Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
DÓRA BERGS SIGMUNDSDÓTTIR,
Kleifahrauni 10a,
Vestmannaeyjum,
lést laugardaginn 27. janúar á
Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum.
Sigmar Magnússon
Hlynur Sigmarsson Soukaina Nigrou
Dóra Hanna Sigmarsdóttir Sighvatur Jónsson
Heiðrún Björk Sigmarsdóttir Vilberg Eiríksson
Andrés Bergs Sigmarsson
og barnabörn
Elskulegur bróðir okkar,
ÞÓRIR MAGNÚSSON,
Hjallavegi 2,
sem lést mánudaginn 29. janúar, verður
jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
13. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarfélög.
Hrefna Magnúsdóttir
Ragna Magnúsdóttir
Soffía Magnúsdóttir
Karl Höfðdal Magnússon
✝ Ólafur PéturJensen fæddist
í Reykjavík 4. júní
1922. Hann and-
aðist á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 1. febr-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Peter Adolf
Åge Edvard Jen-
sen, rafvirkjameist-
ari í Reykjavík, f.
29. ágúst 1891 í Óðinsvéum í
Danmörku, d. 19. nóvember
1948, og Margrét Dóróthea Sig-
urjónsdóttur, f. 4. október 1888 í
Vatnsleysustrandarhreppi, d. 1.
janúar 1925.
Ólafur kvæntist Kristbjörgu
Valentínusdóttur Jensen 24. júlí
1943. Foreldrar hennar voru
Valentínus Eyjólfsson, f. 28. júní
1874 í Reykjavík, d. 18. febrúar
1947, og Ólöf Kristín Júlía
Sveinsdóttir, f. 21. júlí 1884 í
Reykjavík, d. 25. maí 1947.
Kristbjörg og Ólafur eignuðust
fjóra syni. Þeir eru:
1) Edvard Pétur Ólafsson, f.
ur Ari, f. 18.5. 1981, maki Berg-
lind María Tómasdóttir, f. 9.8.
1973, Svanur Þór, f. 1.3. 1984,
og Kristbjörg Guðrún, f. 29.9.
1995.
4) Sveinn Valdimar Ólafsson
verkfræðingur, f. 8.4.1962, maki
Sigríður Ísafold Håkansson, f.
16.9. 1954. Dóttir Sigríðar er
Katrín Ásta Stefánsdóttir, f.
18.6. 1981, maki Jón Ólafur
Gestsson, f. 14.6. 1979.
Barnabarnabörn Krist-
bjargar og Ólafs eru komin vel á
annan tug.
Þau bjuggu í Reykjavík allan
sinn búskap, fyrst á Freyjugötu,
lengst af í Grundargerði og loks
í Hæðargarði. Síðustu ár ævi
sinnar bjó Ólafur á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Ólafur lauk sveinsprófi í raf-
virkjun 1943, fékk meistarabréf
1945 og lágspennulöggildingu
1947. Hann starfaði hjá Raf-
magnseftirliti ríkisins í tvö ár en
starfaði eftir það sem rafvirkja-
meistari í Reykjavík. Ólafur sat í
prófnefnd rafvirkja frá 1957-
1981, þar af sem formaður í níu
ár. Hann var gerður að heiðurs-
félaga í Félagi löggiltra raf-
verktaka 1994.
Ólafur verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag, 12.
febrúar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
22.1. 1945, raf-
virkjameistari.
Fyrri kona var
Guðrún Alberts-
dóttir, f. 13.1. 1947,
d. 23.3. 1994.
Þeirra synir eru
Ólafur Pétur, f. 1.3.
1967, d. 9.3. 2014,
Viktor Gunnar, f.
12.10. 1970, maki
Ingunn Mjöll Birg-
isdóttir, f.
17.10.1970, og Björn Ingi, f. 5.2.
1976. Seinni kona Edvards er
Pálína Oswald, f. 25.7. 1944.
Dætur Pálínu eru þrjár.
2) Ólafur Valur Ólafsson, f.
23.11. 1950, kerfisfræðingur,
maki Alma Möller, f. 22.5. 1952.
Þeirra börn eru Vala Björg, f.
15.8. 1977, maki Valgeir Smári
Óskarsson, f. 25.8. 1978; og
Ólafur Jens, f. 30.11. 1983, maki
Saga Fenger Þórðardóttir, f.
18.10. 1987.
