Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
LESBÓK
SJÓNVARP Lara Williams, sjónvarpsgagnrýnanda
breska blaðsins The Guardian, er nóg boðið og krefst þess
að menn hætti að velta sér upp úr fortíðinni. Hún vísar þar í
þætti eins og Mad Men og Stranger Things, sem gerast í
gamla daga, og kornið sem fyllti mælinn, Everything Sucks!
glænýtt menntaskóladrama frá Netflix sem gerist á tíunda ára-
tugnum. Williams þykir hinir nýju þættir slakir og eiga lítið er-
indi upp á dekk árið 2018. „Sjónvarpið þarf að hætta að lifa í
fortíðinni,“ segir hún og bætir við að Everything Sucks!
virðist bara vera nostalgía nostalgíunnar vegna;
þátturinn hafi engan metnað til að horfa á tí-
unda áratuginn í gagnrýnu ljósi. Ætli það sé
ekki við hæfi að sögusvið þáttanna sé lítill
bær í Oregon, Boring að nafni!
Nóg komið af þáþrá!
Peyton Kennedy leik-
ur í Everything Sucks! AFP
KVIKMYNDIR Bandaríska leikkonan Tessa
Thompson hefur mjög gaman af því þegar
henni er lýst sem rísandi stjörnu en hún hef-
ur fengið glimrandi dóma fyrir hlutverk sitt í
ofurhetjumyndinni Thor: Ragnarok sem
frumsýnd var á síðasta ári. Sannleikurinn er
sá að Thompson er orðin 34 ára og hafði troð-
ið marvaðann í faginu áður en hún tók flug-
sundið frá og með kvikmyndinni Selmu árið
2014. Skýringin er sú að Thompson, sem
kveðst vera mjög gagnrýnin í hugsun, hefur
ekki áhuga á „dæmigerðum“ hlutverkum fyr-
ir svartar leikkonur, svo sem ambáttinni,
bestu vinkonunni og einstæðu móðurinni.
Kærir sig ekki um dæmigerð hlutverk
Tessa Thompson lítur ekki við hverju sem er.
AFP
Frá Edduhátíðinni á síðasta ári.
Eddan í beinni
RÚV Bein útsending frá afhend-
ingu Edduverðlaunanna, íslensku
kvikmynda- og sjónvarpsverð-
launanna, á Hilton Reykjavík Nor-
dica, verður kl. 20.15 í kvöld,
sunnudagskvöld. Þetta er í 19.
skiptið sem Edduverðlaunin eru
veitt. Inn voru send alls 111 verk; 8
kvikmyndir í fullri lengd, 13 heim-
ildamyndir, 10 í flokkinn barnaefni,
9 stuttmyndir, 5 verk í flokkinn
leikið sjónvarpsefni og 76 í annað
sjónvarpsefni.
SJÓNVARP
SÍMANS Laug-
ardagsmyndirnar
eru annars vegar
gamanmyndin L!fe
Happens kl. 21 og
spennumyndin
Face/Off kl. 22.40.
L!fe Happens frá
2011 er með Krys-
ten Ritter, Kate Bosworth, Rachel
Bilson og Jason Biggs í aðal-
hlutverkum og fjallar um þrjár vin-
konur sem búa saman í Los Angles.
Face/Off frá 1997 er með John Tra-
volta, Nicolas Cage, og Joan Allen í
aðalhlutverkum. Ofurlöggan Sean
Archer er búinn að vera að eltast
við sama hryðjuverkamanninn í sex
ár, Castor Troy, eftir að Troy drap
son hans í skemmtigarði.
Spé og spenna
Kate
Bosworth
STÖÐ 2 Homeland hefur hafið
göngu sína á ný á sunnudags-
kvöldum. Um er að ræða sjöundu
þáttaröð þessarra vinsælu spennu-
þátta þar sem við höldum áfram að
fylgjast með Carrie Mathieson,
fyrrverandi starfsmanni banda-
rísku leyniþjónustunnar. Nú berst
hún gegn mismunun og óréttlæti í
garð minnihlutahópa og fyrir aukn-
um borgararéttindum þeirra.
Claire Danes leikur aðalhlutverkið.
Homeland
Nú þegar mánuður er liðinnfrá því að Slayer tilkynntiað hinsta tónleikaferðin
væri í burðarliðnum liggur enn ekki
fyrir hvers vegna málmbandið goð-
sagnakennda er að leggja upp laup-
ana. Tilkynningin á heimasíðu bands-
ins er afskaplega almennt orðuð en ef
draga á einhverja ályktun út frá
henni er það væntanlega að menn séu
einfaldlega búnir að fá nóg eftir 37 ár
í eldlínu þrassins. Fleiri orrustur
verði ekki háðar.
Kanadíska málmgagnið The Metal
Voice náði að vísu í skottið á Gary
Holt gítarleikara fyrir skemmstu en
hann varðist allra frétta. Staðfesti þó
að þetta væri ekkert gabb; Slayer
væri að sauma feril sinn saman.
