Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Margir hafa rekið sig á aðborgarkerfið er afar erfitt viðureignar þegar kemur að skipu- lagsmálum, ekki síst vegna gamalla húsa og gróinna hverfa. Þetta er með miklum ólíkindum í ljósi einstefnu borgar- stjórnarmeirihlut- ans um þéttingu byggðar, en kemur svo sem ekki á óvart.    Framkomaborgar- yfirvalda við eig- endur Veghúsastígs 1 kemur þó á óvart. Þeir hafa verið dregnir yfir nagla- bretti borgarkerf- isins árum saman, gefið til kynna að þeir megi framkvæma eins og þeir höfðu hug á, það svo dregið til baka og þeir neyddir til að sækja rétt sinn í gegnum kæruleið hjá úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála.    Þar kom í ljós að borgin hafðibrotið á þeim og í framhaldi af því vildu þeir fá að hitta Dag B. Egg- ertsson borgarstjóra og leysa málið.    En þeir fengu ekki frekar en aðr-ir sem þurfa svör úr borgar- kerfinu að hitta borgarstjóra. Þeim var þess í stað bent á að þeir ættu að tala við Hjálmar Sveinsson, formann skipulagsráðs, sem hafði orðið upp- vís að ósannindum, eins og fram kom í niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar, og hafði í framhaldi af því sagt sig frá málinu.    Lóðareigendur tóku þessu eðlimáls samkvæmt illa, en hvern- ig má það vera að borgarstjóri neiti ekki aðeins að hitta fólk sem borgin hefur árum saman beitt órétti, held- ur vísi því á mann sem hefur orðið að segja sig frá málinu vegna ósann- inda? Dagur B. Eggertsson Að bæta gráu ofan á svart STAKSTEINAR Hjálmar Sveinsson Veður víða um heim 11.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 alskýjað Bolungarvík -2 skafrenningur Akureyri -5 léttskýjað Nuuk -15 snjókoma Þórshöfn 0 léttskýjað Ósló -1 snjókoma Kaupmannahöfn 0 rigning Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki -3 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 3 skúrir Glasgow 1 rigning London 4 skúrir París 3 súld Amsterdam 4 rigning Hamborg 3 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 2 léttskýjað Moskva -5 snjóél Algarve 14 skýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 14 léttskýjað Róm 9 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -17 léttskýjað Montreal -6 alskýjað New York 7 rigning Chicago -6 snjókoma Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:33 17:52 ÍSAFJÖRÐUR 9:49 17:45 SIGLUFJÖRÐUR 9:33 17:28 DJÚPIVOGUR 9:05 17:18 Ákveðið hefur verið að hefja samstarf milli menntamálaráðuneyta Íslands og S-Kóreu til að efla menntun, rannsóknir og þróun. Var það gert á fundi Kim Sang-Kon, menntamála- og varaforsæt- isráðherra Suður-Kóreu, og Lilju Daggar Alfreðs- dóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Seúl í S-Kóreu nú fyrir helgi. Ráðherrarnir ræddu áskoranir og framþróun sem bæði ríkin standa frammi fyrir, en suðurkór- eska menntakerfið hefur komið vel út í alþjóð- legum samanburði. Kim sagði m.a. að velgengni menntakerfisins væri góð umgjörð í kringum kennarastarfið og S-Kórea legði mikla áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi og símenntun í breytilegu starfsumhverfi kennara. „Þetta var mjög gagnlegur fundur sem markar nýtt upphaf í samskiptum þjóðanna á sviði menntamála. Suður-Kórea hefur getið sér gott orð fyrir þróttmikið og öflugt menntakerfi,“ segir Lilja. Fundurinn er hluti af dagskrá ráðherra, sem undanfarna daga hefur kynnt sér suðurkóreskar menntastofnanir. Þetta kom fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Samstarf Íslands og S-Kóreu  Menntamálaráðherrar landanna hittust í Seúl Ljósmynd/Menntamálaráðuneyti Samstarf Menntamálaráðherrar á fundinum. Bilun varð í aðalvél frystitogarans Örfiriseyjar RE á laugardagskvöld er skipið var að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi. Vegna bilunarinnar er skipið vélarvana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda, sem gerir skipið út. Segir í henni að samið hafi ver- ið við norsku strandgæsluna um að draga skipið til hafnar í Tromsø. Að sögn Guðmundar Herberts Bjarnasonar hjá skipaeftirliti HB Granda varð bilunin um 60 sjómíl- ur norður af Honningsvaag og tengist knastás aðalvélarinnar. Gott veður er sagt vera á svæðinu og engin hætta á ferðum. Sagði Guðmundur að skipin væru væntanleg til hafnar nú í morgunsárið. Þá bætti hann við að tjónið tengdist ekki á neinn hátt fyrri bilun sem varð í skrúfubún- aði skipsins í lok október á síðasta ári. Vélarvana í Barentshafi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Togari Örfirisey var smíðuð í Nor- egi árið 1988 og er 64,55 m á lengd. Loftpressur - stórar sem smáar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.