Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Samtök í Kaliforníu hafa höfðað mál á hendur bandarískum kaffirisumfyrir að hafa ekki varað neytendur við að í kaffinu væri að finnakrabbameinsvaldinn akrílamíð. Verjendur segja að heilsubætandi áhrif kaffis séu mun meiri en hættan af örsmáum skömmtum af akrílamíði. Vilja varúðarmerkingar á kaffi 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 Hópi japanskra og ástralskra vísindamanna hefur tekist að þróa blóðsýnapróf sem getur greint pró- tein sem tengist myndun Alzheimer-sjúkdómsins. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í tíma- ritinu Nature og reyndist prófið gefa rétta niður- stöðu í 90% tilfella, hvort sem skoðað var sýni úr heilbrigðu fólki, fólki með minnistap eða fólki sem greint hafði verið með Alzheimer-sjúkdóminn. Próteinið sem um ræðir er afbrigði af mýlildi, sem kallast amyloid beta og byrjar að safnast upp í heilanum eftir því sem Alzheimer-sjúkdómurinn ágerist. Alzheimer-sjúklingar greina ekki minnistap fyrr en mörgum árum eftir að sjúkdómurinn hefur tekið að þróast í heila og gæti skimun á blóði þýtt að hægt væri að greina sjúkdóminn mun fyrr og þar með hefja meðferð áður en minni sjúklingsins tek- ur að skerðast. Til þessa hefur aðeins verið hægt að greina Alzheimer-sjúkdóminn með sneiðmynda- töku á heila sem er bæði dýr og flókin aðferð sem hentar ekki til almennrar skimunar. ai@mbl.is ÆTTI AÐ VERA HÆGT AÐ GREINA SJÚKDÓMINN MUN FYRR Geta greint Alzheimer með blóðprufu Blóðsýnaprufan gaf rétta niðurstöðu í 90% tilvika. Elsa Guðrún Jónsdóttir á ekkilangt að sækja skíðaáhugannþví faðir hennar Jón Árni Konráðsson var mikil skíðakempa og keppti m.a. á heimsmeistaramóti fyr- ir Íslands hönd árið 1982. Snjóinn vantaði heldur ekki norður á Ólafs- firði þar sem Elsa hefur búið alla sína tíð, og hefur hún verið á skíðum alla vetur frá því hún man eftir sér. „Við vorum á bólakafi í þessu öll fjöl- skyldan, og ég og systkini mín ólumst upp við að spila fótbolta allt sumarið en vera á skíðum allan veturinn.“ Elsa tekur þátt í Vetrarólympíu- leikunum sem haldnir verða í Suður-- Kóreu síðar í mánuðinum og keppir fyrir Íslands hönd í 10 km skíða- göngu með frjálsri aðferð. Er gaman að nefna að leiðin á Ólympíuleikana hófst á Andrésar Andar-leikunum þegar Elsa var lítil hnáta. „Ég var ekki endilega flinkust á gönguskíð- um, en var strax sem barn með svakalegt keppnisskap, ætlaði mér að vinna og hamaðist því eins og ég gat.“ Áfram lá leiðin á unglingalands- mót, bikarmót og í landsliðið. Elsa gerði atlögu að því að komast á Vetrarólympíuleikana 2006 en náði ekki þátttökulágmarki. Í kjölfarið ákvað hún að hægja ögn á skíðaiðk- uninni og gaf sér tíma fyrir barn- eignir, uppeldi og nám, en tók svo aftur til við að skíða af kappi þegar börnin voru orðin nógu stór til að reima sjálf á sig skíðaskóna. Tíu ár- um eftir að hún reyndi fyrst að kom- ast á Ólympíuleikana 2006 var Elsa komin á fleygiferð með landsliðinu, og náði loks því markmiði sínu að komast á Ólympíuleikana. Skíðaganga skiptist í hefðbundna göngu og frjálsa aðferð, og ýmist er keppt í sprettgöngu eða lengri vega- lengdum. Lengri vegalengdir sem eru í boði í keppnum á