Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 14
ÚTTEKT 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 S amkeppnin um athygli barna og ung- linga hefur aldrei verið meiri en nú um stundir. Það er ekki bara útvarp og sjónvarp, heldur líka allar efn- isveiturnar og tölvuleikirnir, að ekki sé talað um blessaða samfélagsmiðlana. Sumsé hver tímaþjófurinn upp af öðrum. Það leiðir hugann að stöðu gömlu góðu bókarinnar og lest- urs yfir höfuð, hjá þjóð sem löngum hefur kallað sig bókaþjóð. Er bóklestur barna og unglinga að dragast saman meira en góðu hófi gegnir eða á bókin sér ennþá viðreisnar von í yngstu aldurshópunum? Lengi býr að fyrstu gerð og líklega hefja fáir bóklestur á miðjum aldri. Stað- an í yngstu aldurshópunum gefur okkur því að einhverju leyti innsýn í framtíðina. Ekki satt? „Ég hef góða tilfinningu fyrir ungu kynslóð- inni í dag,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, rit- höfundur og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, sem leitt hefur starfsemi Barna- bókaseturs. „Bóklestur var lengi vel á niðurleið, það sýndi til dæmis langtímarannsókn Þor- björns Broddasonar, sem náði frá 1968 til 2009. Í síðustu mælingunni var hins vegar aðeins upp- sveifla og sama mynstur kemur fram í ESPAD- rannsókninni, stórri evrópskri rannsókn sem við Íslendingar höfum tekið þátt í og snýr að nemendum í tíunda bekk grunnskóla. Á fyrstu árum þessarar aldar var niðursveifla en síðan er eins og botninum hafi verið náð og leiðin liggi upp á við á ný; að minnsta kosti ef marka má tvær síðustu mælingar 2011 og 2015. Aukningin er svo sem ekki gríðarleg en nóg til þess að við getum ályktað sem svo að börn og unglinga langi ennþá til að lesa.“ Neikvæð umræða skaðleg Brynhildur segir úrtölur þess efnis að börn og unglingar á Íslandi séu hætt að lesa, drengir séu upp til hópa ólæsir og að baráttan sé töpuð alls ekki eiga við. „Þessi neikvæða umræða, sem við flest þekkjum, hefur beinlínis verið skaðleg. Hún byggist á Pisa-prófunum þar sem lesskiln- ingur unglinga á Íslandi hefur verið á niðurleið eins og víða annars staðar. Það er vissulega rétt að of margir krakkar skilja ekki nægilega vel það sem þeir lesa en það þýðir ekki að þeir séu ólæsir og ekki viðbjargandi.“ Brynhildur bendir á, að börn og unglingar séu stöðugt með texta fyrir framan sig á daginn; þau lesi aftan á morgunkornið, eins skjátexta og texta í tölvuleikjum, svo dæmi séu tekin. „Við getum kallað þetta „skyndibitalestur“ og því viljum við breyta. Við vitum nefnilega að til þess að hafa góðan lesskilning þurfa börn bæði að vera vel læs og hafa áhuga á því að lesa bækur.“ ESPAD-rannsóknin sýnir að 82% íslenskra unglinga lesa bækur, oft eða stundum, sem Brynhildur segir góðan grunn til að byggja á. Þessum áhuga þurfi að mæta með forvitnilegu efni og öflugri bókaútgáfu. Samstaða í samfélaginu Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla samstöðu um það í samfélaginu að efla læsi og lestraráhuga barna en fyrir tveimur árum stóðu öll sveitarfélög landsins, mennta- og menningarmálaráðherra og Heimili og skóli að gerð þjóðarsáttmála um læsi. Markmið þjóðarsáttmálans er að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns og er verkefnið hluti af aðgerðaáætlun sem unnin var í kjölfar Hvítbókar mennta- og menningar- málaráðherra um umbætur í menntun. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni og skól- arnir hafa í samstarfi við foreldra lagt aukið kapp á að halda lestri að börnum. Það er mik- ilvægt að þetta átak fari fram bæði í skólunum og inni á heimilunum en foreldrar eru oft van- nýtt auðlind í lestrarnámi barna. Þá hefur Menntamálastofnun, sem hefur yfirumsjón með þjóðarsáttmálanum, sett á laggirnar sérstakt teymi sem aðstoðar sveitarfélögin í því að efla læsi. Það hefur með öðrum orðum verið sett mikið púður í að gera betur og maður bindur auðvitað vonir við að það skili árangri,“ segir Hrefna og nefnir einnig mikilvægi þess að gefn- ar séu út fjölbreyttar barnabækur