari, allt niður í
einhverja afþreyingardagskrá sem
því miður einkennist af léttmetinu
einu saman. Máske segir einhver
að þetta séu gamaldags viðhorf
gamals manns og vel má vera að
svo sé. En ástæða þess að ég
hripa þessar línur eru þær furðu-
fregnir að einhver nefnd eða
meirihluti hennar, eflaust stór-
huga í frjálslyndi sínu, leggur til
að Ríkisútvarpið hverfi af auglýs-
ingamarkaði. Hvað sem hver segir
um okkur sem erum býsna háð
Ríkisútvarpinu þá hljótum við að
eiga okkar rétt til að hlusta á al-
mennar tilkynningar og auglýs-
ingar þó margt megi svo sem mis-
jafnt um þær segja. Svo ræður
þessu hver og einn hversu hlustað
er.
Ég vil einfaldlega að Ríkis-
útvarpið okkar allra hafi sama rétt
til tekjuöflunar og það hefur haft.
Útvarpsgjaldið hefi ég greitt með
glöðu geði hverju sinni vitandi um
hið margþætta og mikilvæga hlut-
verk sem við höfum falið því að
inna af hendi og við viljum halda í
þetta góða menningarlega hald-
reipi í ólgusjó alls konar strauma
og stefna.
En til að fyrirbyggja allan mis-
skilning þá hefi ég ekkert á móti
því nema síður sé að
hlynnt sé að fjöl-
miðlum almennt og
það má gjöra með
ýmsu móti og mér lízt
vel á virðisaukaskatt-
sleiðina sem nú er í
athugun.
En svo er auðvitað
rúsína í pylsuenda
nefndarálitsins þar
sem meiri hluti þess-
arar blessuðu nefndar
leggur til að leyfa
bæði tóbaks- og áfengisauglýs-
ingar, nokkuð sem allar stofnanir
heilsuverndar víðs vegar í heim-
inum eru algjörlega á móti, alveg
sér í lagi vegna ungra og ómót-
aðra einstaklinga. Finnst mönnum
virkilega að það þurfi að bæta um
betur í neyzlu áfengis og tóbaks
bara af því að einhverjir ábyrgð-
arlausir fjölmiðlamenn vilja ná til
sín fjármunum í krafti slíkra aug-
lýsinga? Og ég endurtek: Nú
dámar mér ekki. Neyzla áfengis
sem er oftast byrjun á annarri
neyzlu er svo mikið alvörumál að
einhverjir sem hafa gróðann að
guði eiga ekki að leika sér að
þeim eldi sem svo mörgum grand-
ar eða eyðileggur. Neyzlunnar sér
alltof víða stað með svo hörmuleg-
um afleiðingum að til dæmis í
Bretlandi eru afleiðingar áfengis-
neyzlu taldar stærsta heilsufars-
lega vandamálið þar í landi. Er
það sérstakt kappsmál að við
náum Bretunum eða erum við
kannski á góðri leið að gera það?
Og svo rétt í lokin: Á sama tíma
og menn fara í herferð gegn notk-
un tóbaks í vör dettur einhverjum
það í hug að ráð sé að auglýsa það
sem allra mest. Og enn segi ég
eins og fólk sagði áður fyrr þegar
því mislíkaði eitthvað: Nú dámar
mér ekki.
