Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 16

Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 ,,Rokkað inná efri ár - Nýjar forvarnaleiðir“ Ráðstefna fimmtudaginn 15. febrúar 2018 Grand hótel Reykjavík 13:00 Ráðstefna sett, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir varaformaður Öldrunarráðs Íslands. Ávarp Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 13:15-13:30 Aldursvænar borgir. Guðrún Ágústsdóttir formaður Öldungaráðs Reykjavíkur. 13:30-13.45 Endurhæfing í heimahúsi, Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir verkefnissjóri Reykjavík. 13:45-14:00 Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum, Dr. Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur. 14:00-14:15 Samhæfing þjónustu, Kolbeinn Pálsson Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Sumbadans – Hléæfing og hressing. 14:30-14:45 Væntumhyggja í verki, Hildur Aðalbjörg Ingadóttir sjúkraþjálfari Borgarnesi. 14:45-15:00 Heilsuefling, Digi Rehab í heimahúsi, verkefni sem slegið hefur í gegn í dönskum sveitarfélögum, Ásdís Halldórsdóttir íþróttafræðingur Sóltúni Heima. 15:00-15:15 Gildi hugræktar í öldrunarþjónustu, Elísabet Gísladóttir djákni. 15:15–15:30 Ástand og horfur í öldrunarþjónustu frá sjónarhóli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur. Ráðstefnulok Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landsambands eldri borgara. Ráðstefnustjóri Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra og fyrrverandi alþingismaður Ráðstefna er öllum opin og aðgangur frír. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fundargerðir dómnefndar um embætti 15 dómara við Landsrétt verða ekki birtar að sinni. Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, staðfesti þetta. „Þetta kemur ekki til álita nema nefndin sem slík samþykki það,“ sagði Gunnlaugur þegar Morgun- blaðið óskaði eftir fundargerðunum. Spurt var um málið á fimmtudag og kvaðst Gunnlaugur þá mundu ræða málið við aðra fulltrúa nefnd- arinnar. Hann upplýsti í gærmorgun að fundargerðirnar yrðu ekki afhent- ar í bili. „Geri þetta sjálfsagt“ Fylgja hér með spurningar og svör úr viðtalinu: – Ætlarðu að ræða við nefndar- menn um hvort þeir séu þessu sam- þykkir. Getum við síðan haft sam- band við þig í framhaldinu? „Ég geri þetta sjálfsagt. Ég mun vafalaust segja nefndarmönnum frá þessum tilmælum.“ – Leyfist mér að hringja á mánu- dag? „Nei. Ég ætla ekki að tala um þetta núna fyrir helgina.“ – Þetta mun þá bíða? „Þetta verður rætt við næsta tilefni þegar nefndin hefur tilefni til að koma saman.“ Fram kom í dómum Hæstaréttar í málum Ástráðs Haraldssonar og Jó- hannesar Rúnars Jóhannssonar gegn ríkinu (591 og 592/2017) að Gunnlaug- ur bar við önnum nefndarmanna varðandi frágang fundargerða. Til- efnið var spurning Sigríðar Á. And- ersen dómsmálaráðherra. „Hvað varðar spurningu ráðherra um gögn varðandi umræður í dóm- nefnd um vægi einstakra þátta þá hefur undirritaður ekki séð sérstakar bókanir um það. Tekið skal fram að þá vantar fundar- gerðir síðustu funda fyrir starfs- lok nefndarinnar þar sem málefnið var eðli máls sam- kvæmt einkum rætt. Samkvæmt upplýsingum þá- verandi starfs- manna nefndar- innar hefur ekki gefist tími til að færa þær fundar- gerðir vegna anna við önnur störf,“ sagði Gunnlaugur og vísaði í þessu svari til 12 matsþátta sem nefndin notaði til grundvallar dómaravalinu. Tilvitnuð orð Gunnlaugs voru hluti af bréfi hans til dómsmálaráðherra 28. maí í fyrra. Þar kom fram að ráð- herra taldi „nauðsynlegt að afla upp- lýsinga um það frá dómnefndinni hvort nefndin hafi rætt sérstaklega forsendur þess vægis á einstökum matsþáttum sem tilgreint er í um- sögn dómnefndar. Ef svo er, hvort fyrir liggi gögn um það.“ Af fyrrgreindu svari Gunnlaugs má skilja að hluti umræddra gagna verði ekki afhentur fjölmiðlum að sinni. Væri í ósamræmi við reglur Fram kom í bréfi dómsmálaráð- herra til nefndarinnar, áður en Al- þingi samþykkti tillögur hennar, að ekki yrði annað ráðið en að reynsla dómara fengi ekki það vægi sem til- efni væri til – og gert væri ráð fyrir í reglum nr. 620/2010 – þegar mats- þættirnir væru lagðir saman. Ráðherra benti jafnframt á að vægi „hvers matsþáttar hefur úrslitaáhrif á það hvernig umsækjendur raðast“. „Mat á þessu verður aldrei vélrænt og aldrei þannig að hægt sé að skilja á milli feigs og ófeigs með einkunn upp á til að mynda 0,025 á kvarðanum 1- 10,“ skrifaði ráðherrann. Rifja má upp að ráðherra kaus að gefa reynslu af dómarastörfum meira vægi þegar hún gerði tillögu um fjóra dómara í Landsrétt sem nefndin hafði ekki metið meðal 15 hæfustu. Fram hefur komið að 0,03 munaði í stigagjöf