„Millinafn mitt er „No Comment“.
Sjáumst á tónleikunum. Án gríns, no
comment.“
Dagsetningar á fyrsta legg tón-
leikaferðarinnar liggja fyrir en þá
mun Slayer troða upp í Bandaríkj-
unum og Kanada. Fyrsti viðkomu-
staðurinn er San Diego 10. maí nk. og
áfram verður haldið langt fram eftir
júnímánuði. Evróputúrinn hefur enn
ekki verið kynntur fyrir utan tón-
leikana á Secret Solstice í Laugardal
21. júní og óstaðfest er hvort loka-
lokagiggið verði á þessu ári eða jafn-
vel því næsta. Eða þarnæsta.
„Túrinn verður rosalegur. Þetta
verður geggjað. Það er sannur heiður
að fá að taka þátt í þessu. Við ætlum
að gera þetta eins eftirminnilegt og
kostur er – ljúka þessu með stórkost-
lega ofbeldisfullum hætti. Þetta verð-
ur epískt!“ fullyrðir Gary Holt í fyrr-
nefndu no comment-viðtali. Holt tók
sem kunnugt er við af Jeff Hanne-
man þegar hann féll frá fyrir fimm
árum. Hafði raunar túrað með Slayer
í tvö ár þar á undan vegna veikinda
Hannemans.
Tveir með frá upphafi
Tveir upprunalegir meðlimir eiga
ennþá aðild að Slayer, gítarleikarinn
Kerry King og bassaleikarinn og
söngvarinn Tom Araya. Trommuleik-
arinn Paul Bostaph hefur verið í
bandinu með hléum frá 1992; að
mestu skipst á við upprunalega trym-
bilinn Dave Lombardo. Hvort sá síð-
arnefndi kemur til með að slást eitt-
hvað í hópinn á lokaferðalaginu liggur
ekki fyrir en verður að teljast ólíklegt
enda hafa Lombardo annars vegar og
King og Araya hins vegar ekki alltaf
átt skap saman.
Síðasta hljóðversplata Slayer, Re-
pentless, kom út árið 2015 og ekkert
bendir til annars en að hún verði sú
tólfta og síðasta. The Metal Voice
gekk vitaskuld á Holt með það og eft-
ir að hafa sagt hreint nei kvaðst hann
ekki vita neitt og faldi sig aftur á bak
við „no comment“.
Enda þótt Slayer sé stálpað band,
liðsmenn eru á aldrinum 53-56 ára, er
það fráleitt með þeim elstu í bransan-
um. „Feður málmsins“, Black
Sabbath, létu tjaldið falla í fyrra
komnir fast að sjötugu. Þá eru bönd á
borð við Iron Maiden og Judas Priest
ennþá í fullu fjöri, að ekki sé talað um
jafnaldra Slayer og félaga í Big Four-
klúbbnum, Metallica, Megadeth og
Anthrax.
Talsvert hefur að undanförnu verið
vitnað í viðtal við Tom Araya frá
árinu 2016, þar sem hann gaf í skyn
að tími færi að koma á það að inn-
heimta lífeyrinn. Hann býr ásamt
eiginkonu sinni og tveimur börnum
þeirra á búgarði í Buffalo, Texas.
Mögulega hefur fráfall Hanne-
mans líka dregið úr þeim félögum
máttinn en hann var,
ásamt King, helsti laga-
höfundur Slayer. Þess
skelfilega missis er sér-
staklega getið í yfirlýs-
ingunni á heimasíðu
bandsins.
Þar kemur einnig fram
að menn komi til með að
„snúa sér að öðru“ að tón-
leikaferðinni lokinni.
Gary Holt, Tom
Araya og Kerry King
á tónleikum í fyrra.
AFP
Frægasta plata Slayer, Reign
in Blood, kom út árið 1986 en
hún er sjaldan langt undan
þegar málmhausar þessa
heims tilgreina sínar uppá-
haldsplötur. Allar götur síðan
hefur bandið verið í fram-
varðasveit þrassins og ríghald-
ið í sín gildi, aðdáendum til
ómældrar ánægju. Af öðrum
plötum má nefna South of
Heaven (1988), Seasons in the
Abyss (1990), God Hates Us
All (2001) og World Painted
Blood (2009). Slayer hefur
leikið á tæplega þrjú þúsund
tónleikum vítt og breitt um
heiminn og unnið til
Grammy-
verðlauna, auk
þess sem Smith-
sonian-
stofnunin hefur
efnt til sýningar
bandinu til
heiðurs. Rétt-
nefndar goð-
sagnir.
Hátt í 3.000
tónleikar
Styttir upp hjá Slayer
Slayer, eitt áhrifamesta málmband sögunnar, hefur ákveðið að rifa seglin og leggur af stað í sína hinstu
tónleikaferð með vorinu. Blóði mun rigna á túrnum og engu verður eirt, allra síst í Laugardalnum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is