Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Leiðinlegasta útgáfa sem gat komið
2. Fékk næstum stjórnlausan bíl á sig
3. Átta bíla árekstur í Kópavogi
4. Stormurinn nálgast hámarkið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Strengjasveitin Íslenskir strengir
heldur tónleika kl. 21 annað kvöld í
Safnahúsinu við Hverfisgötu og er yf-
irskrift tónleikanna Íslenskur tangó.
Á efnisskránni verða strengjasveitar-
verk eftir tvö finnsk tónskáld, Eino-
juhani Rautavaara og Jean Sibelius,
og leikur strengjasveitin einnig þrjár
tangótónsmíðar eftir Hafdísi Bjarna-
dóttur við ljóð Einars Más Guð-
mundssonar. Sigrún Kristbjörg Jóns-
dóttir, fiðluleikari og útsetjari, útsetti
lög Hafdísar fyrir strengjasveit og
mezzósópran og mun Jóhanna Ósk
Valsdóttir syngja með sveitinni.
Hljómsveitina skipa 17 hljóðfæra-
leikarar og verða þetta fyrstu tón-
leikar sveitarinnar. Meðlimir eru
strengjaleikarar úr ýmsum áttum
sem vilja kynna tónverk sem samin
hafa verið fyrir strengjasveit og vera
afl sem hvetur til þess að ný
strengjasveitarverk verði samin.
Hljómsveitarstjóri er Ólöf Sigur-
sveinsdóttir.
Fyrstu tónleikar
Íslenskra strengja
Sópransöngkonurnar Heiðdís
Hanna Sigurðardóttir og Bryndís
Guðjónsdóttir og píanóleikarinn
Matthildur Anna Gísladóttir bjóða
gestum tónleikarað-
arinnar Kúnstpásu í
óperuferðalag á
morgun kl. 12.15 í
Norðurljósum í
Hörpu. Fluttar verða
valdar aríur og dú-
ettar eftir Goun-
od, Mozart,
Donizetti og
Bellini.
Valdar aríur og
dúettar í Kúnstpásu
Á þriðjudag Allhvöss eða hvöss breytileg átt og snjókoma víða um
land. Hægari sunnanátt undir kvöld og él, en léttir til á Norður- og
Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s. Él sunnan- og vestan-
til, en þurrt og bjart nyrðra og eystra. Gengur í austan hvassviðri
suðaustantil í kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
VEÐUR
Gylfi Þór Sigurðsson átti
mjög góðan leik fyrir
Everton þegar liðið hafði
betur gegn Crystal Pal-
ace, 3:1, í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu.
Gylfi skoraði eitt mark og
lagði upp annað. Gylfi
hefur þar með skorað
fjögur mörk í deildinni á
tímabilinu og lagt upp
þrjú. Hann fékk mjög
góða dóma fyrir frammi-
stöðu sína í leiknum. »1
Mark og stoð-
sending hjá Gylfa
Aðstæður í brautinni voru góðar og
ekkert yfir því að kvarta. Ég bara náði
mér aldrei í góðan gír í þessari göngu
og undir lokin hugsaði ég um það eitt
að ná að klára hana,“ sagði
Snorri Einarsson sem varð í
56. sæti í 30 km skipti-
göngu á Vetrar-
ólympíu-
leikunum í
gær. »1
Ég bara náði mér aldrei
í góðan gír
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH
tryggði sér Norðurlandameistaratit-
ilinn í 400 m hlaupi innanhúss á Norð-
urlandamótinu sem haldið var í Upp-
sölum í Svíþjóð í gær. Þá krækti
ÍR-ingurinn Hulda Þorsteinsdóttir sér í
bronsverðlaun í stangarstökki. Ísland
og Danmörk tefldu fram sameiginlegu
liði og hafnaði það í neðsta sæti í bæði
karla- og kvennaflokki. »2
Arna Stefanía Norður-
landameistari
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Bach heillaði mig strax á barnsaldri. Ég hlustaði
á píanósnillinga á borð við Glenn Gould og Sviat-
oslav Richter leika prelúdíur og fúgur Bachs og
varð fljótt gagntekinn af þessari tónlist. Strax á
unglingsárum kom upp í huga mér sú hugmynd
að gaman væri að geta leikið allar prelúdíurnar og
fúgurnar; verk sem hafa gefið tóninn fyrir alla
tónlist á Vesturlöndum síðustu árhundruð,“ segir
Ólafur Elíasson píanóleikari.
Á hverju þriðjudagskvöldi, nú á þriðja árinu,
eru í Dómkirkjunni tónleikar þar sem Ólafur leik-
ur fúgur og prelúdíur eftir Johann Sebastian
Bach. Verkin eru tekin úr tveimur bókum, Das
wohltemperierte Klavier 1 & 2, sem mætti þýða
sem „vel stillta píanóið“. Í hvorri þeirra eru 24
prelúdíur og fúgur í öllum 24 tóntegundunum.