3) Halldór Ólafsson, f. 17.4.
1954, rafvirkjameistari, maki
Katrín Sæmundsdóttir, f. 14.3.
1954. Þeirra börn eru Sæmund-
Faðir okkar, Ólafur Pétur Jen-
sen, og helsta fyrirmynd hefur nú
kvatt þennan heim. Hann var
hugljúfi hvers manns og öðlingur
að mannkostum. Hann var ekki
fyrir það að trana sér fram og
hafði óþol gagnvart monti og
sjálfselsku. Honum leið ávallt
best þegar hann gat hlúð að og
stutt við fólk, stórt sem smátt.
Eftirfarandi ljóð lýsir Ólafi vel:
„Sá sem hefur fáar óskir, mun fá þær
uppfylltar. Sá, sem girnist margt, missir
af því. Þess vegna ástundar hinn vitri
einfeldni og verður fyrirmynd allra.
Hann býst ekki í skart, þess vegna ljóm-
ar hann. Heldur sér ekki fram og það er
ágæti hans. Hann er laus við sjálfhælni
og þess vegna er hann vitur. Hann er
laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum,
og af því að hann keppir ekki við aðra,
getur enginn keppt við hann.“
(úr Bókinni um veginn, Lao-Tse)
Við bræður þökkum innilega
öllu starfsfólki dvalar- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar fyrir
góða umönnun og kærleika í garð
föður okkar meðan hann dvaldi
þar. Grund er elsta starfandi
heimili fyrir aldraða hér á landi
stofnað árið 1922, sem er einnig
fæðingarár föður okkar. Þar leið
honum eins vel og nokkur kostur
var.
Föður okkar þökkum við fyrir
samveruna, vinskapinn, húmor-
inn og umhyggju alla tíð.
Þínir synir,
Edvard Pétur, Ólafur Valur,
Halldór og Sveinn Valdimar
Elskulegur tengdapabbi minn,
Ólafur P. Jensen, er látinn. Hann
náði háum aldri, var á 96. aldurs-
ári þegar hann lést. Ólafur átti
langt og gott líf og hann var gæfu-
maður í einkalífi og starfi.
Hann kynntist ungur Krist-
björgu sinni og gengu þau í hjóna-
band árið 1943. Það er gaman að
skoða myndir af þeim frá fyrstu
árum þeirra saman, Ólafur hár og
fjallmyndalegur, frekar alvöru-
gefinn og traustvekjandi. Krist-
björg, eða Budda, eins og Ólafur
og margir vina þeirra kölluðu
hana, alltaf síbrosandi og ólgandi
af fjöri.
Ólafur lærði rafvirkjun og
starfaði lengst af sem sjálfstæður
rafvirkjameistari. Hann var ann-
álaður fyrir góð vinnubrögð og
naut hann mikillar virðingar og
trausts innan stéttar sinnar.
Kristbjörg og Ólafur bjuggu
lengst af í Grundargerði 27, þar
sem þau byggðu sér hús. Krist-
björg tengdamamma mín var
mikill fagurkeri og bjó hún þeim
fallegt heimili. Hún lagði mikið á
sig til að eignast fallega hluti og
elskaði t.d. danskt postulín. Ólaf-
ur minn brosti góðlátlega að þess-
um innkaupum og líkaði bara vel.
Þau eignuðust fjóra stráka á 17
ára tímabili. Það var því mikil
gleði hjá tengdamömmu þegar í
fyllingu tímans fóru að birtast
tengdadætur í fylgd strákanna.
Svo komu barnabörnin eitt af
öðru og leituðu þau í hlýjan og
traustan faðm afa síns. Börnin
voru elskuð skilyrðislaust og um-
vafin ást og umhyggju af afa og
ömmu.
Kristbjörg og Ólafur voru vina-
mörg og var oft glatt á hjalla í
góðra vina hópi. Mikið dansað og
farið í samkvæmisleiki. Ólafur
spilaði lengi brids við góða félaga
sína og nutu þeir samvistanna
meðan líf og heilsa entist þeim.
Ólafur missti Buddu sína árið
2000 og höfðu þau þá nokkrum ár-
um áður flutt í Hæðargarð 29, þar
sem hann bjó síðan einn.
Þegar ég minnist elskulegs
tengdapabba míns kemur fyrst
upp í hugann hve traustur, hlýr
og þakklátur hann var. Hann var
ekki maður margra orða en kær-
leikur hans og umhyggja fyrir
sínu fólki var augljós.
