Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 18
Grænmeti og ávextir
gera okkur ham-
ingjusöm, það er að
segja ef þeir eru borð-
aðir en ekki hafðir í skál
upp á skraut. Sé græn-
meti og ávextir ríkuleg-
ur hluti mataræðis er
strax merkjanlegur
munur á vellíðan fólks,
sem eykst, eftir tvær
vikur.
Samkvæmt allra nýj-
ustu rannsóknum skipt-
ir þó máli á hvaða aldri
fólk er hvaða mataræði
hefur áhrif á lund þess
enda er heilinn lengi að
þroskast. Þannig hefur
það jákvæð áhrif á and-
lega líðan ungs fólks, á
aldrinum 18-29 ára, að
borða meira af hvítu og
rauðu kjöti meðan fólk
eldra en 30 ára ætti að
leggja meiri áherslu á
grænmeti og ávexti sé
einungis horft til þess að
gefa hamingjunni orku-
skot. Þetta á þó ekki við
um skyndibita, sem hef-
ur áhrif á líðan okkar til
hins verra, heldur hreins
óunnins kjöts.
Súkkulaði gerir okk-
ur hamingjusamari en
það verður að vera
dökkt. Mjólkin og syk-
urinn sem bætt er í
mjólkursúkkulaðið
draga nefnilega úr virkni
andoxunarefnanna í
dökka súkkulaðinu.
Að líða eins og þú borðar
Getty Images/iStockphoto
ÚTTEKT
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
Jákvæð sálfræði á orðið um 20 ára
sögu en upphafsmaður hennar, Martin
Seligman, ákvað að nálgast rannsóknir
á andlegri líðan á nýjan hátt. Þá höfðu
sálfræðingar einkum einbeitt sér að því
að rannsaka orsakir vanlíðunar, hvað
olli þunglyndi og kvíða, en hvað gerði
manneskjuna hamingjusama og lét
henni líða vel var óplægður akur.
Fræðimenn jákvæðrar sálfræði nefna
gjarnan það að til að auka hamingjuna
sé mikilvægt að njóta lífsins hér og nú,
tileinka sér jákvætt viðhorf, nýta styrk-
leika sína, rækta það sem manni finnst
skemmtilegt að gera og sýna góð-
mennsku.
Góðmennskan hefur verið rann-
sökuð þónokkuð síðustu árin og hvaða
áhrif hún hefur á okkar eigin líðan.
Þetta þýðir bæði að sýna sjálfum okkur
góðvild, tala okkur upp en ekki niður,
sem og öðrum. Örlæti hefur sterk
tengsl við hamingju samkvæmt sviss-
neskri rannsókn og við upplifum
ánægju þegar við gefum.
Það jákvæða
rannsakað
Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöf-undur, hefur um árabil velt hamingjunnifyrir sér og skrifað um hana frá ýmsum
hliðum. Hér ræðum við um hamingjuna í borginni en
hugmyndin um hvort það sé hægt að skipuleggja
hamingjuríka borg er honum ofarlega í huga.
Hann tók m.a. þátt í að skipuleggja og stýra fundi
á vegum Reykjavíkurborgar um áhrif borgar-
umhverfis á hamingjuna. Getur borgin verið vin-
samleg, útivistarborg, borg fyrir allskonar sam-
göngumáta, þrífst hugarfar sköpunar í borg, er
borgin barnvæn? Spurningum á borð við þessar hef-
ur Gunnar Hersveinn áhuga á.
„Við reyndum að fá fólk til að hugsa um hamingj-
una í borgarsamfélaginu. Til dæmis hvort ferðatími
hefði áhrif. Ef þú ímyndar þér einsleita borg, bíla-
borg þar sem allir eru lengi í og úr vinnu, þá eru þeir
ekki að eyða þeim tíma með fjölskyldunni eða nán-
ustu ættingjum,“ segir hann en góð tengsl við vini og
fjölskyldu er eitt af því sem þekkt er að stuðli að auk-
inni hamingju.
„Ef ferðatíminn er stuttur, mælist hamingjan
meiri. Ýmsar rannsóknir í mörgum löndum og borg-
um sýna að ef það eru fjölbreyttir ferðamátar til
staðar eins og til dæmis að hjóla eða ganga líður fólki
betur,“ segir hann og ef fólk getur valið sér fallegt
umhverfi á leið sinni, eins og til dæmis tré eða gengið
í gegnum garða hafi það líka jákvæð áhrif.
Viðfangsefni þessa spjalls nú er því ytri þættir
sem hafa áhrif á hamingjuna í stað þess velta ham-
ingjuhugtakinu fyrir sér innan frá.
„Litir í umhverfinu hafa áhrif. Ef þú býrð í gráu
einsleitu umhverfi, þar sem ekkert gleður þig myndi
ég segja að það drægi smátt og smátt úr hamingj-
unni. Það er líka mikilvægt að hafa marga staði þar
sem hægt er að hittast en það ýtir undir félagslega
virkni,“ segir hann en þetta síðastnefnda tengist inn
í stórt málefni um þessar mundir, sem er að koma í
veg fyrir einsemd. Skemmst er þess að minnast að
sérstakur ráðherra einmanaleika hefur verið skip-
aður í Bretlandi þar sem félagsleg einangrun er al-
geng en hún er áhættuþáttur í ýmsum heilsufars-
vandamálum.
Eitthvað sem kemur á óvart
Í Reykjavík eru margir þættir í náttúrulega um-
hverfinu sem geta haft áhrif. „Þetta tengist hugtak-
inu staðarvitund, maður kemur sér upp staðarvitund
og vill hafa ákveðna þætti í umhverfi sínu. Ég vil sjá
Esjuna og Keili og að það sé stutt í náttúruna, það
tengist minni hamingju,“ segir hann sem dæmi.
