Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 17
Bianca og Stephany ásamt einni konunni sem þær aðstoðuðu heima í Mexíkó. Sú er á tíræðisaldri,
hús hennar skemmdist gríðarlega í skjálftanum mikla en þær náðu að kosta lagfæringarnar.
4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
’Okkur líður dásamlega áAkureyri. Við gætum al-veg hugsað okkur að setjasthér að og höfum íhugað það.
Fljótlega eftir að mjög harður jarðskjálfti
reið yfir Mexíkó síðastliðið haust fengu
Stephany Mayor og Bianca Sierra þá hug-
mynd að safna fé til þess að aðstoða þá sem
áttu um sárt að binda í kjölfar skjálftans.
Þeirra fyrsta verk var að stofna til happ-
drættis þar sem vinningurinn var árituð
landsliðstreyja framherjans Stéphany, besta
og markahæsta leikmanns Íslandsmótsins í
fyrra. Treyjunni hafði hún klæðst í leikjum á
heimsmeistaramótinu árið áður.
Þær renndu nokkuð blint í sjóinn en létu
slag standa. Svo fór að miðarnir seldust upp
á augabragði, þeim til mikillar ánægju og
dregið var í hálfleik viðureignar Þórs/KA og
Stjörnunnar á Þórsvellinum, hálfri annarri
viku eftir skjálftann. Það var ung stúlka,
Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir, sem datt í
lukkupottinn.
Hátt í 400 manns létust í jarðskjálftanum,
um 6.000 slösuðust og fjöldi bygginga
hrundi eða skemmdist mjög mikið.
Auk happrættisins stóðu þær Bianca og
Stephany fyrir fjársöfnun á netinu og fljót-
lega eftir að keppnistímbilinu lauk hérlendis
síðastliðið haust héldu þær á skjálftasvæðið
í Morelos héraði, en þangað er um tveggja
klukkustunda akstur frá heimili Stephany í
Mexíkóborg.
„Eyðileggingin var ótrúleg og mjög sorg-
legt að sjá hvernig komið var. Eftir því sem
nær dró sáum við að vegir höfðu skemmst
mjög mikið en mesta eyðileggingin blasti
við þegar við komum á leiðarenda. Fjöldi
húsa var rústir einir, þök voru horfin af
mörgum og veggir brotnir,“ segir Bianca.
„Mexíkósk yfirvöld gátu sem betur fer
hjálpað mjög mörgum því verulegar fjár-
hæðir söfnuðust til hjálparstarfs. Hins vegar
voru ekki allir svo heppnir og við gátum að-
stoðað konur sem höfðu til dæmis misst
eiginmanninn; ef eignin var skráð á hann
gátu þær ekki fengið hjálp frá ríkinu þar
sem þær áttu ekki húsin miðað við op-
inbera skráningu. Sumar þessara kvenna
höfðu misst allt sitt.“
Í stað þess að afhenda beinharða peninga
voru aðstæður metnar á hverjum stað og
Bianca og Stephany keyptu síðan það sem
þurfti til þess að koma húsakynnum fólksins
í samt lag. „Það var yndislegt að geta kom-
ið löndum okkar til hjálpar og við áttum
margar tilfinningaríkar stundir með fólk-
inu.“
Yndislegt að geta hjálpað
fólki í neyð í Mexíkó
Sævar Helgason, Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir
með treyjuna góðu, Bianca og Stephany.
Bianca Sierra, til vinstri, og
Stephany Mayor Gutiérrez
bregða á leik í snjónum
heima á Akureyri.