Ég kveð minn kæra tengda-
pabba með mikilli virðingu og
söknuði og þakka honum sam-
fylgdina í 50 ár. Góða ferð, kæri
Ólafur.
Alma Möller.
Þegar ég hugsa til elsku Óla
afa koma upp í hugann orð eins og
ljúfur, góður og traustur. Ég
minnist tímans þegar hann og
amma áttu heima í Grundargerð-
inu með hlýju. Það var alltaf svo
notalegt að vera hjá þeim og fá
döðlubrauð með miklu smjöri og
lesa Tinnabækurnar og Andrés
Önd, á dönsku auðvitað. Afi var
barngóður og fannst alltaf gaman
að hitta langafabörnin og þeim
þótti vænt um Óla afa langafa eins
og þau kölluðu hann. Við yljum
okkur við góðar minningar um
góðan mann og það fallega vega-
nesti sem hann gaf okkur út í lífið.
Vertu bless, elsku afi.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Vala Björg og fjölskylda.
Það var mikið gæfuspor að
verða hluti af fjölskyldu Óla Jen-
sen fyrir margt löngu, þegar ég
kynntist Ólöfu eiginkonu minni,
en hún var systurdóttir Krist-
bjargar (Buddu), eiginkonu Óla.
Hugurinn hneigðist að námi í
rafvirkjun og Óli taldi ekki eftir
sér að gerast meistari minn í raf-
magnsfræðunum. Hann var frá-
bær kennari sem lagði mikla
áherslu á vandvirkni og djúpa
þekkingu. Enda voru nemendur
hans ávallt efstir á sveinsprófum í
Iðnskólanum. Sem vinnuveitandi
var hann sanngjarn og ráðagóður
og gerði sér far um að skipuleggja
vinnudaginn sem best. Aldrei bar
skugga á samskipti okkar þann
tíma sem ég starfaði með honum
að fjölbreyttum verkefnum víða
um bæinn.
En það var innan fjölskyldunn-
ar sem við kynntumst best. Synir
Óla og Buddu voru á svipuðum
aldri og synir okkar Ólafar og það
var mikill samgangur þar á milli.
Þær systur Budda og Kristín
(Bía) voru miklar vinkonur og
tóku Ólöfu inn í þann hóp enda
voru þær Budda nánast jafnaldr-
ar. Mannfagnaðirnir í Grundar-
gerði áttu engan sinn líka, fullt út
úr húsi af börnum, foreldrum,
frænkum, vinafólki, öfum og
ömmum. Jensen, eins og við köll-
uðum hann einatt, horfði bros-
mildur yfir hópinn, mikill fjöl-
skyldumaður og ljúflingur sem
vildi allt fyrir alla gera. Synir okk-
ar Ólafar minnast hans með mikl-
um hlýhug og þökk fyrir allar
góðu stundirnar í Grundar-
gerðinu.
Afkomendum og tengdabörn-
um Óla Jensen votta ég samúð
mína. Megi hann hvíla í Guðs friði.
Haukur Ársælsson.
Árið 1917 kom hingað til lands
danskur rafvirkjameistari, Edv-
ard Jensen. Hann kom á vegum
fyrirtækisins T. B. Tryge og var
tilgangur komu hans hingað, að
setja niður dísilrafstöð og leggja
raflagnir í Holdsveikraspítalann
sem Oddfellow-reglan í Dan-
mörku reisti og gaf íslensku þjóð-
inni. Edvard settist hér að, varð
einn af fimm fyrstu rafvirkja-
meisturum eða rafverktökum í
Reykjavík. Hann kvæntist Dórot-
heu Sigurjónsdóttur og átti með
henni eitt barn, Ólaf Jensen. Ólaf-
ur lærði rafvirkjun hjá föður sín-
um, útskrifaðist frá Iðnskólanum
í Reykjavík árið 1941 með ein-
kunninni 9,58 sem er fimmti besti
árangur við útskrift rafvirkja í
rúmlega 100 ára sögu skólans. Að
sveinsprófi loknu réðst Ólafur til
Rafmagnseftirlits ríkisins til
starfa við prófun raffanga og
eftirlit með raflögnum. Ólafur
fékk löggildingu sem rafvirkja-
meistari árið 1948 og rak frá því, í
46 ár, fyrirtæki í rafiðnaði þar
sem hann þjónaði mörgum aðil-
um, stórum og smáum, lagði ný-
lagnir í hús og sá um viðhald raf-
lagna. Á þessum tíma störfuðu á
fjórða tug sveina í rafvirkjun hjá
honum og hann hafði 10 rafvirkja-
nema á námssamningi hjá sér
sem allir sköpuðu sér gott orð
sem fagmenn í rafvirkjun. Ólafur
var farsæll í starfi sem varð til
þess að á hann hlóðust ýmis önnur
störf, tengd félagsmálum raf-
virkjameistara og rafverktaka.
