Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 Þ rír lýðræðislega kjörnir fulltrúar á héraðsþingi Katalóníu sitja í fangelsi í Madríd, höfuðborg sambandsrík- isins. Þeir voru kallaðir fyrir dóm að kröfu ríkisstjórnar Spánar. Þeir svöruðu auðmjúkir kallinu og óraði ekki fyrir hvernig þeirra réttlæti þar virkaði. Geta nú tekið undir með Jóni Hreggviðssyni: Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti. Glittir enn í generalinn? Hæstiréttur Spánar var ekki að tvínóna og setti stjórnmálamennina þrjá í ótímabundið varðhald þar sem þeir eru enn. Hæsta stig dómsvaldsins á Spáni hóf þessa atburðarás svo hinir frelsissviptu menn hafa ekki neitt að leita innanlands. Engin áfrýjunar- leið til. Íslendingar þekkja lýðræðisríkið Spán að góðu einu og horfa því á þetta harmi slegnir. Þess utan er Spánn í ESB, og sumir á Íslandi telja að þar sé að finna upphaf og endi á lýðræðislegu ör- yggi fólks. En bersýnilegt er af þessu máli að það er óskhyggjan ein. Það sem þarna gerðist á ekki að geta gerst í alvöru- lýðræðisríkjum gagnvart mönnum sem eingöngu töl- uðu fyrir breytingum og studdu það að leita mætti eftir afstöðu til þeirra hugmynda. Þess vegna var þjóðin beðin um álit sem aðeins verður af öryggi lesið út úr kjörseðlum. Allur aðdragandinn hafði farið frið- samlega fram. En þá brast á ófriður. Sá kom akandi í fjölda langferðabíla frá Madríd. Kjósendur höfðu vissulega heyrt að forsætisráð- herra Spánar vildi alls ekki að þeir kysu um sjálf- stæði. En þeir töldu sér óhætt að hlýða kalli leiðtoga heimamanna og fóru á kjörstað. Enginn átti sér ills von. En áður en nokkurn varði var gerð árás úr óvæntri átt. Fólkið var barið með kylfum, og konur, ungar sem eldri, voru dregnar á hárinu niður tröppur kjörstaðanna. Þetta náðist allt á filmur og var sýnt um allan heim. Utanríkisráðherra Spánar mætti í sjónvarp og sagði að enginn hefði verið beittur harð- ræði. Allar myndirnar væru sviðsetningar stjórn- valda í Barselóna. Bræðraþjóðirnar í Brussel sátu og þögðu. En eftir nokkra daga var hneykslisaldan orðin óviðráðanleg og þeim ekki lengur sætt. Þeir gáfu stjórninni í Madríd fyrirmæli um að viðurkenna barsmíðarnar, segja þær mistök og biðj- ast afsökunar. Ella neyddust ESB-ríkin til að for- dæma allt heila bixið. Á augabragði átu stjórnvöldin allt ofan í sig. En afsökunarbeiðnin frá Madríd var innihaldslaus og henni fylgdi engin iðrun. Þeir sem höfðu efnt til atkvæðagreiðslunnar voru sagðir land- ráðamenn og kallaðir í yfirheyrslu í Madríd. Um leið og þangað kom voru þeir hnepptir í varðhald. Hér voru ekki á ferðinni hryðjuverkamenn sem varð að halda af öryggisástæðum á meðan undirréttur fjallaði um mál þeirra. Menn sem almenningi stafaði hætta af. Fram að þessu voru það eingöngu 800 herlög- reglumenn frá stjórninni í Madríd sem með stórkost- legri misbrúkun valds síns höfðu stefnt lífi og heilsu fólks í voða. Það má rétt ímynda sér hve venjulegum borgurum var brugðið sem ætluðu sér ekki annað en að greiða atkvæði. Þetta fólk hafði ekki ráðist á þinghúsið sitt og stofnað öryggi fólks í hættu eins og gerðist hér á landi og enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir. Það mætti á kjörstað óvopnað öðru en skilríkjum sín- um og óviðbúið svívirðilegum árásum ættuðum frá höfuðborg Spánar. Næsta skref Í framhaldinu af þessu tilefnislausa ofbeldi leysti ríkisstjórn Spánar upp þingið í Katalóníu. Forsætis- ráðherrann boðaði nýjar kosningar þar og sá ekkert athugavert við það að hafa helstu leiðtoga sjálf- stæðishreyfingarinnar í varðhaldi eða eftirlýsta á flótta erlendis í aðdraganda þeirra kosninga. En forsætisráðherranum varð ekki að ósk sinni. Í