Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir ● Ráðuneyti, seðlabankar, fjármálaeftirlit og viðeigandi stofnanir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um samvinnu landanna og sam- ræmingu á sviði fjármálastöðugleika. Frá þessu var greint á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að vegna innbyrðis tengsla í fjár- málakerfum landanna hafi Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin sameiginlegra hags- muna að gæta og því mikilvægt að auka samvinnu og samræmingu á milli landanna til að viðhalda fjármálastöðugleika. Á síðu FME segir að alþjóðleg umgjörð um samvinnu þeirra sem standa að vilja- yfirlýsingunni sé mikilvæg til þess að stuðla að fjármálastöðugleika á svæðinu og efla samvinnu þeirra og samræmingu eins og lýst er í yfirlýsingunni. Viljayfirlýsingin kemur í stað yfirlýsingar frá árinu 2010 og er ekki lagalega bind- andi. ai@mbl.is Undirrita viljayfirlýsingu um fjármálastöðugleika BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eflaust kannast sumir lesendur við Peter Anderson en þessi geðþekki Breti bjó um langt skeið á Íslandi og dansaði í heilan áratug með Íslenska dansflokknum. Eftir að hann setti dansskóna á hilluna hefur Anderson látið að sér kveða sem sölumaður og söluþjálfari og hefur hann haldið vinsæl námskeið hér á landi þar sem hann kennir samkvæmt RHYTM- söluaðferðinni. Næst heldur hann námskeið á vegum Endurmenntun- ar HÍ dagana 7. og 8. mars. Anderson segir sölumenninguna vera að breytast og hún krefjist þess að sölumenn laði viðskiptavini til sín og komi á sambandi við þá frekar en að þeir reyni að ýta vörum sínum upp á kaupendurna og beita þá þrýstingi. Að auki leiði gömlu að- ferðirnar frekar til þess að sölu- menn brenni út á meðan nýja nálg- unin geri starf sölumannsins ánægjulegra og gjöfulla og auðveldi honum að takast á við það álag sem fylgir vinnunni. „Það er með því að skapa tengsl við annað fólk sem sölutölurnar byrja að hækka,“ segir hann. Sölumaður uppi á sviði Í kennslunni fær Anderson að láni aðferðir sem hann lærði í dansinum. „Oftar en ekki þarf sölumaðurinn að vera eins og dansari á sviði. Hann er stöðugt að „koma fram“ og verður að hrífa viðskiptavininn með sér með látbragði lákamans á sama hátt og dansarinn hrífur áhorfandann. Starf sölumannsins og starf lista- mannsins er líka svipað að því leyti að báðir þurfa að hafa þykkan skráp og geta vænst þess að vera hafnað ótal sinnum áður en þeir fá jákvætt svar,“ segir And- erson. RHYTM-að- ferðin er, að sögn Andersons, tiltölulega einföld í grunninn og snýst um að rækta þann hæfileika að hlusta á fólk. „Sölumenn þurfa að þora að vera einlægir og leggja sig fram um að skilja hvaða vanda viðskiptavanur- inn glímir við. Viðskiptavinirnir skynja þetta viðhorf á jákvæðan hátt og þannig skapast traust og vel- vild á milli sölumanns og kaupanda. Og hver vill ekki eiga í viðskiptum við einhvern sem hann treystir og líkar vel við?“ Anderson bætir þó við að það sé ekki útilokað að selja vel með gömlu aðferðunum þar sem viðskiptavinur- Margt líkt með sölu- manni og dansara Morgunblaðið/Styrmir Kári Samband Mynd úr safni af uppátækjasömum sölumanni á öskudegi. Með því að hlusta á viðskiptavininn og skapa tengingu má bæta sölutölurnar.  Sölumenn nú til dags þurfa að kunna að hrífa fólk með sér inn er beittur þrýstingi og sölumað- urinn reynir að snúa á hann. „Ég minnist kollega míns hjá stórum breskum húsgagnasala sem fór ein- mitt þessa leið og gékk vel að ná sölumarkmiðum sínum. En það var líka mikið um kvartanir vegna hans og viðskiptavinirnir óánægðir.