Hann var í sveinsprófanefnd fyrir
rafvirkjun í 24 ár og stýrði nefnd-
inni í tæpan áratug. Einnig sat
hann í stjórn félags rafverktaka í
u.þ.b. áratug. Ég kynntist verk-
um Ólafs sem eftirlitsmaður með
raforkuvirkjum hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og get með
góðri samvisku vottað það að
Ólafur Jensen var rafverktaki
sem skilaði frá sér verkum í
hæsta gæðaflokki. Því á vel við að
ljúka þessari stuttu samantekt
um Ólaf Jensen rafverktaka með
hendingunni: Verkið lofar meist-
arann.
Ásgrímur Jónasson.
Ólafur Pétur
Jensen
✝ Jóhanna Krist-ín (Kiddý)
fæddist 4. október
1946 í Reykjavík.
Hún lést á Borg-
arspítalanum í
Reykjavík 30. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Þór-
arinn Markússon
frá Reykjavík, f.
30.4. 1923, d. 3.8.
1971, og Gíslína Guðlaug Árna-
dóttir frá Vestmannaeyjum, f.
7.11. 1925, d. 7.9. 2012. Bræður
Jóhönnu Kristínar voru Viðar
Björnsson, f. 24.8. 1958. Sig-
urjón Stefán Björnsson, f. 26.1.
1953, kvæntur Björk Bjarna-
dóttur, f. 12.7. 1958. Guð-
mundur Edwin Þór, f. 6.5. 1957,
d. 8.1. 1982, og voru þeir allir
fæddir í Reykjavík. Eiginmaður
Jóhönnu Kristínar var Snorri
Gestsson, f. 25.6. 1943, og eign-
uðust þau fjögur börn. Jóhanna
Kristín og Snorri
skildu. Börn þeirra
eru: Gestur, f. 16.9.
1965, og á hann tvo
syni og einn son-
arson. Gísli Árni, f.
9.2. 1967, í sambúð
með Kanda Ko-
hyangphuak, f. 1.1.
1976, og eiga þau
tvö börn. Jónína
Kristín, f. 2.9. 1973,
gift Guðjóni Guð-
mundssyni, f. 1973, og eiga þau
þrjú börn. Birna Rós, f. 22.12.
1976.
Jóhanna Kristín var fædd og
uppalin í Reykjavík. Hún bjó á
Suðurnesjum um 15 ára skeið en
lengst af var hún búsett í
Reykjavík. Hún stundaði ýmis
störf er tengdust fiskvinnslu og
verslun um árabil.
Útför Jóhönnu Kristínar fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 12. febrúar 2018, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Í dag fylgjum við móður okkar
til grafar. Elsku mamma, það var
frekar óvænt þegar kallið kom
þrátt fyrir að heilsan hafi ekki al-
veg verið upp á það besta um hríð.
Það sem fyrir flesta er léttvæg
pest lagðist þungt á þig og sleppti
ekki takinu þrátt fyrir hetjulega
baráttu þína. Öll sú tækni og lyf,
sem okkar frábæra fólk á sjúkra-
húsunum ræður yfir, dugðu ekki
til.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar við lítum yfir
farinn veg og þökkum við kærlega
fyrir þann tíma sem við fengum
með þér. Minningin um sterka og
lífsglaða mömmu mun ávallt
standa upp úr hjá okkur systkinum
og hvernig þér tókst öll þessi ár að
hugsa svo fallega um Birnu Rós
þrátt fyrir hennar miklu veikindi
og fötlun. Þú tókst það verkefni að
þér og skilaðir með miklum sóma.
Nú munum við ekki láta okkar eft-
ir liggja og tökum við keflinu frá
þér varðandi hennar mál.
