Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð. Horft er til framtíðar í hönnun á fullkomnu uppsjávarveiðiskipi Lie-útgerðarinnar í Noregi. Ýmsar nýjungar verða í skipinu og mikið lagt upp úr umhverfisþáttum. Nýr Libas verður ekki keyrður á olíu heldur fljótandi náttúru- gasi (LNG - Liquefied Natural Gas) og á raf- magni úr stórum rafgeymum, sem mun vera nýjung í fiskiskipi. Skipið verður 86 metra langt og 17,80 metr- ar á breidd og verður smíðað á næstu tveimur árum í Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Stöðin lauk í fyrra smíði á fjórum íslenskum ís- fisktogurum; Kaldbaki, Drangey, Björgu og Björgúlfi. Fyrirtækið Salt Ship Design AS hefur síð- ustu 18 mánuði unnið að hönnun skipsins og var niðurstaðan kynnt í síðustu viku (sjá mynd). Fram kemur í Fiskaren í Noregi að smíðaverðið sé um 300 milljónir norskra króna eða hátt í fjórir milljarðar íslenkra króna. Rifjað er upp í blaðinu að eldra skip með sama nafni, smíðað 2004, hafi verið selt til Eskju á Eskifirði í október 2016 fyrir 139 millj- ónir norskra eða um 1.800 milljónir íslenskra króna. Það skip er 94 metra langt og 17,6 metrar á breidd og var á sínum stærsta fiski- skipið í norska flotanum. aij@mbl.is Tölvumynd/Salt ShipDesign/Lie Gruppen Keyrt á náttúrugasi og rafmagni Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk,“ segir Har- aldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, sem varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum á laug- ardag. Í öðru sæti hafnaði Ásgeir Sveins- son, Kolbrún Þorsteinsdóttir varð í þriðja sæti og Rúnar Bragi Guð- laugsson í fjórða sæti. Í fimmta sæti hafnaði Arna Hagalínsdóttir, Haf- steinn Pálsson í því sjötta, Helga Jó- hannesdóttir í sjöunda sæti og Krist- ín Ýr Pálmarsdóttir í áttunda sæti. Haraldur kveðst ánægður með niðurstöðu prófkjörsins og væntanlegan lista. „Það kom út úr þessu listi sem endurspeglar fjölbreytileika, bæði eftir kyni, aldri og reynslu,“ segir bæjarstjórinn en fjórar konur og fjórir karlar eru í átta efstu sæt- unum. Nokkur endurnýjun varð á listan- um frá síðustu kosningum, en tveir bæjarfulltrúar gáfu ekki kost á sér áfram. Haraldi líst vel á listann. Allir vegir færir í vor „Ég hef tröllatrú á þessu fólki. Það mun leggja sig allt fram fyrir sam- félagið í Mosfellsbæ og gera góðan bæ enn betri.“ Tæplega 700 manns tóku þátt í prófkjörinu. Niðurstöður þess verða nú bornar undir kjörnefnd sem stillir upp lista, að sögn Haraldar. „Að því loknu förum við í málefna- vinnu og ræðum við bæjarbúa um hvað er brýnast að gera. Með góða málefnaskrá og flottan lista eru okk- ur allir vegir færir í kosningunum.“ Haraldur sigraði í Mosó  Tæplega 700 kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ  Bæjarstjórinn ánægður með fjölbreyttan lista Haraldur Sverrisson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Heiða Björg Hilmisdóttir hafði betur gegn Kristínu Soffíu Jónsdóttur í baráttu um annað sætið á lista Sam- fylkingar fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Flokksvali Samfylk- ingarinnar lauk á laugardagskvöld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hlaut 87% atkvæða í fyrsta sæti listans. Heiða Björg hlaut 1.126 at- kvæði í fyrsta og annað sæti og Skúli Helgason 708 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir hafnaði í fjórða sæti með 732 atkvæði en Hjálmar Sveinsson í því fimmta með 779 atkvæði. Þeir Skúli og Hjálmar sóttust báðir eftir þriðja sætinu og hafði Skúli öruggan sigur. Þessi fimm efstu hlutu bindandi kosningu. Magnús Már Guðmundsson borg- arfulltrúi er á útleið úr borgarstjórn miðað við niðurstöður flokksvalsins. Hann hafnaði í áttunda sæti þess. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi hafnaði í sjötta sæti og Guðrún Ög- mundsdóttir, fyrrverandi þingkona, í því sjöunda. Í níunda sæti hafnaði Dóra Magn- úsdóttir, Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, hafnaði í tíunda sæti, Aron Leví Beck í ellefta sæti, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir í því tólfta, Teitur Atlason í þrettánda sæti og Þorkell Heiðarsson rak lestina í fjórtánda sæti. Betri kjörsókn en 2014 Kjörsókn var 33,55% en alls tóku 1.852 félagsmenn Samfylkingar þátt í flokksvalinu. Mun þetta vera betri kjörsókn en fyrir fjórum árum. Kos- ið var með rafrænum hætti á heima- síðu flokksins og utan kjörfundar á skrifstofu hans. Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram hinn 26. maí næstkomandi. Heiða Björg náði öðru sæti  Fimm hlutu bindandi kosningu Morgunblaðið/Hari Sigurvegarar Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Dagur B. Eggerts- son, Heiða Björg Hilmisdóttir og Skúli Helgason eru í fimm efstu sætunum. Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og öryggismál, stendur fyrir fundi á fimmtudaginn næsta þar sem Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs með starfsaðstöðu í forsætisráðuneytinu, flytur erindi og svarar spurningum um starfsemi þjóðaröryggisráðs, sem tók til starfa árið 2017. Fundurinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu. Í stefnuyfirlýsingu hefur ríkisstjórn Íslands lagt áherslu á að öryggismál þjóðarinnar séu í föstum skorðum. Þjóðaröryggisstefna Íslands, sem sam- þykkt var af Alþingi, er leiðarstef í þeim efnum. Þjóðaröryggisráð er hluti af þeirri stefnu og hefur starfsemi þess verið mótuð á undanförnum mánuðum. Þjóðaröryggismál í brennidepli Tekist hefur að safna þeirri upphæð sem duga á til að flytja Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, heim til Íslands. Þetta staðfestir Jón Kristinn Snæhólm í samtali við Morgunblaðið. Spurður hversu há upphæð hefur safnast segir Jón Kristinn að upp- hæðin sé yfir sex milljónir króna, en kostnaður við að flytja Sunnu nemur um fimm og hálfri milljón. „Söfnunin hefur gengið mjög vel og okkur hef- ur tekist að safna því sem safna þurfti. Nú erum við líkt og áður að vonast til að hún komist heim til Ís- lands sem fyrst,“ segir Jón Kristinn og bætir við að þegar tekist hefur að flytja Sunnu heim verði söfnunin gerð upp. Jón Kristinn segir að staða Sunnu sé enn óbreytt en hann vonist til að einhver hreyfing verði á hennar mál- um í vikunni. „Vinnubrögðin og allt í kringum þetta mál hefur verið mjög lélegt og ég ætla rétt að vona að það gerist eitthvað núna í vikunni,“ segir Jón Kristinn. aronthordur@mbl.is Söfnunin gengur vel  Um sex milljónir safnast fyrir Sunnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.