Íslandi geta verið frá 5 km og upp í 50 km og keppt bæði í karla- og kvennaflokki. Á Ólympíuleikunum gafst Elsu kost- ur á að keppa annaðhvort í sprett- göngu eða 10 km göngu með frjálsri aðferð, og varð síðari kosturinn fyrir valinu enda sú grein þar sem hún er sterkust. Endurnærð eftir æfingar En hvað er það sem fékk Elsu til að leggja gönguskíðin fyrir sig, frekar en einhverja aðra skíðaíþrótt? Hún segir íþróttina bjóða upp á mjög góða hreyfingu sem reyni á allan líkam- ann, og einnig ákaflega gefandi að arka um í hvítum snjónum í fallegri náttúru. „Eftir góða æfingu í vetrar- ríkinu kem ég alltaf endurnærð til baka,“ segir hún og bætir við að ekki þurfi eins mikinn snjó til að fara á gönguskíði og þarf til að fara á brun- eða svigskíði. „Það þarf ekki lyftur eða troðara, og ekki einu sinni sér- staka braut, og má t.d. halda út á næsta fótboltavöll strax og byrjar að snjóa og æfa sig þar.“ Skíðaganga getur verið líkamlega krefjandi, og á listum yfir þær vetraríþróttir sem brenna flestum hitaeiningum lenda gönguskíðin mjög ofarlega. Elsa segir að þetta þýði ekki að íþróttin sé óaðgengileg enda getur fólk gengið á eigin hraða og farið þá vegalengd sem það treystir sér til. „Amma mín er t.d. komin yfir sjötugt og fer á göngu- skíði oft á hverjum vetri,“ segir hún. „Það sem helst flækist fyrir byrj- endum er samhæfingin og jafn- vægið, enda þarf vinstri hönd að hreyfast fram með hægri fæti, og öf- ugt, en flestir eru fljótir að ná góðum tökum á undirstöðunum.“ Til að byrja að stunda íþróttina þarf líka að fá lánuð, eða kaupa, góð gönguskíði, gönguskíðastafi og -skó. „Fólk er líka í léttari fatnaði á gönguskíðum en á svigskíðum eða snjóbretti, og eru t.d. hefðbundnar snjóbuxur allt of þykkur fatnaður fyrir gönguskíðin. Þess í stað á að klæðast léttum buxum og jakka, ekki ósvipað og þegar farið er út að skokka í kulda,“ útskýrir Elsa. „Best er að byrja á flatlendi til að æfa tæknina og ná upp þoli og hraða áður en tekist er á við brekkurnar.“ Elsa segist mæla með gönguskíð- um fyrir jafnt unga sem aldna. „Það geta þetta allir og um mjög gott fjöl- skyldusport að ræða. Mikill upp- gangur er líka í gönguskíðaíþróttinni í dag, og vinsælt hjá þeim sem stunda hlaup og hjólreiðar af kappi að skipta yfir í gönguskíðin á vet- urna.“ Elsa segir skíðagöngu aðgengilega. „Það þarf ekki lyftur eða troðara, og ekki einu sinni sérstaka braut, og má t.d. halda út á næsta fót- boltavöll strax og byrjar að snjóa og æfa sig þar.“ Elsa er einn þriggja íslenskra keppenda í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum 2018. Hinir eru Isak S. Pedersen og Snorri Einarsson. Auk þeirra keppa Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason í alpagreinum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Með mikið keppnisskap á Andrésar Andar-leikum Elsa Guðrún byrjaði kornung að keppa í skíða- göngu og æfir nú fyrir Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu í febrúar. Hún verður fyrsta konan til að keppa í íþróttinni fyrir Íslands hönd. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is 32.500kr HILLA MEÐ SNÖGUM 24.900kr GLERBOX 3.600kr BEKKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.