Morgunblaðið - 10.02.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Ákvörðunum undirstofnana sem
teknar eru samkvæmt lögum um rétt-
indi og skyldur opinberra starfs-
manna verður almennt ekki skotið til
ráðuneyta. Þetta o.fl. kemur fram í
svari ráðuneytisins við fyrirspurn
Morgunblaðsins til ráðuneytisins
vegna greinarinnar „Hingað og ekki
lengra“ sem fyrrverandi starfsmaður
Þjóðskjalasafns, Elín S. Kristinsdótt-
ir, birti í Morgunblaðinu 18. janúar sl.
Í kjölfar greinarinnar lét mennta-
málaráðuneytið kanna erindi og máls-
meðferð vegna athugasemda sem
fram komu í greininni.
Erindi hafði borist ráðuneytinu,
dags. 15. desember 2014, þar sem El-
ín óskaði eftir að það skoðaði máls-
meðferð þjóðskjalavarðar í aðdrag-
anda tilraunar hans til að áminna
hana og að rannsakað yrði meint að-
gerðarleysi hans vegna eineltiskvört-
unar hennar á hendur yfirmanni hjá
stofnuninni.
Erindinu var fyrst svarað af ráðu-
neytinu í bréfi dags. 7. janúar 2015 og
bent á meginreglu laganna.
Í kjölfarið fékk ráðuneytið munn-
legar og skriflegar fyrirspurnir frá
Elínu og voru af hálfu ráðuneytisins
ítrekaðar munnlega niðurstöður svar-
bréfsins frá því í janúar 2015.
Hinn 30. desember 2015 sendi ráðu-
neytið Elínu annað bréf með frekari
útskýringum en sömu niðurstöðu. Í
bréfinu var vísað til athugasemdar
hennar við framgöngu þjóðskjala-
varðar vegna eineltisrannsóknar. Í
bréfi ráðuneytisins var rakið að eins
og atvik lægju fyrir samkvæmt gögn-
um málsins hefði Elín samþykkt þátt-
töku í umræddri eineltisrannsókn,
sem sálfræðistofan Líf og sál gerði og
mat að ekki hefði verið um einelti að
ræða. Málsmeðferðarreglum hefði
verið fylgt til hlítar í málum sem ráðu-
neytið hefði fengið og tengdust Þjóð-
skjalasafni Íslands. Þjóðskjalavörður
ritar grein í blaðið í dag á bls. 32 þar
sem hann svarar fyrrnefndri blaða-
grein frá 18. janúar síðastliðnum.
Almennt ekki hægt að
skjóta máli til ráðuneytisins
Meðferð erindis vegna meints eineltis á Þjóðskjalasafni
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fimm voru handteknir í umfangsmiklum að-
gerðum lögreglu og sérsveitar Ríkislög-
reglustjóra á Akureyri í gær. Þeir eru grun-
aðir um alvarlega líkamsárás og
frelsissviptingu á rúmlega þrítugum karl-
manni á fimmtudag.
Flestir hinna handteknu hafa komið við
sögu hjá lögreglu áður vegna ofbeldismála
eða fíkniefnamála. Þeir voru vistaðir í
fangageymslum í gær en yfirheyrslur stóðu
yfir fram á kvöld. Ekki fengust upplýsingar
um gang rannsóknarinnar þegar Morgun-
blaðið falaðist eftir því á tíunda tímanum í
gærkvöld. Stefnt var að því að yfirheyrslum
yrði fram haldið nú í morgunsárið. Í kjölfar-
ið verður tekin ákvörðun um hvort krafist
verður gæsluvarðhalds yfir einhverjum
hinna handteknu.
Þekktur staður fyrir fíkniefnaneyslu
Lögreglumenn brutu sér leið inn í hús við
Strandgötu eftir hádegið í gær og handtóku
mennina þar. Húsnæðið er í eigu bæjaryfir-
valda á Akureyri og er leigt út, að því er
Ríkisútvarpið greindi frá. Vandræði hafa
verið vegna fíkniefnaneyslu þar undanfarið.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á
Norðurlandi eystra tóku lögreglumenn frá
Akureyri, Húsavík og Dalvík þátt í aðgerð-
inni auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra.
Gerðar voru húsleitir á nokkrum stöðum og
tók liðsauki frá tæknideild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu þátt í þeirri vinnu.
Fimm handteknir vegna líkamsárásar
Lögregluaðgerðir um miðjan dag á Akureyri
Grunaðir um frelsissviptingu á rúmlega þrítug-
um karlmanni Húsleitir á nokkrum stöðum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Handtökur Lögregla réðst inn í þetta hús við Strandgötu á Akureyri í aðgerðunum í gær.
Tveggja tíma rakarastofuráðstefna var haldin á
Alþingi í gær og voru þingmenn beðnir um að
„taka fast á málum“ af Ásdísi Ólafsdóttur al-
þjóðastjórnmálafræðingi í samantekt hennar
eftir ráðstefnuna. Hún skoraði á þingmenn að
lýsa skoðunum sínum og reynslu og vera
óhræddir við að treysta hver öðrum óháð flokk-
um. Í framhaldinu yrði hægt að vinna út frá þeim
hugmyndum sem þeir deildu saman.
Tveggja tíma rakarastofuráðstefna á Alþingi í gær vegna #metoo
Morgunblaðið/Eggert
Skoraði á þingmenn að deila reynslu og skoðunum
Grímur Atlason,
framkvæmda-
stjóri tónlist-
arhátíðarinnar
Iceland Airwa-
ves, hefur gert
samkomulag um
starfslok hjá há-
tíðinni. Frá
þessu greindi
hann á facebook-
síðu sinni síðdegis í gær.
Fréttir höfðu þá borist af því að
Sena ætti í viðræðum um kaup á
hátíðinni af Icelandair. Fram kom
á mbl.is í gær að ekkert hefði enn
verið fastvákveðið þó að viðræður
stæðu nú yfir.
„Langbesta tónlistarhátíðin“
Grímur hefur gegnt starfinu í
átta ár og kveðst hann bæði stolt-
ur og þakklátur fyrir að hafa
fengið að stýra svo stórkostlegri
og að eigin sögn „langbestu tón-
listarhátíð á Íslandi og þó að víðar
væri leitað“. Hann segir þetta
hafa verið magnaðan tíma og að
það séu forréttindi að hafa fengið
að starfa við tónlist og þakkar
tónlistar- og samstarfsfólki fyrir
samfylgdina.
Í viðræðum
um sölu á
Airwaves
Grímur Atlason
hættir eftir átta ár
Grímur Atlason.