á íslensku. Jákvæð vitundarvakning „Já og nei,“ svarar Egill Örn Jóhannsson, for- maður Félags íslenskra bókaútgefenda, þegar hann er spurður hvort hann skynji að lestrar- áhugi barna og ungmenna sé að aukast á Ís- landi. „Mér þykja rannsóknirnar hafa verið heldur misvísandi, en það sem hefur verið í mín- um huga sérlega jákvætt er að fylgjast með vit- undarvakningunni um mikilvægi lestrar góðra bóka sem við sjáum orðið mjög víða. Þannig standa ýmsir aðilar, s.s. skólar, ýmis samtök og jafnvel einstaklingar eins og Ævar Þór Bene- diktsson fyrir vel kynntum lestrarátökum sem ég er sannfærður um að hafi allt saman jákvæð áhrif og ekki síst til þess fallið að auka meðvit- und barna, unglinga og ekki síður forráða- manna um mikilvægi þess að halda góðu lesefni að unga fólkinu. Ég get þó ekki sagt að við höf- um beinlínis séð þess veruleg merki í aukinni sölu, en það má samt ekki gleyma því að allt er þetta langtímaverkefni og ég hef tröllatrú á að þetta komi til með að hafa jákvæð áhrif.“ Margt keppir um tíma barna og ungmenna, hér sem annars staðar í heiminum, og segir Hrefna okkur sem búum á svona litlu málsvæði þurfa að vera sérstaklega vel á verði af þeim sökum. Hún ber einnig lof á Ævar Þór Bene- diktsson í því sambandi. „Þess vegna eru lestr- arátök- og verkefni, eins og það sem við höfum staðið að í samvinnu við Ævar vísindamann, af- skaplega mikilvæg. Þar hefur Ævar nýtt áhrif sín sem sjónvarpsstjarna og rithöfundur til að ná til barnanna, með prýðilegum árangri.“ Hrefna segir líka mikilvægt að styrkja bóka- söfnin í landinu, ekki síst skólabókasöfnin, enda séu þau ekki bara staður þar sem fólk nær í bækur heldur einnig samkomustaður sem ýti undir lestur. Með góðum bókasöfnum má auk þess auðvelda aðgengi allra barna að bókum við sitt hæfi óháð efnahag. Hægt að finna lausnir „Einnig verðum við að gera okkur grein fyrir því að börn eru hrifin af öllum tækjunum og möguleikunum sem þeim fylgja og það er ekk- ert á undanhaldi. Þess vegna er spurning hvort ekki sé skynsamlegt að finna leið til að tvinna þetta saman, bækur og tæki, bjóða til dæmis upp á öpp og leiki í tengslum við lestur. Ég er ekki með neina töfraformúlu í því sambandi en hvet til umræðu um málið og þegar allir eru af vilja gerðir er yfirleitt hægt að finna lausnir,“ segir Hrefna. Það er gömul saga og ný að lesendur þurfa að geta tengt við efnið sem þeir eru að lesa og Brynhildur segir margar mjög góðar barna- bækur koma út hérlendis en betur má ef duga skal; ná þurfi til enn fleiri ungra lesenda. Hún segir að sérstaklega vanti bækur fyrir unglinga; varla fleiri en tíu nýir titlar komi út á hverju ári og eitt árið hafi fjöldi titla farið niður í sex. Það sé vitaskuld óviðunandi. „Vellæsir og áhugasamir krakkar eru búnir með þær bækur strax í janúar. Og hvað gerist þá? Þeir hætta ekki að lesa, heldur fara bara að lesa á ensku í staðinn. Auðvitað er ekkert við því að segja, þannig lagað, en ef við ætlum að viðhalda tungu- málinu og bókmenningu á Íslandi þá þurfum við að gefa út meira af unglingabókum. Allir les- endur eiga rétt á lesefni við hæfi,“ segir Bryn- hildur og bætir við að sama máli gegni um yngstu börnin; nokkuð hafi dregið úr útgáfu ís- lenskra myndabóka handa þeim. „Það er dýrt að gefa þetta efni út og fyrir vikið mætir það oft afgangi. Því miður.“ Fordómar eða sannmæli? Að mati Brynhildar eru fordómar í garð ung- lingabóka ákveðinn þröskuldur. „Það er ekkert launungarmál að unglingabókahöfundum er ekki endilega tekið fagnandi; fjölmiðlar, gagn- rýnendur og fullorðnir lesendur líta gjarnan niður á þessar bækur. Það viðhorf er ekki til þess fallið að hvetja höfunda til dáða sem er slæmt þar sem unglingar þurfa sínar bækur; þeir vilja lesa um sína jafningja, alveg eins og við hin. Þeir eru vaxnir upp úr barnabókunum og alla jafna ekki tilbúnir að glíma við efni fyrir fullorðna. Þarna geta skólarnir líka gert betur. Mikilvægt er að grunnskólanemendur fái að vinna með bækur fyrir sinn aldur, sem þau ráða við og höfða til þeirra. Unglingar eru þakklátur lesendahópur og fáir sem drekka bækur eins duglega í sig, að því gefnu að þær hitti í mark.