Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Kraftur í KR kl. 10.30 (leikfimi
allir velkomnir og frítt inn). Útskurður og myndlist kl. 13 og félagsvist
er spiluð í matsalnum kl. 13.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning-
um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegis-
matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir vel-
komnir. Sími 535 2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, Bókabíllinn á
svæðinu kl. 10-10.30, hjúkrunarfræðingur á svæðinu kl. 10-11.30,
handaband, opin vinnustofa með leiðbeinendum, ókeypis og öllum
opið kl. 10-12, frjáls spilamennska kl. 13, bókband kl. 13-17. Söngstund
við píanóið kl. 13.30-14.15, kaffiveitingar kl. 14.30, handavinnuhópur
kl. 15-19. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411 9450.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma
617 1503. Vatnsleikfimi, Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi,
Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi, Sjálandi kl. 9.50. Kvennaleikfimi
Ásgarði kl. 10.40. Brids í Jónshúsi kl. 13. Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli
kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10. Handa-
vinna, brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Jóga kl. 10.10–11.10.
Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, líkamsrækt hjá
Carynu kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegis-
matur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30, jóga hjá Ragnheiði kl. 16.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-12, línudansnámskeið kl. 10,
ganga kl. 10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl.
12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl.
14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr læþ 10
er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í
blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13.
Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartan-
lega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma
568 2586.
Seltjarnarnes Gler kl. 9 og 13 á neðri hæð Félagsheimilisins við
Suðurströnd. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur
og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum Skólabraut kl. 11. Handa-
vinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi, sundlauginni kl. 18.30. Ath. á
morgun er síðasti skáningardagurinn vegna óvissuferðarinnar á
fimmtudaginn. Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 893 9800.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold kl. 10.30 undir stjórn
Tanyu. Nýtt ipad námskeið hefst í dag, mánudaginn 12. febrúar kl.
13.30, kennari Kristrún. Uppl. í síma 588 2111, netfang feb@feb.is.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sumarbústaðalóðir
til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir
með aðgangi að heitu og köldu
vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í
landi Vaðness í Grímsnes- og
Grafningshreppi.
Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón
í síma 896-1864 og á facebook
síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2748
loggildurmalari@gmail.com
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?
✝ Kristín Krist-varðsdóttir
fæddist 18. febrúar
1914 á Fremri-
Hrafnabjörgum í
Hörðudal, Dala-
sýslu. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 2. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Vil-
helmína Ragnheið-
ur Gestsdóttir frá Tungu í
Hörðudal, Dalasýslu, f. 29.6.
1882, d. 14.12. 1915, og Krist-
varður Þorvarðarson, kennari
frá Leikskálum í Haukadal, f.
14.1. 1875, d. 1.8. 1953. Kristín
fór á öðru ári, eftir lát móður
sinnar, í fóstur til föðursystur
sinnar, Guðbjargar Þorvarð-
ardóttur, f. 1.2. 1862, d. 7.1.
1929, og eiginmanns hennar
Ólafs Jóhannessonar, f. 30.5.
1857, d. 1.11. 1931 á Stóraskógi
í Miðdölum, og ólst þar upp í
stórum hópi frændsystkina. Þau
eru nú öll látin. Albróðir Krist-
ínar var Kristinn, fyrrum kaup-
maður, f. 6.9. 1911, d. 4.8. 2010.
Kristín giftist 3.10. 1936 Er-
lingi Þorkelssyni, vélfræðingi
og skipaeftirlitsmanni frá
Bíldudal, f. 6.8. 1906, d. 15.7.
ingur og MBA, f. 23.2. 1973,
kvæntur Áslaugu Einarsdóttur
og eiga þau þrjú börn. 4) Krist-
inn Ágúst, verkfræðingur, f.
15.8. 1946, kvæntur Sølvi Aas-
gaard. Börn þeirra eru: a) Sol-
veig, hjúkrunarfræðingur, f.
13.3. 1976, gift Halfdan Grang-
ård og eiga þau tvö börn, b)
Borgar, vinnusálfræðingur, f.
4.8. 1980, kvæntur Cecilie Holm
og eiga þau tvo syni.
Kristín flutti til Reykjavíkur
17 ára gömul, fór í kvöldskóla
og vann fyrir sér í vist fyrsta
árið. Hún lærði kjóla- og kápu-
saum og vann síðan hjá Andrési
Andréssyni, klæðskera, á ár-
unum 1933-37 og fór jafnframt í
hússtjórnarnám í Kvennaskól-
anum. Eftir að fyrsti sonurinn
fæddist var Kristín heima við.
Erlingur maður hennar var oft
langdvölum erlendis vegna
vinnu sinnar og dvaldi hún þar
oft með honum og lengst var
búsetan í Skotlandi, Þýskalandi
og á Spáni. Kristín flutti árið
1986 í Miðleiti 5, þar sem hún
bjó meðan hún hafði þrek til en
frá 2008 dvaldi hún á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Eftir lát Erlings hafði Kristín
enn mikið starfsþrek og stund-
aði þá helst barnapössun fyrir
ættingja og vini en réðst til
Borgarfógeta árið 1980 þar sem
hún vann í hálfu starfi á kaffi-
stofunni fram til ársins 1992.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. febr-
úar 2018, klukkan 13.