„Á ferðalögum um heiminn gleður það mig að sjá
eitthvað annað. Mér leiðist til dæmis ef ég sé bara
sömu verslanirnar í öllum borgum. Það er þægilegt
en það er ekki skemmtilegt. Manni finnst gaman að
sjá eitthvað skrýtið og óvænt,“ segir hann.
„Líka þegar maður fer af einum stað á annan,
gengur um hverfi, að það sé eitthvað óvænt sem
hægt sé að rekast á, frekar en að umhverfið sé ster-
ílt, að það sé eitthvert líf í hverfinu. Allt þetta tengist
hamingjunni,“ segir hann.
„Þegar á að breyta einhverju svæði viltu ekki sjá
það verða að bílastæði, það er ekkert sem gleður þig
við það. Það er skemmtilegra að sjá fleira gangandi
fólk og samtal þess á milli. Það er verið að skrifa
fræðibækur um þetta málefni núna; þetta er rann-
sóknarefni í umhverfissálfræði sem á eftir að koma
betur til skila til almennings. Ég myndi skilyrðis-
laust segja að allt þetta hefði áhrif á hamingjuna og
að Reykjavíkurborg hefði öll skilyrði til að vera ham-
ingjurík borg.“
Hann segir að alltaf sé gott að velta fyrir sér hvað
sé gerlegt. „Það er þessi klassíska hugsun úr stóu-
speki; gerðu þér grein fyrir hverju þú getur breytt
Hamingjan í borginni
Borgarumhverfið hefur áhrif á hamingjuna að sögn Gunnars
Hersveins en það getur m.a. ýtt undir félagslega virkni.
Fyrir rúmum mánuði greindi Reuters frá
mjög merkilegri rannsókn sem náði til
6.000 manns og var framkvæmd af vís-
indamönnum við háskólann í British Col-
umbia. Þeir sem velta því fyrir sér hvort
peningar geti gert þá hamingjusamari þá er
svarið að það skiptir máli hversu mikla pen-
inga þú átt og einnig hvað þú gerir við þá.
Það færir þér hamingjusamara líf að
eyða peningunum frekar í að kaupa þér
tíma en veraldlega hluti, ekki nema þeir
hlutir hjálpi þér við að leysa tímafrek verk
sem þér leiðast, eins og vélmennisryksuga.
Þannig er betra að nota aukaaurinn í að
fjárfesta í hjálp við hreingerningar, barnapíu
á kvöldin þegar allir eru komnir í háttinn og
fara í bíó með makanum, borga meira fyrir
það að kaupa matvöru á netinu og fá hana
heimsenda og borga fyrir það að annar þrífi
bílinn. Allt þetta kostar peninga og fólk er
að sinna ýmsum verkefnum sem því leiðist
og forgangsraðar peningunum þannig að
það kaupir sér frekar nýja hluti fyrir heim-
ilið, föt og dót þegar þessi aukaklukkutími
myndi gefa því meiri hamingju. Í rannsókn-
inni kom einnig fram að það að gefa fé til
góðgerðarmála færir meiri hamingju en
eyða því í dauða hluti.
Þetta með að eiga peninga og hvort þeir
gera okkur hamingjusama eða ekki er samt
ekki svo einfalt. Í fyrra voru niðurstöður
rannsóknar við Háskólann í Kaliforníu
kynntar en þar kom fram að fólk með háar
tekjur var líklegra en aðrir til að upplifa
reglulega jákvæðar sjálfmiðaðar tilfinningar
eins og stolt og að það væri gaman. Þeir
sem höfðu lægri tekjur voru líklegri til að
upplifa jákvæðar tilfinningar sem lutu þó að
öðrum, eins og ást og samúð. Sá hópur var
líka líklegri til að falla í stafi yfir náttúrunni
og fegurð heimsins og finna til tengingar við
umhverfið. Það má því segja að tekjur okk-
ar hafi áhrif á líðan okkar en það er mis-
munandi hamingja sem þeir færa okkur.
Kauptu tíma,
ekki hluti
Getty Images/iStockphoto
Nancy F. Clark, ritstjóri Womans-
Media hjá Forbes, hefur skrifað mikið
um hamingjuna. Hún hefur gefið upp-
skriftir að því hvernig má verða ham-
ingjusamur á örskotsstundu, byggðar á
hamingjuvísindunum, svo sem þessa:
1. Taktu meðvitaða ákvörðun um að
þú ætlir að finna til hamingju, hér og
nú, í þeim aðstæðum sem þú ert í.
2. Líttu í kringum þig, einu sinni í viku,
og hugsaðu um 3-5 hluti sem þú kannt
að meta að séu hluti af lífi þínu. Hugs-
aðu vel um hvert atriði í eina mínútu
og skrifaðu það svo niður. Þú sendir já-
kvæð skilaboð til heilans.
3. Ákveddu að nota peninga í að gefa
öðrum eða kaupa eitthvað handa öðr-
um seinna um daginn.
4. Byrjaðu daginn á að tengja daglega
venju við hamingjuhugsun, eins og
tannburstann. Hengdu upplífgandi
setningu á mynd við hlið tannkremsins.
Þannig tryggirðu að dagurinn byrji
strax á jákvæðri hugsun.
5. Skipuleggðu eitthvað einfalt að gera
í næstu viku sem snýst um að rækta
mannleg tengsl. Göngutúr eða kaffi-
sopi með ömmu eða vini.
Einfalda
uppskriftin
Rannsóknir sem vitnað er til voru m.a.
framkvæmdar af vísindamönnum við Há-
skólann í British Columbia, Kaliforníu,
Hertfordshire í Bretlandi og Harvard.