Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 28
Fólk sem situr allan daginn ívinnunni hefur gott af því aðfara í frí þar sem lögð er áhersla á hreyfingu. Það er líka bara svo gott að setjast niður eftir að hafa fengið góða útrás og teygja úr þreyttum vöðvum og finna að hvíldin er verðskulduð. Strandfrí þarf ekki endilega að þýða letilíf heldur er vel hægt að hreyfa sig á ströndinni, eða nánar til tekið í sjónum. Brimbrettafrí er góður valkostur og er hægt að heimsækja marga staði þar sem hægt er að læra á brimbretti í frí- inu. Hægt er að stunda brimbretti við Ísland eins og atvinnumaðurinn Heiðar Logi Elíasson hefur sannað fyrir landanum en það þarf heldur ekki að fara langt til þess að komast í hlýrra veður og sjó. Auðvelt er að finna stærri brimbrettaskóla sem jafnvel bjóða líka upp á gistingu en einnig er vel hægt að mæla með því að finna kennslu einn og einn dag til GettyImages/iStockphoto Brimbretti og baðströnd Það þarf ekki að vera samasemmerki á milli þess að fara í frí á strönd- ina og þess að liggja allan daginn í sólstól. Brimbrettafrí hafa notið aukinna vinsælda undanfarið og er hægt að heimsækja marga staði bæði nær og fjær til þess að læra þessa krefjandi íþrótt. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Það getur verið sniðugt að fara í frí þar sem lögð er áhersla á hreyfingu.því er þetta góð hreyfing fyrir skrif- stofufólk sem eyðir of miklum tíma innandyra. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér brimbrettafrí nánar er síðan surfholidays.com hjálpleg. að prófa íþróttina undir öruggri leiðsögn. Það tekur líkamlega mikið á að vera á brimbretti en það hreinsar líka hugann að vera við sjóinn og Fyrir þá sem vilja fara aðeins lengra til að fara á brimbretti er Marokkó góður valkostur. Þar er hægt að fara á brimbretti allt árið. Best er fyrir byrjendur að fara í september til apríl (suður- og miðhluti landsins) eða í maí til september (norðurhluti). Brimbrettaiðkun barst til landsins með bandaríska hern- um á sjötta áratug síðustu ald- ar. Essaouira og Taghazout urðu síðan vinsælir bæir á hippatímabilinu og flestir sem fara í brimbrettafrí til landsins í dag dvelja nálægt síðarnefnda bænum. Taghazout er brim- brettahöfuðborg Marokkó og góður staður til að flýja kalda vetur í Evrópu. Strandirnar þar eiga að hæfa bæði byrjendum og lengra komnum en þarna eru langar sandstrendur. Bær- inn er í 20 mínútna fjarlægð frá Agadir. Sjávarhiti er um 23°C. Paradis Plage er hótel og skóli á ströndinni norður af Tag- hazout, þar sem hægt er að læra á brimbretti, stunda jóga eða heimsækja spa og er þetta fyrsti staðurinn af sínu tagi í landinu en svæðið var opnað ár- ið 2012. Ef til dæmis par er að ferðast saman en deilir ekki áhugamálum getur annað farið í jógaskólann og hitt á brim- bretti. Þarna er að minnsta kosti hægt að þjálfa bæði líkama og huga á sama staðnum. MAROKKÓ Gott allt árið GettyImages/iStockphoto FERÐALÖG Brimbrettafrí heilla kannski ekki alla en það er margtannað hægt að gera til þess að hreyfa sig á ferðalagi.Til dæmis er hægt að fara í gönguferðir, synda, hjóla, fara í hestaferð eða stunda jóga. Í formi á ferðalagi 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.