Tónlistarmenn tala oft um þessi verk sem gamla
testamentið enda grundvallarverk í tónlistarsög-
unni.
Alfræðibók og allar tegundir tónlistar
„Hljómborðsverk snemma á barokktímanum
voru oft í einfaldari tóntegundum, en hljómborðin
voru þá oft stillt þannig að C-dúrinn var alveg
hreinn. Þannig hljómar hljóðfærið afar fallega sé
leikið bara á hvítu nóturnar en sé leikið á þær
svörtu hljóma þær falskar. Snemma á 18. öld
fundu hljóðfærasmiðir hins vegar leiðir til að stilla
hljómborðin þannig að hægt væri að leika í hvaða
tóntegund sem er,“ segir Ólafur og heldur áfram:
„Bach var afar hrifinn af þessum nýju stilling-
um, sem gáfu honum mikið frelsi á hljómborðið.
Hann ákvað þá að skrifa prelúdíur og fúgur í öll-
um tóntegundum og setja í þessi verk nánast allt
sem hann kunni um tónlist. Þannig verða prelúdí-
ur og fúgur Bachs nokkurs konar alfræðibók þar
sem finna má nánast allar tegundir tónlistar sem
hann hafði vald á; trúarlegar hugleiðingar, dans-
tónlist og allt þar á milli,“ segir Ólafur.
Raddirnar syngja saman
Fúgur Bachs eru þannig gerðar, að sögn Ólafs,
að margar sjálfstæðar laglínur hljóma í senn.
„Þegar raddirnar syngja saman hjá Bach koma
oft fram nýir óþekktir hljómar og tónbil sem
hljóma framandi jafnvel enn í dag. Mörgum djass-
leikurum finnst t.d. fúgur Bachs vera forboði um
djassinn sem kemur fram tvö hundruð árum
seinna. Að minnsta kosti er það vel þekkt að þeg-
ar djasstónlistarmenn fara að skoða Bach finnst
þeim þeir oft vera á kunnuglegum slóðum.“
Aðsókn á tónleikana hefur jafnan verið góð, að
sögn Ólafs. Á sumrin er stundum full kirkja og
ferðamenn eru duglegir að mæta. Tónlist gömlu
meistaranna er síst á undanhaldi og þeim sem þá
kunna að meta fjölgar stöðugt. Á meðal áheyr-
enda eru líka oft tónlistarmenn sem koma eftir
tónleika til Ólafs, sem lýsir því svo að þá spinnist
oft miklar umræður um túlkun á verkum Bachs.
Sex ára verkefni
„Núna er ég um það bil hálfnaður með verkin í
Bachbókunum tveimur. Ég ætlaði mér að ná
verkunum öllum á fjórum árum, en það hefur
reynst aðeins of mikil bjartsýni. Ég þarf senni-
lega fimm ef ekki sex ár til að klára að leika öll
verkin,“ segir Ólafur, sem leikur sex prelúdíur og
fúgur á hverjum tónleikum sem taka um það bil
hálfa klukkustund. Þar velur hann verkin með
það fyrir augum að efnisskráin sé sem fjölbreytt-
ust.
„Ég reyni líka að vera duglegur að rifja upp það
sem ég hef spilað fyrr í ferlinu og halda þessu öllu
við þar sem mig langar að fara með þessa dagskrá
utan í framtíðinni.“
Margar laglínur hljóma í senn
Morgunblaðið/Hari
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson í Dómkirkjunni. Hann dáir Bach enda margar víddir í tónverkum hans.
Ólafur leikur prelúdíur
og fúgur Bachs á hverjum
þriðjudegi í Dómkirkjunni
Ólafur Elíasson var mjög virkur á sínum
tíma í Indefence-hópnum, sem barðist gegn
því að íslenska ríkið tæki yfir skuldbind-
ingar vegna Icesave í Bretlandi og Hollandi,
þegar Landsbankinn féll.
„Ég var búinn á því eftir Icesave og kúpl-
aði mig út úr þjóðmálunum. Ég sneri mér
aftur og alfarið að tónlistinni. Við í Inde-
fence vorum með aðstöðu í húsakynnum Al-
þingis um tíma og í nokkur ár snerist allt
mitt líf í kringum þetta svæði hér við
Austurvöll. Í þessu ati varð mér oft litið til
Dómkirkjunnar og fannst eins og andlegur
friður væri yfir henni þegar allt var að verða
vitlaust hér í kring. Nú finnst mér afar gott
að vera á sama svæðinu í hinu magnaða
andrúmslofti Dómkirkjunnar og eiga viku-
legan fund með fólki sem nýtur þess að
hitta Bach með mér.“
Magnað andrúmsloft
BARÁTTUMAÐUR ÚR INDEFENCE