Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 16
Þ að er ekki ýkja langt síðan rann- sóknir á hamingjunni voru einfald- lega ekki til. Í dag er fyrirbærið eitt það vinsælasta á borði vísinda- manna og safnast hefur í sarpinn hvað það er sem getur mögulega fært okkur hamingju. Ef það er eitthvað sem allir vilja, án tillits til stöðu eða stéttar, þá er það að finna þessa tor- skildu tilfinningu að maður sé hamingjusamur. Tilfinningin er hins vegar það torskilin (sumir segja jafnvel að hamingjan sé ekki til) að þeg- ar við erum í raun hamingjusöm erum við ekki viss um að við séum að upplifa þá tilfinningu. Er þetta hamingjan? Spyrjum við okkur. Og hvernig á svo að skilgreina hana? Samkvæmt íslenskri orðabók er hamingja gæfa, lán og sæla. Sumir skilgreina hamingjuna þannig að ef maður upplifir hlutina á sama hátt og vonir manns standa til, eða þá að úrslitin eru betri en maður bjóst við, þá upplifi maður ham- ingjutilfinningu. Aðrir segja hamingjuna vera það að vera sáttur við það sem maður hefur, kunna að fara í gegnum hæðir og lægðir. Við vitum að minnsta kosti að hamingjan er tilfinning og það er í eðli flestra okkar að sækja í góðar tilfinningar sem fylla okkur vellíðan meðan við reynum að forðast að- stæður sem vekja vondar tilfinningar og van- líðan. Sunnudagsblað Morgunblaðsins fór yfir það sem vísindamenn dagsins í dag telja að geti látið okkur líða vel og upplifa ham- ingjustundir, til langframa eða styttri tíma. Getty Images/iStockphoto Hvernig verðurðu hamingjusamari? Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018 Það hefur verið bent á að listinnyfir allt það sem maður á aðgera til að vera hamingju- samur sé svo langur að það sé engin leið að komast yfir það. Besta ráðið að mínu mati er hreinlega að gera minna,“ segir Þórgunnur Ársæls- dóttir geðlæknir og formaður Geð- læknafélags Íslands. „Auðvitað snýst þetta um jafnvægi. Ef ég geri mjög lítið og eyði 12 tímum á sólarhring í rúminu þá er gott ráð að gera aðeins meira en þeir eru fleiri sem eru að gera of mikið.“ Þórgunnur telur mikið til í þeim orðum að flest vandamál mannsins snúist um það að við getum ekki setið ein með okkur sjálfum og gert ekki neitt í svolitla stund en hún segir hvíld í því að gera ekki neitt og telur að það hafi verið eitthvert vit í boð- orði Biblíunnar um að taka einn hvíldardag í viku. En af hverju erum við á spani? „Að hluta til er þetta samfélagið. Við vitum til dæmis öll að það er rosa- lega hollt, andlega og líkamlega, að hreyfa sig og hreyfing ætti að vera partur af lífi okkar allra en hvernig eiga foreldrar ungra barna að finna tíma til að lifa farsælu lífi, sinna vinnunni, börnunum, heimilinu og fara svo í stressi í líkamsrækt? Sex á morgnana og sofa þá ekki?“ Í þessu samhengi finnst Þórgunni mjög athygliverð umræðan um að stytta vinnuvikuna, en mælingar sýna að það kemur vel út, með færri veik- indadögum, meiri ánægju en jafn- miklum afköstum. „Við búum við ákveðin náttúrulög- mál. Það tekur jörðina 365 daga að ferðast í kringum sólina, dagur og nótt skiptast á og svo framvegis. Stundum gleymum við að sumar regl- ur sem við lifum við eru ekki lögmál heldur bara eitthvað sem við mann- fólkið bjuggum til. Það er til dæmis ekkert náttúrulögmál að fullur vinnu- dagur eigi að vera 8 tímar.