Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 26
Laugardaginn 3. febrúar verður haldinn fatamarkaður á skemmtistaðnum Húrra, Tryggvagötu 22. Þar munu meðal annars þeir Pétur Kiernan, Joey, Logi Pedro, Dabbi Kri og Haraldur Ari ætla að selja af sér spjarirnar. Fatamarkaður á Húrra TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 Hvað heillar þig við tísku? Það sem heillar mig við tísku er fólk semþorir að prufa nýja hluti og vera með netta yfirlýsingu í stílnumsínum. Sjálf elska ég að fara í skemmtileg föt þó ég sé ekki að fara að gera neitt sérstakt, það er bara þessi tilfinning sem lætur mér líða vel. Tískan er líka alltaf að breytast og það eru engar reglur þannig að maður þarf bara að finna sitt flæði. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Klass- ískur með snúning! Mér finnst gaman að vera í klass- ískum fötum eins og til dæmis svörtum rúllukragabol við til dæmis pallíettubol. Það þarf ekki að vera mikið „twist,“ bara smá. Ég er frekar mikið í pallíettum núna þar sem ég er að fara að keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 17. febrúar. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Leðurjakkinn sem hún móðir mín átti er í uppáhaldi. Hann er alveg í anda háska- kvendis úr kvikmyndaheiminum, og mér þykir ótrúlega vænt um hann. Hann er svartur og stuttur og bundinn um mittið. Mér líður alltaf rosalega kvenlega þegar ég er í honum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Vinkona mín Sylvía Dögg / Lovetank er alltaf smart, töff og flott klædd. Svo er Rihanna frekar svöl. Áttu þér einhvern uppáhalds fatahönn- uð? Ég á engan uppáhalds fatahönnuð, nei, en mér finnst mörg tískuhús alltaf flott eins og til dæmis Kenzo, Gucci, Balenciaga, AOC og fleiri. Hvar kaupir þú helst föt? Ég er deildarstjóri í H&M þannig að ég versla mest þar, myndi ég segja, og svo elska ég að kaupa notuð föt í versl- unum og á mörkuðum. Það er svo gam- an að detta á einhvern gæðagrip sem enginn annar á. Ég verð nú líka að viðurkenna að ég versla frekar mikið á netinu, og er eiginlega farin að verða háð því að fá „pakka“ heim. Þetta er svolítið eins og að eiga alltaf afmæli nokkrum sinnum á ári. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Maskari og kinnalitur. Svo er ég líka alltaf með smá nammi. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Það er algert möst að eiga LEE-gallabuxur. Svo safna ég kápum og myndi segja að ég væri með kápu- og skóblæti. Það er eins og maður eigi aldrei nóg af þessu dóti... Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Það sem mér dettur helst í hug eru Jeez- gallabuxurnar. Vá, það var alltaf svo gaman að vera í alls konar lituðum buxum þannig að ég myndi segja að tískan í kringum aldamótin 2000 væri skemmtilegust. Þá gerðu að sjálfsögðu Buffalo-skórnir líka allt vit- laust. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já, heldur betur. Þegar hljómsveitin TLC var sem vinsælust árið 1996 gengum ég og vinkonurnar með snuð um hálsinn því það þótti svo töff. Mig minnir að við höfum líka gengið um með pela með djús í skólanum... En þetta eru hlutir sem mig langar eiginlega ekki til að muna eftir. Agnes segir svartan leður- jakka sem móðir hennar átti uppáhaldsflíkina. Morgunblaðið/Hari Klassískur stíll með snúning! Agnes Marinósdóttir, deildarstjóri H&M og tón- listarkona, er með eftirtektarverðan fatastíl. Agnes hefur gaman af því að kaupa notaðar ger- semar og segist klæðast pallíettum mikið þessa dagana, sérstaklega í undirbúningi fyrir þátttöku sína í Söngvakeppni sjónvarpsins. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Rihanna er töffari fram í fingurgóma. Úr sumarlínu tískuhússins Kenzo. Sylvía Dögg lista- kona er með flottan fatastíl. Kinnalitur er nauðsynlegur í snyrtitöskuna. Instagram.com/lovetank

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.