Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Forever and a Day nefnist önnur
skáldsagan sem breski rithöfund-
urinn Anthony Horowitz skrifar
með leyfi dánarbús Ians Fleming
um James Bond upp úr þeim gögn-
um sem Fleming skildi eftir sig. Frá
þessu greinir The Guardian. Bókin,
sem kemur út 31. maí, verður for-
saga að Casino Royale, sem er
fyrsta bókin sem Fleming skrifaði
um njósnara hennar hátignar og út
kom árið 1953. Fyrri Bond-bók
Horowitz nefnist Trigger Mortis og
kom út 2015.
„Ég gæti ekki verið hamingju-
samari yfir því að stjórnendur dán-
arbús Flemming hafi boðið mér að
skrifa aðra Bond-skáldsögu. Ég
naut þess að skrifa Forever and a
Day, þar sem ég skoða fyrsta verk-
efni Bond og reyni að ímynda mér
hvaða þættir hafi mótað hann og
gert að því íkoni sem öll heims-
byggðin þekkir í dag. Ég vona að
Ian Flemming hefði verið sáttur,“
hefur The Guardian eftir Horowitz.
Bók væntanleg um upphaf James Bond
Sáttur Horowitz vonar að Flemming hefði
verið ánægður með útkomuna.
Fyrstu fjóra mánuðina eftir að leik-
arinn Robin Williams svipti sig lífi
11. ágúst 2011 hækkaði sjálfsmorðs-
tíðni Bandaríkjamanna um 10%.
Þetta er niðurstaða rannsóknar vís-
indateymis við Columbia University
sem fjallað er um í PloS One.
„Tíðni sjálfsmorða hækkaði bratt í
Bandaríkjunum í ágúst 2014 og
áberandi var hversu mörg sjálfs-
morð voru framin með hengingu líkt
og var tilfellið hjá Robin Williams,“
skrifar rannsóknarteymið sem
David Fink leiddi. „Tíðni sjálfs-
morða með hengingu jókst um 32%
fyrstu fjóra mánuðina eftir andlát
Williams. Til samanburðar jókst
tíðni annarra sjálfsmorðsaðferða um
3%,“ segir í niðurstöðunum.
Þar er bent á að sjálfsmorð
þekktra einstaklinga hafi ekki endi-
lega bein áhrif á sjálfsmorðstíðnina.
Rifjað er upp að þegar Kurt Cobain
svipti sig lífi 1994 hafði það ekki
áhrif á sjálfsmorðstíðni Bandaríkja-
manna. Vísindahópurinn að baki
rannsókninni telur skýringuna helst
liggja í þeim mun sem var á fjöl-
miðlaumfjöllun um andlát þessara
tveggja manna. Þegar Cobain lést
var nær ekkert skrifað um hvernig
andlátið bar að. En þegar Williams
lést var sjónvarpað frá blaðamanna-
fundi þar sem upplýst var hvernig
Williams hefði notað belti sitt til að
hengja sig í svefnherberginu ásamt
því að skera sig á púls.
Vísindateymið hefur ekki óyggj-
andi sönnun fyrir því að fjölmiðla-
umfjöllun um andlát Williams hafi
orðið öðrum hvatning, en fréttin af
andláti hans snerti við mörgum og
sérstaklega „örvæntingarfullum
miðaldra karlmönnum“, eins og vís-
indateymið orðar það. Greining eftir
kyni og aldri þeirra sem sviptu sig
lífi á tímabilinu frá ágúst til desem-
ber 2011 leiðir í ljós að aukning
sjálfsmorða var mest meðal karl-
manna á aldrinum 30-44 ára.
Fjölmiðlaumfjöllun
gæti skýrt aukningu
Ljósmynd/Eva Rinaldi
Ástsæll Robin Williams árið 2011.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralage inn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
Hálkubroddar
ensínbrúsar
last/Blikk
, 10, 20L
asaljós og lugtir,
0 gerðirÍseyðir-spray á
hélaðar rúður
frá 1.495
r
V
Bílrúðusköfur
frábært úrval
Snjóskóflur
margar gerðir
frá 1.999
Startkaplar
985
Snjósköfur
margar gerðir
frá 1.495
frá 495
Strekkibönd
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 10.40Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 8, 10.15
Sveinn Einarsson leikstjórihefur skrifað 224 bls. bókundir hógværa heitinu Mittlitla leiksvið. Hann leyfir
lesendum að kynnast brotum úr
eigin ævi og formæðra sinna og
-feðra. Vettvangur hans er þó síður
en svo bundinn við Ísland því að
Sveinn sótti menntun sína til Stokk-
hólms og Parísar fyrir utan að hafa
skapað sér sess í evrópsku og al-
þjóðlegu leiklistar- og menningar-
starfi.
