Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafin er að nýju vinna við að koma Blöndulínu 3 sem er styrking á byggðalínunni frá Blönduvirkjun til Akureyrar, inn á skipulag í Skaga- firði. Sveitarfélagið Skagafjörður hef- ur auglýst svokallaða vinnslutillögum til breytinga á aðalskipulagi. Þar er gert ráð fyrir legu línunnar um Kiða- skarð auk fyrri valkosta sem eru Efri- byggðarleið og Héraðsvatnaleið. Landsnet telur að styrkja þurfi byggðalínuna til að auka möguleika á atvinnuuppbyggingu og auka afhend- ingaröryggi raforku á Norðurlandi. Fyrirtækið lét gera umhverfismat fyrir nokkrum árum þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að best væri að leggja línuna um Vatnsskarð og Efribyggð í Skagafirði. Mætti það mikilli andstöðu íbúa á þessum svæð- um sem kröfðust jarðstrengs ef þessi leið yrði farin. Sveitarfélagið lauk ekki við skipu- lagsferlið. Efribyggðarleið og Hér- aðsvatnaleið eru sýndar á aðalskipu- legi en frestað að taka afstöðu til þeirra. Lagning háspennulínu í lofti mætti einnig andstöðu í Eyjafirði. Þrjár leiðir skoðaðar Landsnet hefur þrýst á um að skipulagsferlinu verði lokið enda ekki heimilt að hafa frestun valkosta í að- alskipulagi nema í fjögur ár. Sá tími er liðinn. Þá er í gildi kerfisáætlun hjá Landsneti þar sem gert er ráð fyrir Blöndulínu 3 og er sveitarfélögum skylt að samræma skipulag sitt með tilliti til hennar. Í vinnslutillögunni kemur fram að sveitarfélagið fellst á rökstuðning um þörf á að styrkja flutningskerfið. Það telur þrjá valkosti hugsanlega varð- andi legu línunnar. Í öllum valkostum skoðar sveitarfélagið jarðstreng og loftlínu. Tveir valkostirnir eru þeir sömu og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi, Efribyggðarleið og Héraðsvatnaleið. Í báðum tilvikum er farið um Vatnsskarð. Einnig verður skoðuð Kiðaskarðsleið úr Húnavatns- sýslu beint inn í Norðurárdal. Sú leið stangast á við skipulag Húnavatns- hrepps. Landsnet vill leggja 220 kV flutn- ingskerfi á Norðurlandi. Telur það einu framtíðarlausnina. Lína með svo hárri spennu takmarkar mjög jarð- strengjalausnir. Hámarkslengd jarð- strengs á allri leiðinni frá Blöndu- virkjun til Akureyrar er 8-10 km. Ljóst er að leggja þarf jarðstreng við Akureyrarflugvöll og ef til vill víðar austan Akureyrar og mun það tak- marka enn frekar möguleika á jarð- streng í Skagafirði. Sveitarfélagið tel- ur að endanlegt val um það hvort jarðstrengur verði lagður um Skaga- fjörð eða loftlína skuli ráðast af rök- semdum sem koma fram í skipulags- ferlinu. Skiptir þar höfuðmáli hvort staðfest verður að einungis 220 kV lína komi til greina. Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, segir að vinnslutil- lagan verði kynnt á opnun íbúafundi síðar í mánuðinum. Búast má við að athugasemdir berist. Síðan verður gerð aðaskipulagstillaga og þá tekin afstaða til þess hvaða leið verður val- in. Nýtt umhverfismat gert Landsnet hefur ákveðið að láta gert nýtt umhverfismat fyrir Blöndulínu 3 og er sú vinna að hefjast. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að fyrirtækið fagni því að skipulagsvinnan sé komin af stað. Landsnet sé að fara yfir tillög- urnar og muni senda inn umsögn. Landsnet er að undirbúa stofnun verkefnaráðs vegna Blöndulínu 3. Markmiðið er að tryggja virkara samtal og upplýsingaflæði milli hags- munaaðila í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdina. Samráð verður haft við landeigendur og kynningar- fundir haldnir fyrir íbúa og annað áhugafólk. Enn reynt að koma Blöndulínu í skipulag Blöndulína – þrír valkostir  Litlir möguleikar á jarðstrengjum línu með hárri spennu Morgunblaðið/Einar Falur Tillögur Héraðsvatnaleið er ein þeirra tillagna sem liggja fyrir. Auk breytinga á aðalskipulagi vegna lagningar Blöndulínu 3 er lagt til að ný háspennulína frá Varmahlíð til Sauðárkróks verði lögð í jarðstreng, samhliða nú- verandi Sauðárkrókslínu. Línan er sögð auka afhendingaröryggi. Þá er framlengd ákvörðun um að fresta áfram skipulagi vegna Villinganesvirkjunar og Skata- staðavirkjunar. Virkjanirnar voru settar í biðflokk rammaáætlunar árið 2013 og eru í raun enn því tillaga síðustu verkefnastjórnar sem lagði til að virkjanirnar færu í verndarflokk hafa ekki verið af- greiddar á Alþingi. Verði það nið- urstaðan falla þær væntanlega út af aðalskipulagi við næstu endurskoðun. Jarðstrengur til Sauðárkróks SKIPULAG Skjölum Héraðsskjalasafnsins á Ísa- firði hefur verið pakkað niður og þau flutt í bráðabirgðageymslu í Hafnar- húsinu. Samningi við bæinn um skjalageymslur í húsi Norðurtang- ans var rift. Skjalasafn Héraðsskjalasafnsins var flutt úr Safnahúsinu í Norður- tangahúsið í október. Búið var að kaupa hillukerfi og átti að koma þeim þar fyrir við góðar aðstæður. Þar voru skjölin skemur en reiknað hafði verið með vegna ágreinings á milli eiganda hússins og Ísafjarðarbæjar. „Við fengum hótun um útburð og þorðum ekki annað en að rýma húsið þótt við viðurkennum ekki gildi þess samnings sem rift var,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ekki var hægt að snúa skjölunum aftur í Safnahúsið því þar er búið að taka til. Gísli segir að bærinn sé að velta ýmsum möguleikum fyrir sér. Hillurnar hafi verið keyptar og reynt verði að koma þeim fyrir í öðru hús- næði. Byggðasafnið byggir Upphaflega stóð til að Byggðasafn Vestfjarða yrði einnig með geymslur í Norðurtangahúsinu en það dró sig út úr samningnum. Gísli Halldór seg- ir að safnið sé ekki komi með varan- lega lausn á geymslumálum sínum. Það muni taka þátt í nýbyggingu í Neðstakaupstað þar sem Horn- strandastofa verði með aðstöðu. Byggðasafnið geti verið þar með sýn- ingar allt árið og fái einnig geymslur. Tilkoma sýninga á vegum Horn- strandastofu og Byggðasafnsins geri safnasvæðið meira aðlaðandi fyrir ferðafólk, ekki aðeins farþega skemmtiferðaskipa heldur einnig fólk sem kemur á eigin vegum. Verð- ur að sögn Gísla stílað í auknum mæli inn á þann markað. helgi@mbl.is Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Safnahúsið Eyrartúni Samkomulag um enduruppbyggingu þriggja menn- ingarhúsa á Ísafirði var undirritað í gær en um er að ræða gamla sjúkra- húsið, Edinborgarhúsið og sal tónlistarskólans. Skjöl héraðsskjala- safnsins á vergangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.