Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur ríka löngun til þess að að- stoða aðra og þeir sem til þín þekkja virða einlægan ásetning þinn. Reyndu að halda þínu striki. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er í góðu lagi að lyfta sér upp að loknu vel unnu dagsverki. Einhver ágrein- ingur gæti komið upp varðandi heim- ilisþrifin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú finnur þig knúinn til þess að bæta sjálfan þig, láttu endilega verða af því. Haltu þig við efnið, það verður þess virði þegar upp er staðið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi. Þú átt einstaklega auðvelt með að koma auga á málsatriði sem öðrum virðast hulin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samfélagið á heimtingu á því að þú látir einhvern tímann til þín taka. Vertu op- inn fyrir nýju fólki því ókunnugir eru í raun vinir sem þú hefur ekki enn kynnst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað það liggur í loftinu sem gerir þig óöruggan. Yfirbragð þitt sýnist kannski teprulegt eða fjarlægt, en þú ert bara að vanda þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt auðvelt með að leysa úr hvers kyns vandamálum í dag. Stærðin á verkinu skiptir ekki máli heldur natnin sem þú setur í það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Brjóttu odd af oflæti þínu og þiggðu aðstoð samstarfsmanna þinna. Not- aðu tímann þess í stað til að ganga frá laus- um endum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skipulag jafnt heima fyrir sem í vinnunni er þér ofarlega í huga og ekkert at- hugavert við það. Þig langar til þess að eiga mikilvægt samtal við einhvern nákominn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu daginn til þess að ganga í félag eða samtök sem hjálpa þeim sem minna mega sín. Gerðu það án þess að hugsa of mikið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú veist ekki einu sinni hver stendur með þér þar til þú hendir þér út í verkefnið. Haltu þínu striki og hlustaðu ekki á raddir þeirra sem eru á annarri bylgju- lengd en þú. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að það er hægt að lyfta sér upp án þess að kosta miklu til. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu. Mér varð á í messunni á þriðju-daginn þegar ég sagði að þessi limra væri eftir Gísla Kol- beinsson en á að sjálfsögðu að vera Guðna Kolbeinsson og biðst ég vel- virðingar á því: Fraukan á Facebook var tæk; já, fín var hún Dóra og spræk; og einnegin Stína og Ása og Lína og María litla fékk like. En Guðni brást vel við og sendi mér „Gíslasköpun“: Hrekkvís og baldinn er Blöndal og býsna margt virðist hann sýsla. Skáldmennið skýrara en Gröndal skapaði spánnýjan Gísla. Hér yrkir Helgi R. Einarsson um Gunnu: Gunna í sinni sveit var saklaus og undirleit, en kynntist þá Hansa, Högna og Mansa og Herði í einni beit. Jón Gissurarson skrifaði á Boðn- armjöð á miðvikudag: „Nú er klukkan rétt að verða níu miðviku- daginn 7.2. 2018. Daginn er mikið farið að lengja og morgunbirtan því farin að láta á sér kræla. Skamm- degið verður brátt að baki.“ Gæfu prísa geng úr rúmi gatan lýsast óðum fer. Dagur rís úr dimmu húmi draumavísa fæddist hér. Hallmundur Kristinsson yrkir: Oft mig hefur andann skort, og mín beðið krísur. Gott mér þætti að geta ort gáfulegri vísur. Og birtir síðan leiðréttingu: Aldrei hefur andann skort, engar beðið krísur. Gott finnst mér að geta ort gáfulegar vísur. Ingólfur Ómar Ármannsson finn- ur til smæðar sinnar! Allt er hjal mitt einskisvert oft hef beðið krísur. Verst að aldrei get ég gert gáfulegar vísur. Þrúður Jónsdóttir í Miðhúsum orti: Bændur svína brúka sið, belgja vínið sinn í kvið, skynsemd týna og skerða frið, skæla trýnið út á hlið Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gíslasköpun og skamm- degið brátt að baki „ÞEIR BUÐU MÉR GRUNSAMLEGAN STARFSLOKAPAKKA, SVO ÉG HRINGDI Í LÖGGUNA OG LÉT HANDTAKA YFIRMANNINN.“ „ÉG HELD EKKI AÐ ÞÚ EIGIR AÐ BORÐA LITLU REGNHLÍFINA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að dreyma um sitt eigið pláss. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER KÖNGULÓ NÚNA, EN EINN DAGINN VERÐ ÉG FALLEGT FIÐRILDI! NEI, ÞÚ VERÐUR ALLTAF KÖNGULÓ Í ALVÖRUNNI? Í ALVÖRU NANA NANA NAAA NA! ÆI, ÞEGIÐU! HELGA, EF ÉG DEY Í ORRUSTU GETURÐU LIFAÐ AF ÖLLUM PENINGUNUM SEM ÉG HEF ÞÉNAÐ Í GEGNUM TÍÐINA! HELDURÐU Í ALVÖRUNNI AÐ KRÁAREIGANDINN MUNI SKILA ÞEIM? Fyrir dyrum stendur formannskjörí Eflingu – stéttarfélagi og stend- ur valið þar á milli tveggja kandídata. Umræðan í tengslum við kosning- arnar mun efalítið skerpast á næstu dögum og þá kemur í ljós hvað Ingv- ar Vigur Halldórsson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa fram að færa. Annars finnst Víkverja nokkuð á það skorta innan verkalýðshreyfingar- innar að í forsvari hennar sé fólk sem talar beint frá hjartanu og hefur tungutak umbjóðenda sinna. Verka- lýðsfélögin gera margt alveg prýði- lega og eru mikilvægar stofnanir í samfélaginu, en þau þurfa að standa nær fólkinu, sem aftur þarf að vera tilbúið í baráttuna og að blanda sér í leikinn. Að því leyti er gott mál að Eflingarfólk eigi þess nú kost að velja um formann, því kosningar, hvort heldur er til sveitarstjórna, al- þingis eða í félagssamtökum, leysa úr læðingi ýmsa krafta svo fram koma ný sjónarmið um breytingar til bóta. x x x Í fréttatímum og á félagsmiðlum síð-ustu daga hefur komið fram mas í ferðaþjónustufólki og íbúum fyrir austan fjall sem eru ókátir með lokun Hellisheiðar þegar gerir vitlaust veð- ur. Satt að segja finnst Víkverja ósköp lítið fyrir þessa gagnrýni gef- andi. Veðurspár í dag eru orðnar mjög áreiðanlegar og nákvæmar, svo lokanir vega eiga sér yfirleitt nokk- urn aðdraganda. Að puðast yfir fjall- vegi í hríðarbyl er aldrei nein skemmtiferð og er þá ekki bara ágætt mál að bíða meðan élið gengur yfir? Fá sér kaffi rétt á meðan, líta í blöðin og fleira þægilegt. x x x Víða, svo sem hjá Reykjavíkur-borg, eru nú gerðar tilraunir með styttingu vinnutíma úr átta klukkustundum í sex. Útkoman virð- ist vera góð og afköst starfsmanna ekki lakari en var. Sjálfgefið er því að haldið verði áfram á sömu braut. Eðlilegt er þá að skoða í leiðinni að fella sumardaginn fyrsta, uppstign- ingardag og aðra rauða daga á vorin að næstu helgi sem yrði þrír dagar þar sem fjölskyldur hefðu tækifæri til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Alveg rakið dæmi. vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 106.1) ROYAL JARÐABERJABÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.