Umhyggja þín fyrir ömmu- og
langömmubörnunum var mikil og
skrýtið verður það að fá ekki
hringingu frá þér þar sem rætt
verður um börnin og hvernig þeim
gengur í sínum daglegu athöfnum.
Nú verður ekki lengur rennt í bak-
aríið og komið við hjá ömmu Kiddý
til að njóta saman stundar en eftir
lifa fallegar og góðar minningar til
að ylja sér við á þessum erfiðu tím-
um. Við verðum að trúa því að þú
hafir farið á betri stað eftir þessa
erfiðu baráttu.
Starfsfólki gjörgæsludeilda á
Hringbraut og Borgarspítala
sendum við bestu þakkir fyrir þá
umönnun og þann stuðning sem
þau sýndu móður okkar í þessum
illvígu veikindum.
Kæru ættingjar og vinir, okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Elsku mamma, við kveðjum þig
nú með söknuði og sendum þér
okkar hugljúfustu kveðju.
Gestur, Gísli Árni, Jónína
Kristín og Birna Rós.
Nú hefur sú ágæta kona, Jó-
hanna Kristín Björnsdóttir, gengið
á vit feðra sinna eftir fremur stutta
en erfiða sjúkrahúslegu. Leiðir
okkar Jóhönnu lágu saman þegar
ég kenndi Birnu dóttur hennar í
Öskjuhlíðarskóla. Fann ég þá
strax að þar fór heilsteypt og vönd-
uð manneskja, sem bar hag Birnu
fyrir brjósti og hafði mikinn áhuga
á skólagöngu hennar. Ég kenndi
Birnu aðallega tónmennt og þar
var hún verulega í essinu sínu og
fyllti kennslustundirnar af brosi og
glaðværð.
Síðar þróuðust málin þannig að
Jóhanna varð til nokkurra ára
tengdamóðir Ingibjargar dóttur.
Reyndist hún Ingibjörgu afar vel
þá, og allar götur síðar. Við hjónin
náðum að kynnast Jóhönnu tals-
vert vegna þessara tengsla því
Gestur sonur hennar og Ingibjörg
dóttir eiga saman soninn Ólaf
Björn. Við hittumst því í afmælum
Ólafs Björns og á ýmsum öðrum
tímamótum. Birna var oftast með
Jóhönnu heitinni við þessi tækifæri
enda héldu þær mæðgur heimili
saman. Maður tók eftir því hversu
vel fór á með þeim enda voru þær
mjög samrýndar.
Jóhanna heitin hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lá ekkert á þeim. Viðræðurnar
urðu því oft líflegar þegar leiðir
okkar lágu saman. Við hjónin eig-
um eftir að sakna Jóhönnu og
munum geyma minningar okkar
um hana. Ólafur Björn var líka
virkilega hrifinn af Jóhönnu ömmu
sinni, eða ömmu Kittý eins og hann
kallaði hana. Hann syrgir nú elsku-
lega ömmu sem hann heimsótti
reglulega með pabba sínum. Það
er eftirsjá að Jóhönnu Kristínu og
við þökkum henni kærlega sam-
fylgdina. Sendum við börnum
hennar, ættingjum og vinum sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Beinteinn og
Dagný Elíasdóttir.
Jóhanna Kristín
Björnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín, þú
gerðir bestu pönnukökur í
heimi. Þú varst dugleg að
hringja í okkur og vildir vita
hvað við værum að gera. Nú
á ég ekki eftir að tala aftur
við þig í síma eða hitta þig
aftur og gefa þér knús, það
er mjög sorlegt. Ég elska
þig, amma mín, þinn
Andri Snær.
Elsku amma mín. Þakka
þér fyrir allar góðu stund-
irnar okkar saman. Þú tókst
alltaf svo vel á móti mér og
pabba á Meistaravöllum.
Ég sakna þín mikið og
geymi minningar mínar um
þig.
Þinn sonarsonur
Ólafur Björn Gestsson.
Elsku amma mín, þú ert
besta amma sem ég hef átt,
varst alltaf góð og gerðir allt
fyrir mig, bjóst alltaf til
besta grjónagrautinn og
pönnukökur og besta fisk-
hring í heimi. Hélst alltaf
með mér í öllu og hafðir
áhuga á öllu sem ég gerði,
þú varst alltaf dugleg að
hringja og spyrja hvað við
værum að gera. Ég elska
þig elsku amma mín, ég lofa
að passa Birnu Rós fyrir
þig. Þinn
Óskar Ísak.