um- sækjenda númer 15 og 16 hjá dóm- nefndinni. Sá 15. í röðinni samkvæmt útreikningi dómnefndar fékk 5,48 í einkunn en sá 16. í röðinni 5,45. Annmarkar á mati nefndar Fjallað var um tvo matsþætti af 12 í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Taldi dómurinn að annmarkar hefðu verið á mati nefndarinnar á umrædd- um þáttum. Annars vegar varðandi mat á fræðiskrifum og hins vegar mat á hæfni til að stjórna þinghöld- um og semja dóma. Var haft eftir Gunnlaugi að óraunhæft hefði verið „að fara djúpt ofan í mat á fræðiskrif- um“. Í dómum Hæstaréttar (591 og 592) var ekki fallist á að annmarkar hefðu verið á mati á fræðiskrifum. Á hinn bóginn var tekið undir að annmarkar hefðu verið á mati á hæfni til að stjórna þinghöldum og semja dóma. Vikið var að vægi þessa í heildarmati. „Til þess er á hinn bóginn að líta að þessi matsþáttur hafði óverulegt vægi í heildarstigafjölda dómnefndar, eða 2,5% meðan samtala allra mats- þáttanna gat hæst orðið 105%. Af framangreindu leiðir að sá annmarki sem hér um ræðir var óverulegur og gat samkvæmt því einn og sér ekki gefið tilefni til þess að vikið yrði frá dómnefndarálitinu,“ sagði þar m.a. Til að setja þetta mat Hæstaréttar í samhengi var umsækjandi sem dómnefndin mat númer 14 í röðinni með 5,525 í heildareinkunn en sá 18. í röðinni með 5,275. Samtala matsþátta var 105%. Munurinn 0,25 virðist því samsvara 2,4% í heildarmatinu. Samlagningin væri nákvæm Í niðurstöðum dómnefndar segir að þótt vægi einstakra liða gæti aldrei ráðið úrslitum væri heildarmat byggt á nákvæmri samlagningu þeirra. „Meginmarkmiðið með störfum dómnefndar er að finna hverjir um- sækjenda séu hæfastir til að gegna embætti landsréttardómara … Nið- urstaða dómnefndar er byggð á heild- stæðu mati á verðleikum umsækj- enda og skiptir þar mestu máli að umsækjendur hafi til að bera al- menna og víðtæka lögfræðilega menntun, þekkingu og færni,“ segir þar m.a. Svo er vikið að niðurstöð- unni: „Dómnefnd hefur í mati sínu á hæfni umsækjenda að því er varðar röðun innan einstakra þátta beitt eins mikilli nákvæmni og kostur er, en matsgrundvöllurinn er bæði fjölþætt- ur og margbrotinn. Á hinn bóginn speglar endanlegur útreikningur í samanlögðum þáttum matsniðurstöð- ur af mikilli nákvæmni.“ Fundargerðir ekki afhentar  Formaður dómnefndar um embætti dómara við Landsrétt segir fundargerðir ekki afhentar að sinni  Fram kom í bréfi formannsins til ráðherra að nefndin ræddi um dómaravalið á umræddum fundum Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Fimmtán dómarar voru skipaðir í nýja dómstólinn. Aðsetur hans er til bráðabirgða í Kópavogi. Gunnlaugur Claessen Umsögn dómnefndar um embætti 15 dómara við Landsrétt er 117 síður. Þar er að finna lista yfir meðmælend- ur með þeim 33 umsækjendum sem mat var lagt á. Hver mátti tilnefna tvo meðmælendur (sjá má fjölda með- mæla frá núverandi hæstaréttardóm- urum hér að ofan). Dómarar í Hæstarétti viku sæti þegar Hæstiréttur dæmdi í málum 591 og 592 vegna umsókna um embætti dómara við Landsrétt. Málin dæmdu Þorgeir Örlygsson hæsta- réttardómari, Hólmfríður Grímsdótt- ir héraðsdómari, Ingibjörg Bene- diktsdóttir, fv. hæstaréttardómari, Kristinn Bjarnason hæstaréttarlög- maður og Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við HÍ. Þorgeir er nú forseti Hæstaréttar en hin fjögur sem dæmdu í málunum eru ekki dómarar við réttinn. Ingi- björg, Kristinn og Stefán Már skrif- uðu öll meðmælabréf vegna umsókna um Landsrétt. Helgi með fimm meðmæli Sex af átta hæstaréttardómurum skiluðu slíkum meðmælum vegna Landsréttar. Helgi I. Jónsson hæsta- réttardómari gaf flest meðmælin, eða fimm. Tveir hæstaréttardómarar, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Þor- geir Örlygsson, skiluðu ekki meðmæl- um. Þorgeir hafði því ekki mælt með neinum umsækjanda þegar hann dæmdi í málum þeirra tveggja sem töldu brotið á sér í valferlinu. Er hér vísað til dóma Hæstaréttar númer 591 og 592/2017. baldura@mbl.is Sex af átta lögðu til meðmælabréf  Leitað til hæstaréttardómara í valinu Fjöldi veittra meðmæla með umsækjendum Dómarar við Hæstarétt Veitt meðmæli Markús Sigurbjörnsson 4 Benedikt Bogason 1 Greta Baldursdóttir 3 Helgi Ingólfur Jónsson 5 Karl Axelsson 1 Ólafur Börkur Þorvaldsson 0 Viðar Már Matthíasson 1 Þorgeir Örlygsson 0 Dómarar í málum 591 og 592/2017 við Hæstarétt Veitt meðmæli Þorgeir Örlygsson 0 Hólmfríður Grímsdóttir 0 Ingibjörg Benediktsdóttir 2 Kristinn Bjarnason 1 Stefán Már Stefánsson 1 Meðmæli með 33 umsækjendum um embætti dómara við Landsrétt Heimild: Umsögn dómnefndar um embætti 15 dómara við Landsrétt frá 19.5. 2017.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.