“ Áhrifin koma strax En er ekki söluheimurinn þannig í dag að sífellt er þrýst á fólk um að selja af meiri hörku? Er ekki And- erson að lýsa aðferðum sem geta kannski reynst vel til lengri tíma lit- ið en komið illa út næst þegar sölu- bónusunum verður útdeilt? „Þvert á móti hef ég komist að því að það að hlusta, tengja og vera einlægur bæt- ir söluna um leið og hefur strax þau áhrif að gera starf sölumannsins ánægjulegra. Með því að eiga í já- kvæðum samskiptum við viðskipta- vinina fyllumst við af orku sem fylgir okkur áfram til næsta við- skiptavinar svo við mætum honum með glampa og eldmóð í augum.“ Peter Anderson Dow Jones-vísitalan styrktist um 1,4% á föstudag, og S&P 500-vísi- talan um 1,5%. Af þeim 30 fyrir- tækjum sem mynda Dow Jones-vísi- töluna hækkuðu öll nema fjögur og munaði mest um hækkun hlutabréfa íþróttavöruframleiðandans Nike sem styrktist um 7,9%. Þrátt fyrir hækkunina á föstudag eru vísitölurnar fjarri því búnar að ná sér á strik eftir lækkun undan- farinna tveggja vikna. Við lokun markaða í vikulok mældist S&P 500- vísitalan 2.619,55 stig sem er 8,8% lægra en þegar hún náði hámarki 26. janúar síðastliðinn. Dow Jones-vísi- talan er 9,1% lægri en hún var 26. janúar og mældist 24.190,90 stig að kvöldi föstudags að sögn Market- Watch. Í þessari viku verða birtar mikil- vægar tölur um verðbólguþróunina í Bandaríkjunum að undanförnu og reikna markaðsgreinendur með að þær muni ráða miklu um hvort mark- aðurinn nær jafnvægi eða tekur aðra byltu. Bandaríkjadalurinn styrktist tölu- vert í liðinni viku og hefur ekki hækkað jafnmikið gagnvart körfu helstu gjaldmiðla í hartnær 15 mán- uði. Þá lækkaði olíuverð um 3% á föstudag og fór verð á framvirkum samningum með bandaríska hráolíu undir 60 dali í fyrsta skipti síðan í desember. ai@mbl.is AFP Læti Kauphöllin í New York á föstudag. Óvíst er hvert markaðurinn stefnir. Bandarísk hlutabréf rétta ögn úr kútnum  Stóru vísitölurnar styrktust á föstu- dag  Bandaríkjadalur styrktist einnig Bandaríski netverslunarrisinn Ama- zon hefur hleypt af stokkunum til- raunaverkefni þar sem fyrirtækið leikur stærra hlutverk í að afhenda vörur heim að dyrum viðskiptavina. Reuters hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að þessi tilraun sé þegar hafin í Los Angeles og mögu- lega einnig í öðrum borgum vestan- hafs. Þegar fréttist af verkefninu lækk- uðu hlutabréf hraðsendingar- fyrirtækjanna FedEx og United Parcel Service um rösklega 4% en markaðsgreinendur telja þó að til- raun Amazon stefni ekki framtíð póstrisanna tveggja í voða að svo stöddu. Benti einn sérfræðingurinn á að til að geta keppt við dreifikerfi FedEx og UPS á heimsvísu myndi Amazon þurfa að ráðast í 100 millj- arða dala fjárfestingu, sem jafn- gildir tæplega einum sjöunda af heildarmarkaðsvirði fyrirtækisins. Um 10% af tekjum UPS koma til vegna sendinga fyrir Amazon en 4% af tekjum FedEx. Að sögn Reuters miðar tilrauna- verkefnið að því að fækka hindr- unum á milli kaupenda og þeirra fyrirtækja sem selja vörur í gegnum netverslunarkerfi Amazon, m.a. með því að láta sendla Amazon sækja vörur til seljendanna og koma áleið- is til vöruhúsa Amazon eða beint í hendur hraðsendingarfyrirtækja á borð við FedEx sem koma sending- unni á áfangastað. ai@mbl.is AFP Sókn Starfsmaður flokkar pakka í vöruhúsi Amazon í Kaliforníu. Amazon gerir tilraun með dreifingu á vörum  Hlutabréf FedEx og UPS lækka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.