1975, og eignuðust
þau fjóra syni: 1)
Agnar, verkfræð-
ingur, f. 12.1. 1938,
kvæntur Elínu Erl-
ingsson. Börn
þeirra eru: a) Geir,
prófessor, f. 23.11.
1967, kvæntur Kar-
en Schlauch og
eiga þau tvö börn.
b) Kristín, hjúkr-
unarfræðingur, f.
21.11. 1971, gift Ólafi Þór Ólafs-
syni og eiga þau tvo syni. c)
Björn, eðlisfræðingur, f. 31.1.
1977, sambýliskona er Hrafn-
hildur Hjaltadóttir og eiga þau
þrjú börn. 2) Þorkell, verkfræð-
ingur, f. 4.5. 1941, kvæntur
Margréti Hrefnu Sæmunds-
dóttur. Börn þeirra eru: a) Hlín
Kristín, verkfræðingur, f. 26.4.
1972, sambýlismaður er Jørn
Erik Sollid, b) Erlingur, tækni-
fræðingur, f. 31.5. 1974, kvænt-
ur Ásbjörgu Magnúsdóttur og
eiga þau tvö börn. 3) Ólafur,
verkfræðingur, f. 21.4. 1944,
kvæntur Önnu Arnbjarn-
ardóttur. Börn þeirra eru: a)
Arnbjörn, viðskiptafræðingur,
f. 15.7. 1966, kvæntur Bryndísi
Loftsdóttur og eiga þau þrjú
börn, b) Einar Örn, verkfræð-
Elskulega tengdamóðir mín,
Kristín Kristvarðsdóttir, er látin.
Hún hefði orðið 104 ára 18. febr-
úar nk. Þrátt fyrir ýmsa krank-
leika hafði Kristín fótavist þar til
nokkrum dögum fyrir andlát sitt.
Hún heyrði vel, hafði góða sjón og
las dagblöðin daglega.
Kristín var mikil smekkmann-
eskja. Hvar sem hún bjó, hvort
sem það var á Hringbrautinni, í
Miðleitinu eða á Hrafnistu, var
fallegt í kringum hana. Kristín
bjó ein og sá um sig sjálf til 95 ára
aldurs. Þá ákvað hún að nú væri
tímabært að létta sér lífið og
verða samferða Ólöfu vinkonu
sinni og sækja um dvöl á Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Á Hrafnistu var
Kristín í 10 ár og var vel um hana
hugsað.
Kristín var einstaklega góð
húsmóðir enda húsmæðraskóla-
gengin og kunni vel til verka. Hún
gat saumað hvað sem var, einnig
var hún mjög góð prjónakona og
saumaði listilega út. Einn mesti
dýrgripurinn í okkar búi er út-
saumaður stóll sem Kristín gaf
Þorkeli syni sínum í afmælisgjöf
þegar hann varð fertugur.
Mamma mín kallaði stólinn alltaf
drottningarstólinn.
Kristín bjó líka til mjög góðan
mat og var umhugað um að fólkið
hennar fengi nóg að borða. Það
var svo ríkt í henni að enginn færi
frá henni án þess að fá einhverjar
góðgerðir. Kristín lét syni sína
vinna öll heimilisstörf og er ég
henni ævinlega þakklát fyrir hvað
hún ól syni sína vel upp og var
þeim góð fyrirmynd. Sá sem ég
hreppti er allavega sjálfbjarga við
hvaða heimilisstörf sem er.
Kristín var mjög góð amma og
barnabörnin voru hænd að henni.
Hún náði líka að kynnast mörgum
langömmubörnum sínum sem
elskuðu hana líka.
Kristín var aðhaldssöm í fjár-
málum og vildi helst engu eyða í
sjálfa sig. Það sama átti ekki við
um afkomendur hennar, við þá
var hún mjög rausnarleg.
Því miður kynntist ég Erlingi,
eiginmanni Kristínar, lítið. Hann
dó stuttu eftir að við Þorkell gift-
um okkur, þá var Kristín aðeins
rúmlega sextug. En ég fann hvað
hann var henni mikill harmdauði
og öllum í fjölskyldunni. Kristín
hafði verið heimavinnandi hús-
móðir þar til hún varð ekkja árið
1975, þá fór hún að vinna hálfan
daginn hjá borgarfógetanum í
Reykjavík þar sem hún sá um
kaffi. Þar líkaði henni vel og
kynntist konum sem hún átti að
vinkonum alla ævi, þó engin
þeirra yrði eins langlíf og hún.
Þegar breytingar urðu á embætt-
inu ákvað Kristín að nú væri nóg
komið og hætti að vinna utan
heimilis, þá 78 ára gömul. En hún
sat ekki með hendur í skauti. Hún
hélt matarboð fyrir fjölskylduna,
spilaði bridds í spilaklúbb með
vinkonum sínum og tók þátt í fé-
lagsstarfi aldraðra.