hinum nýju kosningum fengu sjálfstæðissinnar rúm- lega 47 prósent atkvæðanna og hreinan þingmeiri- hluta í Katalóníu. En um Rajoy forsætisráðherra mátti segja að hann „skeit í skóna í Barselóna,“ eins og óprúttnir ungling- ar höfðu á orði í ofanverðum Hlíðunum fyrir all- mörgum árum. Hann tilkynnti reiður, eða öllu heldur hótaði því að framlengja beina stjórnun Katalóníu frá Madríd ef þingið þar vogaði sér að endurkjósa Carles Puigde- mont sem forseta og sá myndi leitast við að stjórna héraðinu úr útlegð sinni eða á flótta. Auðvitað er rík hefð fyrir því í Evrópusambandinu að láta kjósa aftur og aftur þangað til „lýðurinn“ skil- ur til hvers er ætlast og „kýs rétt“. Hinn ákafi ESB- sinni, Tony Blair, krefst þess nú ítrekað opinberlega að kosið verði aftur um Brexit, þar sem niðurstaðan hafi verið röng. Spánski forsætisráðherrann sagði á fundi með flokksbræðrum sínum að ætlun sjálfstæðissinna væri „fáránleg“. Þeir stefndu að því að leyfa „flóttamanni undan lögreglu“ að taka kjöri í beinni útsendingu úr útlegðinni og veita einhverjum þingmanni í salnum umboð til að flytja þar ræðu fyrir sína hönd og til- kynna að hann samþykkti að axla þá ábyrgð sem þingið legði honum á herðar. Góðkunningi Íslendinga Flokksbræður Puigdemont, fangelsaðir af sjálfum Hæstarétti Spánar, að kröfu spænska forsætisráð- herrans, og haldið í fangelsi mánuðum saman án þess að geta komið sinni málsvörn að, ætla nú í vonleysi sínu að leita til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það er sama nefndin og húmoristar frá Ís- landi fóru með kvótakerfið til þegar sérlegur útsend- ari mannréttindajöfursins Muammar Gaddafis var þar í forsæti á sínum tíma. Nú er Egyptaland með forsæti þar, sem er mörg- um sinnum skárra en þá var, en það land kallar þó ekki allt ömmu sína í mannréttindamálum. En „bræðralöndin“ í ESB, sem sum eiga fulltrúa í nefndinni, eru ekki líkleg til að leggjast þar gegn aug- ljósum og alvarlegum mannréttindabrotum þegar hagsmunir eins af stórríkjum sambandsins eiga í hlut. Það, að fangelsa menn af slíku tilefni og með þessum hætti, þykir sjálfsagt ekki eins alvarlegur glæpur hjá þessari furðunefnd og íslenska kvóta- kerfið. Sum ESB-ríkjanna hafa hagsmuni af sama toga og Spánn í þessum efnum. Það vekur eftirtekt hvernig sjálfskipaður hópur réttlætisins í öllum málum, hér á landi og jafnvel víð- ar, setur kíkinn á blinda augað og lepp fyrir hitt þeg- ar hann horfir til Katalóníu og það þegar engu er lík- ara en að þunna slæðu af vofu Francos beri fyrir á bláhimnum Íberíuskagans. Hvernig stendur á því? Er það hin óbilandi auðmýkt gagnvart ESB-valdinu? Um dómstóla hér Á sama tíma fara fram furðuumræður um dómsmál á Íslandi, með hrópum og köllum, og þar reynt að færa dómsmálaráðherrann í stól sakbornings. Jafnvel einn samráðherra hans tautaði í barm sér að erfitt væri fyrir ráðherrann að „vera með dóm Hæstaréttar á bakinu“. Þetta er þó eins og hver önnur endemis vit- leysa. Önnur og algjörlega ófyrirséð túlkun réttarins um málsmeðferð breytir engu um stöðu ráðherrans. Hæstiréttur Íslands hefur setið undir töluverðri Réttlæti eða látalæti með grundvallarþátt þjóðlífsins ’ Þingið samþykkti hvern og einn ein- asta landsréttardómara, eftir tillögu dómsmálaráðherrans, sem studdist að langmestu leyti við reiknistokkinn svo vafasamur og hann augljóslega er. Ráð- herrann gerði smávægilegar breytingar þegar forystumenn flokka á þingi gerðu honum ljóst að afurð reiknistokksins yrði aldrei samþykkt óbreytt. Það er óþægilegt að Hæstiréttur skuli ekki hafa haldið höfði þegar málið kom til hans kasta. Reykjavíkurbréf02.02.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.