“ Flýja ekki Þar sem í lífinu skiptast á skin og skúrir er jafnmikilvægt að læra að lifa með súru tímunum á sama hátt og við njótum þess þegar lífið leikur við okkur en þar er hængur á. „Við forðumst vanlíðan og flýjum hana með misheilbrigðum hætti þeg- ar það eina sem við þurfum kannski að gera er að sitja og hlusta á hvaða skilaboð vanlíðanin er að senda okk- ur. Ef við finnum fyrir depurð er kannski eitthvað sem þarf að hlusta á og breyta en við komumst ekki að því hvað það er ef við leyfum okkur ekki að staldra við og skoða hvað er í gangi. Flóttaleiðir okkar geta verið að deyfa tilfinningar með mat, vímu- gjöfum eða með því að hafa nógu mik- ið að gera og vera alltaf á fullu. Það er líka svo sterkt viðhorfið í samfélaginu að það sé svo smart að vera nógu upp- tekinn. En okkur líður ekkert endi- lega vel þannig. Að gera minna og meiri ró er að mínu mati það sem gæti fært mörgum meiri hamingju en um leið að þola við í erfiðum tilfinn- ingum en flýja þær ekki. Finna tilgang Annað sem er ofarlega á blaði Þór- gunnar sem forsenda hamingjunnar er svefninn. „Í samfélaginu er ákveðið grunn- virðingarleysi gagnvart svefni og við erum mjög mörg svefnvana. Við vit- um orðið mjög margt um gildi svefns- ins en það er ennþá meira sem við vit- um ekki og hann er afar merkilegur og án hans missum við and- lega og líkamlega heilsu.“ En hvað getum við gert til að ná meiri ró í líf okkar? „Læra að segja nei, gerum það seinna, gerum það næst. Forgangs- raða og setja inn í stundaskrá það sem er mikilvægast því fólk er sjaldn- ast með auðan tíma þar sem það get- ur skotið því mikilvæga inn. Skipu- leggja sig þannig að alla streitu og álagsvalda beri ekki upp á sama tíma. Svo er það að efla getuna til að takast á við streituna með því að lifa heil- brigðu lífi, sofa nóg, borða hollan mat og kunna að slaka á. Svo er það þetta með vænting- arnar en óhamingja er gjarnan tengd við það að væntingar fólks eru aðrar en raunveruleikinn reynist svo vera. Kannski ættum við að spyrja okk- ur hvernig er hægt að slaka inn í að- stæður okkur og líf, eins og það er hér og nú, án þess að hamast við að reyna að breyta öllu. Fyrsta skrefið er að samþykkja, finna að við getum leyft hlutunum að vera án þess að vera í stríði við þá og finna þess í stað sátt. Frá þeim stað er hægt að gera raunverulegar breytingar, frá þeirri innri kyrrð sem við fáum þegar við finnum sátt. Að rækta samband við fjölskyldu og nána vini skiptir miklu. Í þessu til- liti skiptir þrautseigjan líka miklu máli, til dæmis það að eiga fyrir- myndir sem eru þrautseigar, hefur mikið að segja fyrir það hvort við get- um þjálfað eigin þrautseigju.“ Að lokum segir Þórgunnur að það skipti mjög miklu máli fyrir hamingju fólks að það finni einhvern tilgang, að það tilheyri einhverju meira og stærra en sé ekki bara eitt. „Fólk getur upplifað andlega tengingu t.d. í gegnum trúarbrögð, listir eða náttúruna. Það skilur oft á milli þegar fólk lendir í hræðilegum erfiðleikum, hverjir komast í gegnum það en þeir gera það frekar sem finna einhvern tilgang og að þeir tilheyri. Tilgangurinn hjá sumum getur hreinlega bara verið að láta gott af sér leiða og vera til staðar fyrir aðra.“ julia@mbl.is Gera minna og meiri ró Formaður Geðlæknafélags Íslands segir það hollt að láta sér leiðast og span sé ekki lykill að hamingjunni. „Besta ráðið að mínu mati er hreinlega að gera minna,“ segir segir Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir um leiðina að hamingjunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Það er til dæm-is ekkert nátt-úrulögmál að full-ur vinnudagur eigi að vera 8 tímar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.