Nú dámar mér ekki
Eftir Helga
Seljan
Helgi Seljan
»Ríkisútvarpið gegnir
enn sínu hlutverki
með sóma og hvergi er
að finna jafnmargþætta
dagskrá.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Ég byrja á að
þakka fyrir jólabón-
usinn, heilar 20.000
krónur. Stoltur
stjórnmálamaður fór
mikinn með að eldri
borgarar fengju nú
yfir 50.000 krónur fyr-
ir jólin, vá, tók ríkið
þá 30.000 krónur í
skatt? Eins og svo oft
áður, lítið að marka
töluð orð. Að öðru, ennþá má gagn-
rýna og tjá skoðanir sínar, svo hér
kemur:
Ég er í þjóðkirkjunni og ætla að
vera þar áfram. Kirkjan býður upp
á fallega tónlist og hina ýmsu siði,
en það eru prestar og biskupar,
sem valda mér vonbrigðum. Of mik-
ið er lesið upp úr Biblíunni og svo
endalaust tal þeirra um ójöfnuð, fá-
tækt og kærleika, en eru síðan ekki
fyrirmyndir orða sinna. Já, „Sælir
eru fátækir því þeirra er himna-
ríki.“ Á meðan stór hluti þjóð-
arinnar er að fá 300.000 krónur í
brúttólaun, þá dugar biskupi vorum
ekki rúm milljón á mánuði. Henti
Jesús Kristur ekki öllum sölubásum
um koll í musterinu?
Frú biskup, því bauðst þú ekki
fólkinu sem hírist í kuldanum í
Laugardalnum til friðarstundar og í
mat hjá þér á aðfangadag ? Hefði
það ekki verið kærleikur, sem þú
brýnir aðra til að sýna, – „þú skalt
gæta bróður þíns“. Já, einmitt það
prestar. Það var kannski ekki rúm í
hjarta þínu né í stóra húsinu. Og
ekki koma með þann þvætting að
biskup sé lagður í einelti af því að
hún er kona. Er það þá þannig að í
framtíðinni megi ekki gagnrýna
konur? Miðað við framgöngu presta
og biskups þá held ég að þeir hafi
sleppt því að lesa kaflann í Nýja
testamentinu, sem greinir frá þeim
eiginleikum er kirkjunnar þjónum
ber að hafa.
Ríkislaun – græðgi
Þeir sem ekki hafa komið sér á
ríkis-, ævi- og listamannalaun hjá
okkur hinum, sífellda
styrki og verðlaunaaf-
hendingar, – þeirra
laun eru lág og jafnvel
undir viðmiðum spek-
inganna um lífsvið-
urværi. Sé svo að
helmingur tekna þjóð-
arinnar fari í ríkislaun
og launatengda liði, er
þá báknið ekki orðið of
stórt ?
Tökum dómara, hvað
með þá stétt? Er þeim
kannski kennt með lögfræðinni að
ríkið sé peningavél fyrir þá? Og fái
þeir ekki óskastörfin þá skal þjóðin
borga þeim skaðabætur, sumum
þeirra dettur jafnvel í hug að fara
fram á 30 milljónir, það eru 10 ára
laun verkamanns. Hverslags frekja
er þetta, er ekki allt í lagi með
þetta fólk? Jú, menntun er góð sé
hún ekki misnotuð og agalaus.
Hvorir ætla svo að stýra þessu
landi, dómarar eða Alþingi og rík-
isstjórn? Að vísu dalar virðing Al-
þingis því að verið er að breyta því
í rannsóknarrétt, þar fer fram
rannsókn á og hrært í öllu í stað
þess að vinna að málefnum þjóð-
arinnar. Ég stórlega efa að yngri
þingmennirnir geti unnið sín störf,
því þau djöflast bara í fortíðinni.
Þið sem talið mest um ójöfnuð, og
þar sem það er pólitískt val að
halda öryrkjum og öldruðum á
skammarlega lágum launum, þið
gætuð samt bætt lítillega úr ójöfn-
uðinum með því að lækka ykkar
laun, en þið eruð á fleygiferð með
græðginni. Ég get ekki borið virð-
ingu fyrir ráðandi stéttum landsins,
sem telja að ríkið, það er þjóðin eigi
endalausa peninga og góðar stöður
handa þeim. Alla tíð hefur fé þjóð-
arinnar verið misnotað og ekki
skánar það – enda hvar erum við
stödd?
Græðgi
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur
Stefanía Jónasdóttir
»Henti Jesús Kristur
ekki öllum sölubásum
um koll í musterinu?
Höfundur býr á Sauðárkróki.
Allt um sjávarútveg