Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 37
Þátttakendur í hinum rótgróna og víðfræga spurningaþætti Masterm- ind í breska ríkissjónvarpinu, BBC, geta ekki lengur valið spurningar sem tengjast sjónvarpsþáttunum Fawlty Towers og Blackadder, bókaflokknum Chronicles of Narnia og skáldinu Roald Dahl. Skýringin er einföld: Þessir flokkar hafa orðið svo oft fyrir valinu gegn- um tíðina að spurningahöfundar þáttarins eru þurrausnir. Mastermind hóf göngu sína árið 1972 undir stjórn Magnúsar okkar Magnússonar, en í seinni tíð spyr John nokkur Humphries spurning- anna. Þátturinn er frægur fyrir snúnar spurningar og enda þótt keppendur velji spurningaflokkana sjálfir komast sárafáir alla leið í mark. Sem dæmi má nefna að 262 keppendur vildu í fyrra spreyta sig á spurningum um galdradrenginn Harry Potter en aðeins einn af þeim stóðst prófið og komst áfram í næstu umferð, þar sem spurning- arnar geta verið um allt milli him- ins og jarðar. Potter var vinsælasta viðfangsefnið á liðnu ári. Keppendur mega velja hvaða efni sem er svo lengi sem það særir ekki blygðunarkennd áhorfenda BBC Two á föstudagskvöldum. Af nægu þarf þó að vera að taka. Þannig þykir flokkurinn „Rómeó og Júlía“ of þröngur og flokkurinn „höfundarverk Shakespeares“ of víður, að sögn framleiðanda þátt- anna. Mastermind hefur sætt gagnrýni fyrir að hleypa að léttmeti eins og Friends og Frasier en þar á bæ verja menn sig með þeim rökum að hvor sjónvarpssería sé yfir 200 þættir og því sé af nægu að taka. Reuters MASTERMIND SETUR SKORÐUR Spurningahöfund- arnir þurrausnir Magnús heitinn Magnússon. Morgunblaðið/Sverrir Harry Potter og fé- lagar eru vinsælasta viðfangsefnið. 4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 MÁLMUR Alissa White-Gluz, hin kanadíska söngkona sænska dauðamálmbandsins Arch Enemy, upplýsir í ný- legu viðtali við Spark TV að illa þurfi að liggja á henni þegar hún semur söngtexta, auk þess sem henni þyki alltaf best að stinga niður penna í skjóli nætur, helst undir morgun. Vel fer líklega á því í ljósi þess hvernig tónlist Arch Enemy flytur. Þá kveðst White-Gluz gefa frá sér alla stjórn við iðjuna, orðin fái bara að flæða í frelsi sínu. „Ég læt þetta bara gerast og finn alltaf hve- nær textinn er tilbúinn. Það er eins með textagerð og málverk; lengi má bæta einni pensilstroku við,“ segir hún. White-Gluz yrkir ekki bara þegar á þarf að halda fyrir plötur, heldur þegar andinn kemur yfir hana sem þýðir að hún á yfirleitt tilbúið efni í handraðanum. Best að yrkja í fýlu Alissa White- Gluz. SJÓNVARP Bretar hafa löngum sérhæft sig í stuttum spennuseríum og ein slík, Collate- ral, verður aðgengileg á efnisveitunni Netflix síðar í mánuðinum. Flatbökusendill finnst myrtur í Lundúnum og þrjósk rannsóknar- lögreglukona, leikin af Carey Mulligan, neit- ar að trúa því að hér sé um handahófs- kenndan verknað að ræða. Hún gefur því allt í rannsóknina í þeirri von að draga myrk öfl fram í dagsljósið. Í öðrum helstu hlutverkum eru John Simm, Nicola Walker og Billie Piper. Handritshöfundur er David Hare og leikstjóri S.J. Clarkson sem meðal annars hefur leikstýrt þáttum af Dexter. Flatbökusendill finnst myrtur Carey Mulligan reynir að leysa morðgátu. AFP Það gekk á ýmsu í heimi popplistanna í vikunni úti í hinum stóra heimi. Rýr hlutur kvenna þegar Grammy- verðlaununum var úthlutað var mikið í umræðunni og ekki síður ummæli forseta verðlaunanna, Neil Portnow, þess efnis að konur yrðu hreinlega að „stíga upp“ til að auka hlut sinn. Hann bætti því raunar við að auknu framlagi kvenna á hinum ýmsu svið- um tónlistarinnar yrði fagnað. Ýmsar málsmetandi konur í popp- bransanum tóku ummælin óstinnt upp, þeirra á meðal hin litríka söng- kona Pink, sem ekki tókst að landa verðlaunum á hátíðinni. „Konur hafa verið stígandi frá örófi alda,“ sagði hún í handskrifuðu bréfi á Twitter. „Þær hafa stigið upp og líka stigið til hliðar.“ Verður risaeðlan kona? #metoo-byltingin, sem farið hef- ur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, hefur nú náð í skottið á James gamla Bond, ef marka má umfjöllun í breska blaðinu The Guardian í vikunni, en þar veltir greinarhöfundur fyrir sér hvort ekki þurfi að hoppa yf- ir svartan Bond og fara hreinlega beint í kvenkyns Bond í næstu kvik- mynd um njósnara hennar hátignar. Það yrði eitthvað! Engar leikkonur eru þó nefndar á nafn í þessu sambandi. Í greininni kemur einnig fram að karlremba Bonds hafi verið tónuð niður í seinni tíð en frægt er að yfir- maður hans, leikinn af Dame Judi Dench, kallaði njósnarann „risa- eðlu“ í Quantum of Solace fyrir heilum áratug. Aðdáendur Meryl Streep hafa verið með böggum hildar í vikunni en Donna, kar- akter hinnar margverð- launuðu leikkonu í nýju söngva- myndinni Mamma Mia! Here We Go Aga- in, er vart sýnileg í tveimur stiklum sem komið hafa fyrir augu almenn- ings. Donna opnar víst ekki einu sinni munninn. Gera menn því nú skóna að Donna muni jafnvel sálast í mynd- inni, sem er framhald af hinni víð- frægu söngvamynd Mamma Mia! og byggist á tónlist Abba-flokksins sí- vinsæla. Talandi um sívinsæla tónlistar- menn þá var upplýst í vikunni að Paul Simon, sem orðinn er 76 ára gamall, myndi stíga á svið í hinsta sinn í Hyde Park í Lundúnum 15. júlí næstkom- andi. Goðsögninni til halds og trausts verða Bonnie Raitt og James Taylor. Tónleikar Simons verða rúsínan í pylsuendanum á tíu daga langri tón- leikahátíð í garðinum. Simon hefur lengi íhugað að draga sig í hlé. „Það er hugrekki að láta staðar numið,“ sagði hann við The NY Times fyrir tveimur árum. Bandaríska söng- konan Pink á Grammy-hátíðinni um síðustu helgi. Hún er hvorki hress með rýran hlut kvenna né ummæli forseta verðlaunanna. AFP VIKA ER LANGUR TÍMI Í POPPINU Stígandi konur, kvenkyns Bond og er Donna dáin? Nafnið er Bond. Jane Bond. Reuters Opið alla daga vikunnar. Viðburðardagatal á norraenahusid.is Hlýlegtmenningarhús í Vatnsmýrinni SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.