Sveinn var á sínum tíma fram-
bjóðandi Íslands og þar með einnig
Norðurlandanna í stjórn UNESCO,
Menningarmálastofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Hann hafði lýst efa-
semdum um að Íslendingar sæktust
eftir þessu sæti en tók áskoruninni
um framboð þegar á reyndi. Þótt
UNESCO-framboð sé ekki eins
stórt í sniðum og að sækjast eftir
sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna verður að standa skipulega að
því og afla fylgis meðal allra aðild-
arþjóðanna. Auk frambjóðandans
reyndi þar mest á Sigríði Snævarr
sem þá var sendiherra Íslands í
París, meðal annars gagnvart
UNESCO.
Sveinn náði kjöri, átti farsæla
setu í stjórninni frá 2001 til 2005 og
fékk ýmsu áorkað. Við alþjóðlega
stjórnsýslu á menningarsviðinu
verður varla lengra komist en í
stjórn UNESCO. Bar það vott um
fjölhæfni Sveins og hve víða hann
hafði áunnið sér virðingu meðal
stjórnenda menningarmála að Ís-
land náði þessum árangri með hann
sem frambjóðanda.
Sveinn segir að sig hafi dreymt
um að verða rithöfundur en heillast
af leiklistinni og helgað henni list-
ræna krafta sína.
Hann hefur skrif-
að mikið um ís-
lenska leiklist.
Má þar nefna
bækurnar Leik-
húsið við Tjörn-
ina (1972), Níu ár
í neðra (1984), Ís-
lensk leiklist I, II
og III (1985,1996 og 2016), Ellefu
ár í efra, Þjóðleikhúsárin (2000), A
People’s Theatre Comes of Age
(doktorsrit 2006) Af sjónarhóli leik-
stjóra (2013) og Kamban (2013) auk
þess sem hann hefur samið barna-
sögur, skáldsögur og fjölda leikrita.
Öllu þessu hefur hann áorkað
samhliða störfum leikhússtjóra,
leikstjóra, stjórnanda innlendrar
dagskrár ríkissjónvarpsins og
menningarráðgjafa í menntamála-
ráðuneytinu. Þá hafa þau Sveinn og
Þóra Kristjánsdóttir, fréttamaður
og listfræðingur, kona hans verið
einstaklega virkir þátttakendur í ís-
lensku og alþjóðlegu menningarlífi.
Telur Sveinn sig hafa séð um 3.000
leiksýningar um ævina, þar að auki
eru svo málverkasýningar, tón-
leikar, bókmenntakynningar og aðr-
ir menningarviðburðir.
Sá sem kynnst
hefur sögumann-
inum Sveini finnst
eins og hann sitji
með honum á kaffi-
húsi. Hann heldur
óskertri athygli –
kannski einmitt
vegna þess að sögu-
maðurinn kemur á
óvart þegar hann fer
óhikað úr einu í ann-
að. Hann er stund-
um á Íslandi en er
fyrr en varir kominn
á fjarlæga staði,
meira að segja á fíl í
Nepal eða á skugga-
leik á Balí. Fjallað
er af jafnnæmri til-
finningu um það
þegar höfundurinn
heyrði Birgit Nils-
son syngja í fyrsta sinn í óperunni í
Stokkhólmi og samskipti hans við
eigin heimilisketti og annarra.
Í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins um bókina sagði Sveinn:
„Þetta er hvorki ævisaga né endur-
minningar í hefðbundnum stíl.
Þetta eru minningaleiftur. Eigin-
lega er þetta samsafn af örsögum
eða dæmisögum sem margar hverj-
ar eru líka skemmtisögur.“
Snert er við lesandanum af því að
orðin koma beint frá hjartanu, um-
búðalaust og ætíð af velvild og um-
hyggju, ekki síst þegar Sveinn
skrifar um Þóru, Ástu Kristjönu,
dóttur þeirra, og Þóru Djunu, dótt-
urdóttur. Stundum sækir á hugann
að bókin sé skrifuð fyrir þær en
okkur hinum sé boðið að hlusta á
sögumanninn góða.
Bókin er snotur í litlu broti, text-
inn er lifandi og auðlesinn á hvítum
pappír. Prófarkalestur hefði mátt
vera betri.
Sveinn skrifar texta sinn ekki til
að gera upp við menn og málefni
heldur til að miðla og skemmta.
Hvergi er vegið að neinum heldur
litið til þess sem samtímamenn
heima og erlendis gefa. Virðing
Sveins fyrir menningararfinum og
ræktun hans leynir sér hvergi.
Morgunblaðið/Golli
Höfundurinn „Snert er við lesandanum af því að orð-
in koma beint frá hjartanu, umbúðalaust og ætíð af
velvild og umhyggju,“ segir um minningar Sveins.
Minningaleiftur
menningarmanns
Endurminningar
Mitt litla leikhús bbbmn
Eftir Svein Einarsson
Mál og menning, 2017. Innb., 224 bls.
BJÖRN
BJARNASON
BÆKUR