Kristín náði því að komast í átt-
ræðisafmæli elsta sonar síns 12.
janúar sl. Þessi samkoma með
fjölskyldunni var eins og vítamín-
sprauta fyrir hana. Hún lifnaði
við og naut þess að hitta fólkið
sitt, ekki síst þau sem komu langt
að. Hún átti inni einhvern auka-
kraft sem hún notaði þar til ætt-
ingjarnir frá útlöndum voru farn-
ir til síns heima. Eftir þennan
atburð var eins og þrekið væri bú-
ið og henni þætti nóg komið af
þessu lífi. Eftir sitjum við og
minnumst ættmóðurinnar.
Margrét Hrefna
Sæmundsdóttir.
Tengdamóðir okkar, Kristín
Kristvarðsdóttir, féll frá 2. febr-
úar sl. eftir langt og viðburðaríkt
líf.
Við tvær, norskar tengdadæt-
urnar, blönduðumst hennar ævi-
ferli þegar hann var þegar hálfn-
aður. Hún tók á móti okkur með
nærgætni og ljúfmennsku og við
kynntumst konu sem smám sam-
an gaf okkur innsýn í íslenska
menningu og lífshætti sem við
höfðum ekki kynnst áður. Hún
tók sitt hlutverk í lífinu alvarlega,
henni féll aldrei verk úr hendi og
var dugleg og lagin í öllu sem
hlutverk hennar bauð upp á og
hún tók sér fyrir hendur. Hún var
óeigingjörn og fórnfús, gott for-
dæmi fyrir okkur öll.
Hún var eðlilega orðin nokkuð
lúin eftir næstum 104 ár hér á
jörð og það má segja að það sé
gott að hún hefur nú fengið hvíld-
ina.
Við sitjum eftir með þakklæti í
huga og margar góðar endur-
minningar.
Elin og Sølvi.
Nú hefur elsku Kristín amma
mín lagt upp í sína hinstu för. Það
voru daprar fréttir sem mér bár-
ust föstudagmorguninn 2. febr-
úar þegar pabbi hringdi og til-
kynnti mér andlát hennar. Amma
var búin að eiga langt og gott líf
og átti rétt rúmar tvær vikur í að
verða 104 ára, og geri aðrir betur.
Þegar ég hugsa til baka á ég
margar góðar minningar um
ömmu.
Hún var alltaf svo glöð þegar
við komum í heimsókn og tók á
móti okkur opnum örmum og
reiddi fram veislumáltíðir í hverri
heimsókn.
Frá barnæsku minnist ég
margra skemmtilegra stunda við
að spila á spil við ömmu og byggja
hús úr spilunum, nokkuð sem hún
var mjög lagin við. Auk þess átti
hún ótal skemmtileg spil frá því
pabbi og bræður hans voru litlir
sem við elskuðum að spila. Þar
stendur upp úr kúluspilið þar sem
fallegum glerkúlum var rennt eft-
ir ákveðnum brautum með það að
markmiði að hitta ofan í ákveðin
göt. Við systkinin gátum enda-
laust leikið okkur með þetta spil.
Kristín amma mín var algjör
snillingur að sauma og þau voru
ófá skiptin sem hún töfraði fram
fatnað eftir pöntun, bæði á mig og
dúkkurnar mínar.
Amma gaf okkur barnabörn-
unum allan þann stuðning sem
hægt er að óska sér sem vega-
nesti út í lífið og er ég henni æv-
inlega þakklát fyrir það.
Amma mín var kona sem auð-
velt var að elska. Hún var alltaf til
í að aðstoða og hlusta þegar ætt-
ingjar og vinir leituðu til hennar.
Ég er viss um að hún fer með
mörg leyndarmál í gröfina.
Jafnvel þótt hún væri af ann-
arri kynslóð og konur hefðu ann-
að hlutverk í þjóðfélaginu þegar
hún var ung studdi hún mig í mín-
um áætlunum og setti sig aldrei á
móti mínum framtíðarplönum.
Amma mín elskaði Einar
Benediktsson en vildi ekki sjá
bækurnar eftir Halldór Laxness.
Í stjórnmálum var hún mjög hlið-
holl sínum flokki. En þegar
tengdadóttir hennar byrjaði í
Kvennalistanum fannst mér eins
og viðhorf hennar breyttust
smám saman þótt hún gæfi aldrei
upp hvaða flokk hún styddi. Hún
tók þátt í kvennabaráttunni á sinn
hátt. Hún studdi mig þegar ég
byrjaði í verkfræði þótt ég vissi
að henni fyndist það skrítið val.
Góðu stundanna með ömmu
mun ég minnast með gleði í hjarta
og með miklu þakklæti fyrir þann
tíma sem við áttum saman.
Hlín Kristín Þorkelsdóttir.
Kristín
Kristvarðsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Kristvarðs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.