“ Egill Örn hefur aðra sýn á þetta. Hann segir helsta verkefni bókaútgefenda að reyna að gefa út og tryggja gott úrval nýrra bóka sem höfða til sem flestra, þar á meðal barna og unglinga. „Og ég held að ég geti fullyrt að svo sé. Þó auð- vitað megi alltaf gera betur, þá er í mínum huga eftirtektarvert hve metnaður íslenskra höfunda og útgefenda hefur verið mikill þrátt fyrir að hafi harðnað á dalnum á undanförnum árum. Enn kemur út gríðarlegur fjöldi vandaðra barna- og unglingabóka sem margar hverjar seljast jafnvel í bílförmum sem er ákaflega já- kvætt.“ Að áliti Egils er ekki nokkur spurning að barna- og unglingabækur njóti almennt sann- mælis. „Við eigum mikinn fjölda virkilega hæfi- leikaríkra höfunda sem skrifa fyrir börn og ung- linga, og ekki síður myndskreyta sem sömu- leiðis er ákaflega mikilvægt. Auðvitað myndi maður vilja umtalsvert meiri umfjöllun um út- gáfu barna- og unglingabóka og höfunda þeirra og þar má sannanlega gera betur. Þannig eru til dæmis nokkur ár frá því að Félag íslenskra bókaútgefenda bjó til sérstakan flokk barna- og ungmennabóka við Íslensku bókmenntaverð- launin, sem ég held að hafi verið mjög gott skref til þess að auka umfjöllun og sýnileika útgáf- unnar. Allt styður þetta hvað við annað. Ef barna- og ungmennabækur eru jaðarsettar í umfjölluninni gerir það bæði höfundum og út- gefendum erfiðar fyrir og útgáfan ratar síður „til sinna“.“ Kynjaumræðan misvísandi Brynhildur nefnir kynjaumræðuna í þessu sam- bandi en hún sé um margt misvísandi og gæti verið að stuðla að skekkju á bókamarkaði. „Þegar við skoðum þessar evrópsku rannsóknir kemur í ljós að strákarnir okkar eru í ágætum málum miðað við evrópska jafnaldra sína þegar við horfum til lestraráhuga. Stúlkurnar okkar hafa hins vegar verið fyrir neðan miðju hvað það varðar. Þetta hefur ekki farið nægilega hátt sem gæti verið að hafa áhrif á markaðinn. Um- ræðan er með öðrum orðum ekki á réttri leið, hvorki frá sjónarhóli stúlkna né drengja. Með því að hamra stöðugt á því að drengir geti ekki lesið sér til gagns erum við að stimpla þá sem slaka lesendur. Það getur auðveldlega haft þær afleiðingar að þeir hugsi með sér að stelpur séu betri lesendur og það taki því ekki fyrir þá að reyna. Við verðum að gæta okkar á því hvernig við tölum um bóklestur gagnvart börnum.“ Rannsóknir hafa sýnt fram á að lestrarmenn- ing á heimilum skipti máli og Brynhildur hefur á tilfinningunni að foreldrar á Íslandi séu al- mennt duglegir að lesa fyrir börnin sín og hvetja þau til lesturs. „Það er ekki nóg að kvitta fyrir lesturinn frá og með fyrsta bekk. Það þarf að lesa fyrir börnin nánast frá því að þau koma heim af fæðingardeildinni. Þau þurfa að venjast því að hlusta á sögur og eiga notalega stund með foreldrunum. Það gefur svo mikið, ekki bara bóklega, heldur líka félagslega. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram að lesa fyrir börnin þegar þau eru sjálf orðin læs.“ Þarf að vera skemmtilegt Hrefna leggur áherslu á að börn þurfi að hafa yndi af lestrinum. Það hafi margsýnt sig að ekki þýði að standa yfir barni og skipa því að lesa. „Lestur verður að vera skemmtilegur eigi hann að standast samkeppni við aðra afþreyingu. Hér er bók, farðu og lestu í fimmtán mínútur! er Það er eins með lestur- inn og forvarnirnar Íslensk börn og unglingar eru ekki hætt að lesa sér til yndis; þvert á móti eru þau að sækja í sig veðrið, ef marka má bóka- og lestrartengt fólk sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins leitaði til. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn enda er það eins með lesturinn og for- varnirnar, eins og einn viðmælenda blaðsins kemst að orði, starfinu er aldrei lokið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Brynhildur Þórarinsdóttir Egill Örn Jóhannsson Hrefna Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.